Dagur - 21.04.1983, Blaðsíða 3
MÓÐUHARÐINDI AF MANNA VÖLDUM:
FRAMSOKNARÁRATUeURINN
Pvilik
öfugmæli
i
Vel tókst þeim að skjóta yfir
markið höfundum meðfylgjandi
plakats sem prýðir nú veggi og
glugga víða um kjördæmið.
Reyndar virðast þeir hafa gert
sér grein fyrir því sjálfir að mál-
efnagrundvöllur þeirra væri ekki
sterkur því ekki þora þeir að
gangast við sköpunarverkinu.
Enda varla von.
Á svokölluðum Framsóknar-
áratug varð nefnilega sú breyt-
ing á að £ stað fólksflótta af
landsbyggðinni og 40% aukn-
ingar íbúa höfuðborgarsvæðis-
ins umfram landsmeðaltal, eins
og raunin varð á viðreisnarárun-
um, var þróuninni snúið við.
Undir lok Framsóknaráratugar-
ins fjölgaði undir landsmeðaltali
á Reykjavíkursvæðinu og varð
jafnvel fækkun, svo mikil upp-
bygging var orðin á landsbyggð-
inni. Bullandi atvinnuleysi ár-
anna þegar íhald og kratar voru
við völd hafði verið snúið í
mesta uppgangstímabil í sögu
þjóðarinnar, einkum og sér í lagi
varð uppbyggingin mikil í fram-
leiðsluatvinnugreinum á lands-
byggðinni. Það vill'svo til að
vegna töluvert náinna tengsla
Dags við prentiðnaðinn á Akur-
eyri er vitað hverjir það eru sem
harma svo mjög uppbygginguna
á landsbyggðinni á kostnað
fólksfjölgunar á höfuðborgar-
svæðinu. Hverjum öðrum en -
sjálfstæðismönnum dytti í hug
að eyða fé í aðra eins vitleysu
sem saklaus almenningur lætur
renna í kosningasjóð þeirra?
Nú ríður á að sýna þessum
herrum hvað landsbyggðafólkið
vill. Nú þarf að blása til nýrrar
sóknar í stað þess að láta aftur-
haldið eyðileggja það sem áunn-
ist hefur.
Stefna Framsóknar
flokksins höfðar
til vinnandi fólks
Framsóknarflokkurinn er í raun
eini stjórnmálaflokkurinn sem
er málsvari byggðastefnu og
beitir sér fyrir jöfnun á aðstöðu-
mun íbúa dreifbýlisins, eins og
framkomin tillaga Stefáns Val-
geirssonar alþingismanns um að
jafna aðstöðumun við útreikn-
ing skatta felur í sér. Ég var áður
stuðningsmaður Sjálfstæðis-
flokksins en geri mér nú ljóst að
hefði stefna þeirra ráðið í
atvinnuuppbyggingu á Þórshöfn
hefði vinna £ mínu starfi og hjá
fiskvinnslufólki vart náð að jafn-
aði einum degi í viku frá áramói-
um til qáska.
Stefna Framsóknarflokksins
eins höfðar til hinna vinnandi
manna í dreifbýlinu og tryggir
þeim atvinnuöryggi og félagsleg-
an jöfnuð. Fólk er hyggst búa úti
í hinum dreifðu byggðum lands-
ins ætti að hugleiða þetta áður
en gengið verður til kosninga 23.
apríl nk.
Með kveðju,
Einar Víglundsson verkstjóri
Þórshöfn.
Valdimar Þorvarðarson:
Kosið um tilvist
einstakra byggða
Á kosningadaginn 23. apríl mun
ég styðja Framsóknarflokkinn
m.a. af eftirfarandi ástæðum:
1. Leiðir framsóknarmanna til
lausnar efnahags- og atvinnu-
mála eru hvað líklegastar til
að skila árangri án þess að til
atvinnuleysis komi.
Valdimar Þorvarðarson
2. Með tilliti til erfiðleika £
atvinnumálum Raufarhafnar
og sérstaklega rekstrarvanda
Jökuls hf. þá er samkvæmt
fenginni reynslu árangursri'k-
ast að styðja framsóknar-
menn til valda.
3. Miðað við þá erfiðleika sem
undurstöðuatvinnuvegirnir
búa við f dag er ákaflega
mikilvægt að sú byggðastefna
sem Framsóknarflokkurinn
fylgir og boðar verði ofan á,
þv£ að ég tel að f raun séum
við £ þessum kosningum að
kjósa um tilvist einstakra
byggða, svo sem Raufarhafn-
ar.
