Dagur - 07.04.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 07.04.1983, Blaðsíða 6
Byssubláminn kominn lii Eyfjörð Hjalteyrargötu 4, sími 25222 Bóka- og málverkauppboði, sem fyrirhugad var 9. apríl, verður frestað til laugardagsins 30. apríl af óviðráðanlegum ástæðum. Þeirsem hug hafaá að koma munum á uppboð verða að snúa sér til uppboðs- haldara fyrir 15. apríl. Bárður Halldórsson, Jón G. Sólnes, löggiltir uppboðshaldarar. Jazzdansstudio Alice Glerárgötu 26 (áöur Pallas) Sex vikna námskeið hefst á mánudaginn, H.apríl. ★ Konur, byrjendur og framhald. ★ Jane Fonda prógram. ★ Sturtur og sauna. Upplýsingar og innritun í síma 25590 milli kl. 6 og 8 e.h. Afhending skírteina fer fram sunnudaginn 10. apríl kl. 6-8 e.h. að Glerárgötu 26. Framhaldsnemendur komi með skírteini sm. Við minnum á að utankjörstaða- atkvæðagreiðslan er hafin Stuðningsmenn B-listans: Kjósið tímanlega ef þið hafið ekki tök á að kjósa á kjördag. Hafið samband við skrifstof- una ef þið vitið um einhverja stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir sjá um utankjörstaðaatkvæðagreiðsluna hér í kjördæminu. Síminn er 26440. Toppþvottavélin Tvöfaldur legubúnaður-afburða ending. Staðgreiðsluverð 13.950 krónur. Óseyri 6, Akureyri. Pósthólf 432 . Sími 24223 6 - DAGUR - 7. apríl 1983 Ólafur Rafn Jónsson og Danielle Somers í bréfi til dómsmálaráðherra: Hæstaréttardómurinn jafngildir eigna- upptóku án bóta Ólafur Rafn Jónsson og Danielle Somers, sem gert var með hæsta- réttardómi að flytja úr eigin íbúð að Þingvallastræti 22 á Akureyri innan þriggja mánaða, hafa ritað ítarlega greinargerð um deilurnar milli íbúa hússins, afskipti lögreglunnar og bæjarfógetaembættis- ins á Akureyri af málinu „með ósk um og eindreginni beiðni til dómsmálaráðherra að hann grípi hið bráðasta til allra tiltækra ráða til að leiðrétta það óheillaástand“ sem skapast hefur ■ réttarfars- legu tilliti. í yfirliti sem þau hafa gert um það sem fram kemur í greinargerðinni til dómsmálaráðherra segir: „Af ofangreindu er Ijóst að við höfum engan veginn átt þess kost fyrir íslenskum dómstólum að ná rétti okkar, en til er dómsstig ofar íslenskum dómstólum og þar er mannréttindadómstóll Evrópu og trúlega er orðið tímabært að leita á þann vettvang þegar svo er komið að Hæstiréttur íslands hefur látið sér sæma að kveða upp úrskurð sem jafngildir eignaupptöku án bóta sem hlýtur að teljast einsdæmi í réttarfarssögu, því að án skiptingar á eigninni, sem aldrei hefur verið gert í samræmi við lögskipuð samþykki bygginganefndar, er okkur ógerningur að selja . . .“ í greinargerð Ólafs og Danielle til dómsmálaráðherra er rakinn aðdragandi þessa máls og þar koma fram harðorðar ásakanir í garð lögregluyfirvalda á Akur- eyri, sem þau telja ekki hafa verið óvilhöll í meðferð málsins frá upphafi. Þau leggja mikla áherslu á að upphaf allra þessara deilna sé ólögleg skipting hússins við Þing- vallastræti 22 sem ekki hafi á sín- um tíma fengið lögboðið sam- þykki lóðarskrárritara og bygg- ingayfirvalda á Akureyri. Þrátt fyrir þessa vankanta hafi starfs- maður bæjarfógetaembættisins á Akureyri þinglýst afsali þegar miðhæð hússins var seld í fyrsta skipti. í síðara afsali til þeirra hjóna hafi hins vegar verið breitt yfir þetta með löglegum stimpl- um. Hins vegar hafi þau ekki vit- að um þetta heimildarleysi fyrir skiptingu