Dagur - 07.04.1983, Page 8
ISKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI
Ik| 111 ----------1------------------------------------------------
SKÍÐI - SKÍOI — SKÍÐI - SKÍÐI - SKÍÐI — SKÍÐI - SKÍÐI
Ð
K
K
í
|Ð
I
|S
Ik
í
|Ð
I
|S
Ik
í
i
|s
Ik
í
i
|s
Ik
í
i
|s
Ik
í
i
|s
Ik
í
i
|s
Ik
í
i
|s
Ik
í
i
|S
Ik
í
i
|s
Ik
í
i
|s
Ik
í
HMj
Andrésar-Andar-
leikarnir 1983
Nú eru páskar nýafstaðnir en þeir marka tímamót fyrir ýmsa, þ.e. fyrir þá sem verða fermd
ir og teljast þar með fullorðnir, fyrir aðra þá eru páskar tímar rólegheitanna og þægind-
anna. Fyrir enn annan hóp eru páskar hápunktur vetrarins, þ.e. fyrir skíðamenn. Fyrir þá
eru páskar sá tími sem er hvað erilsamastur. Stórmót þau sem stefnt hefur verið að yfir vet-
urinn eru þá haldin.
Þeir er komnir eru í fullorðinsflokk keppa á íslandsmeistaramóti, hinir yngri, þ.e. þeir
sem eru á aldrinum 13-16, ára keppa á Unglingameistaramóti og fyrir hina yngstu eru And-
résar Andar-leikar haldnir. Það er ekki einungis hugsað um keppnisfólk yfir páskana held-
ur og hina sem hafa hlotið nafnið trimmarar en fyrir þá var svokallað páskatrimm.
Dagana 20.-24. apríl vcrður
haldið eitt umfangsmesta skíða-
mót sem haldið er hér á landi.
Mót þetta er nefnt Andrésar
Andar-lcikar og er fyrir aldurs-
hóp 12 ára og yngri. Er það hald-
ið árlega í Hlíðarfjalli við Akur-
eyri. Fyrirniynd þcssa móts er
sótt til Norðurlandanna Noregs
og Svíþjóðar, einnig er mót sem
þetta haldið í Tronto á ftalíu ár-
lega. Fyrst voru leikar þessir
hugsaðir til þess að vcita börn-
um á þessum aldri er stunda
skíði reglulega möguleika til þess
að hittast og gefa þeim kost á
innbyrðis keppni. Nú er þetta
mót orðið óopinbert landsmót í
þessum flokkum.
Andrésar Andar-leíkar voru
fyrst haldnir hér á landi árið
1976. Keppendur voru þá 148 en
síðan þá hefur umfang þessa
móts aukist jafnt og þétt og er nú
svo komið að þátttakcndafjöldi
er orðinn 450. Fólk getur því
gert sér í hugarlund alla þá
undirbúnings- og skipulags-
vinnu er liggur að baki slíks móts
sem þessa þegar fjöldi utanbæj-
arbarna er orðinn 350. Þá þarf
að huga að ýmsu svo sem mötu-
neyti, akstri og því að hafa ofan
af fyrir slíkum fjölda barna og
síðast en ekki síst skíðamótinu
sjálfu. Allir utanaðkomandi
þátttakendur gista í Lundar-
skóla og er það að þakka velvilja
Harðar Ólafssonar, skólastjóra
þess skóla. Þó svo að öll sú vinna
sem innt er af hendi sé sjálfboða-
vinna harðduglegs fólks þá eru
vitanlega ýmsir kostnaðarliðir
sem fylgja móti sem þessu. Til
að kljúfa þá hliö hefurfyrirtækið
Sanitas í Reykjavík tekið að sér
að styrkja þessa leika.
Dagskrá mótsins er þessi:
Leikarnir verða settir miðviku-
daginn 20. apríl kl. 20.00 í Akur-
eyrarkirkju.
Fimmtudaginn 21. apríl: Kl.
10.00, stórsvig 7, 8 og 9 ára. Kl.
