Dagur - 06.05.1983, Síða 5

Dagur - 06.05.1983, Síða 5
„Við viniuiin að framgangi þessa máls með öllum ráðum“ — Rætt við Laufeyju Tryggvadóttur og Áma Bjamarson, hjá Náttúrulækningafélagi Akureyrar Þetta sögöu Laufey Tryggvadóttir, formaöur Nátt- úrulækningafélags Akureyrar og Árni Bjarnarson bókaútgef- andi í samtali við Dag, en þau hafa ásamt öðrum virkum fé- lögum í Náttúrulækningafél- aginu verið aðal hvatamenn að byggingu heilsuhælis Náttúru- lækningafélagsins í Kjarna- skógi. Samkvæmt teikningum verður heilsuhælið rúmir tvö þúsund fermetrar þegar það verður fullbúið en fyrirhugað er að byggja sex hundruð fer- metra byggingu með sundlaug í kjallara í fyrsta áfanga. Þeg- ar er búið að byggja kjallarann og eina hæð en sem stendur skortir fjármagn til byggingar þeirra tveggja hæða sem á vantar til að ljúka þessum áfanga. Heilsuhæli á Norðurlandi Að sögn þeirra Laufeyjar og Árna var Náttúrulækningfélag Akureyrar endurvakið til lífs- ins árið 1970, em þá hafði starfsemin legið í dvala í nokkuð mörg ár. Félagið var upphaflega stofnað af Jónasi Kristjánssyni lækni á Sauðár- króki sem var brautryðjandi í þessum málum á íslandi en þegar félagið var endurvakið var hugmyndin fyrst og fremst sú að vinna ötullega að því að byggt yrði heilsuhæli á Norðurlandi í líkingu við það hæli sem byggt hefur verið í Hveragerði. - Við ætluðum upphaflega að byggja í Skjaldarvík, segir Árni og bætir því við að félag- ið hafi verið búið að fá þar lóð og leggja veg þegar í ljós kom að ekkert fékkst heita vatnið - sem er forsenda slíkrar starf- semi sem Náttúrulækningafé- lagið hafði í huga. - Þegar vatnið fannst frammi á Laugalandi var ljóst að það myndi kosta offjár að leggja leiðslu í Skjaldarvík og þá var okkur boðin lóð í Kjarnaskógi, segir Laufey. Eftir að þessi niðurstaða var fengin hófust byggingarfram- kvæmdir og í dag eru tæpar 2.5 milljónir króna komnar í bygginguna sem er að rísa í fögru umhverfi Kjarnaskógar. Samkvæmt upplýsingum þeirra Laufeyjar og Árna verður pláss fyrir 70 manns í þessum fyrsta áfanga hælisins en hvenær hann verður tilbú- inn treystu þau sér ekki til að spá um. - Við vinnum að framgangi þessa máls með öllum þeim ráðum sem eru tiltæk en allt þetta starf er unnið af mann- kærleika og í sjálfboðavinnu félagsmanna, segir Laufey og Árni bætir því við að þetta mál hafi fyrst og fremst þokast áfram vegna ódrepandi dugn- aðar kvennanna í félaginu. - Þær hafa verið alveg ótrúleg- ar, sagði Árni. - En hverjar eru aðalfjár- öflunarleiðir félagins? - Það eru fyrst og fremst frjáls framlög, söfnunarfé og ágóði af sölu fyrir jólin. Þá hafa klúbbar og ýmis félaga- samtök s.s. kvenfélögin stutt vel við bakið á okkur og eiga þessir aðilar þakkir skildar fyrir. En betur má ef duga skal og við vonum bara að söfnun- in um helgina gangi vel, sögðu þau Laufey Tryggvadóttir og Árni Bjarnarson. Laufey Tryggvadóttir og Árni Bjamarson - t baksýn er byggingarsvæðið og þar mun í