Dagur - 07.04.1983, Qupperneq 16
Pakkningaefni
korkur og skinn
sími 96-22700
að húsgögn tíl þessa skóla skuli
vera innflutt.
„Það er ekki til að tala um að
það sé erfitt að verja þessa
ákvörðun,“ sagði Haukur. „Það á
að fara vel með almannafé og
þetta er ódýrast. Það má segja að
það sem keypt hefur verið séu
prufur, tvær gerðir af borðum og
stólum frá Finnlandi og Svíþjóð.
Það verður ekki farið út í það að
hanna sérstaklega húsgögn í
skólann, heldur reynt að velja af
því sem markaðurinn býður upp á
og íslenskir húsgagnaframleið-
endur verða bara að standa sig.“
- Eru ekki allar líkur á því að
framhald á húsgagnakaupum til
skólans verði í sama dúr, að keypt
verði innflutt húsgögn fremur en
íslensk?
„Það má búast við því þótt það
sé ekki ákveðið. Ég veit ekki til
þess að það sé neinn aðili hérlend-
is með framleiðsu á þessum hús-
gögnum sem er neitt nálægt því að
vera sambærileg við þetta. Þessi
húsgögn eru framleidd í tugum
eða hundruðum þúsunda erlendis
í verksmiðjum sem eru einungis í
þessari ákveðnu framleiðslu.
Þeirri hugmynd hefur aðeins
skotið upp hvort ástæða væri til
þess að skólinn smíðaði sjálfur sín
húsgögn. Þá þarf að hanna þau
húsgögn sérstaklega og kaupa vél-
ar sem henta þeirri framleiðslu.
En íslenskur húsgagnaiðnaður
þarf að tileinka sér þá tækni sem
þarna er á ferðinni en er ekki not-
uð á íslandi. Þrengingar hús-
gagnaiðnaðarins hérlendis eru
ekki vegna innflutnings, heldur
vegna smæðar markaðarins og
vegna þess að ekki hefur verið
fylgst með tímanum.“
..Ég er ekki tilbúinn að sam-
þykkja það að í Verkmenntaskól-
ann sé verið að kaupa þau bestu
húsgögn sem völ er á,“ sagði Ing-
ólfur Hermannsson einn af eig-
endum Kótó s.f. húsgagnaverk-
stæðisins á Akureyri er Dagur bar
þetta mál undir hann. „Það er
sjálfsagt að fara vel með almanna-
fé en er þetta ekki bruðl með
gjaldeyri?
Því voru ekki hönnuð húsgögn
og verkið síðan boðið út? Það
hefði að mínu mati verið rétta
leiðin og þá hefði komið í ljós
hvort íslenskir aðilar væru sam-
keppnisfærir hvað varðar þetta
verk eða ekki. Mér vitanlega hef-
ur ekki verið leitað til neins ís-
lensks aðila sem framleiðir hús-
gögn og kannað hvort hann gæti
tekið þetta verk að sér eða upplýs-
inga aflað um gæði þeirrar vöru
sem íslenskir aðilar gætu hugsan-
lega boðið upp á,“ sagði Ingólfur.
„Ástæðan fyrir því að þessi
húsgögn eru keypt erlendis frá
er einfaldlega sú að þau eru
ódýrust og best af því sem er á
markaðnum,“ sagði Haukur
Árnason formaður bygginga-
nefndar Verkmenntaskólans á
Akureyri í samtali við Dag, en
það hefur vakið nokkra athygli
Innfluttu húsgögnin í Verkmenntaskólanum.
Mvnd: H.Sv.
Finnsk og sænsk húsgögn
keypt í Verkmenntaskólann
Las Vegas
verði lokað
Alltá
kafiá
Húsavík
Mikið illskuveður gerði á
Húsavík að kvöldi 2. dags
páska og stendur enn þegar
þetta er skrifað. Allar götur
bæjarins eru á kafi í snjó og
fólk sem leið hefur átt um um
þær hefur átt í miklu basli með
að komast áfram.
Þrátt fyrir að það sé vísinda-
lega sannað að Norðlendingar
séu hinir mestu snillingar að aka
bílum sínum í snjó, og þá sér-
staklega Húsvíkingar, hefur lítil
umferð verið í bænum enda
margi bílar í bílaflota bæjarbúa
á kafi í snó. Dæmi eru um það að
menn hafi þurft að moka sig út
úr húsum sínum.
Verra er þó ástandið hjá
blessuðum smáfuglunum sem
flögra nú um í stórum hópum í
leit að æti. Er ástæða til að
hvetja Húsvíkinga til að gefa
þeim eitthvað í gogginn. Þ.B.
