Dagur - 26.04.1983, Page 9
Ragnar Steinbergsson les upp úrslit kosninganna í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir útvarpið. Mynd: GS
Lárus Jónsson:
„Neyðarkostur að
fara út í nýjar kosningar
„Ég tel að við sjálfstæðismenn
getum vel við úrslitin unað í
Norðurlandskjördæmi eystra,“
sagði Lárus Jónsson, alþingis-
maður, í samtali við Dag.
„Við náðum hagstæðara hlut-
falli nú en 1979 og Halldóri
kjördæmiskjörnum,“ sagði Lárus
„og þá tek ég tillit til beggja
listanna sem voru í framboði 1979
á vegum sjálfstæðismanna.“
- En voru það ykkur ekki
vonbrigði að koma ekki þriðja
manninum að?
„Jú, það má ef til vill segja það og
auðvitað vonuðumst við eftir
betri útkomu hjá Sjálfstæðis-
flokknum í heild yfir landið með
hliðsjón af skoðanakönnunum.
En það er reynslan að kjósendur
skipta oft um skoðun síðustu
dagana fyrir kosningar."
- Hvað með stjórnarmyndun?
„Það er ekkert hægt að segja
um það, viðræður fara í gang
næstu daga.“
- Bindur þú meiri vonir við
nýja sterka stjórn eða kosningar
innan skamms?
„Ég vona að það takist að
mynda nýja sterka stjórn. Það
yrði neyðarkostur að fara út í
nýjar kosningar á næstunni. En
það verður að segjast eins og er,
að nýju flokkarnir á Alþingi
auðvelda ekki stjórnarmyndun.
Það er líka makalaust í sambandi
við úrslitin í okkar kjördæmi að
frambjóðandi Bandalags jafnað-
armanna skuli komast að á
rúmlega 600 atkvæðum á meðan
Árni Gunnarsson fellur út með
rúm 1500 atkvæði,“ sagði Lárus
Jónsson.
Lárus Jónsson.
Frá kjörfundi á Akureyri. Mynd: - gk.
Steingrímur J. Sigfússon:
Málmfríður Sigurðardóttir:
„Gerðum okkur
vonir um
meira
„Við erum auðvitað feykiglað-
ar yfir því að hafa fengið þrjár
konur kjörnar á þing og það
er mjög merkilegur áfangi að
nú eru níu konur komnar á
Alþingi,“ sagði Málmfríður
Sigurðardóttir sem skipaði
efsta sæti kvennalistans í
Norðurlandskjördæmi eystra.
„Okkur þykir miður að hafa
ekki fengið meira fylgi en raun
varð á hér í kjördæminu, en það
fylgi varð þó til þess að Guðrún
Agnarsdóttir komst á þing.“
- Fylgi ykkar er talsvert
mikið minna en kvennafram-
boðið fékk bara hér á Akureyri
við sveitarstjórnarkosningarnar
á sl. ári, hvernig skýrir þú þetta?
„Já, þetta olli okkur von-
brigðum og við skiljum ekki
fyllilega hvernig á þessu
stendur. Við urðum þó varar við
að flokkarnir héldu afar fast
utan um sitt fylgi, t.d. bæði
Alþýðubandalagið og Fram-
sóknarflokkurinn. Þessir flokk-
ar voru hræddir um að tapa
mönnum, bæði Guðmundi
Bjarnasyni og Steingrími Sig-
fússyni og þeirra sjónarmið er
Málmfríður Sigurðardóttir.
eðlilegt. Við gerðum okkur
vonir um meira fylgi hér, en
með útkomuna í heild erum við
ánægðar."
- Fari svo að kosið verði
fljótlega, ætlið þið þá að hella
ykkur í baráttuna aftur?
„Það hefur ekki verið tekin
afstaða til þess en ég sé ekki
ástæðu til að láta deigan síga í
þessari baráttu, við höfum þegar
náð áfanga og gerum okkur
vonir um að framhald verði þar
á.“
Kolbrún Jónsdóttir:
Fengum fylgi
úr öllum áttum“
- Eg vissi að við höfðum
mikinn meðbyr í þessari kosn-
ingabaráttu þannig að kosn-
ingaúrslitin koma mér ekki svo
verulega á óvart, sagði Kolbrún
Jónsdóttir á Húsavík, nýkjör-
inn þingmaður Bandalags jafn-
aðarmanna í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, í samtali við Dag.
Að sögn Kolbrúnar þá benti
þó fátt til þess um fimm leytið um
nóttina, er hún fór að sofa, að
hún kæmist á þing og því hefði
hún orðið mjög hissa er henni
voru færðar fréttirnar klukkan
níu á sunnudagsmorgninum.
- Það er ótrúlegt að þetta hafi
tekist miðað við þann skamma
tíma sem við höfðum til stefnu en
fólk vann vel og það er aðal
ástæðan fyrir þessum góða sigri,
sagði Kolbrún.
Um kosningaúrslitin almennt
sagði Kolbrún Jónsdóttir að það
hefði komið henni talsvert á óvart
að stjórnarandstaðan og þá
sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn
hefði ekki unnið þann sigur sem
spáð hefði verið. Ekki sagðist
Kolbrún kunna einhlýtar skýring-
ar á þessum úrslitum en ein
skýringin kynni að vera sú að
Bandalag jafnaðarmanna og þá
Kolbrún Jónsdóttir.
Kvennalistarnir hefðu fengið fylgi
úr öllum áttum og þar með komið
í veg fyrir stórar sveiflur á fylgi
gömlu flokkanna.
Að sögn Kolbrúnar mun hún
sitja fyrsta þingflokksfund
Bandalags jafnaðarmanna í dag
en miðstjórnarfundur var haldinn
í gær. Hvað við tæki vildi
Kolbrún ekki tjá sig um fyrr en
eftir þingflokksfundinn en hún
vonaði í lengstu lög að þjóðinni
yrði ekki steypt út í aðrar
kosningar fyrr en búið væri að
taka á þeim mikla vanda sem
steðjaði að.
„Utkoman nálægt því
sem ég reiknaoi meo“
„Eg er tíltölulega ánægður
með útkomuna, hún er nokkuð
nálægt því sem ég hafði reiknað
með,“ sagði Steingrímur J.
Sigfússon er skipaði efsta sætið
á lista Alþýðubandalagsins í
Norðurlandskjördæmi eystra.
Steingrímur hefur tvívegis áður
verið í framboði til Alþingis
fyrir G-listann, þá í 4. sæti, en
nú tekur hann sæti Stefáns
Jónssonar á Alþingi og verður
yngstur þingmanna, 27 ára.
„Kosningabaráttan var nokkuð
snörp að þessu sinni og veður
gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði
Steingrímur. „Mér fannst athygl-
isverðast hvað frambjóðendur
nýju framboðanna höfðu lítið til
málanna að leggja er talið barst
að efnahags- og atvinnumálunum
og einnig hvað stefnur flokkanna
í hinum ýmsu málum settu lítil
mörk á baráttuna.
Það leggst vel í mig að taka sæti
á Alþingi en ég á von á því að það
verði erfitt starf. Kjördæmið er
stórt, því kynntist ég í kosninga-
baráttunni og það er erfitt fyrir
einn mann að sinna því sem
skyldi. Að því leyti stend ég verr
að vígi en þingmenn þeirra flokka
sem eiga fleiri en einn þingmann
úr kjördæminu."
Steingrímur Sigfússon.
26. apríl 1983 - DAGUR - 9