Dagur - 26.04.1983, Síða 11
hellum hjá Hellusteypunni, en samskonar hellur koma til með að þekja
Hér standa nokkrir sýningargestir á
göngugötuna í Hafnarstræti.
tækifæri fyrir hinn aukna mann-
afla sem komið hefði á vinnu-
markaðinn ásíðustu árum. Gunn-
ar sagði að hinar ónýttu orkuauð-
lindir okkar myndu leysa allan
okkar vanda.
Sigtryggur Stefánsson var með
harðorða gagnrýni á frambjóð-
endur og sagði að iðnfyrirtækin
gætu ekkert sótt til pólitíkusa
heldur yrðu menn að sjá um
uppbyggingu fyrirtækjanna
sjálfir.
Haukur Árnason talaði um
danskan húsgagnahönnuð sem
fræddi hann um að stóll væri ekki
bara stóll, heldur miklu meira.
Síðan hvatti hann þingmenn til að
koma upp hönnunarskóla á
Akureyri innan 2ja ára. Þá kom
innskot frá Hallgrími Ingólfssyni
sem sagði nokkra hönnuði á
Akureyri en fyrirtækin leituðu
ekki til þeirra.
Finnbogi Jónsson Iðnþróunar-
félagi Eyjafjarðar talaði um háan
orkukostnað sem mætti lækka.
Þá ræddi hann lánakjör iðnaðar-
ins og sagði að í mörgum tilfellum
væru greiddir vextir langt umfram
raunvexti.
Steindór Steindórsson Fosta-
götusamtökunum ítrekaði spurn-
ingu sína til frambjóðenda um
hvað þeir hyggðust gera fyrir
iðnaðinn eftir kosningar, þar sem
honum fannst lítið koma fram um
það mál.
Halldór Blöndal sagðist vilja
koma á þeim skilyrðum að
iðnaður mætti skila hagnaði sem
notaður yrði til áframhaldandi
uppbyggingar fyrirtækjanna. Síð-
an kvaðst hann vilja beina við-
skiptum ríkis og bæja til innlendra
iðnfyrirtækja.
Sigurður Óli sagði dæmisögu af
gömlum nemanda sínum úr iðn-
skóla sem hann hitti á KEA-
bamum. Nemandinn sagði við
Sigurð: „Pú varst lélegur kennari,
ég varð að læra þetta allt sjálfur.“
Hann áminnti iðnrekendur að
þeir yrðu að leysa vandann sjálfir
það væri ekki í verkahring bæjar-
Hér er Jónas Sigurjónsson í sýningareldhúsinu hjá Valsmíði.
og sveitarstjórna.
Steingrímur Sigfússon G-lista
lofaði góðu sumri. Síðan ræddi
hann um að samstarf framleiðslu-
iðnaðarins við aðrar iðngreinar
væri ekki nægjanlegt.
Níels Á. Lund B-lista ætlar að
reyna sitt besta og halda jafnvægi
í byggð landsins.
Jón Helgason sagði að atvinnu-
leysi væri þegar verulegt og
ástandið verra en menn almennt
grunaði.
Tryggvi Pálsson sagði skemmti-
lega dæmisögu úr atvinnulífinu.
Hann lýsti því jafnframt yfir að
hann myndi þrauka fram í rauðan
dauðann og sagði mörg fyrirtæki
ramba á barmi gjaldþrots.
Árni Gunnarsson hélt sömu
ræðuna aftur, dæmigerð fram-
boðsræða.
Sigtryggur Porbjörnsson Raf-
orku lýsti yfir slæmri stjórn
bæjarmála Akureyrarbæjar,
sagði Akureyri vera dýrasta stað
landsins til að búa á, eftir
áralanga stjórn Sigurðar Óla og
Framsóknar.
Birgir Stefánsson Eikinni deildi
á atvinnuleysistryggingasjóð,
taldi fénu betur varið til uppbygg-
ingar atvinnuveganna en að ala
upp auðnuleysingja. Þá kom
frammíkall frá Jóni Helgasyni,
sem sagði að Birgir segði ekki
svona ef hann vissi hvernig
ástandið væri á sumum heimilum.
Birgir sagðist tala um það sem
hann þekkti til.
Steindór Steindórsson flutti
lokaorð fyrir hönd Frostagötusam
takanna. Þakkaði hann fólki fyrir
komuna og ræðumönnum þeirra
innlegg. Hvatti hann iðnrekendur
til að taka höndum saman og
sameinast um enn frekari kynn-
ingu á akureyrskum iðnaði og
snúa vörn í sókn.
Fundarstjóri, Jónas Sigurjóns-
son. sleit fundi og þakkaði góða
fundarsókn. Fundurinn stóð í 75
mínútur. Sverrir Pálmason.
Hjá Eikinni gátu sýningargestir tekið þátt í getraun um hvað pinnamir í
pokanum fremst á myndinni væm margir.
Pinnarnir í pokanum hjá Eikinni reyndust vera 11.336. Sú sem næst komst
var Elín Ósk Hreiðarsdóttir, en hún taldi pinnana vera 11.346. Þar skeikaði
því aðeins um 20 pinna. í verðlaun fékk Elín 5.000 úttekt hjá Eikinni og á
myndinni er hún með Rögnvaldi Ólafssyni, einum af eigendum fyrirtækisins
og ávísun á úttektina.
MIÐIER
MÖGULEIKl
Fjöldi stórvinninga á nýju happdrættisári
Mánaðarlega verður dregið um íbúðarvinning; 8-10
bílavinninga; 25 ferðavinninga og hundruð húsbúnaðar-
vinninga.
Aðalvinningurinn sem jafnframt er stærsti vinningur á einn
miða hérlendis er húseign að eigin vali fyrir 1.5 millj. króna
(dregið út í apríl '84).
11 (búðavinningar 100 bílavinningar 300 ferðavinningar
á 400 þús. kr. hver. á 75 þús. kr. hver. á 25 þús. kr. hver.
BUIÍM^ÖUJRUÐUM
VINNINGAR fF ÁHYGGJULAUST ÆVIJCVÖLD
600 húsbúnaðarvinningar
á 7.500 kr. hver
og 6188 húsbúnaðarvinningar
á 1.500 kr. hver.
HAPPDRÆTTI '83-84
26. apríl 1983 - DAGUR -11