Dagur - 03.05.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 03.05.1983, Blaðsíða 12
Akureyri, þríðjudagur 3. maí 1983 Pakkningaefni korkur og skinn sími 96-22700 BQI stilltur í nýju tölvunni. Hlynur Möller, sem kennir starfsmönnum Þórshamars á gripinn er lengst til vinstri, þá koma Benedikt Þórisson og Jóhannes Jóhannesson, starfsmenn Þórshamars, sem annast munu rekstur tölvunnar og loks Jón Guðmar Hauksson frá O. Engilberts hf. og Ellert Guðjónsson, framkvæmdastjóri á Þórshamri. Mynd: H.Sv. Fullkomin tölva —sem greinir bilanir og vanstillingu bílmótora Á bifreiðaverkstæði Þórsham- ars hf. á Akureyri hefur nú verið tekin í notkun mjög fullkomin tölva, sem bæði virkar sem mótorstillingartæki og bilanagreinir. Þetta tæki er að því leytinu til mun fullkomn- ara en önnur mótorstillingar- tæki, að það ekki aðeins safnar upplýsingum heldur túlkar þær cinnig. Það upplýsir nákvæm- lega hvaða hluti þarf að endur- nýja í vél bílsins og hvað þarf að stilla. Tækið heitir Allen Smart Scope og er bandarískt, en umboðsaðilar hér á landi eru O. Engilbertsson hf. Tækinu er stjórnað með raf- eindapenna og fyrst er byrjað á því að setja inn í það upplýsingar um vélarstærð, kveikjubúnað og fleira. Tengingar við vél eru auðveldar og ekki þarf að af- tengja neitt til að koma henni í samþand við bílinn. Tengt er inn á rafgeymi, háspennukefli, kerti og afgas, svo eitthvað sé nefnt. Tækið sjálft gefur svo upplýsingar um hvernig standa skuli að málum, hvenær drepa eigi á bílnum, starta, ákveður mótor- snúninginn. Allsherjar yfirferð á bílmótor tekur kortér tii tuttugu mínútur og þar á meðal er athugun á þjöppun og þar með sliti vélar. Getur það komið sér vel þegar vörið er að kaupa og selja notaða bíla að fá slíkan úrskurð, en vélin er ekki nema nokkrar sekúndur að mæla þjöppunina, sem annars tekur frá hálftíma upp í þrjá klukkutíma. í Ijós kom þegar blaðamanni Dags var sýnt tækið, að bíll sá sem prófaður var reyndist vera með þilaða kveikju og blöndung, sem kom fram í of rikri bensín- blöndu, bensín hafði farið saman við olíu og eyðslan var of mikil. Kom tölvan með viðeigandi at- hugasemdir um hvað gera þyrfti. Upplýsingarnar koma fram á skermi og einnig er hægt að láta hana skrifa út á strimil, sem viðskiptavinurinn getur síðan fengið. Þeir sem unnið hafa við að kynna tækið og kenna starfs- mönnum Þórshamars á það full- yrtu að sú prófun sem framkvæmd var þarna á staðnum og tók um 20 mínútur hefði tekið vanan bifvéla- virkja ekki minna en 3 tíma og niðurstöður hefðu vafalítið orðið ónákvæmari. Karl ráð- stjóri á My Fair Lady og Galdra-Loftur - sýnd hjá LA næsta vetur ásamt Súkkulaði handa Silju og Kardimommubæ Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, hefur sett Karl Erlendsson skólastjóra við Þelamerkurskóla en því starfi hefur Karl gengt síðan ráðherra veitti Sturlu Krist- jánssyni lausn frá störfum í vetur. Þrír umsækjendur um stöðuna fengu atkvæði í skólanefnd. Hall- dór Gunnarsson, skólastjóri í Lundi í Öxarfirði, fékk 3 atkvæði en Karl Erlendsson og Magni Hjálmarsson fengu 2 atkvæði hvor. „Ég er mjög ánægður með þessa veitingu, tel hana rökrétta miðað við það að Karl tók þetta starf að sér eftir öngþveitið í vetur og hefur staðið sig vel,“ sagði Ranghildur Sigfúsdóttir, formaður skólanefndar í samtali við Dag. Eins og marga rekur minni til var ekki bjart yfir starfsemi Leikfélags Akureyrar seinni hluta leikársins sem nú er að líða, hverjar sem ástæður kunna að vera. En leikfélags- fólk lætur ekki deigan síga. Heyrst hefur að meðal verk- efna næsta vetur verði söng- leikurinn My Fair Lady, leik- ritið um Galdra-Loft, einnig nýtt verk eftir Nínu Björk Arnadóttur, Súkkulaði handa Silju og barnaleikritið verður Kardemommubærinn. Söngleikurinn My Fair Lady ætti að gleðja marga sem ánægju hafa af söng og leikhúsi. Leik- stjóri þess verks verður Þórhildur Þorleifsdóttir. En næst á eftir My Fair Lady