Dagur


Dagur - 08.04.1983, Qupperneq 7

Dagur - 08.04.1983, Qupperneq 7
* - Eg er fæddur og uppalinn í Hrísey og gekk þar í barna- og unglingaskóla. Eins og í öðrum sjávarplássum snerist nær allt líf um sjóinn og sjómennsku en þó voru mjög margir með einhvers konar landbúskap í eynni. Faðir minn og afí voru báðir útvegsbændur, þann- ig að þeir voru alltaf með nokkrar skepnur - t.a.m. var faðir minn oftast með a.m.k. eina kú og fímmtán til tutt- ugu kindur. Menn reyndu að vera sjálfum sér nógir í eynni og þetta varð þess valdandi að ég lærði að umgang- ast dýr og það kann að hafa valdið miklu um að ég lagði á þessa braut og gerðist síðar dýralæknir. Það er Ágúst Þorléifsson, dýralækn- ir á Akureyri sem þannig segir frá en Ágúst lauk dýralæknanámi frá Dýra- læknaskólanum í Osló 1957 og hóf störf hér í Eyjafírði sama ár. Það er oft sagt að eplið falli sjaldan langt frá eik- inni - hversu rökrétt sem það máltæki kann nú að vera - en svo skemmtilega vill til að dóttir Ágústs stundar nú nám við sama skóla og hver veit nema hún feti í fótspor hans hér norðanlands. En okkur lék forvitni á að vita meira um * nám og störf Agústs Þorleifssonar og fyrst var hann beðinn um að gera grein fyrir uppvexti sínum og tildrögum þess að hann fór í langskólanám. gengnar yfir. Margir þeirra sem voru með mér í skólanum voru auralitlir og að því leytinu var líkt á með okkur komið. Þetta var nægjusamt fólk og ég kynntist meðal annars fjölskyldum þar sem ákveðið var hverjir fengju nýja frakka og skó í þetta eða hitt sinnið. Fátæktin var mikil og eins varð ég var við mikið af fólki sem farið hafði ilia út úr stríðinu. Það var mikið af taugaveikluðu fólki í Osló á þessum árum og þetta setti auðvitað sinn svip á bæjarlífið. Óþokkaverk íslendinga - Var uppgjörið við stríðsglæpa- mennina búið? - Það var allt gengið um garð, en ég komst þó að því mér til mikillar hrellingar að íslendingar höfðu tekið þátt í þessum ósköp- um og unnið fyrir nasista á stríðs- árunum. - Hvernig þá? - Þeir höfðu logið sig inn í andspyrnuhreyfinguna og komu svo upp um félagana við Þjóðverj- ana. Það var einkum eitt nafn sem var illa þokkað - Pétursson - en sá maður hafði mikla glæpi og mörg mannslíf á samviskunni. Hann gekk meira að segja svo langt að hann giftist inn í norska fjölskyldu til að eiga hægar um vik við óþokkaverkin. - Og almenningur mundi eftir þessum manni? - Já. Þetta var illa þokkað nafn en það náðist þó í hann að lokum. Hann átti víst yfir höfði sér dauðadóm en mér er sagt að ís- lendingar hafi neitað að opna sendiráð í Osló eftir stríðið nema hann væri látinn laus og ég hef á tilfinningunni að þetta hafi verið rétt - þó svo að ég hafi aldrei feng- ið neinar sannanir fyrir því. En hvað sem þessum óþokkaverkum íslendinga leið, þá vorum við aldrei látin gjalda þess. Þvert á móti voru Norðmenn þakklátir ís- lendingum fyrir þá hjálp sem við veittum þeim eftir stríðið og það eru margir sem muna þetta enn og þess njóta íslendingar. - Hvernig var fjárhagurinn á þessum árum? - Hann var afleitur. Sem fyrr var það sumarvinnan sem bjarg- aði mér og fyrstu tvö árin átti ég meira að segja bankabók. Síðan fór þetta hraðversnandi og var orðið skelfilegt í lokin. Þó voru þá komnir smástyrkir en þeir höfðu lítið að segja. Lán til námsmanna voru þá engin. Fékk verðlaun fyrir skíðastökk - Það hefur verið mikill gleð- skapur á námsárunum í Osló? - Engin óregla, en þetta var heilbrigt og skemmtilegt líf. Borgin tæmdist um helgar, sér- staklega á vetrum og þá fóru allir á skíði. Ég smitaðist af þessum ákafa og stundaði íþróttir talsvert mikið. Fór mikið á skíði upp í Nordmarka í nágrenni Holmen- kollen, en var þó merkilega nokk oftast á svigskíðum. - Þú hefur