4. Lfkt og hver fjölskylda er
hluti af þjóðinni, þá er Rauf-
arhöfn og önnur sjávarþorp £
kringum landið burðarás £
tekjuöflun þjóðarbúsins.
Valdimar Þorvarðarson.
Kosningaskrifstofur Framsóknarflokksins
í Norðurlandi eystra á kjördag
Akureyri:
Dalvík:
Ólafsfjörður:
Húsavík:
Þórshöfn:
Hótel KEA. Opin kl. 09.00-24.00.
Símar: 21180 og 26440. Bílasími: 26442.
Víkurröst. Kl. 10.00-23.00. Sími 61630.
Ólafsvegi 78. Kl. 10.00-23.00.
Garðari. Opin kl. 10.00-24.00. Sími: 41225.
Félagsheimilinu Þórsveri. Kl. 9.00-24.00.
Sími:81195.
Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins:
Grímsey: Steinunn Sigurbjörns-
dóttir Nýja-Sjálandi, s. 73112.
Hrísey: Örn Kjartansson, Aust-
urvegi 5, s.61734 og 61759.
Svarfaðardalshr.: Björn Daníels-
son Húsabakka, s. 61553.
Árskógshreppur: Sigurður Stef-
ánsson Stærri-Árskógi, s. 63168.
Arnarneshreppur: Steinberg
Friðfinnsson Spónsgerði, s.
21962.
Skriðuhreppur: Sigurbjörg Sæ-
mundsdóttir, Skriðu, s. 23100.
Öxnadalur: Halldór Kristjánsson
Steinsstöðum, s. 23100.
Glæsibæjarhreppur: Árni Her-
mannsson Bægisá, s. 23100.
Hrafnagilshreppur: Níels Helga-
son Torfum, s. 31167.
Saurbæjarhreppur: Sigurgeir B.
Hreinsson Hrfshóli, s. 23100.
Öngulsstaðahreppur: Kristján
Hannesson, Kaupangi, s.
24947.
Svalbarðsströnd: Hringur
Hreinsson Smáratúni 14, s.
25164.
Grýtubakkahreppur: Valgerður
Sverrisdóttir Lómatjörn, s.
33244.
Fnjóskadalur: Aðalsteinn Jóns-
son Vfðivöllum, s. 23100.
Ljósavatnshreppur: Bjarni Pét-
ursson Fosshóli, s. 02.
Bárðardalur: Egill Gústafsson
Rauðafelli, s. 02.
Reykjahverfi: Þorgrímur J. Sig-
urðsson Skógum II, s. 43918.
Aðaldalur: Guðný Gestsdóttir
Múla, s. 43549.
Reykjadalur: Ari Teitsson
Hrfsum, s. 43159.
Mývatnssveit: Jón lllugason
Helluhrauni 15, s. 44137 og
44146.
Kópasker: Árni Sigurösson
Duggugerði 4, s. 52104 og 52120.
Presthólahreppur: Jóhann
Helgason Leirhöfn, s. 52111.
Öxafjarðarhreppur: Aðalbjörn
Gunnlaugsson Lundi, s. 41111.
Kelduneshreppur: Björn Guð-
mundsson Lóni, s. 41111.
Raufarhöfn: Jónas Finnbogason
Aðalbraut 47, s. 51156.
þúert
á beinni
línu til Reykja
einu sinni í viku
Með aukinni strandferðaþjónustu býður Eimskip þér beint samband við Reykjavík, Akureyri og
ísafjörð einu sinni í viku. Hálfsmánaðarlega er einnig siglt á Siglufjörö og Húsavík og þannig
haldið uppi tíðum og öruggum strandferðum.
Við flytjum fyrir þig jafnt stóra vöru sem smáa í gámum eða frystigámum sé þess óskaö. Eimskip
annast að sjálfsögðu flutning alla leið á áfangastað ef það þykir henta, bæði hérlendis og erlendis.
Reykjavík
Akureyri Húsavík
Aöalskrifstofa Pósthússtræti 2 Eimskip Oddeyrarskála
Sími 27100 - telex 2022 Slmi96-24131 -telex2279
Kaupfélag Þingeyinga
Simi96-41444
Innanhússímar 230 og 289
ísafjörður
Tryggvi Tryggvason
Aöalstræti 24
Sími94-3126
Siglufjörður
Þormóöur Eyjólfsson hf.
Sími 96-71129
Alla mánudaga frá Reykjavík
Á Akureyrí alla miðvikudaga
SÍMI 27100