Dagur - 07.04.1983, Side 12
Skíðaskólinn
Hlíðarfjalli
Síðustu skíðanámskeið vetrarins hefjast nk.
mánudag.
innritun og nánari upplýsingar að Skíðastöðum í
símum 22930 og 22280.
W———^"^^*————mmmmmmmmmmKmmmmm—^^^m^mKmm^mmmmmmmmmmmmm
Guðsteinn Þengilsson:
Að berjast
fyrir
lífi sínu
Um þessar mundir hafa samtök
áhugamanna um áfengismál,
SÁÁ, leitað ákaft til þjóðarinnar
um aðstoð. Beiðni þeirra er næst-
um orðin að neyðarópi, svo sárt er
kallað. Og þegar við sjáum orðið
HJÁLP letrað á skjáinn eða á
hliðar strætisvagnanna skilst okk-
ur að hér er lífshætta á ferðum.
Og um þessar mundir hefur ver-
ið sett á laggirnar kvennaathvarf
sem er griðastaður fyrir konur og
börn, sem eru í lífshættu á heimil-
um sínum vegna þess að eigin-
maður eða einhver annar að-
standandi hefur orðið svo viti sínu
fjær af vfndrykkju að ástvinum
hans var ekki vært heima. Og það
hefur komið í ljós að þörfin fyrir
griðastað af þessu tagi var svo
mikil að húsrýmið næstum fylltist
á fyrstu mánuðunum.
Neyðaróp þeirra sem á þennan
hátt eiga um sárt að binda af völd-
um áfengisneyslu ná vel eyrum
þjóðarinnar og menn bregðast við
með drengilegum fjárstuðningi til
að efla meðferðarstofnanir þar
sem þeir einstaklingar er gera sér
Ijósan veikleika sinn og vilja ráða
bót á ástandi sínu geta fengið
aðstoð.
En er þetta nóg? Þarf ekki að
byrgja brunninn áður en barnið er
dottið ofan í hann? Rétt væri að
gá að því hver orsök alls þessa
neyðarástands, allra þessara
angistarópa frá fólki sem er orðið
nær vonlaust í fjötrum vímugjaf-
ans eða af vörum kvenna sem eru
orðnar svo yfir sig skelfdar að þær
þora ekki að dvelja stundinni
lengur á heimili sínu vegna yfir-
vofandi voðaverka af höndum
eiginmannsins. Svarið við þessu
er til og við vitum það flest, ef
grannt er skoðað: f>að er áfengis-
neyslan sjálf og notkun þeirra
annarra vímuefna sem koma í
kjölfar hennar m.ö.o. áfengið
sem er skaðvaldurinn . . .
Margar skæðar drepsóttir hafa
gengið yfir heimsbyggðina frá því
að sögur hófust og höggvið stór
skörð í raðir mannfólksins. Pegar
mönnum lærðist að skilja orsök
hverrar sóttar var hálfur sigur
unninn og þegar fannst hvaða
vopn bitu sjúkdómsvaldinn var
sigurinn allur og drepsóttin engin
drepsótt lengur. Þannig mætti
minna á, hvernig sigrast hefur
verið á bólusótt, pestinni, lömun-
arveikinni, svartadauða o.s.frv.
Og flestir vita hvernig bugur var
unninn á berklaveikinni hér á
landi og víðar. Þekking er allt sem
þarf, þá er unnt að sigrast á plág-
unni.
Um drykkjusýki og bráða
áfengiseitrun er það að segja, að
við vitum hver orsökin er og þá
ætti hálfur sigur að vera unninn.
En við ráðum ekki enn við þær
þjóðfélagslegar aðstæður, fram-
leiðslu- og markaðskerfi sem
skapa sjúkdómsvaldinn, áfengið,
og ryðja honum braut. Það er hið
alþjóðlega áfengisauðvald sem
hér um ræðir og spennir helgreip-
ar um allan heim. Eðli þess og
starfsaðferðir minna afar mikið á
hergagnaauðvaldið sem framleið-
ir vígvélar og viðheldur styrjöld-
um og stríðsótta. En við getum
komið í veg fyrir sjúkdóminn með
því að beita fyrirbyggjandi að-
gerðum, þótt okkur takist ekki að
eyðileggja sjúkdómsvaldinn á
sama hátt og t.d. sýkla með fúka-
lyfi. Þó ber að muna, að eitt er
höfuðskilyrði fyrir því að læknis-
aðgerð takist, hvort sem verið er
að lækna sjúkdóm eða unnið er að
því að koma í veg fyrir hann.
Sjúklingurinn verður að vilja að
honum batni og almenningur þarf
að skilja að fyrirbyggjandi aðgerð
muni heppnast og að hún sé æski-
leg . . . Það hefði aldrei verið
unnt að stöðva útbreiðslu bólu-
sóttar og lömunarveiki, ef ekki
hefði tekist að vekja skilning al-
mennings á nauðsyn bólusetn-
inga.
Landlæknisembættið hefur ný-
lega sent frá sér fylgirit með heil-
brigðisskýrslum. í því riti eru birt-
ar niðurstöður valins starfshóps á
vegum landlæknisembættisins og
hefur hópurinn kannað hver sé
neysla áfengis, tóbaks og annarra
fíkni- og ávanaefna á Islandi. í
skýrslunni koma fram ýmsir ugg-
vænlegir hlutir um þessi efni,
einkum er varðar neyslu áfengis
og tóbaks. Það kemur í ljós að alít
að því fimmta hvert sjúkrarúm á
landinu hýsir sjúkling sem á um
sárt að binda vegna áfengisneyslu
sinnar eða annarra. Þá hefur
áfengisneyslan breyst á þann veg
hin síðustu ár, að fleiri í hópi
kvenna og unglinga hafa gerst
neytendur en fyrr. Hið gífurlega
álag á heilbrigðisþjónustuna sem
áfengi og tóbak valda, vekur hér
sérstaka athygli og minnir okkur á
það að fjöldi sjúklinga, einkum úr
hópi hreyfihamlaðra bíða með-
ferðar árum saman. Um neysluna
segir orðrétt í skýrslunni: „Enda
þótt allir viðurkenni, að mikið og
óhamlað framboð á vímuefnum
leiði til aukinnar neyslu virðist
samt gleymast að nákvæmlega
sama gildir um áfengi og tóbak.
