Dagur - 29.03.1983, Page 16

Dagur - 29.03.1983, Page 16
LiMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR Siglufjörður: Aðstoð vegna fasteigna- gjalda Bæjarráð Siglufjarðar hefur ákveðið að fella niður og veita afsiátt á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega. Þannig fær einstaklingur með tekjur undir 59.290 krónum allan fasteignaskattinn felldan niður og hjón með tekjur undir 90.059 krónum. Einstaklingur með tekj- ur yfir þessu marki og upp að 79.290 krónum fær tvo þriðju hluta fellda niður og sama gildir um hjón með allt að 122.059 krón- ur og hjá einstaklingum með allt að 83.290 krónur er fasteigna- skattur fellur niður að einum þriðja hluta og sama hjá hjónum meðtekjur allt að 138.059. Framboðslisti Alþýðuflokksins Framboðslisti Alþýðuflokksins í alþingiskosningunum hefur verið ákveðinn og skipa hann cftirtaldir aðilar: 1. Árni Gunnarsson alþingis- maður Akureyri. 2. Hreinn Páls- son lögmaður Akureyri. 3. Arn- ljótur Sigurjónsson rafvirkja- meistari Húsavík. 4. Jónína Ósk- arsdóttir aðstoðarráðskona Ól- afsfirði. 5. Stefán Matthíasson læknanemi Akureyri. 6. Alfreð Gíslason sagnfræðinemi Akur- eyri. 7. Hermann Grétar Guð- mundsson bóndi Akurbakka Grýtubakkahreppi. 8. Hallsteinn Guðmundsson fiskiðnaðarmaður Raufarhöfn. 9. Konráð Eggerts- son bifreiðastjóri Húsavík. 10. Jóhann Sigurðsson sjómaður Hrísey. 11. Guðrún Sigbjörns- dóttir tryggingafulltrúi Akureyri. 12. Jón Helgason formaður Ein- ingar Akureyri. Það var svo sannarlega iétt stemmning ■ Sjallanum um helgina en nýstofnaður Jazzklúbbur Akureyrar gekkst þar fyrir jazzkvöldi. Fjórar jazzhljómsveitir allar skipaðar hljóðfæraleikurum frá Akureyri og nágrenni léku en auk þess tróð 18 manna Big Band undir stjóm Paul Weeden upp ■ fyrsta sinn. AUir hljóðfæraleikararnir eiga það sammerkt að hafa tek- ið þátt í námskeiði því sem Weeden hefur leiðbeint á hér að undanfömu og hafa framfarir þeirra verið ótrúlegar. Mynd: KGA. Stokkfiskur: Ný tegund harð- fisks á markaðinn Fyrirtækið Stokkfískur að Laugum ■ Þingeyjarsýslu hefur sett á markaðinn nýja tegund harðfísks sem á án efa eftir að vekja athygli. Hér er um að ræða kolmunna og hefur fyrstu framleiðslunni BITAFISKUR /, KOLMUNNI r/O-- STOKKFISKUR verið dreift í verslanir á Norður- landi. Fisknum er pakkað í 70 g öskjur og er verðið á þessum harðfiski talsvert lægra en á öðr- um bitafiski sem er á markaðnum, en kolmunnaharðfiskurinn er bitafiskur. Að sögn Steingríms Ingvasonar aðstoðarframkvæmdastjóra Stokkfisks er kolmunninn sjó- frystur þannig að tryggt er að um fyrsta flokks hráefni sé að ræða. Þeir hjá Stokkfisk hafa tryggt sér hráefni til að geta haldið þessari framleiðslu áfram ef hún líkar vel og ef undirtektir verða almennt jafngóðar og á ritstjórn Dags er starfsmönnum þar var boðið að smgkka er engin hætta á öðru en að svo verði. Sólbakur: Vill Sigurður enn kaupa? Eins og Dagur skýrði frá á sín- um tíma hugðist Sigurður Þor- steinsson sem búsettur er í Bandaríkjunum kaupa togar- ann Sólbak af Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Ekkert varð úr samningum varðandi kaupin og var ástæðan sú að sjóðir þeir er áttu að greiða ÚA vegna úreldingar togarans voru ekki tilbúnir til þess að af- greiða þetta mál. Fór svo að Sig- urður hélt utan án þess að gengið hefði verið frá kaupunum, þrátt fyrir að um þau hefði samist milli hans og ÚA. Dagur hefur nýlega skýrt frá því að afgreiðsla sjóðanna vegna bóta til ÚA væri loks tryggð. Þeg- ar það gerðist var nokkur tími lið- inn frá því Sigurður Þorsteinsson fór utan og lá ekki fyrir hvort hann hefði enn áhuga á að kaupa skipið. Gísli Konráðsson fram- kvæmdastjóri ÚA tjáði Degi fyrir helgina að ÚA hefði sent skeyti til Sigurðar til að fá það staðfest hvort hann vildi enn kaupa