Dagur - 21.04.1983, Blaðsíða 15

Dagur - 21.04.1983, Blaðsíða 15
á Leirutjörn Steingrímur Ingason á fleygiferð á ísnum en Steingrímur hafnaði ■ þriðja sæti. Mynd: Kristinn Kristinsson. Jón ók best Jón Ragnarsson sigraði örugg- lega í Iscross-keppninni sem fram fór á Leirutjörn fyrir skömmu. Hefur Jón nú forystu í keppninni um Islandsmeist- aratitilinn þegar ein keppni er eftir. Alls hófu níu bílar keppnina á Leirutjörn en aðeins þrem þeirra tókst að komast í mark. Brotnir öxlar, árekstrar og bílveltur settu strik í reikninginn en sjálf keppnin var þó mjög spennandi og skemmtileg á að horfa. Sam- kvæmt upplýsingum forráða- manna Bifreiðaklúbbs Akureyr- ar, sem hélt keppnina, er talið að áhorfendur hafi verið um 250 tals- ins og þykir það mjög gott. Sem fyrr segir sigraði Jón Ragnarsson, Kjartan Bragason varð annar og Steingrímur Ingason, frá Húsa- vík, varð þriðji. Steingrímur er nú í öðru sæti í stigakeppninni á eftir Jóni. Þórshafnarbúar voru sigursælir Svcitakeppni fyrirtækja í skák fór fram á Raufarhöfn cL sunnudag og urðu úrslit þau að skáksveit frá Hraðfrystihúsi Þórshafnar bar sigur úr býtum. Tólf sveitir tóku þátt í keppninni en það var Þórshafnar- sveitin sem kom sá og sigraði og varð efst með 18 vinninga. í öðru sæti varð sveit ríkisstarfsmanna á Raufarhöfn með 17.5 vinninga. Sex félagar frá Skákfélagi Raufarhafnar munu taka þátt í Skákþingi Norðurlands sem fram fer á Sauðárkróki um næstu helgi þannig að segja má að skákklíf standi með þó nokkrum blóma á Raufarhöfn um þessar mundir. GH NIEIUIEYER ÁBURÐARDREIFARAR Nú líður að vorverkum. Við mælum með NIEMEYER dreifara. NIEMEYER er sterkur og endingargóður og góð reynsla er auðvitað besta auglýsingin. Veldu þér vandaðar vélar. Leitaðu nánari upplýsinga í síma 22123. Sími 22123. Pósthólf 1444. Tryggvagötu, Reykjavík 62. þing UMSE: Rekstrarafgangur varð hátt í 60 þús. krónur 62. þing UMSE var haldið að Hrafnagili dagana 9. og 10. apríl sl. Formaður sambandsins setti þingið og bauð fulltrúa velkomna en þeir voru nálægt 60 frá 13 sambandsfélögum. Formaður gerði tillögur um forseta þingsins og voru sam- þykktir þeir Daniel Bjömsson og Óskar Gunnarsson. Tóku þeir við þingsstjóm og nefndu til ritara Víking Guðmundsson, Svein Sigmundsson og Hannes Gunnlaugsson. Þá flutti formaður skýrslu stjórnar og gjaldkeri, Guðmund- ur Steindórsson, las reikninga sl. árs. Niðurstöðutölur reikninga voru 386.391,36 og höfðu hækkað um 74% milli ára. Rekstraraf- gangur varð 55.930,88 og stafaði aðallega af því að framkvæmda- stjóri starfaði ekki nema lítinn hluta úr árinu en stjórnin vann verk hans endurgjaldslaust. Því næst voru lögð mál fyrir þingið og skipað í starfsnefndir. Næsta dag hófst þingfundur kl. 1 e.h. með ávörpum gesta en þeir voru: Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, Jón Ármann Héðinsson, stjórnarmaður ÍSÍ, Skúli Oddsson, starfsmaður UMFÍ og Ingólfur A. Steindórsson, ritstjóri Skinfaxa. Næst voru flutt álit nefnda og þau rædd. Komu fram í þeim ýmsir athyglisverðir hlutir. Má þar fyrst til nefna úr áliti íþróttanefndar: 62. þing UMSE leggur til að sambandið hætti þátttöku í öllum