Dagur - 07.04.1983, Page 7
Guðmundur Bjarnason, alþingismaður:
Óábyrg vinnubrögð í álmálinu
hafa orðið þjóðinni dýrt spaug
Svo ‘iem alþjóð veit er verð það
sem ÍSAL greiðir fyrir raforku
orðið algjörlega óviðunandi.
Verðið er nú 6,45 mills (mill er 1/
1000 úr dollar) eða sem svarar
13,7 aurum á kílówattstund. Að
ná fram hækkun á þessu orku-
verði er eitt af brýnustu hags-
munamálum okkar, einkum þó
fyrir þá sem hita hús sín upp með
rafmagni og greiða nú 58 aura
fyrir kílówattstund samkvæmt
taxta Rafmagnsveitna ríkisins til
upphitunar íbúðarhúsnæðis.
Ef skoðuð er orkusala Lands-
virkjunar á árinu 1982 kemur í
ljós að ÍSAL kaupir 1330 gíga-
wattstundir eða 44,5% af ork-
unni, en Rafmagnsveitur ríkis-
ins kaupa 1050 gígawattstundir
samtals eða 35% af allri orku-
framleiðslunni. Ef hins vegar
eru skoðaðar greiðslur fyrir raf-
orkuna sést að framangreindar
rafveitur greiða 71% en ÍSAL
aðeins 19% af tekjum
Landsvirkjunar af orkusölunni.
Þá má geta þess að það orkuverð
sem ÍSAL greiðir nú mun vera
með því lægsta sem álver greiða
í dag og meðalverð bæði í Evr-
ópu og Bandaríkjunum því mun
hærra.
Hækkun orkuverðs
er sanngirniskrafa
Af framansögðu má öllum
vera ljóst að það er ekki nema
sanngirniskrafa að fá orkuverð-
ið hækkað en því þarf að ná fram
með samkomulagi við Svisslend-
inga, eigendur ÍSAL, þar sem
upphaflegir samningar voru
ekki nægjanlega vel gerðir með
tilliti til breyttra aðstæðna í
heiminum og endurskoðunará-
kvæði óljós, enda lögðu fram-
sóknarmenn gegn þeim samn-
ingum á sínum tíma.
Með leiðréttingum sem gerð-
ar voru á þessum samningum
1975 náðist þó fram nokkur
hækkun orkuverðs og viður-
kenning á rétti okkar til að krefj-
ast endurskoðunar á raforku-
verði vegna almennrar hækkun-
ar á orku í heiminum. Slíkar
kröfur átti tvímælalaust að
leggja fram strax eftir hina miklu
orkuverðshækkun sem varð
1978-1979 og hefja þá þegar
samningaviðræður til breytinga
á raforkuverðinu. Það hefur því
miður ekki tekist enn vegna
rangra vinnubragða þeirra sem
með málið hafa haft að gera.
Iðnaðarráðherra, Hjörleifur
Guttormsson, hefur að sjálf-
sögðu farið með mál þetta fyrir
okkur íslendinga en hefur því
miður ekki haft erindi sem erf-
iði. Hann hóf sínar aðgerðir á
árinu 1980 með því að saka Alu-
suisse um „sviksamlegt athæfi"
vegna verðlagmngar á súráli.
Með þessu upphafi má segja að
málinu hafi þegar verið siglt í
strand og aldrei tekist að hefja
neinar raunverulegar viðræður
um hækkun orkuverðsins sem er
langsamlega þýðingarmesta at-
riðið í viðskiptum við þessa að-
ila.
Rangar áherslur og
málið í sjálfheldu
Að sjálfsögðu ber okkur að
fylgja eftir lögum og reglum í
skattamálum og sjá um að allir
greiði það sem þeim ber, en hér
voru notaðar rangar áherslur,
ásakanir um sviksamlegt athæfi
án þess að nokkur dómur væri
genginn í málinu. Tilboði um að
leggja málið fyrir gerðardóm
sem átti að vera skipaður íslend-
ingum að meirihluta var hafnað
og þótt skattahækkun hafi nú
verið reikningsfærð er síður en
svo ljóst að hún komi til með að
standast fyrir þeim alþjóðlega
gerðardómi, sem nú kemur til
með að fjalla um málið. Geta
þau málaferli tekið langan tíma
og hætt við að erfitt reynist að ná
fram rétti okkar um eðlilega
hækkun á orkuverði meðan það
málþóf stendur yfir.
Að undanförnu hafa Alþýðu-
bandalagið og Þjóðviljinn reynt
að verja klaufaleg vinnubrögð
Hjörleifs Guttormssonar iðnað-
arráðherra og þá erfiðu stöðu
eða sjálfheldu sem hann hefur
sett þetta mál í. Er einkum reynt
að gera afstöðu Framsóknar-
flokksins tortryggilega og talað
um að samtaða hafi verið rofin.
