Dagur - 21.04.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON
BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON,
ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG
ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Framsókn -
gegn fjölflokka-
kerfi og afturhaldi
í komandi kosningum leggja frambjóðend-
ur Framsóknarflokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra höfuðáherslu á að í efnahags-
málum verði tryggð undanbragðalaus
niðurtalning verðbólgunnar sem nú ógnar
öllu atvinnulífi.
Atvinnuöryggi er mesta hagsmunamál
verkafólks. Þess vegna verður að halda
atvinnuvegunum gangandi. Það eina sem
staðið getur undir aukinni efnahagslegri
velferð þegar til lengri tíma er litið er aukn-
ing þjóðartekna. Á samdráttartímum verð-
ur að tryggja að þeir sem lakast eru settir
verði fyrir minnstum búsifjum. Einsýnt er
að núverandi kauptryggingarkerfi er ekki
besta leiðin til að koma á jöfnuði í þjóðfélag-
inu. Það er verðbólguhvetjandi og verð-
bólgan er versti óvinur atvinnuöryggis og
góðra lífskjara. Taka verður á verðbólgunni
án þess að til atvinnuleysis komi. Það verð-
ur best gert méð niðurtalningarstefnu
Framsókknarflokksins.
Enginn flokkur leggur eins mikla áherslu
á öfluga byggðastefnu og Framsóknar-
flokkurinn. Hann þarf að fá þann styrk að
aðrir flokkar geti ekki gengið fram hjá þeirri
grundvallarstefnu að í allri stjórnsýslu verði
tekið mið af byggðajafnvægisstefnu Fram-
sóknarflokksins. Landsbyggðin á nú undir
högg að sækja og mikilvægt er að snúa vörn
í sókn í þessum efnum.
Réttlát skipting þjóðartekna og öflugt
velferðarþjóðfélag er það þjóðfélagslega
markmið sem Framsóknarflokkurinn leggur
áherslu á. Framsóknarflokkurinn vill fara
leiðir samvinnu og félagshyggju — sam-
vinnu efnalega sjálfstæðra manna.
Framsóknarflokkurinn vill stuðla að jafn-
rétti kynjanna, sem er mikið réttlætismál.
Það vinnst ekki nema með samvinnu kynj-
anna.
Framsóknarflokkurinn vill leggja rækt við
íslenskan menningararf, að lifað sé í sátt við
landið og gæði þess.
Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri:
»Byggðastefna
fái öflugt
brautargengi“
„Framsóknarflokknum er
langbest treystandi til þess að
taka efnahagsmál þjóðarinnar
nægjanlega föstum tökum.
Það er deUt á hann núna fyrir
stöðu efnahagsmála vegna
þess að hann hefur verið aðUi
að ríkisstjóminni en þess ber
að geta að stefna flokksins
hefur ekki náð fram að ganga,
eins og allir sjá, aðaUega
vegna tregðu Alþýðubanda-
lagsins. Þeir verða að gæta
þess að fara ekki að láta
stimpla sig sem eitt mesta
efnahagsvandamál þjóðarinn-
ar, meira en aflabrestur og
verðhrun,“ sagði Valur Am-
þórsson, kaupfélagsstjóri, I
viðtali við Dag.
„Efnahagsstefna Framsókn-
arflokksins fékk að njóta sín á
árinu 1981. Þá náðist árangur í
baráttunni við verðbólguna.
Þessi ráð Framsóknarflokksins
þurfa að komast til áhrifa aftur
þannig að forðað verði stöðvun
atvinnulífsins sem er framundan
áður en langt um líður ef verð-
bólgan fær að magnast án þess
að inn í hana sé gripið.
Það hefur ekki komið fram
nein haldbær stefna af hálfu
Sjálfstæðisflokksins og fólk á
erfitt með að vita hvað það
kaupir með því að styðja hann til
valda. Um Alþýðuflokk þarf
tæpast að tala. Hann segist
bjóða upp á betri leiðir en það
Valur Amþórsson
veit enginn hverjar þær leiðir
eru.