10.00, svig 11 ára. Kl. 12.00, svig
12 ára. Kl. 15.00, stökk, allir
flokkar. Kl. 20.00, verðlaunaaf-
hending.
Föstudaginn 22. apríl: Kl.
10.00, svig 10 ára. Kl. 12.00,
stórsvigll ára. Kl. 14.00, ganga,
allir flokkar. Kl. 20.00, verð-
launaafhending.
Laugardaginn 23. apríl: Kl.
10.00, stórsvig 12 ára. Kl. 10.00,
svig 7,8 og 9 ára. K1. 12.00, stór-
svig 10 ára. KI. 16.00, verð-
launaafhending og mótsslit.
Akureyringar ættu því nú sem
oftar að fjölmenna upp í Hlíðar-
fjall og fylgjast með stórmóti
barna þar sem leikgleðin og
ánægjan fyrir því að fá að vera
með situr í fyrirrúmi. Fab.
Skíðagangan æ vinsælli
Segja má að hinn aukni áhugi al-
mennings hér á Akureyri á
skiðagöngu sé nú farinn að
ávaxta sig í eöalmálmum á
skíðamótum. Eftir nokkurra ára
hlé hefur Skíðaráð Akureyrar
nú á að skipa nokkrum
keppnismönnum í skíðagöngu.
Vaxandi skilningur er á þörfum
skíðagöngufólks og eru nú
troönar brautir í Kjarna og við
Skíðastaði allan veturinn, þegar
aðstæður leyfa. Aðstöðu þespa
hafa „trimmarar1- og keppnis-
fólk notfært sér í ríkum mæli.
Innanhéraðsmót hafa verið
haldin og sum þeirra orðin árviss
viðburður. Nægir þar að nefna
Páskatrimmið með 150 þátttak-
endum að meðaltali. Ekki er
ólíklegt að úr þessum jarðvegi
spretti ungt og efnilegt göngu-
fólk af báðum kynjum.
Skíðaráð Akureyrar hefur
gert stórátak til þess að efla
skíðagöngu innan sinna vé-
banda en það tekur hins vegar
mörg ár að byggja upp gott
keppnislið í þessari grein. Feng-
inn var þjálfari til bæjarins í
vetur, en svo óheppilega vikli til
að stormar og snjóleysi gerðu
starf hans næstum að engu.
Reynt hefur verið að fjölga
göngumótum og aðstoða fólk
sem æfa vill skíðagöngu eftir
föngum. SRA mun fá göngu-
þjálfara aftur næsta vetur og er
öllum þeim sem áhuga hafa á að
æfa gönguna sem keppnisgrein
bent á að hafa samband við
SRA. Einnig er ætlunin að
standa fyrir almennum nám-
skeiðum í skíðagöngu, en
fræðsla af því tagi hefur verið af
skornum skammti.
I
Nanna Leifsdþttir
skíðadrottning íslands
íslandsmeistaramót skíðamanna
var haldið í Seljalandsdal á ísa-
firði dagana 30. mars til 3. apríl.
Var keppt þar í norrænum grein-
um, þ.e. í göngu og stökki og í
alpagreinum, svigi og stórsvigi.
Fimmtudag 31. mars var keppt
í stórsvigi í alpagreinum. í
kvennaflokki sigraði Nanna
Leifsdóttir, hún hafði bestan
brautartíma í báðum umferðum
og sigraði því nokkuð örugglega.
Önnur varð Hrefna Magnúsdótt-
ir, þriðja Signe Viðarsdóttir,
fjórða Guðrún J. Magnúsdóttir
og fimmta Ásta Ásmundsdóttir,
en keppnin milli þessara fjögurra
stúlkna var mjög jöfn og spenn-
andi. Þessar stúlkur eru allar frá
Akureyri.
f stórsvigi karla sigraði Guð-
mundur Jóhannsson Isafirði, en
hann náði bestum brautartíma í
báðum ferðum. Annar varð
Björn Víkingsson Akureyri og
þriðji Daníel Hilmarsson Dalvík.
f fjórða og fimmta sæti komu síð-
an Akureyringarnir Elías Bjarna-
son og Ólafur Harðarson.