Sannleikurinn er hins vegar sá
að hafi einhver rofið samstöðu
er það iðnaðarráðherra sjálfur.
Ríkisstjórnin hefur oft notað
þá aðferð að skipa þriggja
manna ráðherranefnd, með einn
frá hverjum samstarfsaðila, til
að leysa erfið og vandasöm mál
sem upp hafa komið og hefur
það oftast gefist vel. í desember
1980 var skipuð ráherranefnd til
þess að vinna með Hjörleifi að
þessu mikilvæga máli. Sú nefnd
undirbjó tillögur og kröfur á
hendur Svisslendingum í febrú-
—
Við viljum standa við
gerða samninga
en jafnframt standa
fast á rétti okkar og
við munum grípa til
harðra aðgerða ef á
okkur er brotið og
sannreynt er að
samningaleiðin
reynist ekki fær.
ar 1981 og átti einn fund með
Hjörleifi ásamt dr. Múller frá
Alusuisse.
Hjörleifur
og samstaðan
Fulltrúar framsóknarmanna
og sjálfstæðismanna gerðu
nokkrar alvarlegar athugasemdir
við málsmeðferð iðnaðarráð-
herra. í stað þess að taka tillit til
þeirra og leita samstöðu kaus
hann að sniðganga samstarfs-
ráðherrana algjörlega og tók
málið algjörlega í eigin
hendur. Um svipað leyti var
skipuð álviðræðunefnd. Hún
átti örfáa fundi með fulltrúum
Alusuisse en um mitt árið 1981
tók Hjörleifur málið algjörlega í
eigin hendur með sínum „út-
völdu“ fulltrúum og sniðgekk
eftir það alla fulltrúa í nefnd-
inni, bæði samstarfsaðila í ríkis-
stjórn og fulltrúa stjórnarands-
töðu. Tillögur um málsmeðferð
sem nefnd þessi varð sammála
um að reyna voru lagðar fyrir
ráðherra seinni hluta árs 1982.
Þeim hafnaði hann algjörlega.
Var þá ljóst að nefndarstörfin
voru tilgangslaus og sagði full-
trúi Framsóknarflokksins sig úr
nefndinni.
Þann 10. nóvember 1982
verða þáttaskil. Þá býðst Alu-
suisse til að leggja deilumálið um
súrálsverð og fleira fyrir gerðar-
dóm sem verði að mestur skip-
aður íslenskum mönnum og
býðst til að hefja viðræður um
breytingar á samningnum, m.a.
um hækkun á raforkuverði,
enda fái þeir leyfi til stækkunar
og leyfi til að taka inn annan
hluthafa. Ráðherrar Fram-
sóknarflokksins töldu sjálf-
sagt að nýta þetta tækifæri
til að hefja viðræður. Hjörleifur
gat ekki fallist á það en sendi
Alusuisse eins konar úrslitakosti,
sem augljóst var frá upphafi að
aldrei yrði samkomulag um. Á
þetta bentu ráðherrar Fram-
sóknarflokksins en Hjörleifur
tók ekkert tillit til þeirra ábend-
inga fremur en annars sem sam-
starfsaðilar höfðu lagt til.
Gert að pólitísku
áróðursmáli
Eftir að viðræður Hjörleifs
höfðu þannig komist í algjört
strand lagði Steingrímur Her-
mannsson fram í ríkisstjórninni
tillögur um málsmeðferð þar
sem tillögur Alusuisse um máls-
meðferð frá 10. nóvember voru
hafðar til hliðstjórnar en þó
gerðar á því mikilvægar breyt-
ingar, einkum að nokkur hækk-
un á raforkuverði fengist strax,
sem viðurkenning á óraunhæfu
verði áður en nokkrar samn-
ingaviðræður hæfust og að ekki
yrði samþykkt stækkun álversins
nema í tengslum við viðunandi
hækkun raforkuverðs til sam-
ræmis við það sem álver greiða
nú í Ameríku og Evrópu. Einnig
var gert ráð fyrir því að sett yrði
á fót ný ráðherranefnd sem
kæmi sér saman um meðferð
málsins og skipuð viðræðunefnd
sem annaðist viðræðurnar en
ekki ráðherra sjálfur. Telja má
fullvíst að slík málsmeðferð
hefði komið viðræðum af stað.
Meðan tillögur Steingríms
lágu fyrir ríkisstjórn lagði iðnað-
arráðherra fram á Alþingi frum-
varp um einhliða aðgerðir til
hækkunar raforkuverðs sem
aðrir aðilar innan ríkisstjórnar-
innar höfðu lýst sig andsnúna á
þessu stigi.