Fyrir okkur á þessu svæði er
eitt þýðingarmesta málið að
byggðastefna fái öflugt braut-
argengi og ekkert launungarmál
að það er sótt mjög að henni
núna með sívaxandi styrk ým-
iskonar afla á höfuðborgarsvæð-
inu sem sjá rautt þegar minnst er
á landbúnað, þegar minnst er á
samvinnufélög, þegar minnst er
á byggðastefnu, þegar minnst er
á togaraútgerð í dreifbýlinu og
vilja skera þessa þætti meira og
minna niður við trog og virðast
ætla að láta þjóðina lifa á mál-
fundum á höfuðborgarsvæðinu.
Allir þeir sem þekkja til þeirr-
ar miklu framleiðslustarfsemi
sem unnin er í dreifbýlinu vita
það að hún er öðru fremur það
sem drífur þjóðarskútuna og sú
framleiðslustefna má ekki bíða
hnekki og fólkið sem undir
henni stendur verður að njóta
vaxandi réttlætis - jafnræðis -
miðað við íbúa höfuðborgar-
svæðisins, þar sem þjónustu-
starfsemi og opinber starfsemi
hefur vaxið umfram það sem
eðlilegt er upp á síðkastið.
Það er margföld reynsla fyrir
því að Framsóknarflokkurinn er
höfuðmálsvari byggðastefnu og
byggðajafnvægis og framleiðslu-
stefnu, þannig að ég persónu-
lega hika ekki við það að hvetja
fólk til að fylkja sér um Fram-
sóknarflokkinn.
Ég vil einnig benda á það að
listi Framsóknarflokksins í kjör-
dæfninu er skipaður hæfu fólki.
Það er sótt að Framsóknar-
flokknum úr ýmsum áttum og
reynt allt sem hægt er til að fella
þriðja mann listans hér í kjör-
dæminu. Ég held að það væri
mikill skaði fyrir Norðurland
eystra ef Guðmundur B j arnason
félli út af Alþingi. Þess vegna
stendur baráttan hér ákaflega
mikið um það að efla Framsókn-
arflokkinn þannig að hann megi
halda sínu sæti og halda áfram
sinni baráttu fyrir þetta svæði
með öðrum góðum mönnum og
gjarnan má gera betur og safna
meira fylgi upp í fjórða mann,“
sagði Valur Arnþórsson að
lokum.
ekki verði farið að
stimpla þá sem eitt
mesta efnahagsvanda-
mál þjóðarinnar.
Ingvar Gíslason, mennamálaráöherra:
Með lögum skal
land byggja
Framsóknarmenn hafa lagt heilsteypta og
ákveðna stefnu sína á vogarskálina í kosn-
ingabaráttunni sem nú er senn að baki.
Framundan er ekki minni barátta og það
ræðst á kjördag hvort þessi stefna verður
framkvæmd, eða hvort upplausn fjölflokka-
kerfis verður að veruleika sem ryður braut
ómenguðu afturhaldi.
Helgi Guðmundsson reynir að
útbreiða þá sögu að ég vilji af-
nema samningsrétt á vinnu-
markaði, þ.e. kjarasamninga
milli launþega og atvinnurek-
enda.
Þetta er einber skröksaga.
Hins vegar hef ég sagt og lagt
á það áherslu nú og áður að Al-
þingi og ríkisstjórn eigi lögum
samkvæmt síðasta orð í efna-
hagsmálum, eins og öðrum
landsmálum, og að stjórnvöld
hafi rétt til að setja reglur um
kjarasamninga innan þeirra
marka sem heildarstjórn á efna-
hagsmálum krefst.
Ég hef þá skoðun að Alþingi
eigi að ráða landsmálum án
óeðlilegrar íhlutunar eða hindr-
unar utanaðkomandi afla. Þessa
skoðun læt ég í ljós hvar sem er
og hvenær sem mér finnst þörf á
því. Ég er ekki í vafa um að það
er affarasælast fyrir þjóðina að
treysta 'Alþingi og draga ekki úr
valdi þess. Veikt löggjafarvald-
ofan á veikt framkvæmdavald -
er hrörnunareinkenni hvers
þjóðskipulags. „Með lögum skal
land byggja“, segir gamalt spak-
mæli.
Ingvar Gíslason.
4 DAGUR - 21. apríl 1983