ekki lagt í stökk- pallinn í Holmenkollen? - Nei en ég tók þó einu sinni þátt í skíðastökki. Það var á skólamóti og ég varð fjórði. Hús- vörður skólans, sem var faðir hins fræga skíðastökkvara Arne Hoel var fenginn til að afhenda verð- launin og ég man það alltaf að karlinn tautaði fyrir munni sér þegar hann afhenti mér verðlaun- in að á dauða sínum hefði hann átt von en ekki því að afhenda ís- lendingi verðlaun fyrir skíða- stökk. - Er þér eitthvað sérstaklega minnisstætt frá þessum árum í Osló? - Það er mér kannski minnis- stæðast að þarna kynntist ég ákaf- lega merkilegri konu, Valgerði Benediktsson, sem gift hafði ver- ið skáldinu Einari Benediktssyni. Hún var orðin háöldruð þegar ég kynntist henni - mikill einstæð- ingur en jafnframt mikil heiðurs- manneskja. Hún bjó á pensjónati - gistiheimili - á Majorstua og stundaði þarna virðulegt veitinga- hús sem hét Den gamle major. Þar sat kerla á kvöldin með glas af góðu víni. Tók ofan hattinn - Hún var vínhneigð en yndisleg gömul manneskja. Hennar mesta þrá var að komast heim til íslands en af einhverjum ástæðum stóð henni aldrei neitt annað til boða en að fara þar inn á elliheimili og það vildi hún alls ekki. Við urðum miklir vinir og vinátta mín við hana varð þess valdandi að það var í fyrsta skipti - og líklega síð- asta skipti - sem maður tók ofan hattinn fyrir mér á götu. Ég var þá á gangi í hverfinu er ég mætti manni og hann tók ofan fyrir mér og hneigði sig. Ég kom honum ekki strax fyrir mig en síðar mundi ég að þetta var yfirþjónn- inn á Den gamle major. Þannig voru áhrif Valgerðar og það brást sjaldan að það var hringt í mig seint um kvöld af þjónunum á veitingahúsinu og sagt „fru Bene- diktsson venter“ og þá átti ég að fylgja henni heim. Hún var léleg í fótunum gamla konan og við leiddumst alltaf arm í arm að Pen- sjonat Bratt þar sem hún bjó og þar kvaddi hún mig með virktum. Tekið opnum örmum - Hvað tókst þú þér fyrir hendur þegar þú komst heim frá námi? - Ég fór strax að sinna dýra- læknisstörfum. Það var einn dýra- læknir hér á Akureyri þegar ég kom heim og fyrsta árið vann ég í samvinnu við hann en svo var um- dæminu skipt í tvennt og í minn hlut komu fimm hreppar í austan- verðum Eyjafirði. Ég fór því strax inn í fullt starf og kunni vel við það. - Hvernig var þér tekið? - Mjög vel. Mér var tekið opn- um örmumm og þá sem nú ríktu ákaflega jákvæð viðhorf í garð dýralækna. - Hvernig er vinnudegi dýra- læknis háttað? - Mesti erillinn hefur verið á vorin og fyrripart sumars eða um það leyti sem kýr hafa borið. í héraði sem þessu þar sem mjólk- urframleiðslan er mikil snýst mest af mínu starfi um kýr og þau margvíslegu vandamál sem geta komið upp í sambandi við mjólk- urframleiðsluna. Vinnudagurinn hefst yfirleitt á því að ég er við símann, oftast er bvrjað að hringja um níuleytið en þá Itafa bændurnir verið á fótum í nokkra tíma og komið auga á að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Ég reyni að vera við símann í a.m.k. klukkutíma en þá taka vitjanirnar við fram eftir degi. Við skiptum þessu svo þannig á milli okkar dýralæknarnir að við erum á vakt aðra hverja helgi en auðvitað sinnum við köllum á öllum tímum sólarhringsins ef mikið liggur við. - Þetta er þá erilsamt starf? - Það má segja það og þetta er mjög ónæðissöm vinna. Ég veit í rauninni aldrei hvenær ég á frí en þetta venst auðvitað eins og allt annað. Ég tók það reyndar saman að gamni mínu einu sinni að um 50% af vinnu minni er unnin þeg- ar flestar aðrar stéttir eiga frí eða sofa. - Hvað er það ' besta við starfið? - Það er tvímælalaust það að ég finn að ég er að gera gagn. Eru kýr heimskar - Finnur þú fyrir þakklæti hjá dýrunum? - Jafnvel og þetta starf hefur