16 vilja aka
með kísilgúr
Nýlega auglýsti Kísiliðjan h.f.
eftir tilboðum í flutninga á kísil-
gúr frá verksmiðjunni til Húsa-
víkur en þennan flutning hefur
verksmiðjan annast tii þessa á
eigin bílum.
Að sögn Hákonar Björns-
sonar framkvæmdastjóra bárust
16 tilboð í flutningana og er
frekari ákvörðunar í málinu að
vænta fljótlega. Þ.B.
„Við skrifuðum eigendum Las
Vegas og í því bréfi sagði að sú
starfsemi sem þar er rekin
skyldi lögð niður samkvæmt
bókunum bygginganefndar og
heilbrigðisnefndar,“ sagði Jón
Geir Ágústsson, byggingafull-
trúi á Akureyri, ■ samtali við
Dag í gær. Eins og skýrt hefur
verið frá hafði leiktækjasalur-
inn Las Vegas „þegjandi sam-
þykki“ bæjaryfirvalda tíl að fá
að starfa til 1. mars sl.
Það varummiðjan sl. mánuð er
Með síhækkandi bensínverði
virðist sem ný tegund þjófnað-
armála sé að skjóta upp kollin-
um. Þannig var tilkynnt um tvö
þjófnaðartilfelli á bensíni um
páskana.
eigendum Las Vegas var skrifað
og þeim tilkynnt að þeim bæri að
leggja niður starfsemi. Það næsta
sem gerðist í málinu var að eig-
endur Las Vegas sendu inn annað
erindi þar sem þeir óskuðu eftir
heimild til þess að fá að halda
áfram.
„Það bréf kom til afgreiðslu á
sfðasta fundi bygginganefndar og
var erindinu synjað þar. Það bíð-
ur því afgreiðslu bæjarstjórnar og
verður tekið fyrir á næsta fundi
hennar,“ sagði Jón Geir Ágústs-
son.
í Annað skiptið var stolið ben-
síni af bifreið í Norðurgötu á Ak-
ureyri. í hinu tilfellinu var farið í
heimilistank á bæ utan Akureyrar
og stolið af honum en rannsókn-
arlögreglan hefur upplýst það
mál.
Bensíni stolið
# Fjölmiðlar og
Alþingi
Fólki sem ekki þekkir til starfa
á Alþingi f innst það oft skrýtið
sem þaðan heyrist og sést í
útvarpi og sjónvarpi. Sem
betur fer er þar meira og ann-
að unnið en það sem fram
kemur ( fjölmiðlum Stundum
virðist sem sumir þingmenn
séu bara á þlngi fyrir fjölmiðl-
ana og er þekktasta dæmið
vafalaust Ólafur Ragnar
Grfmsson. Raunar er VII-
mundur Gylfason lítill eftir-
bátur hans í þessum efnum,
enda kann hann inn á f jölmiðl-
ana, fyrrum rannsóknablaða-
maður.
# Magnaði upp
tortryggni
En það er nú með það starf
Vilmundar að tæpast verða
það sögulegar heimildir fram-
tíðarkynslóðum til uppbygg-
ingar og fróðleiks sem hann
lét eftir sér hafa á þrykki og í
fjölmiðlum Ijósvakans á árun-
um 1976-1978. Honum tókst
að magna upp slíkan draug
tortryggni f garð einstakra
manna að fólk var almennt
farið að trúa því að þarna færu
stórglæpamenn sem hylmdu
yfir með morðingjum og öðr-
um stórglæpamönnum. Voru
árásirnar á Ólaf Jóhannesson
gott dæmi um þann málflutn-
ing. Þessari sögu eru hins-
vegar margir búnir að gleyma
og ungt fólk þekkir hana ekki.
Nýlega hafa þó gengið hæsta-
réttardómar sem sýknuðu þá
sem ranglega voru ákærðir
og bættu þeim miskann. Ekkf
varð rfkissjóður feitarl við
það.
# Dramatík og
rómantík
Nú velta menn fyrir sér hvort
málflutningur Vilmundar eða
öllu heldur Bandalags jafnað-
armannsins sé á svipuðum
nótum og hinar röngu ásak-
anir forðum. Það var vissu-
lega ákveðin dramatík yfir
rannsóknarbiaðamennsku
hans og sjfafur hefur hann
viðurkennt að hugsjónir hans
og Bandalagsins séu að
nokkru leyti rómantík. Á hinn
bóginn er hætt við því að róm-
antík bæti ekki þær mein-
semdir sem við er að glíma í
þjóðfélaginu, efnahagslegar,
stjórnarfarslegar og aðrar.
Tákn kratanna er rós í hendi.
Hvernig væri að hægra krata-
bandalagið hefði sem tákn
hjarta með ör f gegn um sem
tákn rómantfkureinnar sem
þar ræður rfkjum?