Dagur - 07.04.1983, Blaðsíða 3
Leikfélag Húsavíkur:
„Gullna hliðið“
fékk góðar
undirtektir
Leikfélag Húsavíkur frumsýndi
„Gullna hliöiö“ Davíðs Stef-
ánssonar sl. miðvikudag við
húsfylli og góðar undirtektir.
Það er Einar Þorbergsson sem
leikstýrir verkinu, uppsetning
er hefðbundin og að sjálfsögðu
við tónlist Páls ísólfssonar.
Með aðalhlutverk fara Bjarni
Sigurjónsson sem leikur Jón
bónda, Herdís Birgisdóttir kerl-
ingu, Margrét Halldórsdóttir Vil-
borgu grasakonu, Helgi Bjarna-
son Lykla-Pétur, Svavar Jónsson
Pál postula. Og eins og svo oft
áður er það leikstjórinn sem leik-
ur óvininn. Alls koma 22 leikarar
fram í sýningunni og leika sumir
tvö hlutverk.
Leikmynd er eftir Sverri
Jónsson, Sigurð Hjálmarsson og
fleiri. Tónlistarflutningur í leikrit-
inu er í höndum Úlriks Óla-
sonar sem leikur á píanó og orgel.
Auk hans koma fram trompet-
leikararnir Steingrímur Hall-
grímsson og Helgi P. Svavarsson.
Þ.B.
Akureyri:
Rólegir páskar
hjá lögreglu
Slökkviliðið á Akureyri var
tvívegis kvatt út um páskana. í
bæði skiptin var um smáelds-
voða að ræða og engin hætta á
ferðum.
Annað útkallið var vegna þess
að eldur kom upp í hlöðu og úti-
húsi á Hrafnabjörgum. Haft var
samband við eigandann og vildi
hann ekki láta slökkva eldinn því
áformað hafði verið að rífa þessi
hús. Þá kom upp eldur í „Las
Vegas“, í gamla Eimskipafélags-
húsinu, en hann var óverulegur og
olli ekki skemmdum.
Að sögn lögreglunnar á Akur-
eyri var rólegt hjá henni um pásk-
ana. Pó var nokkuð um árekstra
en þeir voru flestir smávægilegir
og í sumum tilfellum ekki einu
sinni farið út í skýrslutöku til
tryggingafélaga.
Hagstætt verí í Hrísalundi
í síðasta hefti Fréttabréfs Neyt-
endasamtakanna á Akureyri og
nágrenni er birt niðurstaða
verðkönnunar sem samtökin
gerðu á Akureyri og Svalbarðs-
eyri 23. mars sl. í fréttabréfínu
kemur fram að mikill munur
hafí verið á hæsta og lægsta
KEA
Vara: Maqn: llagkaup Hrtsal.
verði hverrar tegundar, eða alls
á 26 tegundum kr. 177,85. Það
þýðir að hæsta samanlagða
verðið var 29,8% hærra en
lægsta samanlagða verðið. Hér
fylgir Ijósmynd af könnuninni
eins og hún birtist í fréttabréfí
NAN.
KEA H.aínar- KEA KSb
Búrió Sunnuhl. búðin Strandqötu Svalb.oi
Molasykur mokka 5oo g 9,55 8, lo 13,95
Sykur 2 kq 12,75 1 L kg 22,5o 28,75
Borösalt 75o g 15,4o 14.45 17.3o
ilvoitl 10 lbs 74,40 77,15 75,lo
Hrisgrjóii Rlver 434 g 15.55 12,25 16,95
Ma<j<ji blómkál ssúpa lo, 85 8,45 U,5o
Mtólkuikex Erón 21,55 21, lo 24,7o
llaíracjr.ión OTA 95o g 32,9o 31,7o 33,35
Ritz saltkex 21,9o 2o, 75 24,lo
Oi. baontr Ora 1/2 13,65 13, Bc. 16 ,oS
Gr. baunir KJ 1/2 13,55 12,95 13,65
Rauókál Orn l/l 3o, 65 3o,o5 34,75
Acp.safi Floridana 1/4 1 8,25 7,oo 8,25
App.safi Troþicana 1/4 l 8,3o 7,8o 11,25
Tómat.sósa Libbýs 34o g 18,6o 1 7,7o 19,05
Majónes Gunnars 25o ml — 17,55 17,6o
Egg 1 kg 57,oo 57,oo 68,75
App.marmel. Flóra Soo g — 19,45 —
WC pappir Sorla 2 i pk 18,9o 16,65 —
Eldhúsrl. Sorla 2 i pk 26,2o 25,9o —
Þvottaduft VEX 3 kg 92, lo 87,2o —
Uppþv.l. Ilrcinól 5oo g lo,3o 12, o5 —
Uppþv.i. Palmollvc Soo g 28,75 25,7c
Tannkrem Colgate 14o g 27,95 2o, 75 —
Handsápa Lux 9o g 6,75 5,25
Kgtd t grill krydd 1 bréf 16, Xo — 14,5o
Juvel Hveitl 2 kg — 18,6o —