framtíðinni rísa stórbygging Náttúrulækningafélags Ákureyrar. Mynd: ESE VISNAÞATTUR Jón Bjamason „Ef allt um þrýtur... Þegar umsjármaður þáttarins tók við embættinu var fátækt hans sú að hann hlaut að sækja um of í eigin syrpu. Á þessu hefur orðið mikil breyting: Nú berast vísur öllum áttum frá. Það elska margirgamla bragarháttinn. Mérsýnist helst það verði ofan á að allur Dagur leggist undir þáttinn. En hættið ekki að senda vísur samt því seint mun skipið verða yfirhlaðið. Frá hverjum einum eignast vil ég skammt. Efallt um þrýturstækkarHermann blaðið. Þá koma tvær vísur eftir Guð- finnu Bjarnadóttur fyrrum hús- freyju að Garðshorni á Þela- mörk. Hún var ættuð frá Botni í Mjóafirði. Sem sjá má eru vísurnar ekki samstæðar: Óska sérhin ungu víf ást við karlmann rækja, en eiga síðan allt sitt líf undir högg að sækja. Minnar ævisaga er svona, þósémittbilaðfley: Ég er sælli sextug kona en sautján ára mey. Pétur Steingrímsson að Laxár- nesi í Aðaldal vann um skeið við Kísiliðjuna í Mývatnssveit. Þar henti mann nokkurn það óhapp að hann slangraði út í móa á vegum Bakkusar og týndi gervi- tönnum sínum. Þá orti Pétur: Stóðugt fennir úti enn. Óðum grennist jörð til beitar. Fella tennurfé ogmenn í faðmi hennar Mývatnssveitar. Pétur orti svo um vinnustaðinn, en líklega ekki í fullri alvöru: Kísiliðjukotið lágt kringja fúnir viðir. Amerískir eiga bágt axarskaftasmiðir. Aldreisá égæðsta mann ölluminna virði. Kísiliðjukanslarann kölski sjálfur hirði. Næstu vísurnar þrjár sendi Sig- tryggur Símonarson þættinum ásamt fleirum er birtast sfðar: Stakan með sér birtu ber, efbragorð snjöll við heyrum. Ég á lítið undir mér á þvísviði - ogfleirum. Ort í vetrarhörku er olli sam- göngutruflunum: Fýkurmjöllum freðinn völl, fremur spjöll að vanda. Hátt ífjöllum hrímguð öll hamratröllin standa. Vorkoma: Eftir vetur vorið ber í vinarfaðmi gróðurmitt. Hvar sem helst um fold ég fer finn ég lífsins andardrátt. Einhverju sinni voru nokkrar frúr í Köldukinn á skemmtiferð. Hlýtt var veðurs og kom fram ósk um að rúður væru skrúfaðar niður, svo loft næði að leika um bílinn. Þá mælti Svanhvít Ing- varsdóttir á Syðri-Skál: Þetta skeður ekki oft, aumt er slíkt að heyra að Þingeyinga þrjóti loft og þuifi að biðja um meira. Þá kemur skammdegisvísa eftir Steingrím Baldvinsson í Nesi: Styttist skeið hins skamma dags. Skuggar á leiðum flakka. Vindur greiðir fannafax fram af heiðar makka. Guðni Þorsteinsson er bjó á Skuggabjörgum, Hálsi og víðar, orti svo á efri árum: Ég vil lifa ífriði og fró. -Flesternútilbaka-. Yndi mitt er alltaf þó ung og fögur staka. Er umsjármaður þáttarins sá í Degi viðtal við Flosa Ólafsson ásamt mörgum myndum orti hann af hreinum prakkaraskap: Sunnan berst úr súld og rosa sitthvað dót er þarf að kynna. En að gera guð úr Flosa geturorðið tafsöm vinna. Ég óska lesendum gleðilegs sumars. Jón Bjarnason. ... stækkar Hemiann blaðiðu 6. itraí 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.