Laugardaginn 2. apríl var
keppt í svigi. í karlaflokki sigraði
Árni Þ. Árnason Reykjavík
nokkuð örugglega, hann sigraði
og í alpatvíkeppni sem er saman-
lagður árangur í svigi og stórsvigi.
Annar varð Húsvíkingur Stefán
Geir Jónsson, sem kom nokkuð á
óvart með virkilega góðri frammi-
stöðu. Guðmundur Jóhannsson
Nanna Leifsdóttir.
ísafirði varð síðan þriðji, hann
náði einnig öðru sæti í alpatví-
keppni. í fjórða og fimmta sæti
komu síðan Akureyringar, þeir
Eggert Bragason og Ólafur Harð-
arson, þeir urðu og í fjórða og
fimmta sæti í alpatvíkeppninni.
Elías Bjarnason varð í þriðja sæti
í alpatvíkeppni.
í svigi kvenna varð Nanna
Leifsdóttir íslandsmeistari, hún
hafði bestan brautartíma í báðum
umferðum. Hún hlaut því einnig
íslandsmeistaratitil í alpatví-
keppninni. í öðru sæti varð ung og
efnileg skíðakona, Guðrún H.
Kristjánsdóttir, hún hafnaði í
þriðja sæti í alpatvíkeppni. Þriðja
sæti í sviginu kom í hlut
Ástu Ásmundsdóttur og hlaut
hún einnig annað sætið í alpa-
tvíkeppninni. Fjórða og fimmta
sæti hlutu Anna M. Malmquist,
en hún hafði annan bestan braut-
artíma í fyrri ferð, og Tinna
Traustadóttir.
Sunnudagurinn 3. apríl var síð-
asti dagur mótsins. Var þá keppt í
flokkasvigi karla og kvenna. Er
fyrirkomulag keppninnar þannig
að hvert hérað sendir frá sér eina
sveit með fjórum þátttakendum í
karlaflokki og þremur í kvenna-
flokki.
f kvennaflokki sigraði sveit Ak-
ureyrar örugglega. Sveitina skip-
uðu þær Nanna Leifsdóttir, sem
bætti þar við sínu fjórða gulli á
þessu landsmóti, Guðrún H.
Kristjánsdóttir og Ásta Ásmunds-
dóttir.
f karlaflokki var keppnin aftur
á móti meira spennandi. Eftir
fyrri ferð hafði sveit ísfirðinga
nauma forystu á sveit Akureyrar
og síðan kom sveit Húsvíkinga í
þriðja sæti. f seinni ferð tóku Ak-
ureyringar á honum stóra sínum
og náðu að sigra. Önnur varð
sveit Húsvíkinga og þriðja sætið
hlaut sveit ísfirðinga. Sveit Akur-
eyrar var skipuð eftirtöldum:
Birni Víkingssyni, Ólafi Harðar-
syni, Elíasi Bjarnasyni og Erling
Ingvasyni.
Eftir landsmótið er óhætt að
segja að Nanna Leifsdóttir sé
ókrýnd skíðadrottning þessa
vetrar. Nanna hafði bestan braut-
artíma í öllum ferðum og sýndi
það og sannaði að hún átti fjögur
gull svo sannarlega skilið. Við
óskum henni til hamingju með
stórglæsilegan árangur.
Landsmótið á ísafirði fór í alla
staði frábærlega fram. Er mótið
ísfirðingum og aðstandendum
þess til mikils sóma. Hafi ísfirð-
ingar þökk fyrir.
Fab.
ORRÆNU GREINARNAR
Fimmtudaginn 31. mars var
keppt í 15 km göngu 20 ára
eldri og 10 km göngu 17-19 ára
en Akureyringar áttu fulltrúa í
báðum greinunum. Sigurvegari í
15 km göngunni varð hinn ungi
afreksmaður Einar Ólafsson, frá
ísafirði. Ingþór Eiríksson, sem
keppti fyrir Akureyri, varð sjö-
undi af 16 keppendum. Sigurður
Aðalsteinsson, Akureyri, varð
nr. 13. Árangur Ingþórs er mjög
athyglisverður þar sem hann
hefur aðeins æft gönguna í 2 ár
en gefur allra bestu göngumönn-
um landsins lítið eftir. í 10 km
göngunni sigraði Finnur V.