verður sjálfur Galdra-Loftur á fjölum leikhússins. Leikstjóri Galdra-Lofts verður Haukur J. Gunnarsson sem leikstýrði Bréf- beranum frá Arles, sem sýnt var hjá LA seinnipart vetrar. Þriðja verkefnið verður svo Súkkulaði handa Silju, nýtt verk eftir Nínu Björk Árnadóttur, en það verk hefur verið sýnt í Þjóðleikhúsinu undanfarið við mikla aðsókn. Börnin fá líka sitt leikrit en það verður hinn sívinsæli Karde- mommubær eftir Thorbjörn Egner. Af þessu má sjá að LA horfir björtum augum til framtíðarinn- ar þrátt fyrir dökkar horfur síð- ustu mánuði. Einnig hefur heyrst að leikfé- lagið fái nýtt fólk til starfa og má þar nefna Ragnheiði Steindórs- dóttur, sem m.a. á að leika Stein- unni í Galdra-Lofti og Elísu í My Fair Lady og Hjalta Rögnvalds- son sem leikur Galdra-Loft. Kennarar og starfsmenn Iðnskólans Lýsa undran með ráðningu skólameistara Verkmennta- skólans - og telja að gengið hafi verið fram hjá Aðalgeiri Pálssyni Kennarar og fastir starfsmenn við Iðnskólann á Akureyri hafa sent skólanefnd Verk- menntaskólans á Akureyri at- hugasemd varðandi setningu í starf skólameistara skólans, en sem kunnugt er var Bernharð Haraldsson settur í starfið nýlega að tilmælum skólanefnd- arinnar. Bréf kennaranna og starfsfólks Iðnskólans á Akureyri er svo- hljóðandi: „Við undirritaðir kennarar og starfsfólk við Iðn- skólann á Akureyri lýsum yfir undrun okkar með niðurstöðu skólanefndar Verkmenntaskól- ans á Akureyri varðandi ráðningu skólameistara. Við erum þeirrar skoðunar að gengið hafi verið framhjá núverandi skólastjóra Iðnskólans á Akureyri, Aðalgeiri Pálssyni, sem gegnt hefur því starfi farsællega undanfarin ár. Við drögum ekki í efa hæfni annarra umsækjenda til starfsins en teljum að reynsla Aðalgeirs Pálssonar af kennslu og skóla- stjórn á verkmenntasviði og tæknimenntun hans hafi ekki verið metin að verðleikum.“ Undir þetta bréf skrifa 40 kennarar og fastráðnir starfs- menn Iðnskólans. # Starfsfólk íslendings kvaddi Gamia króníska sálarkrepp- an greip íslending strax að afloknum kosningum. Þá kom blaðið út í 4 síðum sem dugðu þó starfsfólki blaðsins til að kveðja kóng og prest - og raunar blaðstjórnina Kka - bæði með virktum og dylgj- um, hvoru tveggja f sömu greininni. Svolítið sérstök kveðjugrein en þetta ágæta fólk hættir nú störfum hjá blaðinu þar sem blaðstjórnin segir þörf á að endurskipu- leggja reksturinn. Hefur verið rætt um að blaðið hætti að koma út, a.m.k. um sinn, en hver veit nema íslendingur hressist. • Halldór Halldórsson hefur sýnt blaðinu áhuga Samkvæmt heimildum Dags er blaðstjórn íslendings með ýmsar ráðagerðir á prjónun- um varðandi framtíð blaðsins. Halldór Halldórs- son, fréttamaður útvarpsins, mun hafa sýnt því áhuga að taka að sér ritstjórn blaðsins semjist um kaup og kjör. Einnig er f ráði að fá Gunnar Blöndal, kosningastjóra og knattspyrnumann með meiru, til að sjá um daglegan rekstur og auglýsingar. Einn- ig mun hafa komið til tals að kaupa tæki til að setja blaðið, en öll þessi mál munu vera á umræðustigi. En hvað um það. Við hérna á Degi vonum að íslendingur hafi kreppuna af, því við teljum samkeppni nauðsynlega í „blaðaheimin- um“ á Akureyri. # Bann við sinubruna eftir 1. maí Jæja, nú er vorið komið, sögðu menn hver við annan f gærmorgun. Sólin skein þó kalt væri í lofti. Ýmsir vorboð- ar hafa þegar sýnt sig - lóan er komin og aðrir farfuglar - þó seinna séu á ferðinni en oft áður. Hreiðurgerð fer nú að hef jast og þá er skammt að bíða varpsins. Nú stendur svo á að snjór liggur vfða yfir og ekki hefur verið hægt að brenna sinu, sem oft er meðal fyrstu vorverka mannanna. Sinubruni er hins vegar ekki leyfilegur eftir 1. maí. Þær reglur hafa nú ekki alltaf haldið þegar á hefur reynt en við skulum vona að menn fari ekki að láta eldheitar ioga- tungur steypa undan vorboð- unum okkar og virði reglurnar um bann við sinubruna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.