Dagur - 07.04.1983, Qupperneq 1
FERMINGAR-
GJAFIR
í MIKLU ÚRVALI
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
66. árgangur Akureyri, fimmtudagur 7. aprfl 1983 38. tölublað
ÞJOÐARATAK TIL EFNAHAGS-
LEGS JAFNVÆGIS OG FRAMFARA
- segir í stefnuskrá Framsóknarflokksins
Framsóknarflokkurinn hefur
birt stefnuskrá sína fyrir kosn-
ingarnar 23. apríl nk. undir
kjörorðunum Festa - Sókn -
Framtíð. Þar segir m.a. að
Framsóknarflokkurinn boði
ekki neyðaráætlun né leiftur-
sókn, heldur þjóðarátak til
efnahagslegs jafnvægis og
Hjónin Ólafur Rafn Jónsson og
Danielle Somers sem Hæsti-
réttur gerði með dómi á dögun-
um að flytja úr íbúð sinni að
Þingvallastræti 22 á Akureyri,
hafa ritað ítarlega greinargerð
um deilur íbúa hússins til dóms-
málaráðherra með beiðni um
að „hann grípi hið bráðasta til
allra tiltækra ráða til að leið-
rétta það óheillaástand“ sem
skapast hefur í réttarfarslegu
tiHiti.
í greinargerð sinni segja þau
framfara.
Aðalatriði í efnahagsstefnu
flokksins er að Iögbundið verði til
tveggja ára þak á hækkun
verðlags, opinberrar þjónustu,
vaxta, launa, búvöruverðs og fisk-
verðs og þannig tryggð undan-
bragðalaus niðurtalning verð-
bólgunnar. Erlend Ián verði ein-
m.a.: „Að ofangreindu er ljóst að
við höfum engan veginn átt þess
kost fyrir íslenskum dómstólum
að ná rétti okkar, en til er dómstig
ofar íslenskum dómstólum og þar
er mannréttindadómstóll
Evrópu og trúlega orðið tímabært
að leita á þann vettvang þegar svo
er komið að Hæstiréttur Islands
hefur látið sér sæma að kveða upp
úrskurð sem jafngildir eignaupp-
töku án bóta sem hlýtur að teljast
einsdæmi í réttarfarssögu, því að
án skiptingar á eigninni, sem
aldrei hefur verið gerð í samræmi
göngu tekin til arðbærra fjárfest-
inga. Opinberar fjárfestingar
minnki til að skapa aukið svigrúm
fyrir atvinnuvegina. Þá er lagt til
að stjórnkerfi hins opinbera verði
tekið til róttækrar endurskoðunar
til að draga úr kostnaði og auka
hagkvæmni. Fjárfestingarfé verði
fyrst og fremst beint til atvinnu-
við lögskipuð samþykki bygginga-
nefndar, er okkur ógerningur að
selja ..."
Síðar segir í greinargerðinni:
„okkur furðaði ætíð mjög hversu
mikinn áhuga lögreglulið bæjar-
ins hefur haft á öllum fram-
kvæmdum og vorum farin að
halda að tíðar heimsóknir þeirra
væru af einhverjum faglegum
toga spunnar.
Hæst náði áhugi þeirra og elja
þegar lögreglumönnum tókst að
flæma smið frá verki við ísetningu
á gluggum og þetta afrekuðu þeir
veganna og það nýtt til aukinnar
framleiðslu og framleiðni.
Fjölmörg önnur atriði eru tekin
fyrir s.s. varðandi atvinnumál,
jafnréttismál, húsnæðismái, horf-
ið verði frá miðstýringarstefnu og
valdinu verði dreift. Sjá nánar á
bls. 5.
án þess að hafa í höndunum nokk-
urn úrskurð frá fógetaembætt-
inu . . . “
- í greinargerðinni rekja þau
lið fyrir lið dóm Hæstaréttar og
gefa sínar skýringar á því sem
þar kemur fra. Þau telja Hæsta-
rétt nær eingöngu hafa dæmt út
frá málsskjölum þar sem aðeins
önnur hlið málsins hafi komið
fram: „Og athygiisvert hlýtur það
að teljast að Hæstiréttur íslands
skuli síðan fylgja eftir lögleysunni
í blindni“ segir á einum stað.
sjá nánar á bls. 7
Álmálið:
„Harðar
aögerðir ef
samninga-
leiðin er
ekki fær“
„Óábyrg vinnubrögð af þessu
tagi hafa þegar orðið þjóðinni
dýrt spaug og rétt að veita þeim
mönnum sem þannig vinna
verðskuldaða ráðningu í kosn-
ingunum“, segir Guðmundur
Bjarnason alþingismaður m.a.
í grein sem hann hefur skrifað
um álmálið og birt er á bls. 7 í
blaðinu í dag.
Guðmundur fjallar m.a. um
það lága orkuverð sem ÍSAL
greiðir og að það sé sanngirnis-
krafa að fá það hækkað. Hins veg-
ar verði að reyna samningaleiðina
til hlítar, því einhliða riftun samn-
ings gæti haft í för með sér að
ÍSAL sæi sér ekki lengur skylt að
greiða fyrir orku jafnvel þó hún sé
ekki notuð, eins og þeir verða að
gera nú. Ennfremur væri útilokað
fyrir íslendinga að reka álverið
með þeim rekstrarhalla sem þar
er nú við að glíma.
í greininni segir Guðmundur að
takist ekki samningar á þeim
grundvelli sem íslendingar geta
sætt sig við sé hins vegar ekki úti-
lokað að grípa til einhliða að-
gerða. Hjörleifur Guttormsson
hafi hins vegar komið málinu
strax í sjálfheldu. „Við viljum
standa við gerða samninga en
jafnframt standa fast á rétti okkar
og við munum grípa til harðra að-
gerða ef á okkur er brotið og
sannreynt er að samningaleiðin
reynist ekki fær“, segir Guðm-
undur í lokaorðum greinarinnar.
Sjá nánar bls. 7.
„Við munuin láta í okkur
heyra, við munum láta til okkar
sjást,“ segir Bjarni Ólafsson,
einn af stofnendum „Samtaka
forræðislausra feðra“ sem ný-
lega voru stofnuð á Akureyri, í
grein sinni í Degi í dag.
Bjarni sagði í samtali við Dag
að á 20 ára tímabili frá 1961-1981
hafi verið úrskurðað ' 513 málum
hér á landi um forræði barna. í
461 tilviki var móður dæmt for-
ræði, föður í 50 tilvikum og tvö
börn fóru til stjúpforeldra.
Að sögn Bjarna munu hin ný-
stofnuðu samtök fylgjast grannt
með því hvaða áhrif ný barnalög
sem tóku gildi um áramót 1981-
1982 hafa haft á þessi mál. „Við
munum beita okkar áhrifum til
þess að þessi nýju lög verði virt á
j afnréttisgrundvelli,“ sagði
Bjarni.
Sjá nánar á bls. 10.
Að morgni páskadags voru um 2.000 manns í Hlíðarfjalli. Sr. Pálmi Matthíasson sóknarprestur Gierárprestakalls messaði við Skíðastaði í góða veðrinu og
sést hann hér á myndinni ásamt kór Lögmannshiíðarkirkju. Mynd: G.Sv.
Ólafur Rafn Jónsson og Danielle Somers í bréfi til dómsmálaráðherra:
„Hæstiréttur fylgir
lögleysunni í blindni“