Fjöldi útsölustaða, sölutími og
verðlagning hafa áhrif á heildar-
neysluna." Þetta er nákvæmlega
sama álit og WHO, Heilbrigðis-
stofnun Sameinuðu þjóðanna
sendir til allra aðildarríkjanna, en
sérfræðingar hennar hafa unnið
mikið starf við rannsóknir á or-
sökum ofdrykkju í ýmsum
löndum. Þar bæta þeir því við, að
tjónið sé í beinu hlutfalli við
heildarneysluna.
En um úrbætur segir síðan áfr-
am í skýrslu landlæknis: „Stjórn-
völd þurfa að setja sér mælanleg
og tímasett markmið sem þau
ætla sér að ná með markvissum og
vel skipulögðum aðgerðum. Að
því er varðar áfengi og tóbak
þurfa aðgerðir að beinast að öll-
um eftirtöldum þáttum: „Sölu,
dreifingu, verðlagningu, löggæslu
og fræðslu."
Ótímabær dauðsföll, sem rekja
má beint og óbeint til neyslu
áfengis og annarra vímugjafa eru
nú orðin svo mörg hér á íslandi,
að talið er, að liðlega einn maður
láti lífið af þessum sökum hvern
einasta dag . . . Enn munu þó
varla öll kurl komin til grafar, því
að afleiðingar vímuefnaneyslunn-
ar teygjast inn á ótrúlega mörg
svið sjúkdómafræðinnar.
Við skulum hugsa okkur þessi
fórnarlömb vímuefnaneyslunnar,
sem verða að gjalda hana með lífi
sínu, standa í einum hópi fyrir
framan Alþingishúsið í Reykjvík
eða á Ráðhústorgi á Akureyri,
fólk áöllum aldri, 400talsins. Óg í
stað dauðsfalla sem dreifast yfir
allt árið skulum við hugsa okkur
vímuefnaguðinn, sem fórnirnar
þyggur, í líki Bakkusar eðá
Níkótínusar og að hann kæmi
með vélbyssu og sallaði niður all-
an hópinn á einum .5 mínútum.
Höfum við heyrt getið um
grimmilegri fórnir? Ef við lítum á
málin frá þessari hlið, koma okk-
ur í hug fregnir af ógnarverkum
úti í hinum stríðshrjáða heimi,
fregnir sem hafa níst hjörtu al-
mennings allra landa. A vegum
hernaðar hefur íbúum smáþorpa
verið gereytt á sama hátt og ég
lýsti áðan um hópinn framan við
Álþingishúsið eða á Ráðhústorgi.
Þessar aðfarir hafa hvarvetna
mælst svo fyrir, að þær væru hin
verstu níðingsverk. Og hér á ís-
landi eyðum við að meðaltali 400
manna byggð eða þorpi árlega.
En hverjir standa að því að svona
óheyrileg tíðindi geta gerst?
Ekki eru það náttúruöflin, drep-
sóttir eða stórstyrjaldir við ná-
grannaríki. Nei, það erum við
sjálf með því að neyta vímuefn-
anna, en fáum til þess öfluga að-
stoð stjórnvalda, sem sjá til þess
að föngin til vímunnar fáist sem
víðast og greiðlegast með því að
heimila fjölgun útsölustaða og
vínveitingaleyfa. Og síðast en
ekki síst sjálft áfengisauðvaldið
sem með lymskulegustu og lúa-
legustu aðferðum læðir vöru sinni
inn á markaðinn. Okkar sök er
fólgin í því að krefjast meira
frjálsræðis til neyslu vímuefnanna
fyrir sjálf okkur og aðra. Þess
vegna höfum við einnig fingurinn
á gikk vélbyssunnar, sem fellir
400 fslendinga árlega. Við tökum
þátt í fjöldamorðum sem eru
þeim mun hroðalegri en atburð-
irnir í Mylai, að þau gerast á
hverju ári. Og allt þetta aðeins til
að þóknast þeim, sem segjast vilja
hafa „frelsi“ til að drekka sig fulla
eða reykja sína sígarettu.
Og hvað ætlum við svo að gera?
Getur verið að við heimtum aftur
í glösin og krefjumst þess að út-
sölustöðum áfengis fjölgi, vín-
veitingastaðirnir verði fleiri, þeg-
ar sannanirnar fyrir því hrannast
upp, að við þetta margfaldast
tjónið af áfengisneyslunni, mann-
fallið eykst. Getur verið að við
þykjumst ékki heyra það þegar
örvæntingarópin frá þeim sem við
höfum þegar brugðið fæti fyrir
berast til okkar? Skynjum við
ekki örvæntingu þeirra sem eru að
sökkva niður í hyldýpið og kalla
HJÁLP? Viljum við að þeim
fjölgi stöðugt sem þannig er ástatt
fyrir? Við eigum næga þekkingu
til þess að stöðva þetta mannfall.
Til þess þarf enga peninga, enga
söfnun. Aðeins vilja.
Guðsteinn Þengilsson