Af þessu má ljóst vera að iðn-
aðarráðherra hefur ekki verið
að leita eftir samstöðu um málið
heldur þvert á móti. Samstaða
sem Alþýðubandalagið og Þjóð-
viljinn tala um að hafi verið rofin
var ekki samstaða um orku-
verðshækkun heldur samstaða
um Hjörleif Guttormsson og
hans vinnubrögð sem hafa sýnt
sig að ná engum árangri.
Menn spyrja nú: Vildi Hjör-
leifur nokkurn tíma semja?
Vildi hann ekki fyrst og fremst
átök og stríð við vondan erlend-
an auðhring? Var ekki alltaf
meiningin að gera málið að pól-
itísku áróðursmáli fyrir Alþýð-
ubandalagið til að nota í kosn-
ingabaráttunni?
Óábyrg vinnubrögð af þessu
tagi hafa þegar orðið þjóðinni
dýrt spaug og rétt að veita þeim
mönnum sem þannig vinna
verðskuldaða ráðningu í kosn-
ingunum.
Samningaviðræður
strax - annars
einhliða aðgerðir
Ennþá hafa engar samninga-
viðræður átt sér stað. Framsókn-
arflokkurinn vill koma þeim af
stað nú þegar og byggja á tillög-
um sem Steingrímur Hermanns-
son lagði fram í ríkisstjórn í
haust og gerð er grein fyrir hér
að framan. Varðandi hugsan-
lega stækkun álversins er það þó
einnig háð því að það sé talinn
hagkvæmari kostur en aðrir sem
völ kann að vera á. Takist ekki
samningar á þeim grundvelli úti-
lokar Framsóknarflokkurinn
ekki að gripið verði til einhliða
aðgerða til að fá fram hækkun á
orkuverði. í því sambandi ber
þó að hafa í huga að nú er verð á
áli mjög lág þó einhver hækkun
hafi orðið á siðustu vikum. Er
rekstur álversins því mjög erf-
iður. Álverið er orðið gamalt og
úrelt og því mjög dýrt í rekstri.
ÍSAL er skuldbundið til að
greiða fyrir meginhlutann af raf-
orkunni þó hún sé ekki notuð.
Má því leiða líkum að því að tal-
ið sé hagkvæmara að reka ál-
verið þrátt fyrir erfiðleika og
mikinn rekstrarhalla en að loka
því. Ef raforkuverð er hins veg-
ar hækkað einhliða má gera ráð
fyrir því að ÍSAL telji samninga
rofna og það ekki lengur skuld-
bundiö til að greiða fyrir þá orku
sem ekki er notuð. Ef álverinu
er lokað verður mikill fjöldi
fólks atvinnulaus og útilokað
fyrir okkur íslendinga að reka
álverið með þeim rekstrarhalla
sem þar er nú við að glíma.
Einhliða aðgerðir þarf því að at-
huga og undirbúa mjög vel áður
en til þeirra er gripið.
íslendingar eiga meiri orku
óvirkjaða á hvern íbúa landsins
en nokkur önnur þjóð í heimin-
um. Þessa orku verðum við að
nýta á næstu árum til að bæfa
lífskjörin. Til að það takist þurf-
um við að ganga til samvinnu við
erlenda aðila um fjárfestingu,
markaðsmál og tækniþekkingu.
Erlendir auðhringar og stórfyr-
irtæki eru engin lömb að leika
sér við, cn við erum reynslunni
ríkari hvað samningagerð
varðar.
Við viljum standa við gerða
samninga en jafnframt standa
fast á rétti okkar og við munum
grípa til harðra aðgerða ef á
okkur er brotið ojg sannreynt er
að samningaleiðin reynist ekki
fær.
Guðmundur Bjarnason
Akureyrardeild KEA Aðalfundur Akureyrardeildar KEA veröur haldinn á Hótel KEA miövikudaginn 13. apríl 1983 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Listar til fulltrúakjörs á aðalfund KEA þurfa að berast deildarstjóra fyrir 12. apríl. Deildarstjórn.
Akureyringar - Eyfirðingar - Þingeyingar Samsöngur í Hlíðarbæ laugardaginn 9. apríl kl. 14.00. Sama dag í Ýdölum kl.21.00. Fjölbreytt söngskrá. Söngstjóri: Gróa Hreinsdóttir. Rökkurkórinn.
f OAffháta,arar 1
ONKYO 1 stereótæki í bíla hljómtæki Technico vasatölvur l Loewe OptB Sjónvarpstæki L JVC~ HHÉmot* Jj
7. apríl 1983 - DAGUR - 7