Dagur - 21.04.1983, Blaðsíða 11
Veljum vandaðar vélar
Eigum nokkrar dráttarvélar á alveg sérstöku verði!
DEUTZ dráttarvélarnar eru sterkar og endingargóðar einnig spameytnar og hagkvæmar
í rekstri. Viðgerða- og varahlutaþjónustan hefur verið endurskipulögð,
markmiðið er auðvitað „allir ánægðir"!
Athugaðu mögulelka deutz dráttarvélanna
HAMARHF
Véladeild
Sfmi 22123. Pósthólf 1444. Tryggvagötu, Reykjavík.
KHD
Spegillinn
er kominn út
Spegilinn, samviska þjóðarinnar,
hefur verið endurvakinn. 1.
tölubl. 43. árgangs er komið út.
Útgefandi Spegilsins að þessu
sinni er Félag áhugamanna um
alvarleg málefni, leynifélag um
líknar- og menningarmál.
Spegillinn er menningartíma-
rit, málgagn rfkisstjórna hverju
sinni, málsvari Hins opinbera og
málgagn Féiags áhugamanna um
alvarleg málefni. Blaðinu er ætlað
að koma út tíu sinnum á ári.
Alvarlegir menn kasta ekki
höndum til verka. Því er það, að
Spegillinn er best unna tímarit
landsins; klassa pappír, uppsetn-
ing efnis frábær, ljósmyndir með
því besta sem gerist; og f blaðinu
teikna bestu teiknarar landsins -
innlendir og erlendir - og textann
skrifa bestu synir og dætur þessa
lands.
Meðal efnis má nefna fréttir og
smáauglýsingar, ættfræði, vísna-
þátt, kosningaleiðbeiningar, við-
töl við mektarmenn, stjörnumát
stj órnmálaleiðtoga, leiklistagagn-
rýni, poppsíðu, alhliða ráðgjafa-
þjónustu, nýjustu tíðindi úr
tækniheimi og vísinda, íþróttir og
palladómur um ennverandi for-
sætisraðherra.
í öllum stærstu kaupstöðum
landsins verðuf blaðið selt í hús
nú um helgina. Verður það gert af
íþróttafélögum, skátafélögum og
systrafélögum safnaða og öðrum
þeim félögum, sem sífeldiega eru
í fj árþröng, og veltur á með undir-
tektir fólks á hvern veg afkoma
þessara félaga verður á næstunni.
Aðstandendur Spegilsins trúa
ekki öðru upp á þessa þjóð, en
hún taki fagnandi við samvisku
sinni eftir að hafa verið samvisku-
laus á annan áratug, - og jafnvel
þó svo hver og einn þurfi að
greiða 70 krónur fyrir, en það er
hið opinbera verð fyrsta tölu-
blaðs.
Áskrifandi blaðsins er Hösk-
uldur Skarphéðinsson skipherra.
B-listinn
Vegna slæms vedurutlits á kjördag eru
þeir sem vilja aka fyrir B-listann á
kjördag, sérstaklega þeir sem hafa yfir
að ráða bíl með drifi á öllum hjólum,
beðnir að hafa samband við skrifstofu
Framsóknarflokksins, sími 21180.
SENDUM FÉLAGSMÖNNUM OG VIÐSKIPTAVINUM BESTU ÓSKIR UM
GLEÐILEGT SUMAR
t
KAUPFEIAG EYFIRÐINGA
21.apríl1983 r- DAGUR T11