húseignarinnar fyrr en fyrir skömmu. Endurbygging íbúðar kölluð skemmdarverk Upphaf alls þessa rekja þau til þess að eftir að þau keyptu mið- hæðina í Þingvallastræti 22 hafi komið í Ijós mjög mikill raki í íbúðinni. Öll einangrun, sem var reiðingur, hafi verið ónýt og þar hafi þrifist alls kyns skorkvikindi. Hafi ekki verið um annað að ræða en nánast að endurbyggja íbúðina og m.a. að rífa innri veggi og ein- angrun. Áður en dómur vegna meintra leyndra galla á íbúðinni hafi fallið þeim í óhag hafi þau byrjað framkvæmdir og fengið til iðnaðarmenn. Þá hafi lögreglan á Akureyri farið að venja komur sínar á staðinn vegna kæra sem bárust frá meðeiganda hússins um að verið væri að fremja skemmd- arverk á húsinu. Lögreglan hafi iðulega gert tilraunir til að stöðva framkvæmdir og „þess var vand- lega gætt að skila inn skýrslum með fyrirsögn á þessa leið: „Skemmdarverk á fasteigninni við Þingvallastræti 22“ eða „Áframhaldandi skemmdarverk á fasteigninni við Þingvallastræti nr. 22“. Ljóst er að væru þessar fyrirsagnir réttar væri nú fimm árum eftir að framkvæmdir hófust næsta lítið eftir af eignarhluta okkar. Staðreyndir tala hins vegar sínu máli og okkur hefur tekist þrátt fyrir lögregluaðgerðir og tálmanir yfirvalda að endurein- angra næstum alla íbúðina,“ eins og þau segja í greinargerðinni til dómsmálaráðherra. Furðaði á áhuga lögregluliðsins „Okkur furðaði ætíð mjög hversu mikinn áhuga lögreglulið bæjar- ins hefur haft á öllum fram- kvæmdum og vorum farin að halda að tíðar heimsóknir þeirra væru af einhverjum faglegum toga spunnar. Hæst náði þó áhugi þeirra og elja þegar lögreglumönnum tókst að flæma smið frá verki við ísetningu á gluggum og þetta af- ■ rekuðu þeir án þess að hafa þó í höndum nokkurn úrskurð frá fó- getaembættinu,“ segir ennfremur í greinargerðinni. í samtölum við þau hjón hafa þau bent á að þessi vilji lögreglunnar til afskipta af málinu kunni að tengjast því að lögreglumaður hafi leigt hjá kær- anda þegar þetta var. Varðandi skiptinguna á íbúð- inni segja þau í greinargerðinni: „Hið eina skjal sem þar er að finna um fasteignina, eftir því sem við höfum komist næst, er leigu- lóðarsamningur, samþykktur af bygginganefnd sem lýsir húsinu nr. 22 við Þingvallastræti sem tví- býlishúsi í óskiptri eign mótaðila okkar, en hann hefir aldrei fengið leyfi bygginganefndar til skipting- ar á umræddri lóð eða fasteign þrátt fyrir öll ákvæði laga og bygg- ingasamþykkta og annarra reglu- gerða sem krefjast slíks leyfis." Þau segja að einmitt hin undar- lega skipting hússins hafi skapað íbúum hússins algerlega óþolandi ástand. Augljóst sé að bygginga- nefnd hafi aldrei samþykkt, svo dæmi sé nefnt, að gerð yrði íbúð sú í kjallara hússins sem svo er nefnd og veldur annarlegri sund- urhólfun í öllum kjallaranum. Saklaus fórnarlömb kerfisins Þau átelja bæjarfógetaembættið á Akureyri fyrir að hafa brotið regl- ur með því að þinglýsa skjölum sem ekki höfðu tilskilda stimpla og uppáskrift byggingayfirvalda. Fleiri atriði koma fram í greinar- gerðinni til dómsmálaráðherra og síðan segir: „í Ijósi þess sem að ofan greinir virðist okkur það koma úr hörðustu átt að við, sem erum saklaus fórnarlömb kerfis- ins, skulum sakfelld með þeim einstæða hætti sem Hæstiréttur ís- lands sýndi með nýgerðum dómi sínum. Okkur var af mótaðila okk- ar í útburðarmálinu