Dagur - 07.04.1983, Blaðsíða 13

Dagur - 07.04.1983, Blaðsíða 13
Hagleiksmenn á Hofsstöðum: Hita húsið upp með varmadælu Á Hofsstöðum í Mývatnssveit búa bræður tveir, Ásmundur og Guð- mundur Jónssynir, miklir hagleiks- menn. Ég hef heyrt því fleygt að það sem þeir ætli sér að gera það geri þeir hversu vonlaust sem það virðist í fyrstu. Einn Mývetningur sagði mér að þeir léku sér að því að flytja vélar úr einum bíl í annan án teljandi örðug- leika. Auðvitað passa þessar vélar ekki alltaf en þeir láta þær bara passa. Margt fleira í líkum dúr hef ég heyrt um þá bræður. Hafi ég velkst í vafa um hæfileika þeirra sannfærðist ég um þeirra snilli er ég staldraði við á Hofs- stöðum um daginn. Guðmundur var að vísu ekki heima en Ásmundur tók mér af mikilli ljúfmennsku. Þeirri ljúf- mennsku sem maður finnur svo vel til sveita þar sem lífsgæðakapphlaupið og stressið er ekki búið að ná tökum á fólkinu. Ég var drifinn inn í bæ í angandi kaffi og brauð. Ég ber upp erind- ið: Hvernig er það Ásmundur, þú hitar upp hús þitt á nokkuð sér- stakan hátt, er ekki svo? Jú, rétt var nú það. Húsið er hitað upp með svonefndri varmadælu. Ásmundur dregur fram mikinn pappírsbunka og sýnir mér um leið og hann útskýrir fyrirbærið varmadæla. Þar sem mér þótti þetta merkilegur hlutur og trúlega er ég ekki einn um það ætla ég nú að lýsa í sem stystu máli hvað þarna er á ferðinni. Með aðstoð Ásmundar og pappíranna sem eru frá Landsvirkjun er sagan á þessa leið: Sérkennileg upphitun „Varmadæla er í raun og veru frystivél. Frystivélar eru notaðar til þess að flytja óæskilegan hita úr húsum og sleppa honum út, venjulega með slöngum sem kældar eru með vatni. Varmadæl- an vinnur þannig öfugt, hún flytur hitann að utan og inn. Varmadæl- an er byggð upp úr þremur aðal- hlutum sem eru uppgufari, þjappa og þéttir. Efnið sem notað er til að flytja varmann er freon. í uppgufaranum gufar freonið upp. Til þess þarf það utanaðkomandi varma. Þjappan er notuð til þess að þjappa freoninu saman og við það hækkar hitastig freonsins. Þetta heita samþjappaða freon fer inn í þéttinn og þar þéttist það í vökva og gefur um leið frá sér varma til þess hitakerfis sem valið hefur verið. Milli þéttis og upp- gufara er hafður þrýstijöfnunar- loki til þess að halda uppi þrýst- ingnum (hærri þrýstingur þéttis- megin, lægri uppgufunarmegin). Þegar freonið er búið að fara í gegnum þrýstijafnarann þá er það tilbúið til nýrrar hringrásar. Rafmótor er notaður til að knýja þjöppuna. Rafmagnið sem notað er til þess er helmingur til einn sjötti af þeirri orku sem fæst út úr varmadælunni. Hlutfallið á milli þeirrar orku sem fæst úr varmadælunni og þeirrar orku sem fer til þess að knýja þjöppu- mótorinn er kallað nýtnistuðull. Hlutfallið er alltaf stærri en 1. Vatnið sem Ásmundur hefurinn á kerfið hjá sér er 16-18 gráður (ylur í jörð) og nýtnistuðullinn er 3“. Nýjar leiðir í upphitunarmálum Hvernig stóð á því að þú fórst að kynda upp með þessum hætti? „Árið 1980 auglýsti orkusparn- aðarnefnd éftir bændum til þess að reyna nýjar leiðir í upphitun- armálum. Nokkrir aðilar gáfu sig Mynd og texti: Þorkell Björnsson Ásmundur Jónsson á Hofsstöðum við varmadæluna og hitakútinn sem hann setti upp hjá sér. fram og þar á meðal ég. Athugan- ir fóru fram á Þórgautsstöðum á Hvítársíðu og skýrsla um það mál er í þann veginn að koma út.