Gunnarsson, frá Ólafsfirði, en
Haukur Eiríksson, Akureyri,
varð þriðji af 9 keppendum.
Föstudaginn 1. apríl var keppt
í 3x10 km boðgöngu karla. Sveit
Akureyrar skipuðu bræðurnir
Haukur og Ingþór Eiríkssynir
og Sigurður Aðalsteinsson. Allir
áttu þeir fremur slæmar göngur.
Átti laus braut og fremur lélegt
færi sinn þátt í því en sveitin
hafnaði í 4. sæti.
Sunnudaginn 3. apríl var
keppt í 30 km göngu karla, 20
ára og eldri og 15 km göngu 17-
19 ára. Sigraði Einar Ólafsson,
ísafirði, í 30 km göngunni en Ing-
þór Eiríksson varð nú sjötti. Það
vakti athygli að HaukurSigurðs-
son, Ólafsfirði, og Ingólfur
Jónsson, Reykjavík, báðir fyrr-
verandi íslandsmeistarar, hættu
keppni. í 15 km göngunni sigraði
Finnur V. Gunnarsson, Ólafs-
firði, en Egill Rögnvaldsson,
Siglufirði, og Haukur Eiríksson,
Akureyri, skiptu með sér silf-
urverðiaununum eftir mjög
spennandi sekúndustríð.
Jafnframt var keppt í skíða-
göngu kvenna, bæði einstak-
lingskeppni og boðgöngu. Guð-
rún Pálsdóttir, frá Siglufirði,
Guðrún Ó. Pálsdóttír, Siglufirði.
margfaldur íslandsmeistari í
göngu sigraði í flokki fullorð-
inna en Stella Hjaltadóttir í
göngu stúlkna 16-18 ára. Stella,
sem raunar er aðeins 15 ára,
náði langbestum tima í boð-
göngu kvenna en sveit hennar
varð önnur á eftir sveit Siglfirð-
inga.
í göngutvíkeppni 17-19 ára á
þessu landsmóti varð Haukur
Eiríksson í þriðja sæti, næstur á
eftir þeim Finni V. Gunnars-
syni, Ólafsfirði, og Agli Rögn-
valdssyni, Siglufirði.
Göngutvíkeppni
Karlar 20 ára og eldrí:
1. Einar Ólafsson, I
2. Gottlieb Konráðsson, Ó
3. Þröstur Jóhannesson, f
4. Jón Konráðsson, Ó
5. Magnús Eiríksson, S
6. IngþórEiríksson, A
Konur 19 ára og eldrí:
1. Guðrún Pálsdóttir, S
2. María Jóhannsdóttir, S
3. Guðbjörg Haraldsdóttir, R
4. Anna Gunnlaugsdóttir, f
5. Guðný Ágústsdóttir, Ó
6. Sigurbjörg Helgadóttir, R
Piltar 17-19 ára:
1. Finnur V. Gunnarsson, Ó
2. Egill Rögnvaldsson, S
3. HaukurEiríksson, A
4. Einar Yngvason, í
Stúlkur 16-18 ára:
