Dagur - 21.04.1983, Blaðsíða 16

Dagur - 21.04.1983, Blaðsíða 16
LlMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR Avísana- misferli eyksl „Ávísanafals hefur farið í vöxt á undanförnum vikum og því rétt að benda fólki á að ganga ríkt eftir persónuskilríkjum," sagði Ófeig- ur Baldursson rannsóknarlög- reglumaður í samtali við Dag. Samkvæmt upplýsingum Ófeigs eru þrjú ávísanamál í gangi hjá rannsóknarlögreglunni. Ekki er þó um stórar upphæðir að ræða, t.d. var um 8 þúsund króna misferli að ræða í nýjasta málinu, sem upp kom um helgina. Það er nú að mestu upplýst. í mörgum tilfellum koma ávísanirnar frá skemmtistöðum en einnig frá almennum verslunum. Fjórir umsækjendur eru um stöðu skólastjóra við Þelamerkurskóla. Þeir eru: Karl Erlendsson, sem verið hefur settur skólastjóri skól- ans síðan ráðherra leysti Sturlu Kristjánsson frá störfum; Magni Hjálmarsson, kennari, sem um árabil kenndi við Þelamerkur- skóla en er nú í sérnámi í Dan- mörku; Sigurlín Sveinbjarnar- dóttir, kennari, nú starfandi í Danmörku; og Halldór Gunnars- son, skólastjóri, Lundi í Öxar- firði. Skólanefnd Þelamerkurskóla fjallar um þessar umsóknir og ger- ir tillögu um hver umsækjend- anna skuli hljóta hnossið, að höfðu samráði við fræðslustjóra. Það er svo menntamálaráðherra sem tekur endanlega ákvörðun um hver verður næsti skólastjóri Þelamerkurskóla. Frá setningarathöfn Andrésar andar leikanna í gærkvöldi. Mynd. K.G.A. Franskur útbúnaður til varnar snjóflóðum í kjölfar komu franskra sölu- manna frá fyrirtækinu L. Entreprise Industrille tU Siglu- fjarðar hcfur Siglufjarðarbæ borist tilboð frá fyrirtækinu í varnarútbúnað vegna snjó- flóða. Ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að minna á snjóflóða- hættu á Siglufirði því það var síð- ast um sl. helgi að talsverð hætta var talin á snjóflóðum þar. Sá út- búnaður sem franska fyrirtækið er tilbúið að selja Siglfirðingum yrði væntanlega settur upp í Strengja- gili og er um að ræða þrefalda girðingu úr vírneti, 3x70 metra. Bæjarráð Siglufjarðar hefur leitað til Almannavarna ríkisins og snjóflóðanefndar og farið þess á leit að þessir aðilar gefi sérfræði- lega umsögn um hvort varnir af þessari gerð séu taldar henta á umræddum stað. Þá var lagt til að ríkissjóður greiddi umræddan út- búnað og flutningskostnað til Siglufjarðar en Siglufjarðarkaup- staður sjái um uppsetningu með eftirliti innlendra og erlendra sérfræðinga. 99 Þeir væru jafn illa settir“ - segir Magnús Garðarsson, fulltrúi bygginganefndar „Þeir væru jafn dauðir eftir sem áður þó við hefðum keypt af þeint þessa 40 stóla. Þeir lifa ekki á því sem við þurfum að kaupa af húsgögnum og væru jafn illa settir þó við hefðum keypt þessi húsgögn af þeim,“ sagði Magnús Garðarsson, full- trúi bygginganefndar Verk- menntaskólans á Akureyri. „Það góða við þetta mál tel ég hins vegar vera það að umræða hefur skapast um stöðu húsgagna- iðnaðarins. Það þarf að koma til stefnubreyting. Mér fyndist rétt- lætanlegt að kaupa innlend hús- gögn sem væru 15-20% dýrari en þau erlendu, en að öðrum kosti teldi ég þau ekki samkeppnisfær," sagði Magnús Garðarsson um kaup stjórnar Verkmenntaskól- ans á Akureyri á erlendum hús- gögnum. Sauðárkrókur: Kosið á sjúkrahúsinu Á fundi bæjarráðs Sauðár- króks sl. föstudag var afgreidd beiðni frá Sjúkrahúsi Skagfirð- inga þess efnis að kjördeild verði á sjúkrahúsinu við al- þingiskosningamar nk. laugar- dag. Bæjarráð samþykkti að verða við þessari beiðni og verður kjör- deildin opin þar í fjórar klukku- stundir. Einungis þeir sem eru þar til dvalar geta kosið þar gegn framvísun vottorðs um að þeir séu á kjörskrá í kjördæminu og hafi ekki möguleika á að kjósa í sinni kjördeild. Vilja Húsvíkingar fá útsölu frá ÁTVR? Þegar Húsvíkingar ganga að kjörborðinu nk. laugardag og greiða atkvæði í alþingiskosn- ingunum greiða þeir einnig at- kvæði um það hvort opna skuli áfengisútsölu í bænum. Þetta verður í annað skiptið sem Húsvíkingum gefst kostur á að greiða atkvæði í þessu máli. Fyrir 13 árum var „Bakkus“ leik- inn