og af hálfu fógetaembættisins skapað ger- samlega óþolandi og fáránlegt ástand til að búa við. Enda hafa lög og reglur verið brotin á okkur hvað eftir annað af þeim aðilum sem síst skyldi ætlandi slíkt hlutverk." Síðan rekja þau lið fyrir lið hæstaréttardóminn og gefa sínar skýringar á því sem þar kemur fram. Þau telja hæstarétt nær ein- göngu hafa dæmt út frá málsskjöl- um þar sem aðeins önnur hlið málsins hafi komið fram. Þau fjalla um trúnaðarbrot læknis sem hafi komist í sjúkraskýrslu Dani- elle og í framhaldi af því hafi sög- ur verið farnar að ganga um bæinn um heilsufar hennar. Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara og heil- brigðisráðherra, sem þá var Magnús H. Magnússon, um að mál þetta skyldi upplýst var skýrsla aldrei tekin af lækninum, sem þau telja hafa brotið trúnað og sem sannaðist fyrir sakadómi á Akureyri að hefði fengið skýrsl- una í hendur. Þessi sjúkraskýrsla er nú hjá landlækni og Danielle hefur ekki fengið að sjá hana. Um þetta segja þau meðal annars í skýrslunni að „sökudólgurinn, náskyldur mótaðila, sleppur ger- samlega við öll óþægindi." Hæstiréttur fylgir lögleysunni í blindni „Þetta eru staðreyndir sem tala sínu máli um hvernig komið er fyrir réttarfari á íslandi. Væntan- lega er nú ljóst orðið af ofan- greindu hver hefir ofsótt hvern. Og athyglisvert hlýtur það að telj- ast að Hæstiréttur íslands skuli st'ðan fylgja eftir lögleysunni í blindni," segir á einum stað. Þá segir einnig: „Rangt er það með öllu í dómi Hæstaréttar Islands að „Ekki hafa stefndu þó reynt að fá hlut sinn að þessu leyti réttan eftir löglegum leiðum.“ Til sönnunar viðleitni á undanförnum árum má meðal annars nefna fyrirspurn okkar til byggingafulltrúa og bæjarlög- manns frá 1977.“ Fleiri atriði nefna þau einnig í þessu sam- bandi. Fleira verður ekki rakið úr greinargerð Ólafs Rafns og Dani- elle til dómsmálaráðherra. Þau hafa ráðið sér belgískan lögfræð- ing til að annast málið fyrir sig ef til þess kemur að reynt verði að áfrýja málinu til mannréttinda- dómstólsins. Þá má þess geta að þau hafa nýlega kært meinta ólög- lega skiptingu hússins og afskipti yfirvalda vegna þinglýsinga afsala til ríkissaksóknara. Mannréttindi á Islandi Segja má um þetta mál að „Sjald- an veldur einn þá tveir deila“. Nú mætti ætla að málið væri úr sög- unni þar sem Hæstiréttur hefur dæmt og þeim dómi verður ekki áfrýjað og nokkuð mikið þarf til að koma svo málið verði endur- upptekið fyrir réttinum. Þar sem Ólafur Rafn og Danielle hafa fært fram rökstudda gagnrýni á dóms- kerfið, þ.á m. Hæ»tarétt og einn- ig bæjarfógetaembættið á Akur- eyri og lögregluna á Akureyri, en dómur Hæstaréttar byggir að mestu á gögnum frá þessum aðil- um, þykir rétt að leyfa nokkru af þeirra málstað að koma hér fram. Hér er ekki lagður dómur á hvað sé rétt eða rangt í þessu máli, en undirritaður leyfir sér að efast um að öll kurl hafi komið til grafar í málsmeðferð Hæstaréttar. „Víst er að augu hins siðmennt- aða heims beinast nú að stöðu mannréttinda á íslandi og það ekki að ástæðulausu," segja Ólaf- ur Rafn og Danielle í bréfinu til dómsmálaráðherra. Þau ætla sér nefnilega að vekja eins og kostur er athygli innlendra og erlendra fjölmiðla á því þegar þau verða borin út úr eigin íbúð eftir tæpa þrjá mánuði. H.Sv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.