Dagur - 21.04.1983, Blaðsíða 2
Ársfundur Stöðugt unnið að markaðsleit
Búvöru- ...
deildar: erlendis fyrir dilkakjof
Ársfundur samstarfsnefndar
Búvörudeildar og afurðasölu-
félaganna innan Sambandsins
var haldinn í Reykjavík fyrir
skömmu. Á fundinum fluttu
skýrslur þeir Þorsteinn Sveins-
son formaður samstarfsnefnd-
arinnar og Agnar Tryggvason
framkvæmdastjóri Búvöru-
deildar og Gunnar Guðbjarts-
son framkvæmdastjóri Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins
flutti erindi um ástand og horf-
ur í sölumálunum. Þá ræddi
Sigurður Öm Hansson
forstöðumaður Rannsóknar-
stofu Búvörudeildar um kjöt-
pökkun og rýmun kjöts, Sig-
urjón Bláfeld ráðunautur talaði
um loðdýrarækt og Ámi G.
Pétursson ráðunautur ræddi
um hlunnindavörur.
Fram kom á fundinum að á síð-
asta ári var um 942 þúsund fjár
slátrað í landinu, þar af 679 þús, í
sláturhúsum kaupfélaganna eða
um 72 %. Heildarvelta Búvöru-
deildar sem nam 602,3 milljón-
um, jókst um 43,9%. Umboðs-
laun deildarinnar námu aðeins
1,87% af veltu, samanborið við
2,03% árið 1981 og hækkuðu þau
um 32,3% eða mun minna en
veltan. Útflutningur minnkaði i
magni á milli áranna en útflutn-
ingsmagn deildarinnar nam 4.440
lestum á móti 6.640 lestum árið
1981.
Munar þar mest um útflutt
dilkakjöt sem minnkaði um 36%.
Áfram er stöðugt unnið að mark-
aðsleit erlendis fyrir dilkakjötið
og eru nokkrar vonir bundnar við
markaðsmöguleika í Bandaríkj-
unum og Japan. Áætluð útflutn-
ingsþörf af haustframleiðslunni
1982 nemur 3.000-3.300 lestum
og fer það eftir því hvernig sala á
heimamarkaði gengur.
Dilkalifur hefur um árabil verið
seld til Bretlands, en sá markaður
lokaðist nú í ár. Talsverðar birgð-
ir eru því af henni í landinu og
verður af þeim sökum efnt til
söluherferðar á næstunni hér
innanlands og reynt að vekja
áhuga fólks á hollustu þessarar
fæðutegundar, jafnframt því sem
gefnar verða leiðbeiningar um
matreiðslu hennar.
í samstarfsnefnd Búvörudeild-
ar og afurðasölufélaganna eiga nú
sæti þessir menn: Þorsteinn
Sveinsson kaupfélagsstjóri Egils-
stöðum, formaður, Jörundur
Ragnarsson kaupfélagsstjóri,
Vopnafirði, Ríkharður Jónsson,
Brúnastöðum í Fljótum, Þórarinn
Þorvaldsson, Þóroddsstöðum, V-
Húnavatnssýslu og Árni S. Jó-
hannsson, kaupfélagsstjóri,
Blönduósi.
A-B búðin “S
Ný spil—Ný spil
Sokkablómaefni. Mikið úrval.
A-B búðin
Gleðilegt sumar
Pað eru til konur sem beittar eru ofbeldi afmöna-
um sínum og þora ekki að leita sér aðstoðar afótta
við að einungis verra taki við. Sumarhafa reyntað
leita aðstoðar en ekki verið trúað, af því svona
aðstæður eru svo ótrúlegar. Sumum finnst þærgeti
ekki sagt þetta nokkrum manni, afþví það séu
svik, afþví þær eru farnar að efast um að þær séu
með réttu ráði.
Pað eru e. t. v. konur á Akureyri eða nálægt Akur-
eyri sem svo er ástadd um. Sért þú ein þeirra og
viljir þú ráðfæra þig við konu sem sjálfbjó við
þetta til margra ára en áþessa reynslu nú að baki,
svararhún ísíma 24779kl. 18.00-19.00 alla daga
frá 14. apríl til 28. apríl.