Sólbak. Er nú beðið eftir svari frá honum. Síðasta verkefni leikársins hjá LA: Spékoppar“ frumsýndir 55 Leikfélag Akureyrar frumsýnir gamanleikinn „Spékoppa“ eftir Georges Feydeau mið- vikudaginn 30. mars kl. 20.30. Flosi Ólafsson leikari og rithöf- undur þýddi leikritið úr frönsku og er jafnframt leik- stjóri. Jón Þórisson hannar leikmynd og búninga og Viðar Garðarsson lýsinguna. Leikritið „Spékoppar" eða „Un purge bébé“ var skrifað 1910 og er nú álitið éitt af meistara- verkum Frakkans Feydeau. Leik- urinn gerist á heimili postulíns- framleiðandans Flóvent í París. Hann hefur fundið upp nýtt postulín sem á að vera óbrjótandi og látið steypa úr því næturgögn sem hann ætlar að reyna að selja franska hernum í stórum stíl. Af því tilefni hefur hann boðið yfir- manni í franska hermálaráðu- neytinu, Kújón, í kvöldverð. En þeir eiga báðir óstýrilátar eigin- konur og auk þess er sonur Fló- vents enn óþekkari svo heimboð- ið fer öðruvísi en ætlað var. Leikarar í „Spékoppum" eru: Þráinn Karlsson (Flóvent), Sunna Borg (frú Flóvent), Marinó Þor- steinsson (Kújón), Ragnheiður' Tryggvadóttir (Rósa), Gunnar Ingi Gunnsteinsson (Dódó), Kristjana Jónsdóttir (frú Kújón) og Theodór Júlíusson (Frans). Aðstoðarleikstjóri er Ragn- heiður Tryggvadóttir, yfirsmiður leikmyndar Bjarni Ingvarsson og búningameistari Freygerður Magnúsdóttir. Ónnur sýning á „Spékoppum" verður á annan í páskum og þriðj a sýning fimmtudaginn 7. apríl. RagnhildurTryggvadóttir og Flosi Ólafsson leikstjóri. Ljósm.: Páll Pálsson. rr 11 1 FT? 0 Fjölmenni miðað við • hvað? Allaballar gengust á dögun- um fyrir almennum fundl um landbúnaðarmál á Akureyri. Var ekkert til sparað í áróðrln- um fyrir fundinn og átti nú að taka bændur og fleiri með áhlaupi. Og eftir fundinn stóð ekki á stóru orðunum. Þjóð- viljinn skýrði frá því að fund- urinn hafi verið mjög fjöl- mennur og meira bla, bla, fylgdi í fréttinni. Staðreyndln er hinsvegar sú að á fundinn mættu um 20 manns. Ekki mjög fjölmennt að mati S&S en sennilega mikið fjölmenni ef miðað er vlð hvað allaballar reikna með að fá f komandi kosningum í Norðurlands- kjördæmi eystra. # „Umfelgun“ Umsjónarmaður þáttarins „Sviðsljós“ f þvf merka biaði DV fer oft á kostum f greinum sfnum og hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir í textan- um. Okkur hefur borist til eyrna nýjasta nýyrði hans en það notaði hann f greln sinnl um leikarann fræga Yul Brynner. Skýrði umsjónar- maðurinn frá þvf að leikarinn væri búinn að skilja við konu sína og fá sér nýja. Og hvað skyldi hann hafa kallað þessa „athöfn“ leikarans? Jú takk, lesendur góðlr. Nú heitir það að „umfelga“ þegar menn fá sér nýja konu. í „Krása- deildinni“ Það er verið að hvetja fólk tll að fara til Hrfseyjar og smakka þar á galloway-kjöt- inu góða. En hvernig væri að skreppa til Færeyja og fá sér fslenskt lambakjöt á við- ráðanlegu verðl? - „Krása- deildin“ í Þórshöfn auglýsir grimmt f sfðasta tölublaði Dimmalætning og eru hér nokkrar glefsur úr auglýsing- unni. - íslendskt lamb á 25,90 kr. New Zealandskt tjógv fyri 1/2 kg á 16,95 kr. og reyðkál á 25,95 kr. - Ekki slorlegir prfs- ar þetta en reyndar mun vera átt við danskar krónur. # Að utan eðainnan? Steingrímur Sigurðsson list- málari með melru er staddur á Akureyri þessa dagana og er aðalerindi hans að mála mynd af Menntaskólanum. - Flosi Ólafsson leikari og leikstjóri með meiru erelnnig í bænum eins og alþjóð veit. Það fór ekki hjá þvf að leiðlr þessara landsþekktu manna skærust og að sjálfsögðu tóku þeir tal saman. Talið barst að erindi Steingrfms í bænum og hann sagði Flosa að hann væri hér til að mála Menntaskólann. Og grfnistinn Flosi var ekki seinn til og spurði illkvittnis- lega: „Að utan eða innan?“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.