“ Ég spyr Ásmund hvort hann hafi einhverja hugmynd um hvernig þessi nýja upphitunarað- ferð standi fjárhagslega gagnvart öðrum valkostum, þ.e. olíu og rafhitun. Auðvitað hafði hann reiknað það út. Hann sýnir mér útreikninga sína þessu til stað- festu. Þó gat hann þess að erfitt væri að fá upplýsingar í sambandi við orkuverðið en eftir því sem hann kæmist næst liti dæmið þannig út: Hofsstaðir íbúð 400 m’ upphit- unarkostnaður með: l.a. Olía 7000 lítrar á ári á 7 kr/ltr. 49.000 kr. l.b. Olía m/olíustyrk 2 pers. 6.720 á ári 42.280 kr. 2.a. Rafhit- un húshit.taxti C i 42.000 kwh/ár 23.930 kr. 2.b. Rafhitun mark- mæling A 5 29.400 kr. 3.a. Varmadæla nýtnihlutf. 3 C i 14.000 kwh/ár 7.980 kr. 3.b. Varmadæla nýtnihlutf. 3 A 5 14.000 kwh/ár 9.800 kr. Það fer ekkert milli mála að varmadælan er mjög hagkvæmur kostur eins og verð á olíu og raf- hitun er í dag. Ásmundur sýndi mér líka útreikninga sína pr. kílówattstund með þessum þrem- ur valkostum: Olía óniðurgreidd 116 aurar kwh. Rafmagn marktaxti A 5 70 aurar kwh. Rafmagn marktaxti C i 57 aurar kwh. Varmadæla A 5 23 aurar kwh. Varmadæla C i 19 aur- ar kwh. Stofnkostnaður ekki reiknaður með. Miðað við 6 kwh móti 1 lítra olíu. Ég spurði Ásmund hvort þetta væri það sem koma skyldi. „Ég álít það já þar sem ekki er hægt að koma hitaveitu við og miðað við orkuverð í dag. Það væri eðlilegast að hita beint upp með raforku en til þess þarf hún að vera á skikkanlegu verði. Það er eðlilegast að nýta raflögnina, hún þarf jú alls staðar að vera.“ Vorverk Fræðslufundur í Lundarskóla þriðjudaginn 12. apríl kl. 8 e.h. Heimilisgróðurhúsið, ræktun og umhirða. Laugardaginn 6. apríl kl. 2-4 sýnikennsla í trjáklippingum í Gróðrarstöðinni. Garðyrkjufélag Akureyrar. Bifreiðaeigendur athugið í íscross akstri er gífurlegt álag á vélum keppenda og mikið í húfi að þær þoli álagið. í íslandsmeistarakeppninni 20. mars sl. komu Norðlendingamir Auðunn Þorsteinsson og Erik Carlsen mjög á óvart með þvi að hreppa annað og þriðja sætið í keppninni. Með því skutu þeir aftur fyrir sig bæði íslandsmeistaranum og þeim bíl sem hæstur er að stigum nú. Þessir ökuþórar nota báðir SLICK-50 til að vernda vélarnar í bílum sínum undir hinu gífurlega álagi. Hvað gerir þú fyrir vélina í þínum bíl? Útsölustaðir SLICK-50 á Norðurlandi: Smurstöð Þórshamars, Akureyri. Foss, Húsavík. Varmadælunni er haganlega komið fyrir niðri í kjallara. Henni fylgir hitakútur sem rúmar 250 lítra, þannig að alltaf er til nóg af heitu vatni á Hofsstöðum. Ás- mundur setti tækin upp sjálfur og annaðist allar pípulagnir og sann- arlega mætti sérhver pípulagn- ingameistari vera ánægður með frágang á borð við þennan. Hita- kerfið var tekið í notkun þann 9. mars sl. og var Ásmundur mjög ánægður með þá litlu reynslu sem þegar var komin af því. Kæli- og frysti- vélaþjónusta Tökum að okkur hönnun, ráðgjöf, uppsetningar, viðgerðir og eftirlit á öllum gerðum kæli- og frystikerfa. Gerum verðáætlanir eða tilboð. Góð þjónusta. Vönduð vinna. Vélsmiðjan Oddi, Kælideild, sími 21244. Utan vinnutíma: Elias Þorsteinsson, simi 22853

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.