Dagur - 29.04.1983, Side 6

Dagur - 29.04.1983, Side 6
síðan og þó þetta sé minni I smíðavinna þá er þetta óþverra- ; efni að vinna með plastið. Stór- hættulegt að fá þetta ofan £ sig, en ; bátarnir eru góðir. Sem fyrr segir hefur Baldur smíðað 78 báta á ferlinum en ; flesta smíðaði hann á árunum í kringum 1970. Þá fór að koma afturkippur í starfsemina. Lána- fyrirgreiðsla minnkaði en þetta varð meðal annars til þess að óarðbærara varð að smíða bátana frá grunni. Á meðan best lét störf- uðu upp í átta manns við báta- smíðar á vegum Baldurs, en nú eru þeir feðganrir aðeins tveir - en hafa nóg að starfa. - Ætli við séum ekki komnir með pantanir sem duga okkur út þetta ár en við getum þó alltaf bætt við okkur verkefnum - ráðum þá bara fleiri menn í vinnu ef verkefnin aukast. - Það háir iðngreininni annars verulega að sjómennirnir fá ekki lánafyrirgreiðslu til að kaupa þessa báta. Þeir verða algjörlega að fjármagna kaupin sjálfir en þetta stafar auðvitað af því að það mikið er af fiskiskipum innan flotans að ekki er talin ástæða að bæta við - ekki einu sinni trillum. Menn hafa þó sótt um lán til Fisk- veiðasjóðs en flest öllum umsókn- unum hefur verið hafnað þar sl. tvö ár hvað svo sem verður í fram- tíðinni. - Hvað veldur því að þú hefur ekki farið út í að steypa bátana hér heima eins og svo margir aðrir? - Þaðsemveldurþvíerfyrstog fremst sú staðreynd að ég tel það alls ekki hagkvæmt. Þessir bátar sem ég hef umboð fyrir eru á mjög góðu verði og þetta eru góðir bátar og meðan svo er þá sé ég enga ástæðu til að steypa mér út í þann stofnkostnað sem fylgir full- smíðun bátanna hér, segir Baldur og bætir því við varðandi erlendu bátana að aðalkostnaðurinn varð- andi þá sé í rauninni flutnings- kostnaðurinn hingað til lands. Þessum kostnaði megi þó ná veru- ! lega niður með því að flytja j ákveðið magn inn hverju sinni. Ég hef verið ákaflega heppinn - Hefur bátasmiðurinn jafn mikla tilfinningu fyrir þessum plastbátum og gömlu trébátun- um? - Það er alltaf dálítill beygur í mér þegar ég læt bát frá mér. Ég veit að þetta kann að hljóma sem vantraust á sjálfan mig en það verður bara að hafa það. Það sem j ég á við er að ég legg sál mína í þessa báta - trébáta jafnt sem plastbáta og ætli mér sé ekki innanbrjósts svipað og föður sem sér á bak börnum sínum úr föður- garði, þegar bátarnir fara. En ég hef verið ákaflega heppinn. Ég veit ekki til þess að neinn af mín- um bátum hafi lent í vandræðum af neinu tagi. Þvert á móti virðast þeir hafa verið farsælir og farið til góðra sjómanna og mikilla afla- klóa. Það blundar samt alltaf í í manni einhver órói - bátarnir sækja jú út á opið haf þar sem allra veðra er von og það er því ; mikilábyrgðsemhvíliráherðum ) okkar bátasmiðanna og auðvitað leggur maður sig allan fram eins og framast er unnt hverju sinni. Að sögn Baldurs þá hefur það aldrei háð honum í starfi að starf- rækja skipasmíðastöð sína uppi í hlíðum Hlíðarfjalls. - Það hefur auðvitað mörgum þótt þetta nokkuð skrýtin stað- setning en það er ekkert verra að vera hér en niðri á fjörukambi. • Alls ekkert óhentugra né dýrara. Ætli mér finnist það bara ekki betra ef eitthvað er, sagði Baldur Halldórsson, bátasmiðurinn í Hlíðarfjalli að iokum. írá V.