Pú getur látið sitja við símtalið eitt efþú vilt. Pú
þarft ekki að segja til nafns efþú vilt það ekki. Pú
getur mælt þér mót við þessa konu á tíma sem þér
hentar efþú vilt.
Ef til vill getur reynsla hennar komið þér að ein-
hverju gagni. Ráðgjöf hennar erþér að kostnað-
arlausu og algjörs trúnaðar mun gætt um hvaðeina
sem ykkur fer í milli.
Til sölu
Óskað er eftir tilboði í 3ja herbergja raðhúsa-
íbúð á Svalbarðseyri. Bílskúrsréttur. Falleg
eign á góðum stað. Laus strax.
UpplýsingarveitirBjörn Jósef Arnviðarson hdl., í síma
25919 milli kl. 10 og 12 virka daga.
77/ sölu
Til sölu er félagsheimilið Lón, Glerárgötu
34, Akureyri, ef viðunandi tilboð fæst.
Húsnæðið er um 180 fm og hentar vel hvers konar
félagsstarfsemi. Upplýsingar veitir Björn Jósef í
síma 23842 á kvöldin.
Karlakórinn Geysir.
Athugið
Verslunin flytur að Strandgötu 11
Opmm á morgun
GATðC/
Strandgötu 11 sími 26565
Aðalfundur
FR-deildar 8
verður haldinn að Þingvallastræti 14 laugardaginn
30. apríl kl. 14.00.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál. Stjórnin.
Bændur, bíla-, báta-,
vinnuvéla- og sumar-
bústaðaeigendur afhugið!
Höfum til sölu Auto Arc 110,220,240 volta rið-
straumsrafala 3,5 kw, passa á allar gerðir véla.
Auto Arc er einnig rafsuðutransi.
Nánari upplýsingar veittar hjá Rafós sf., Lundi við
Skógarlund, sími 25188 milli kl. 16 og 18 og á
kvöldin í síma 25397.
Aðalfundur
Krabbameinsfélags Akureyrar
verður haldinn að Hótel Varðborg þriðjudaginn 26.
apríl 1983 kl. 8.30 e.h.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
A söluskrá:
Stórholt:
Glæsileg 5 herb. efri
hæð í tvíbýlishúsi ca.
136 fm. Allt sér. Tvöfald-
ur bflskúr. Hugsanlegt
að taka 3ja-4ra herb.
íbúð í skiptum.
Oddeyrargata:
Glæsilegt einbýlishús. 3ja
herb. íbúð á jarðhæð, hæð
og ris, samtals 8 herbergi.
Heildargólfflötur ca. 270
fm. Bílskúrsréttur. Húsið
gæti hentað aðila tfl út-
leigu fyrir ferðamenn.
Hvammshlíð:
Glæsilegt einbýlishús á
tveimur hæðum, samtals
ca. 300 fm. Tvöfaldur
bílskúr.
Litlahlíð:
5 herb. raðhús á tveimur
hæðum með bílskúr, ca.
160 fnrr.
Akurgerði:
5-6 herb. raðhús á tveimur
hæðum, ca. 150 fm.
Ástand mjög gott. Mögu-
leiki á að taka 3ja-4ra
herb. íbúð upp í kaupverð.
Seijahiíð:
4ra herb. raðhús á einni
hæð, ca. 100 fm. Bfl-
skúrsplata.
FASTIIGNA&
Amaro-húsinu II. hæð.
Síminn er 25566.
Benedikt Ólafsson hdl.
Sölustjóri Pótur Jósefsson.
Er við á skrifstofunnl alla vlrka
daga kl. 16,30-18,30.
Kvöld- og helgarsími: 24485.
tjj
auglýsir
Vegna kosninganna 23. apríl verður
Bautinn með næturþjónustu
aðfaranótt 24. apríl frá kl. 22-04.
Heimsendingaþjónusta.
Sýnishorn afréttum og verði:
Smiðjuborgari með öllu kr. 110
Bautasneið með öllu kr. 225
Kjúklingur með öllu kr. 200
+ heimsending kr. 50 á sendingu.
Pantanir í síma 21818 og 26818.
2^'DAGUR -21' apríl 1983