orðið þess valdandi að ég er farinn að bera virðingu fyrir öllu sem lifir. Þetta starf gefur mér mikla gleði og ótal atvik benda til þess að ég sé að gera gagn. - Nú er sagt að kýr séu heimsk- ar skepnur. Hvert er álit þitt á því? Eru kýr heimskar? - Nei ég er ekki þeirrar skoð- unar, en ég hef heyrt að margir halda að kýr séu heimskar, hver svo sem ástæðan er. Það hafa einnig margir sagt að það sé slæmt að dýrin skuli ekki geta talað en það tel ég einn aðalkost þeirra - ég losna þá a.m.k. við móðursýk- isröflið sem einkennir svo marga af hinum mannlegu sjúklingum í dag. - Hefur margt breyst í þínu starfi frá því að þú byrjaðir hér fyrst? - Það hefur orðið stórkostleg breyting á flestöllum sviðum. Ný lyf hafa komið, aðstæður hafa breyst mikið til batnaðar og mörg búin eru ákaflega vel útbúin. Það er hrein unun að leysa störf sín af hendi við aðstæður eins og eru fyrir hendi hér á Eyjafjarðarsvæð- inu og ég fullyrði að þetta er besta landbúnaðarhérað íslands. Bændur hér og allir íbúar geta verið stoltir af þessu svæði. Mér hefur reyndar oft flogið í hug þeg- ar ég er á leið heim úr vitjun - ég tala ekki um ef það er í tunglskini - af hverju það er ekki gert meira af því að fara með fyrirmenn sem hingað koma í heimsókn í hring- ferð um sveitina. Ég fullyrði að þar myndu þeir sjá sjón sem þeir sjá ekki víða og þá eru önnur lönd ekki undanskilin. - Það fyrsta sem ég man eftir mér úr Hrísey er tengt síldinni. Það var geysileg síld sem barst á land á þessum árum og allir sem vettlingi gátu valdið lifðu og hrærðust í síld. Ég var fyrst í stað ræsari og gekk þá hús úr húsi og kallaöi „síld, síld“ og ræsti með því kerlingarnar sem þá áttu að koma og salta. Síldarvinnan var ágætlega borguð og sérstaklega söltunin en mér er það minnis- stætt að á þessum árum var næst- um aldrei unnin yfirvinna. Það var auðvitað klárað að salta en þeirsem unnu viðfrágangogönn- ur verkamannastörf sem tengdust síldarævintýrinu unnu sjaldan yfirvinnu. Það eru því breyttir tímar því nú virðist ekki skipta máli þó unnin séu öll kvöld og helgar en þá var eftirvinna eitur í beinum allra athafnamanna. Álpaðist áfram á menntabrautinni - Hvað olli því að þú fetaðir ekki í fótspor föður þíns og afa og gerðist útvegsbóndi? - Ég veit það eiginlega ekki. Það gerðist eiginlega sjálfkrafa að ég hélt skólagöngu minni áfram. Ég var bókhneigður og hafði gam- an af því að læra og kennararnir í unglingaskólanum í Hrísey voru mjög hvetjandi - eins og þeir hafa alltaf verið - og þannig álpaðist ég cinhvern veginn áfram á mennta- brautinni. En það er athyglisvert að það hefur alltaf verið töluvert um að unglingar úr Hrísey færu í langskólanám. En í rauninni velti ég þessum málum ekkert fyrir mér. Ég fór 14 ára gamall í síld- arvinnu út á Siglufjörð, þar sem ég var í vinnu í þrjú sumur, fyrst tvö ár á síldarplani en síðan eitt sumar í síldarverksmiðju. - En svo hverfur sfldin? - Það var eftir að ég fór úr eynni. Ég settist haustið 1946 í annan bekk Menntaskólans á Ak- ureyri og hafði þá tekið fyrsta bckkinn utanskóla með unglinga- skólanum í Hrísey. - Hafðir þú komið oft til Akur- eyrar áður? - Ég hafði komiö þangað einu sinni og því voru það umtalsverð viöbrigði að tlytjast þangað. Mér fannst allt geysistórt en fyrsta vet- urinn tókst mér að fá herbergi niðri á Eyri - í Norðurgötunni. Fátt sem glapti - Hvcrnig var það fyrir ungan mann að taka sig upp og flytja frá heimahögunum til stórbæjarins? - Það var fyrst og fremst dýrt en hugsunarhátturinn í þá daga var allt öðruvísi. Þá unnu auðviF að allir á sumrin eins og skólafólk gerir enn þann dag í dag en mun- urinn var bara sá að þá eyddu ung- lingarnir ekki sumarhýrunni sinni áður en skólinn byrjaði eins