Dagur - 03.05.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 03.05.1983, Blaðsíða 6
„Er ekki kominn tími til að fara að Krú ttmagasöngurinn. hleypa til?“ Fimm syngjandi lcrúttmagar frá Grenivík. Krú ttmaga tiska. „Eigum við ekki að endur- taka þetta,“ spurði Sunna Borg kynnir á „krúttmaga- kvöldi“ sem nokkrar bráð- hressar konur á Akureyri stóðu fyrir sl. laugardags- kvöld. „Jú,“ hrópuðu 390 konur í einum kór. Allt er þetta í jafnréttisátt sem annað, krúttmagakvöldið var mótvægi við svokallað kútmagakvöld, sem karlar héldu fyrr í vetur. Hugmyndin varð til í sauma- klúbbi hér í bænum. Nokkrar konur töldu það ótækt að karlar sætu einir að kútmagakvöldunum svokölluðu, það þyrfti að fá mót- vægi og niðurstaðan varð „krútt-' magakvöld“ í Siallanum. Ekki vantaði áhugann, að- göngumiðar seldust upp á klukkutíma og fjörið í Sjallanum á laugardagskvöldið var geysi- legt. Krúttmagakvöldið byrjaði með lystauka sem þótti ljúfur, síðan var það aðalrétturinn, sjávarrétt- ir af hlaðborði. En vegna fjölda þeirra kvenna sem voru í Sjallan- um þótti ráðlegt að skipa þeim í hópa svo matarlystin skapaði ekki örtröð. Sögðu kunn- ugir að skipulagið á þessum ferð- um hafi verið til mestu fyrir- myndar og konum til mikils sóma. Undir röggsamri stjórn Sunnu Borg voru síðan skemmtiatriðin hvert af öðru leidd fram og klappað lof í lófa. Aðalgestur kvöldsins var út- varpsmaðurinn Jónas Jónasson og las hann konum pistilinn í gamni og alvöru. Eftir allar þessar góðgerðir spurði kynnir hvort ekki væri tími að „hleypa til“ eins og sagt er og þótti það þjóðráð, var því húsið opnað fyrir aðra gesti og var stanslaust fjör til klukkan þrjú, samkomunni slitið og ákveðið að endurtaka hana næsta ár. Sexy krúttmagi. I gömlum náttkjól af gömlum krúttma 6-DAGUR-3. maí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.