Dagur - 06.05.1983, Page 4

Dagur - 06.05.1983, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 110 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRIKUR ST. EIRIKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Lögbundin niðurtalning vænlegasti kosturinn Hver efnahagssérfræðingurinn á fætur öðrum hefur nú flutt ítarlegt erindi um ástand efna- hagsmála og reifað hugmyndir til úrlausnar. Mesta athygli hafa vakið ræður Jóhannesar Nordals, seðlabankastjóra á ársfundi bankans, og ræða Jón Sigurðssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, á aðalfundi Vinnuveit- endasambands íslands. Ummæli þessara sérfræðinga okkar um efnahagsmál ættu að geta skýrt stöðuna í umræðum um stjórnar- myndun. Svo virðist nefnilega sem ekki sé um marga kosti að ræða. Seðlabankastjóri sagði meðal annars í sinni ræðu að sú spuming hlyti að gerast sífellt áleitnari hvort það sé ekki að verða íslending- um lífsnauðsyn að brjótast út úr þeim víta- hring sem hið vélgenga verðbótakerfi launa og verðlags skapi. Þótt afnám vísitölukerfis- ins kunni að hafa í för með sér tímabundnar fórnir í lífskjörum, segist seðlabankastjóri sannfærður um að ekki verði um raunveru- lega fórn að ræða þegar til lengri tíma sé litið. Þegar allt komi til alls ráðist hagur almenn- ings og þjóðar af sköpun raunverulegra verð- mæta, en ekki af því þrátefli um skiptingu svikulla fjármuna, sem sé inntak hagsmuna- baráttu verðbólguþjóðfélagsins. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, sagði í sinni ræðu: „Ef stjórnvöld vilja koma í veg fyrir að íslendingar komist í hóp þeirra þjóða sem þurfa að þola á annað hundrað prósent verðbólgu fyrir 1. júní, eiga þau aðeins tveggja kosta völ, annars vegar að fella verðbótaákvæði laga úr gildi og losa jafnframt um samninga þannig að samnings- aðilar yrðu að takast á við vandann og hins vegar að ákveða hámarksbreytingar fyrir laun og aðrar tekjur með lögum í stað verð- bótahækkana og þá miklu lægri hundraðstöl- ur en gildandi verðbótareglur segja til um.“ Jón Sigurðsson sagði ennfremur: „Eins og nú er komið er vandséð hvernig tryggja má hjöðnun verðbólgu og atvinnuöryggi án íhlut- unar í gildandi kjarasamninga og lög um kjara- og verðlagsmál. “ Þetta er einmitt kjarni málsins og í sam- ræmi við þá stefnu sem framsóknarmenn höfðu einir kjark til að boða fyrir nýliðnar kosningar. Nú verður að koma til lögbund- inna aðgerða til að unnt verði að takast á við verðbólgudrauginn. Það skiptir ekki öllu máli hvort aðgerðirnar eru kallaðar niðurtalning, eins og framsóknarmenn hafa kosið að gera, eða einhverju öðru nafni. Meginatriðið er að tryggja hjöðnun verðbólgu, með lögfestingu ef ekki vill betur, og hindra jafnframt eins og kostur er að til atvinnuleysis komi og kaup- máttarrýrnunar hjá þeim sem lægst hafa launin og verst eru settir í þjóðfélaginu. Náttúrulæknlngahæli rís í Kjamaskógi - Það er draumurinn hjá okkur að gera myndarlegt átak í byggingarmálunum í sumar en hvað við kom- umst langt fer allt eftir fjármálunum. Pað er því mikilvægt að fjársöfnunin á Akureyri um helgina gangi vel en hugmyndin er sú að ganga í hvert hús í bænum og safna fé og síðan verður fjársöfnun í nágrannabyggðarlögunum seinna í sumar. A SJONSKIFU Kristján frá Djúpalæk Gætið kattanna Ég veit ekki hvort ég var einn um það sl. vor að finna sárt til þess hve lítið var um þresti. Ég fór þó nokkuð mikið um bæinn, Kjarnaskóg og sveitirn- ar hér í kring og sá varla nokkurn tíma þröst í allt fyrrasumar. Þá man ég ekki betur en ég heyrði rödd úr Mývatnssveit er kvartaði um hið sama. Mér er ekki ljóst hvað olli þessu. Að vísu gerði mjög hart áfelli um mánaðamótin apríl - maí en það stóð ekki það lengi að þrestir hefðu þurft að falla í stórum stíl. Þá má og fullyrða að ekki var tilfinnanlega mikið minna um aðra sumargesti, t.d. voru lóa og spói víða á stjái eins og áður. Nú líður að því að þrestir fara að heimsækja okkur og verpa í trjánum á lóðum bæjarbúa, því vil ég vekja athygli kattaeigenda á að gæta þeirra. Það er lítið gagn í að hengja á þá bjöllu, þó það sé spor í áttina. En hálfvaxinn ungi í hreiðri fær ekki bjargað sér þegar kötturinn klifrar upp tréð í áttina til hans, þó hann heyri í smábjöllu. taka tillit til náttúrunnar í kringum okkur. Það er vissu- lega áminning til okkar að dýrtíðin er að eyðileggja ánægjuna af hinu efnalega eftirlæti okkar. Við verðum að bæta okkur það upp með gleðinni af því að lifa með óspjallaðri fegurð utan eigin garðs. Það veit ég vel að enginn myndi spilla hreiðri fugls viljandi á svo síðbúnu vori, en kveiki hann eld í sinu eftir þetta á hann á hættu að gera það. Verndum umhverfi okkar, það verður okkur raunabót er annað þrýtur. Kaupið ekki ánægjuna af kettinum ykkar með lífi „vor- boðans ljúfa“. Sinubrenna í beinu framhaldi af fyrrsögðu vil ég minna á að nú er kominn maí og enn er snjór á jörð. Það hefur enginn brennt sinu í apríl. En nú er það orðið of seint. Þó hlákan kæmi á stundinni má ekki kveikja sinueld eftir þetta. Fuglar munu hugsa til hreiðurgerðar um leið og jörðin kemur undan snjó. Við verðum að 4 - DAGUR - 6. maí 1983

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.