12,95 9,85
27,jo 28,6o
X 3 . oo 1 , 5o
81.20 4l,5o 51bs
14,4o 16,85
9,95 ----
24,8o 25,00
17.3o 31,35
26,lo -----
16,25 16,2í
15.20 15,2o
35,35 38,70
H,25 9,lo
9,15 ---
20.85 19,25
2o,65 ---
57,oo
27,9o
18.85 18,95
33.50 33,oo
lo2,6o llo,8o
r— 14,45
29.50
21.85 —
6,2o 7,3o
17,7o 16,95
21.50
13,45
2 7,3o 3 5,5o
13,00 'I6.60
81.20 97,6o
14.40 15,65
12.25 9,95
2'í,8o 24,8o
24,oo 3 3,9o
26,lo 24,90
16.25 16,lc
15.20 ---
23.40 1/2 ds 35,o5
8,25 8,25
10.25 ---
22,8o
2o,65
56,oo 66,oo
27.90 ---
19,6o
3 3,5o
lo2,6o llo,8o
---- lo, 45
2J,o5 —-
21,85 ——
6,2o 7,35
17,7o 12,85
21.90
Ingvar Gíslason, menntamálaráöherra:
Samvinnustarf og
einstaklingsframtak
Við framsóknarmenn viljum
láta einstaklingsframtak njóta
sín á sem flestum sviðum. því að
eigið framtak og sjálfsbjargar-
vilji er einn mesti aflgjafi fram-
fara og hagsældar í þjóðfélag-
inu. Þess vegna á að örva ein-
staklingsframtak og sjálfs-
bjargarviija og gera framtaks-
mönnum kleift að njóta krafta
sinna og dugnaðar. Slíkt fram-
tak hefur Framsóknarflokkur-
inn ætíð stutt bæði hvað varðar
búrekstur í sveit, bátaútgerð og
rekstur iðnfyrirtækja. Fram-
sóknarmenn berjast fyrir því að
bændur og fjölskyldur þeirra
eigi sín bú og útgerðarmenn og
sjómenn eigi báta sína, að iðn-
aðarmenn reki sín eigin fyrir-
tæki í framleiðslu og þjónustu.
Þetta teljum við vera
undirstöðuatriði varöandi
smærri atvinnurekstur í landinu.
Þar nýtur framtak einstaklings-
ins sín vel og þjóðfélagið hefur
hag af framtaki hans.
Vmis rekstrarform.
Hitt er annað mál að einstakl-
ingsframtaki eru settar skorður
næstum að segja af sjálfu sér.
Einstaklingur ræður ekki við
hvaða verkefni sem er og þá á
hann ekki að sækjast eftir sltku.
Þegar um þess háttar verkefni
er að ræða verður að lcysa þau á
félagslegum grundvelli að áliti
okkar framsóknarmenna.
Spurning kann að vera um það,
hvers konar félagsskapur komi
þá til greina. í því sambandi eru
ýmis félagsleg úrræði kunn. s.s.
ríkisrekstur, bæjarfyrirtæki.
hlutafélög og samvinnuiélög.
Framsóknarmenn hafa t ýms-
um tilfellum stuðlað að ríkis-
reknum fyrirtækjum og afneita
ekki því fornti félagslegs
rekstrar. ef það kann að henta
betur en annað. Framsóknar-
menn eru ekki andvígir bæjar-
rekstri að vissu marki og hluta-
félög um stórrekstur er fullkom-
lega eðlilegt rekstrarform að
okkar dómi. Framsóknarmenn
gera því enga kröfu til þess og
vilja heldur ekki þola ásökun
fyrir það að sýna þröngsýni hvað
varðar eignarhald og rekstrar-
form atvinnufyrirtækja. Við
viðurkennum að þar koma ýms-
ar aðferðir til greina og við stuðl-
um að því að þær séu notaðar
jöfnum höndum eftir því sem
við á.
Ingvar Gíslason
Samvinnurekstur.
En það sem markar okkar sér-
stööu í þessu efni er vissa okkar
um það að samvinnustefnan sé
rcttlátasta félagsformið hvort
sem um er að ræða verslun og
viðskipti eða rekstur stórra fyrir-
tækja í framleiðslu og þjónustu-
starfsemi. Við bendum á að
samvinnufyrirtæki, kaupfélög
og samvinnuverksmiðjur hafi
reynst traustasti grundvöllur
atvinnulífs og verklegra fram-
kvæmda í landinu, þegar á heild-
ina er litið. Sérstaklega hefur
samvinnuhreyfingin verið bak-
hjarl landsbyggðárinnar, sú
brjóstvörn landsbyggöafólks
sem aldrei hefur bilaö.