og reyndin viröist vera í dag. Ég átti sumarkaupið mitt yfirleitt næst- um því óskert þegar skólinn byrj- aði á haustin og það var furðulegt hvað sumarlaunin dugðu vel og oftast náðu endar saman. Það má vel vera að ein skýringin kunni að vera sú að þá var færra sem glapti - kannski helst bíóin - en aginn í skólanum var líka gífurlega strangur og nemendur báru mikla virðingu fyrir kennurunum. Sam- kvæmt reglum skólans urðu nem- endur á heimavist að vera komnir inn og í rúmið klukkan tíu á kvöldin og klukkan hálf tólf á laugardög’um og það segir sig sjálft að tækifærin til að eyða pen- ingum voru færri þá en nú. Akureyrarveikin - Hvað með fæði? - Þennan fyrsta vetur var ég í fæði hjá elskulegu fólki í Gránu- féiagsgötu. Ég þurfti sáralítið að borga en mér er þetta fólk þó minnisstæðast sökum þess að það tók mig heim til sín þegar ég veiktist um veturinn af hinni svo- kölluðu „Akureyrarveiki". - Þetta var lömunarveiki? - Það er rétt og það lögðust ansi margir í þessari veiki. Það höfðu margir veikst áður en ég lagðist en einkennin voru mikill slappleiki og hár hiti, samfara mismikilli lömun. Ég var til dæmis hálfmáttlaus í fótunum og mátti ekkert fara fram úr í margar vikur. Og svo fylgdu þessari veiki ógurlegar höfuðkvalir-hnakkinn stífnaði upp, ekki á ósvipaðan hátt og hjá þeim sem fá heila- himnubólgu. - Dóu ekki einhverjir í veik- inni? - Mikil ósköp. Þeir voru all- nokkrir og aðrir hlutu varanlega lömun. Þrátt fyrir þetta var ég eig- inlega aidrei hræddur við veikina og sem betur fer þá náði ég mér alveg og var reyndar fljótur að skríða saman. En ég man það allt- af að ég var ekki nema 48 kíló þegar ég stóð upp úr þessari veiki og það þótti ekki mikið í þá daga. - Hvernig gekk svo skólagang- an? - Hún gekk þrautalaust fyrir sig. Ég var fljótur að ná þvf upp sem ég hafði misst úr vegna veik- indanna. - Hvernig skóli var MA á þess- um árum? - Mjög góður. Tvímælalaust mjög góður. Eins og ég minntist á þá var gífurlega strangur agi í skólanum og nemendur fóru í einu og öllu eftir því sem kennar- arnir buðu. Máttu ekki drekka áfengi - Engin agavandamál? - Nei það var tekið strangt á öllum brotum. Það var t.d. mjög strangt áfengisbann í skólanum og nemendur máttu hreinlega ekki drekka áfengi hvorki utan skóla né innan. Samkvæmt regl- um skólans þá var nemandinn í skólanum allt árið og ef þeir brutu gegn reglum þá var þeim umsvifa- laust vikið úr skólanum í lengri eða skemmri tíma. Mér er það minnisstætt í þessu sambandi að eftir stúdentsprófið þá fórum við bekkjarsystkinin í skólaferð aust- ur í Mývatnssveit og rétt áður en við lögðum af stað þá kom skóla- meistari upp í rútuna til okkar og minnti okkur á að við værum enn garð, nánar til tekið í Schulzgötu 7 í því frábæra hverfi - Majorstua. Þar komst ég inn á fjögurra manna herbergi en í þá daga byrj- uðu allir í fjögurra manna her- bergjum, unnu sig síðan upp í þriggja manna herbergi og topp- urinn var að komast á tveggja manna herbergi. Það þótti sann- kallaður lúxus. Ég þóttist góður að komast þarna inn. Þetta var glæsilegt gamalt hús. Þjónustan var góð - herbergisþernur og því- umlíkt - en þetta er ekki svipur hjá sjón í dag. Ég kom þarna inn fyrir nokkrum árum og ég líki því ekki saman hve þetta er orðið niðurnítt og ógeðslegt nú. - Þú hefur sem sagt kunnað vel við þig á Schulzgötunni? - Mjög vel. Helsti kosturinn var auðvitað sá að það var stutt í skólann en Majorstua er líka geysilega skemmtilegt hverfi sem býður af sér mikinn þokka. Ég gieymi því líklega aldrei hvað mér leið vel þarna. - Varst þú á Schulzgötunni all- an tímann? - Mestallan en síðasta árið mitt var ég þó á stúdentabænum Sogni. Kunni reyndar aldrei við mig þar. Þægilegir Norðmenn - Hvernig var skólinn? - Hann var og er mjög góður. Þetta voru þó nokkur viðbrigði fyrir mig að koma þarna inn, aðal- lega að því leytinu til að byrja á að fylgjast með kennslu á erlendu tungumáli. Þetta voru í raun engir tungumálaerfiðleikar, en það var þreytandi til að byrja með að fylgjast með kennslunni. Að öðru leyti var þetta svipað og í mennta- skólanum. Strangur agi og mjög mikið bóklegt nám fyrstu árin en síðan tók meiri og meiri verkleg kennsla við. Þetta var lítill skóli. Teknir inn 20 nemendur á ári og nemendur kynntust því mjög vel í skólanum. Þetta var samheldinn hópur og ég eignaðist marga góða vini og félaga þarna meðal skóla- bræðra minna. Kennslan var einnig mjög góð og frá fyrstu tíð hefur verið þarna aðstaða fyrir verklega kennslu. Deildir fyrir dýr, skurðstofur og sérstakar deildir fyrir lyfjameðferð, en sjúklingana fengum við frá dýra- læknum úr nágrenninu. - Hvað með félagslíf íslend- inga í Osló á þessum árum? - Það var mjög mikið. Tvö fé- lög starfandi, íslendingafélagið og stúdendafélagið og einkum það síðarnefnda var mjög virkt. - Hafðir þú mikil samskipti við aðra íslendinga á þessum árum? - Mjög lítil en ég umgekkst Norðmenn því meir og fyrir vikið gekk mér vel að aðlaga mig norsk- um aðstæðum. Ég eignaðist þarna góða vini og fyrstu jólin mín í Noregi fór ég t.d. heim með ein- um skólabræðra minna, til Malmdal. - Hvernig komu Norðmenn þér fyrir sjónir? - Sérstaklega þægilegir og elskulegir. Það áttu þó margir mjög bágt á þessum árum og eftir- hreytur stríðsins voru enn ekki á vegum skólans. Við vorum full- trúar skólans og nemendur lögðu metnað sinn í að standa undir þeirri ábyrgð sem þeim var lögð á herðar. - Þú útskrifaðist vorið 1951. Hvað tók þá við? - Ég innritaðist í læknadeild Háskólans þá um haustið og hélt því til Reykjavíkur. Það er ekki gott að segja af hverju ég valdi læknisfræðina en þó held ég að það hafi blundað í mér einhver þrá um að verða minn eiginn hús- bóndi og eins hafði ég áhuga á þessum málum. Námið við lækna- deildina olli mér hins vegar von- brigðum. Mér líkaði ekki and- rúmsloftið - hvorki í skólanum né í Reykjavík og mér leiddist óskaplega. Ég fór því að velta því fyrir mér hvað væri gáfulegast að taka mér fyrir hendur og það varð svo úr að ég sótti um að komast í dýralæknanám við Dýralækna- skólann í Osló. - Hvers vegna? - Ég þekkti tvo stráka sem far- ið höfðu í þennan skóla og eins hafði ég líklega gert mér grein fyrir því að hugur minn hneigðist inn á þessar brautir. Ég hafði gaman af dýrum - sérstaklega kindum og eins má vera að mig hafi langað til að nýta þetta ár mitt við Háskólann að einhverju leyti - en þar hafði ég m.a. tekið próf í efnafræði og heimspeki um vorið. - Hvernig gekk að komast inn í Dýralæknaskólann? - Það gekk og haustið 1952 flaug ég með Loftleiðum út til Osló og settist þar á skólabekk. Gífurleg fátækt - Hvernig kom Osló þér fyrir sjónir þegar þú komst þangað fyrst? - Það sem mér er eiginlega minnisstæðast frá upphafi dvalar Íminnar í Osló - eru húsnæð- isvandamálin. Þau voru í einu orði sagt gífurleg. Ég fékk fyrst að liggja inni hjá fólki sem ég kann- aðist við, í gömlum hermanna- bragga frá hernámstíð Þjóðverja. Þetta var heilt braggahverfi á þeim stað sem heitir Blindern og nú er aðalháskólasvæðið í Osló. Þetta voru ömurleg húsakynni og fólk bjó þarna við afleit skilyrði. Norska þjóðin hafði enn ekki rétt úr kútnum eftir heimsstyrjöldina og það var gífurleg fátækt þarna fyrst eftir að ég kom. Seinna tókst mér þó að komast inn á stúdenta- „Sew ljH* r Aurim1 - Rætt við Ágúst Þorieifsson, dýralækni á Akureyri 6 - DAGUR - 8. apríl 1983 8. apríl 1983 - DAGUR -7

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.