\a»' Uunnaro, Akurey«-,B“. “öð sUipasmiðsa^ a istoo smíðarÆSn<ta í sinni að HÚOar ^ þenn tvn um HVíðarfja'ls g niðut tl\ búnnm se«n 'e'« f® ndurnir ''<’ jávar. Þareðabátnn- þeint og Sstserri fley sem fsera þa tt ^d.ð vegar - Éghófstörfsemskipasmiður árið 1951 hér í Hlíðarenda, segir Baldur í viðtali við Dag, en að hans sögn lærði hann til skipa- smíða hjá Nóa Kristjánssyni á Akureyri. Meistari Baldurs var móðurbróðir hans, Guðjón Hall- grímsson. - Það vareiginlegafyrirhreina tilviljun að ég fór út í að læra skipa- smíðaiðnina. Ég er héðan úr sveitinni en árið 1945 flutti ég til Akureyrar eftir að hafa lokið námi við Bændaskólann á Hvann- eyri. Ég var með fjölskyldu og mig vantaði vinnu og það varð úr •y'éo fékk vinnu hjá Nóa. Fram- svo nokkurn ■ af sjálfu sér. Áð sögn Baldurs byrjaði hann sem sjálfstæður skipasmiður strax sama ár og hann flutti að Hlíðar- i veginn J. INGIMAR HANSSON Fyrirlesari Ingimar fór nýlega í námsferö til Japan. Feröin var skipulögð af Bandaríska lönaöar- verkfræðingafélaginu. Auk námskeiða i japanskri stjómun varfariö i heimsóknir til iönfyrirtækja. J. Ingimar Hansson er rekstrarverkfræöingur aö mennt og stofnaði Rekstrarstofuna 1974. GUNNAR H. GUÐMUNDSSON Fyrirlesari Gunnar hefur annast athuganir þær sem Rekstrarstofan hefur staöiö fyrir á japanskri iðnaðaruppbyggingu og áhrifum hennar í Bandarikjunum og á vesturlöndum. Gunnar H. Guömundsson er rekstrarverk- fræðingur að mennt og er ráögjafi á sviöi stjórnunar, skipulags, upplýsingakerfa og tölvumála. BOLLI MAGNÚSSON Fundarstjóri Bolli starfaöi um skeiö í Japan sem fulltrúi togarakaupenda og kynntist starfsháttum viö skipasmíöar þar í landi. Bolli Magnússon er skipatæknifræðingur aö mennt og er ráögjafi á sviöi skipasmíða og útgerðar. Lærum af forystuþjóð á sviði stjórnunar. Veistþú: • Hvaö núllgallastefna er? • Hvers vegna aukin gæði leiöa til lægri framleiðslukostn- aöar? • Hvaö er Poka Yoke? • Hvers vegna blönduð framleiðsla er hagkvæmari en fjölda- framleiðsla? • Af hverju verkföll eru nær óþekkt í stærri iðnfyrirtækjum í Japan? • Hvernig staðið er að starfsmenntun í Japan? • Hvernig unnt er að ná og viðhalda miklum afköstum? • Hvað núllbirgðastefna er? • Hver eru tengsl iðnfyrirtækja og banka í Japan? • Er allt sem sýnist? (samvinnu við Stjórnunarfélag norðurlands verður námskeiðið haldið þriðjudaginn 3. maí n.k. í Sjálfstæðishúsinu kl. 10.00 til kl. 17.00. Þátttökugjald kr. 2800.- Námskeiðsgögn, matur og kaffi innifalið. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags norðurlands í síma 96 - 21820. