Dagur - 07.04.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 07.04.1983, Blaðsíða 11
Hörður Áskelsson, Hörður heldur orgeltónleika — í Akureyrarkirkju í kvöld Hörður Áskelsson orgelieikari heldur tónleika í Akureyrar- kirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni verða verk eftir: Cesar Franck, Oliver Messiaen, Pál fsólfsson, Þorkel Sigurbjörns- son og einnig flytjandann - Hörð Áskelsson. Hörður hefur þegið boð um að halda tónleika við Postula- kirkjuna í Köln í Þýskalandi og leikur hann sömu tónverkin á Ak- ureyri og í Þýskalandi einnig viku síðar. Orgel Akureyrarkirkju er stærsta pípuorgel landsins og kemst næst þeim orgelum sem Hörður mun leika á í Þýskalandi. Stærð hljóðfærisins og það að Hörður er fæddur og uppalinn á Akureyri ræður vali á Akureyrar- kirkju fyrir tónleikana. Það er mikill heiður fyrir Hörð að hafa fengið slíkt boð frá Köln, því á þeim 4 aðaltónleikum sem organ- istum er boðið að halda, leika auk Harðar organistarnir Rudolf Heinemann og Michael Schnei- der, en þeir eru báðir heims- þekktir. Hörður hóf orgelnám á Akur- eyri hjá Gígju Kjartansdóttur við Tónlistarskólann á Akureyri. Síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem hann lauk tónmenntarkennaraprófi og ári síðar B lokaprófi í orgelleik og var Marteinn Hunger Friðriksson orgelkennari hans þar. Síðan stundaði hann framhaldsnám við tónlistarháskólann í Dusseldorf í Þýskalandi og lauk þaðan æðsta prófi í kirkjutónlist og orgelleik, þ.e. A prófi vorið 1981 sem eini nemandinn er því prófi lauk það árið og jafnframt með hæsta vitnisburð sem veittur er við skól- ann, þ.e. meðaleinkun A úr öllum greinum. Honum bauðst starf í eitt ár við Neanderkirkjuna í Diisseldorf sem er helsta tónlistarkirkja Dusseldorf og auk einleiks á orgel flutti hann þar sem stjórnandi nokkur stórverk fyrir kór og hljómsveit. Hann starfar nú sem organisti við Hallgrímskirkju og var aðalhvatamaður að stofnun listvinafélags við kirkjuna, sem stendur að flutningi og sýningu kirkjulegrar listar. Hann stofnaði einnig mótettukór við kirkjuna, sem flutt hefur tónlist við ýmis tækifæri. Hörður hefur veriuð aðstoðar- stjórnandi Pólýfonkórsins og var aðalstjórnandi á jólatónleikum hans. Hann hélt orgeltónleika í boði dómkirkju Þrándheims á tónlistarhátíð þar árið 1982 og lék á Spáni á sl. sumri. LEIKFELAG ^ AKUREYRAR — Leikstjórn og þýðing: Flosi Olafsson. Þriðja sýning fimmtudag 7. apríl kl. 20.30. Fjórða sýning föstudag 8. apríl kl. 20.30. Fimmta sýning sunnudag 10. apríl kl. 20.30. Miðasala opin alla daga frá k|. 17.00-19.00. Sýningardaga frá kl. 17.00- 20.30. Miðapantanir í síma 24073. Er þetta Feydeau eða Flosa að kenna? Leikfélag Akureyrar: „Spékoppar“ eftir Georges Feydeau. Leikstjóri og þýðandi: Flosi Ólafsson. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Lýsing: Viðar Garðarsson. Það var ekki laust við að nokk- ur eftirvænting væri ríkjandi frumsýningarkvöldið f fyrri viku. Bæði er að Georges Feydeau er vel þekktur farsahöfundur hér á landi sem annars staðar og er skemmst að minnast þess er Leik- félag Reykjavíkur sýndi „Fló á skinni“ eftir hann við metaðsókn. Hitt var að „grínarinn" Flosi Ólafsson sem af mörgum er talinn með meiriháttar húmoristum okkar hafði þýtt verkið og var jafnframt leikstjóri. Ég er einn þeirra sem hef oft hrifist af ærslum Flosa jafnt er hann hefur sjálfur brugðið sér á svið eða farið ham- förum með penna sinn í hárbeittu háði og ætti það sem að framan er nefnt ekki að nægja til þess að tryggja góða sýningu? En ég varð fyrir vonbrigðum og mér segir svo hugur um að það hafi farið svo fyrir fleiri frum- sýningargestum. Verkið er allt of langdregið og oft af þeim sökum hreinlega þreytandi að sitja undir því. Þannig eru þau tvö ein á svið- inu fyrstu 45 mínútur leikritsins Þráinn Karlsson og Sunna Borg og það er því miður ekki mikið sem gerist á þessum mínútum þrátt fyrir góða frammistöðu Þráins og Sunnu. Efni farsa af þessu tagi þarf ekki að vera merkilegt ef verkið býður að öðru leyti upp á hraða, óvæntar uppákomur og annað slíkt sem getur kitlað hláturtaugar áhorfandans. í „Spékoppum“ vantar þetta flest og þetta „meist- arastykki" Feydeau nær aldrei þeim tökum á leikhúsgestinum sem góður farsi á að gera. Kemúr fyrir ekki þótt þau Sunna Borg og Þráinn Karlsson fari á kostum á köflum í leik sínum en þau tvö bera þetta verk algjörlega uppi og bjarga því sem bjargað verður. Sunna hreint óborganleg þegar henni tekst best upp og Þráinn heldur sínu striki allan tímann. Önnur hlutverk eru í höndum Ragnheiðar Tryggvadóttur (Rósa), Gunnars Inga Gunn- steinssonar (Dódó), Marinós Þor- steinssonar (Kújón), Kristjönu Jónsdóttur (frú Kújón) og Theó- dórs Júlíussonar (Franz). Ekkert af þessum hlutverkum gefur til- efni til mikilla afreka. Þó vakti Marinó Þorsteinsson kátínu með spjátrungslegum töktum sínum og hlátur hans uppgerðarlegur og tilgerðin uppmálið var fyndin. Þegar á heildina er Iitið er óhætt að segja að varla verður þessa verks minnst í sögu Leikfélags Akureyrar sem eins þess merki- legasta er félagið hefur flutt. Góð- ur farsi þarf að hafa ýmislegt til að bera sem „Spékoppar" Feydeau hafa ekki og einungis góð frammi- staða Þráins og Sunnu bjargaði kvöldinu að þessu sinni. G.K. ^SERRETTIR MEGRUNARFÆÐI í öllum matvöruverslunum 7. ápríl 1ð83 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.