opinberum mótum á vegum Blak- sambands íslands, en beinir því jafnframt til stjórnar og blak- nefndar að reyna að útvega hús- næði til blakæfinga fyrir þau félög sem þess óska. Að öðru leyti fjallar álit íþróttanefndar um mót og fyrir- komulag og framkvæmd þeirra á árinu. f lokin segir: Þingið felur stjórn sambandsins að hefja við- ræður við viðkomandi sveitarfé- lög hið bráðasta um byggingu íþróttahúss. Reynt verði að kom- ast að samkomulagi um forgangs- röð húsa á svæðinu. Stofnaður var Framkvæmda- sjóður UMSE. Laganefnd iagði fram reglugerð fyrir sjóðinn. Stofnfé sjóðsins eru eftirstöðvar frá 17. Landsmóti UMFÍ 1981. Sjóðnum skal varið til uppbygg- ingar á aðstöðu fyrir UMSE og til fjárfestinga í tækjum, munum og áhöldum, svo og öðru því sem nauðsynlegt er rekstri sambands- ins. Þá var samþykkt ný reglugerð fyrir Menningarsjóð UMSE. í henni segir m.a.: Tilgangur sjóðs- ins er að efla félags- og menning- arstarfsemi sambandsins og fé- laga þess með því m.a. að styrkja leikstarfsemi, söng og aðra hlið- stæða menningarstarfsemi þeirra. í áliti allsherjarnefndar segir m.a.: Þingið skorar á þingmenn kjördæmisins að sjá til þess að hraðað verði uppbyggingu vega í héraðinu og bendir á t.d. þjóðveg nr. 1. Þingið vekur athygli á nauðsyn aukinnar atvinnuuppbyggingar í héraðinu til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og fólksflótta. Þingið lýsir mikilli óánægju með þann seinagang sem ríkir með uppbyggingu íþróttamann- virkja, svo sem íþróttahúsa í hér- aðinu. Þetta aðstöðuleysi stendur öllu íþróttastarfi á vegum sam- bandsins og aðildarfélaganna mjög fyrir þrifum. Fjárhafsnefnd lagði fram fjár- hagsáætlun næsta árs. Niður- stöðutölur hennar voru kr. 585.000 og er það um 50% hækk- un rnilli ára. Að loknum þingfundi bauð Ungmennafélagið Framtíð til kaffidrykkju í Laugaborg. Þar var lýst kjöri íþróttamanns UMSE, en það var Sigurður Matthíasson, Ungmennafélagi Svarfdæla, Dalvík. Ungmennafélagið Reynir hlaut Sjóvá-bikarinn fyrir saman- lagðan besta árangur á mótum sambandsins. Félagsmálabikar- inn hlaut Skíðafélag Dalvíkur. í þinglok sæmdi Skúli Oddsson, starfsmaður UMFÍ, Vilhjálm Björnsson á Dalvík, starfsmerki UMFÍ fyrir störf í þágu ung- mennafélagshreyfingarinnar. Víkingur Guðmundsson. BJÓðum fullkomna viögerðarþjónustu á sjón- varpstækjum, útvarpstækjum.'steríomögnur- um, plötuspllurum, segulbandstækjum, bíl- tækjum, talstöövum, flsklleltartækjum og sigl- Ingartækjum. Isotning á bíltækjum. Sim> (96) 23676 GlMtrgoiu 37 - Aku'eyn Viljum ráða nú þegar konur til starfa í verksmiöjunni, hálfsdagsstörf koma til greina. Vinsamlegast hafið samband við verkstjóra á staðnum. Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson & Co hf. Dalvíkingar - Svarfdælir Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins verð- ur í Víkurröst á kjördag. Opið frá kl. 10-23. Sími 61630. Við bjóðum öllum stuðningsmönnum okkar og fjölskyldum þeirra í kaffi eftir kl. 14.00. Glæsilegar kaffiveitingar. Sjónvarp og vídeó á staðnum. Hringið ef ykkur vantar akstur á kjörstað. - 21. áþH11983IL DAGUR-15

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.