1. Stella Hjaltadóttir, í
2. Svanfríður Jóhannsdóttir, S
3. Svanhildur Garðarsdóttir, í
4. Björg Traustadóttir, Ó.
Norræn tvíkeppni:
Karlar 20 ára og eldrí:
1. Þorvaldur Jónsson, Ó
2. ' Róbert Gunnarsson, R
3. Björn Þór Ólafsson, Ó
4. Ásgrímur Konráðsson, Ó
Piltar 17-19 ára:
1. Sigurður Sigurgeirsson, Ó
2. ÓlafurBjörnsson, Ó
3. Randver Sigurðsson, Ó
Stökk:
17-19 ára:
1. Helgi Hannesson, S
2. Hjalti Hafþórsson, S
3. SigurðurSigurgeirsson, Ó
4. Randver Sigurðsson, Ó
5. Ólafur Björnsson, Ó
Stökk:
og eldri:
1. Þorvaldur Jónsson, Ó
2. Haukur Hilmarsson, Ó
3. Ásgrímur Konráðsson, Ó
4. Björn Þór Ólafsson, Ó
5. Róbert Gunnarsson, R
6. Viðar Konráðsson, í
15 km ganga:
Karlar 20 ára og eldri:
1. Einar Ólafsson, í
2. Þröstur Jóhannesson, f
3. Gottlieb Konráðsson, Ó
10 km ganga:
Piltar 17-19 ára:
1. Finnur V. Gunnarsson, Ó
2. Egill Rögnvaldsson, S
3. Haukur Eiríksson, A
30 km ganga:
20 ára og eldri:
1. EinarÓlafsson, f
2. Gottlieb Konráðsson, Ó
3. Þröstur Jóhannesson, í
4. Jón Konráðsson, Ó
5. Magnús Eiríksson, S
6. Ingþór Eiríksson, A
15 km ganga:
17-19 ára:
1. Finnur V. Gunnarsson, Ó
2. Egill Rögnvaldsson, S
3. Haukur Eiríksson, A
Boðganga karla 3x10 km:
1. Sveit Ólafsfjarðar
2. Sveit ísafjarðar
3. Sveit Reykjavíkur
4. Sveit Akureyrar
Mikið er á sig lagt
Það er alkunna að til að ná góð-
um árangri í keppnisíþróttum í
dag þurfa menn að leggja mikið
á sig. Kröfurnar verða æ meiri
og til að vera meðal þeirra bestu
þurfa menn að leggja óhemju
mikið á sig við æfingar og
þjálfun. íþróttamenn á íslandi
sækja nú í auknum mæli til út-
landa til æfinga og keppni.
Þrír skíðamenn frá Akureyri.
þeir Elías Bjarnason, Ólafur
Harðarson og Björn Víkingsson
hafa tvívegis lagt land undir fót
það sem af er vetri og eru nú á
næstu dögum að leggja af stað í
sína þriðju ferð. í viðtali við Dag
sögðust þeir félagar hafa haldið
til Noregs þann 16. nóvember
ásamt þeim Guðmundi Jóhanns-
syni ísafirði, Árna Þór Árnasyni
Reykjavík og Daníel Hilmars-
syni frá Dalvík. f Noregi héldu
þeir til í þrjár vikur í Geilo og
dvöldust þar við æfingar undir
handleiðslu tveggja norskra
þjálfara í hálfan mánuð, síðan
tók við keppni á fjórum alþjóð-
legum mótum sem haldin voru
þar.
Eftir þriggja vikna veru á ís-
landi héldu þcir félagar þann 28.
des. á ný til Noregs. Kepptu þeir
á tveimur mótum í Osló og
héldu síðan niður í Mið-Evrópu
til keppni, Elías Bjarnason
skildi þá við félaga sína og kom
til íslands. Þar tóku þeir þátt t
samtals ellefu mótum í Austur-
ríki, Ítalíu og Frakklandi. Var
fjöldi keppenda á þessum mót-
um frá eitt hundrað til eitt hund-
rað og áttatíu. Meðal þátttak-
enda á nokkrum þessara móta
voru allir bestu sklðamenn
heims, svo sem sænska stirniö
Ingemar Stenmark og Banda-
ríkjamennirnir . Steve og Phil
Mhare.
Félagarnir sögðu að með því
að fara út þá fengju þeir tækifæri
til að sjá þá bestu og spreyta sig
gegn þeim, einnig kæmust þeir í
aðstöðu sem ekki væri sambæri-
leg við það sem hér er. Það
helsta sögðu þeir að væri veðrið,
hér á landi stæðu þeir frammi
fyrir því að veðráttan sæi til þess
að kannski fengjust ekki nema
10-15 skíðadagar í mánuði. Til
að ná árangri meðal þeirra 50
bestu í heiminum, nefndu þeir
að æfinga og keppnistímabil á
skíðum þyrfti að vera miklu
lengra en það sem hér væri, en
það stendur yfir í tæpa fjóra
mánuði hérá landi. Einniggerði
peningaleysi mönnum erfitt fyrir
viö æfingar, en allar sfnar ferðir
hafa drengirnir borgað nær al-
veg úr eigin vasa. Ólafur Harð-
arson nefndi það að fá því að
æfingar hófust í miðjum júní í
fyrrasumar og með þeirri ferð
sem þeir væru að fara núna þá
væri útlagður kostnaður um 100
þúsund úr eigin vasa, að sjálf-
sögðu er vinnutap drengjanna
gífurlegt.