mjög grátt í þesskonar kosn- ingum en þá greiddu aðeins 127 með opnun áfengisútsölu á Húsa- vík en 753 voru á móti. En margt getur breyst á 13 árum. í vetur gengust nokkrir aðilar fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á bæjaryfirvöld að Húsvíkingum yrði gefinn kostur á að kjósa um þetta mál í næstu al- þingiskosningum. Alls skrifuðu 168 undir þessa beiðni og varð bæjarstjórn við henni. „Ég sé enga ástæðu til þess að áfengisútsala Húsvíkinga sé stað- sett á Akureyri" sagði Pálmi Þor- steinsson tæknifræðingur, en hann var einn þeirra sem skrifuðu undir beiðnina til bæjarstjórnar. „Einnig finnst mér ástæðulaust að þurfa að panta flösku með viku fyrirvara ef til stendur að fá sér vínglas. Þar á ofan bætist við flutningskostnaður en hann er umtalsverður. Áfengi hefur verið drukkið og er drukkið á Húsavík og það má leiða að því rök að svo verði í framtíðinni hvort sem hér er útsala frá ÁTVR eða ekki. Ef áfengisútsala verður opnuð hér mun heimabruggun minnka og yrði það til bóta fyrir alla, en það er staðreynd að heimabruggun er allveruleg í bænum“. „Reynslan hefur sýnt að þar sem áfengisútsala er, þýðir það stóraukna áfengisneyslu," sagðii Ingvar Þórarinsson bóksali sem er ákveðinn talsmaður þeirra sem vilja ekki áfengisútsölu. „Það skiptir mig persónulega engu máli hvort áfengisútsala er á Akureyri eða á Húsavík því ég kem aldrei inn í svoleiðis verslun. Á hinn bóginn tel ég að umhverfi mitt sé betra og fegurra ef engin slík verslun er hér. Áfengi er mesti bölvaldur í íslensku þjóðfélagi og öll sú fræðsla sem við höfum feng- ið um það á undanförnum árum ætti að vera mönnum til umhugs- unar.“ Þ.B. I L 1 ■jrrifTF UILHjuU # Revíuleikhús við Austurvöll? Frægt er þegar Alþingi var líkt við leikhús og talað í því sam- bandi um leikhúsið við Aust- urvöll. Sumpart stafar þetta af því að almenningur fær oft á tíðum ranga mynd af því starfi sem í þinginu er unnið. Fjöl- miðlar sækjast gjarnan eftir að segja frá deilumálum, jafn- vel þótt lítilvæg séu, og sumir þingmenn eru duglegri en aðrir við að vekja á sér athygli með alls kyns upphlaupum. Nefna má sérstaklega þá Ólaf Ragnar Grímsson og Vilmund Gylfason í þessu sambandi. Nú eru líkur á að þeim bætist liðsauki þvi ef Steingrímur J. Sigfússon, fyrsti maður á lista Alþýðubandalagsins f Norður- landí eystra, nær kjöri verður ekki aðeins hægt að tala um lelkhúsið við Austurvöll held- ur revíuleikhúsið við þann kunna völl. Slíkur hefur mála- tilbúnaður Steingríms verið á sameiginlegum framboðs- fundum í kjördæminu. Hvort slfk breyting verður þjóðar- búinu til góðs skal ósagt látið. # íslendingur í dvala? Eftir hefmildum sem telja má áreiðanlegar mun vlkublaðið íslendingur, sem gefið er út á Akureyri, hætta að koma út eftir kosningar. Heyrst hefur að út komi eitt eintak að kosn- ingunum loknum en síðan ekki söguna meír. Starfsfólki blaðsins var sagt upp um mánaðamótin febrúar/mars og lætur því senn af störfum. Ekki er Ijóst á þessu stigi málsins hvort blaðið hættir endanlega að koma út eða hvort hér er einungis um það að ræða að leggjast í dvala. # Það má hlægja inn á milli Kosningabaráttunni er nú að Ijúka, sem betur fer að margra mati. Hún hefur verið nokkuð snörp en hefur ekki staðið yf ir f langan tfma. En mitt f allri umræðunni hafa átt sér stað atvik sem hlægja mátti að rétt sem snöggvast. Þannig mis- mælti hinn ágæti sjónvarps- maður, Ólafur Sigurðsson, sig illa í þætti með frambjóð- endum af Vesturlandi og kall- aði Alexander Stefánsson, framsóknarmann, Skúla Alex- anderson. „Laglega fer það af stað,“ sagði Ólafur að þessu loknu. Og þetta var ekki það eina. Undir lok umræðunnar tók Skúli Alexanderson til máls og sagði: „Við Alþýðu- bandalagsmenn erum með leið gegn verðbólgunní, okk- ar leið er níðurtalningin ...“ Mönnum brá nokkuð, enda hafa alþýðubandalagsmenn ekki viljað viðurkenna þá leið framsóknarmanna. „Ég hlýt að mega mismæla mig fyrst stjórnandi þáttarins ruglaði okkur Alexander saman," sagði Skúlí.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.