Dagur - 08.04.1983, Síða 9

Dagur - 08.04.1983, Síða 9
STÆLT Nýjasta dæmið um ríkidæmi Arabanna kom í Ijós þegar „trilljónamæringurinn“ Mo- hammed AI-Fassi fursti keypti sér ævintýra- höll í Kalíforníu. Má segja að höllin hafi ekki veríð minni en lúxushótel af meðalstærð og auðvitað fylgdi ýmislegt ineð. Styttur voru á hvcrju strái en það vakti litla hrifningu meðal nágrannanna þegar Mohammed lét gera lítils- háttar lagfæringar á ákveðnum líffærum (og auðvitað í lit). Það verður ekki faríð nánar út í þessa sálma hér en ef myndin prentast vel þá má sjá við hvað er átt. Arabískir olíufurstar ogprinsar hafa verið að- sópsmiklir í hinum vestræna heimi undanfar- in ár og þess eru dæmi að þeir hafi keypt upp heilu göturnar og stórhýsin í hinum og þess- um heimsborgum. í kjölfar þessa hafa fylgt hinar og þessar skrítlur og verður aðeins ein nefnd hér: Tveir olíufurstar komu í bifreiða- verslun sem verslaði með RoIIs Royce og báð- ir voru það hrífnir af bílunum að þeir pöntuðu sér hálfa tylft hvor. Auðvitað var greitt út í hönd en þegar annar olíufurstinn ætlaði að taka upp veskið sagði hinn hæversklega: - Svona, svona. Ég borga núna, þú borgaðir fyrir matinn í hádeginu. Það er heldur óvenjulegur farþegi sem hann David McMillan tekur með sér í hliðarkörf- unni á mótorhjólinu sínu þegar hann bregður sér í bæinn. Það er tígrisdýrið Bombay sem (líklega á sokkaleistunum) vegur aðeins 300 kg. David og Bombay eru annars „vinnufé- lagar“ í skemmtigarðinum Circus World í Florida og þar eins og á hraðbrautunum hafa þeir unnið hug og hjörtu viðstaddra. Fundur verður haldinn í Styrktarfélagi vangefinna á Norðurlandi miðvikudaginn 13. apríl kl. 20.30 að Hrísalundi 1b. Mætum öll. Stjórnin. Umboðsmenn Dags Siglufjörður: Blönduós: Sauðárkrókur: Ólafsfjörður: Hrísey: Dalvík: Grenivík: Húsavík: Mývatnssveit: Kópasker: Raufarhöfn: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489. Guðrún Jóhannsdóttir, Garðabyggð 6, sími 4443. Gunnar Pétursson, Dalatúni 6, sími 5638. Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Heimir Áslaugsson, Norðurvegi 10, sími 61747. Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247. Kjartan H. Pálmarsson, sími 33112. Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53, sími 41765. Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173. Sólveig Tryggvadóttir, Akurgerði 5, sími 52145. Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225. AKUREYRARBÆR Fjölskyldunámskeið Þann 18. apríl kl. 20 hefst að Hrísalundi fjög- urra vikna námskeið. Námskeiðið fjallar um almenna mannrækt og er einkum miðað við þá sem búa við og hafa áfengis- vandamál. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, kvikmyndum og hópaumræðum. Nánari upplýsingar gefur Félagsmálastofnun í síma 25880 og Guðrún í síma 21177 á kvöldin. Einnig er tekið á móti þátttökutilkynningum á sömu stöðum. Samstarfshópur Félagsmálastofnunar og einstaklinga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og mág- kona, SVAVA KONRÁÐSDÓTTIR HJALTALÍN, Grundargötu 6, Akureyri, andaðist á föstudaginn langa í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju laugardaginn 9. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á starf KFUM og K á Akureyri. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Rafn Hjaltalfn, Svavar Friðrik Hjaltalín. 8:fápriHS83 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.