Þó svo að kostnaðarhliðin sé
mikil hjá þessum drengjum þá er
engan bilbug á þeim að finna.
Sögðu þeir að skíðaíþróttin sem
slík væri mjög skemmtileg og
„mórallinn" í henni mjöggóður.
Svo væri spennan nú ekki minni
sökum þess að möguleiki væri á
ólympíusæti á næsta ári. Fab.
Unglingameistara-
mót íslands haldið á
Akureyri um helgina
Unglingameistaramót lslands
verður í ár haldið í Hlíðarfjalli
við Akureyri dagana 7. til 10.
apríl. Keppt verður í fjórum
flokkum, þ.e. í tveimurflokkum
stúlkna, 13-14 ára og 15-16 ára,
sama flokkaskipting er hjá
drengjum. Keppt verður í nor-
rænum- og alpagreinum, þátt-
takendafjöldi verður því nálægt
tvö hundruð.
íslandsmeistaramót er há-
punktur í skíðavertíð keppnis-
fólks. Allar æfingar og þau mót
sem keppendur hafa tekið þátt í
hafa miðast við það að vera í
sem bestu formi á landsmóti.
Það er og lokapunktur þeirra
punkta- og bikarmóta er haldin
eru á veturna, en fyrirkomulag
þeirra er þannig að fyrir hvert
mót fá keppendur gefin stig og
punkta. Fer það síðan eftir því í
hvaða sæti þeir lenda hversu
marga punkta og mörg stig þeir
fá. Fást því færri punktar eftir
þvf sem árangur er betri. Núll-
punktur fæst fyrir fyrsta sætið,
fer sfðan punktafjöldi næstu
manna eftir því hversu langt á
cftir þeim er fyrsta sætið hlýtur,
þeir eru. Einnig fá keppendur
gefin stig eftir árangri til s.k. ís-
landsbikars. Eru 25 stig veitt
fyrir fyrsta sæti, 20 fyrir annað
og 15 fyrir það þriðja. Gefin eru
stig fyrir 10 fyrstu sætin. Það er
því oft ekki einungis keppt um
titilinn fslandsmeistari heldurog
uni titilinn bikarmeistari, því oft
ráðast úrslitin í bikarnum ekki
fyrr en á síðasta móti, sem er
landsmót. Þaðerþvítilmikils að
vinna fyrir unglingana að standa
sig vel dagana 7.-10. aprfl.
Á Akureyri verða allir bestu
skíðamenn ( unglingaflokkun-
um mættir til leiks og það er víst
að margir þeirra munu ætla sér
fyrstu sætin. Það verður því
vafalítið hart barist og ekkert
gefið eftir. Við óskum keppend-
um góðs gengis og vonum að all-
ir standi sig vel og hafi gaman af
annars mikilli keppni.
Akureyringar ættu því að fjöl-
menna í Hlíðarfjall dagana 7.-
10. apríl og fylgjast með skíða-
mönnum framtíðarinnar í vafa-
lítið mjög svo skemmtilegu
móti. Fab.
í
Ð
I
S
K
í
Ð
I
S
K
í
Ð
I
S
K
í
Ð
I
S
K
í
Ð
1
S
K
í
Ð
I
S
K
í
Ð
I
S
K
í
Ð
I
S
K
í
Ð
I
S
K
í
Ð
I
S
K
í
Ð
I
S
K|
í
Ð|
I
S
K
í
Ð|
I
S
K
í
SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI — SKÍÐI
8 - DAGUR - 7. apríl 1983
7. apríl 1983 - DAGUR - 9