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst. Fjöldi takmarkaður. Ráðgjafaþjónusta Stjórnun — Skipulag Skipulagning — Vinnurannsóknir Flutningatækni — Birgöahald Upplýsingakerfi — Tölvuráðgjöf Markaös- og söluráögjöf Stjórnenda- og starfsþjálfun REKSTRARSTOFAN — Samstarf sjálfstæöra rekstrarráðgjafa á mismunandi sviðum — Hamraborg 1 202 Kópavogi Sími 91 - 44033 Baldiir Halldórsson ásamt syni sínum Baldri sem einnig er lærður skipasmiður. Þeir feðgar starfa nú einir við bátasmíðina að Hlíðarenda en mðnnum er bætt við ef verkefnin aukast. NÁMSKEIÐ í JAPANSKRI STJÓRNUN FYRIR STJÓRNENDUR FYRIRTÆKJA OG STOFNANA — HYGGINDISEM í HAG KOMA — Mónes NK 26 komið upp á vörubflspall og niður á togarabryggju þar sem «íðan átti að skipa því út í Esjuna. Baldur Halldórsson, bátasmiður á Hlíðarenda um borð í nýjasta smíðastykkinu. Eyjafjörður er í baksýn. Myndir: ESE „Eg legg sál mma íaUaþessab' - Rætt við Baldur Halldórsson, bátasmið á Hlíðarenda við Akureyri enda. Skipasmíðarnar hafði hann þó eiginlega bara sem „aukabú- grein“ fyrstu árin en eins og sönn- um bónda sæmdi hafði hann bæði kúa og kindabúskap. Eftir því sem umsvifin jukust í bátasmíð- unum varð hann þó að fækka skepnum og kúabúskap hætti hann svo alveg fyrir u.þ.b. átta árum síðan og er nú aðeins með nokkrar kindur. 78 bátar á rúmum 30 árum - Fyrsti báturinn sem ég smíð- aði var tveggja tonna trillubátur sem fór til Hjalteyrar en því mið- ur veit ég ekki hvar hann er niður- kominn nú, segir Baldur og bætir því við að þeir séu nú orðnir 78 bátarnir sem hann hefur afgreitt. Sama dag og blaðamaður Dags ræddi við hann, afhenti hann full- smíðaðan trillubát sem fara átti til Norðfjarðar en sá var 4.6 tonn að stærð. Við spurðum Baldur hvað slíkur bátur kostaði í dag með öll- um tækjum? - Báturafþessaristærðkostar um hálfa milljón króna en gróf- lega reiknað má segja að tonnið kosti um eitt hundrað þúsund krónur. Þessir bátar eru yfirleitt mjög vel útbúnir tækjum og það hefur verið sívaxandi vinna hjá mér við að selja ýmis konar sigl- ingartæki og útbúnað í báta sem ég smíða ekki sjálfur. - Hverjir eru það sem kaupa báta hjá þér? - Þetta eru nær eingöngu atvinnutæki til sjómanna. Af- greiðslutíminn er svona tveir til þrír mánuðir frá því að pantað er en sem stendur störfum við bara tveir við þetta, ég og sonur minn Baldur sem einnig er lærður skipasmiður. - Hvernig bátar eru þetta? - Þetta eru yfirleitt danskir plastbátar. Við flytjum inn skrokkinn og fullsmíðum bátinn síðan og sjáum um innréttingar, niðursetningu véla og tækja. Það má því segja að þetta hafi breyst töluvert frá því að ég hóf störf fyrst, því þá voru allir bátarnir úr tré og þeir smíðaðir að öllu leyti hér heima. Ætli ég hafi ekki smíð- að um 50 trébáta á mínum ferli en afgangurinn eru þessir plastbátar sem hafa reynst frábærlega vel. Mjög góð sjóskip og öruggir sem slíkir. Góðir bátar á góðu verði Að sögn Baldurs hefur skipa- eða réttara sagt bátasmíðaiðnin breyst mjög með nýjum tímum og nýjum siðum. - Ég sneri mér að þessum plastbátum fyrir fimm til sex árum 6 - DAGUR - 29. apríl 1983 29. apríl 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.