Ef litið er á Akureyri sérstak-
lega dylst ekki aö samvinnu-
hreyfingin hefur verið þar burð-
arás í atvinnulífi og verklegum
framförum. Án hennarværi Ak-
ureyri ekki svipur hjá sjón.
Vafamál er að önnur félags-
málahreyfing hafi verið áhrifa-
meiri í íslensku þjóðlífi á þessari
öld en samvinnuhreyfingin.
Áhrif hennar hafa gengið í eina
átt: Að stuöla að efnahagsleg-
um framförum, atvinnuöryggi,
bættum lífskjörum almennings
og réttlátu þjóðfélagi. Alls þessa
hafa norðlenskar byggðir notið,
ekki sfst Akureyri.
Sambúð rekstrarforma
Þegar til þess kemur að ræða
sambúö einstaklingsframtaks og
samvinnustarfs, þá er Ijóst að
þar styður hvort átakið annað.
Samvinnufélögin eru frjáis sam-
tök einstaklinga og markmið
þeirra að búa þeim sem í þeim
eru og viö þau starfa efnahags-
legt öryggi. forða fjöldanum frá
neyð og skorti. Og samvinnuté-
lögin styðja sem verða má heil-
brigt framtak og sjálfsbjargar-
vilja einstaklinga. Þareru bænd-
ur gleggsta dæmið og báta-
útvegsmenn annað og reyndar
fjöldinn allur, sem stendur í
ýmsum smærri atvinnurekstri.
Með þessum hætti m.a. vinnur
samvinnuhreyfingin fyrir ein-
staklingsframtakið.
Við framsóknarmenn teljum
að samvinnuhreyfingin og heil-
brigt einstaklingsframtak eigi að
starfa saman og styðja hvort
annað.
í Stóru-Tjarnarskóla
Listavaka
Árleg listavaka Lionsklúbbsins
Sigurðar Lúthers verður í
Stóru- Tjarnarskóla föstudag-
inn 8. aprfl nk. og hefst hún
klukkan 21.
Guðlaugur Arason, rithöfund-
ur les úr óbirtum verkum sínum
og Sigríður Schiöth les upp. Söngv-
ararnir Þuríður Baldursdóttir og
Michael Clarke syngja við undir-
leik Kristins Arnar Kristinssonar
og Soffíu Guðmundsdóttur.
Guðmundur Norðdahl og John
Robert Redford leika saman á
klarinett og píanó og bræðurnir
Úlrik og Björn Ólasynir leika
fjórhent á píanó.
Myndlistarsýning verður á
staðnum og er það myndhópur
Hin vinsæla fírmakeppni
SRA fer fram laugardaginn
16. aprfl.
Keppt verður í svigi og skíða-
göngu. Hvert fyrirtæki sendir
þriggja manna sveit og má fyrir-
áhugamanna á Akureyri sem
sýnir.
Aðgangur er ókeypis en veit-
ingar verða seldar á staðnum.
tækið senda fleiri en eina sveit í
hvorri grein.
Þátttökutilkynning þarf að
hafa borist fyrir 12. apríl í síma
23248 (Magnús).
SRA
Firmakeppni SRA
Sparisjóður Glæsi-
bæjarhrepps í nýtt húsnæði
Sparisjóður Glæsibæjarhrepps
hefur flutt í nýtt húsnæði. Sjóð-
Fróii flytur
Verslunin Fróði verður flutt að
Gránufélagsgötu 4 í hús JMJ
um næstu helgi og opnuð þar að
nýju í næstu viku.
Þar verða, auk 5-6 þúsund
bókatitla, á boðstólum fjölmargar
myndir íslenskra listamanna -
olíumyndir, vatnslitamyndir,
teikningar, pastelmyndir og graf-
ík í öllum verðflokkum - eða allt
frá kr. 500 til 100.000.
urinn var stofnaður árið 1908
og verður því 75 ára um þessar
mundir.
Afgreiðsla sjóðsins var lengi að
Hlöðum og Moldhaugum í Glæsi-
bæjarhreppi en hefur nú um ára-
tugaskeið verið á Akureyri. Lengi
vel var hann í leiguhúsnæði á ýms-
um stöðum í bænum allt til ársins
1968 að hann flutti í eigið húsnæði
að Brekkugötu 7, en þar hefur
hann starfað síðan.
Nú var þetta húsnæði orðið of
þröngt og ákvað stjórn sjóðsins
því að kaupa jarðhæð í húseign-
inni Brekkugötu 9, Akureyri.
HORSMA
snjóblásarar
til tengingar
á dráttarvélar
fýrirliggjandi
■^VEIADEILD
sími 21400 og 22997
£liTr,=ff,'ÍW?Simu-Rs-3