Dagur - 06.05.1983, Síða 6

Dagur - 06.05.1983, Síða 6
AKUREYRI - KAUPMANNAHÖFN í fjölskylduferðunum verður gist I sveitakrám víðsvegar um Danmörku. endurskoðað hvort þessu verði fram haldið yfirleitt. Fyrsta ferðin verður farin fimmtudaginn 16. júní og verður síðan farið vikulega á fimmtu- dögum til 30. ágúst. Boeing-þota Flugleiða kemur til Akureyrar frá Kaupmannahöfn kl. 16.45 og heldur síðan út aftur eftir klukkustundar viðdvöl. — sérstaklega hugsað fyrir því að börnin hafl nóg að gera „Þessar tveggja vikna ferðir, sem farnar verða bæði um miðjan júlí og í byrjun ágúst, eru fyrst og fremst hugsaðar sem ferðir fyrir alla Qölskyld- una og það er sérstaklega hugsað fyrir því að bömin fái mikið út úr þessum ferðum þótt auðvitað geti allir fundið margt við sitt hæfi,“ sagði Gísli Jónsson, forstjóri Ferðaskrif- stofu Akureyrar, er hann kynnti blaðamönnum hálfs- mánaðar ferðir til Danmerkur sem fyrirtæki hans bíður upp á í sumar. Þessar ferðir hefjast á Akur- eyrarflugvelli síðdegis á fimmtu- dögum, eins og aðrar ferðir í beina fluginu Akureyri - Kaupmannahöfn í sumar, og er komið til Kaupmannahafnar síðla kvölds. Næstu þrjá daga er skipulögð dagskrá í Kaupmann- ahöfn, farið í skoðunarferðir á merka staði og forvitnilega, farið í Tívolí, á Dyrehavnsbakken, í sirkus Benneweiss og í dýragarð- inn, svo eitthvað sé nefnt. Og að sjálfsögðu geta þátttakendur eytt þessum dögum á hvern annan þann hátt er þeir kjósa. Fimmta dag ferðarinnar verður ekið suður Sjáland og þann dag m.a. skoðað hið fræga safn í Girselfeldhöll og hið sérstaka náttúrufyrirbrigði, Manarklettur. Næsta dag beinist athyglin aðallega að Knuthenborg safari park, dýragarðinum sem er stærsti dýragarður Evrópu, og þar ganga nær öll dýrin laus og er ekið um garðinn. Fleira er þarna athyglisvert en dýrin, sem þó munu sennilega fanga hugi margra, og má nefna í því sam- bandi að möguleikar fyrir börn að skemmta sér á þessum stað eru' ótæmandi. Nefna má ýmis leiktæki sem þau geta skemmt sér í, s.s. báta af ýmsum gerðum, bíla sem þau aka sjálf að öllu leyti og sérhönnuð járnbrautalest fyrir börn, gufuknúin. Og á með- an börnin gleyma sér yfir öllu þessu geta foreldrarnir notið veit- inga í skemmtilegum og sérstæð- um veitingahúsum á svæðinu. Næst liggur leiðin til Svend- borgar á Fjóni og þaðan til Óðins- véa þar sem stoppað verður í tvo daga og m.a. skoðað hið fræga H.C. Andersen safn. Á 9. degi er hápunkturinn er farið verður í Billund „Lególand“ og drjúgum tíma eytt þar, enda margt for- vitnilegt að sjá. Á 10. degi ferðarinnar verður m.a. gengið á Himmelbjerget - hæsta fjall Danmerkur - sem sennilega mun ekki reynast þátt- takendum erfitt því það er ekki nema 172 metrar á hæð. Þann dag verður einnig ekið um Silki- borgarsvæðið og skoðaðir ýmsir markverðir staðir þar. Næsta dag liggur leiðin til Randers, vinabæjar Akureyrar, og verður m.a. siglt á Randers- firði. Daginn eftir verður svo vinabær Húsavíkur, Álaborg, heimsóttur. Þar verður farið í Tívolíland, komið við í Djurs- sommerland, sem er leikgarður fyrir börn, og er allt ókeypis þar, sama hvort um er að ræða hesta- ferðir, bátsferðir lestarferðir, róður eða eitthvað annað. Nú fer að síga á síðari hluta ferðarinnar og næsta dag liggur leiðin til baðstrandarbæjarins, Ebeltoft, og þaðan til Hróars- keldu, þar sem m.a. gefst kostur á a skoða dómkirkjuna og Vík- ingasafnið. í Víkingasafninu eru mörg víkingaskip sem grafin hafa verið upp undanfarna áratugi og er mikil upplifun að líta þar inn. Dómkirkjan er einnig afar sér- stök og mikil bygging og er hún aðallega fræg fyrir það að þar hvílir allt kóngafólk Dana. Er margt þeirra grafið undir kirkju- gólfinu þar sem gengið er um kirkjuna og einnig standa kistur þess þar uppi um alla kirkju. Að þessu loknu liggur leiðin síðan til Kaupmannahafnar. Síðasta dag ferðarinnar hafa þátttakendur svo frjálsan tíma til kl. 14.30 en þá verður haldið heim á leið og lent á Akureyrar- flugvelli síðdegis. Eins og sjá má af þessari upp- talningu hér að framan, sem þó er langt frá því að vera tæmandi, er margt forvitnilegt sem bera mun fyrir augu í þessari ferð. Áhersla er lögð á að þreyta fólk ekki með löngum ferðalögum í einu og eru aldrei eknir yfir 200 km á einum degi. Yfirleitt verður gist á vinarleg- um sveitahótelum með hálfu fæði en annað innifalið í verði ferðar- innar er flug, akstur, fararstjórn og gisting og morgunverður þann tíma er dvalið verður í Kaup- mannahöfn. Þaö að fljúga beint frá Akur- eyri sparar að sjálfsögðu bæði tíma, fé og fyrirhöfn. Kostnaður- inn við að fljúga til Reykjavíkur og aftur til Akureyrar frá Reykjavík í ferðarlok fellur að sjálfsögðu niður. Þá fellur niður hótelkostnaður í Reykjavík og greiðsla vegna aksturs og þess háttar. Og þannig hefur það ver- ið að tveir aukadagar hafa farið í þetta „transport" innanlands er Norðlendingar hafa brugðið sér til útlanda. Nú þarf þess ekki „Við lítum svo á að hér sé sér- staklega verið að koma til móts við hinn mikla mannfjölda sem býr á Norðurlandi og gefa þessu fólki kost á hentugri ferðamáta til útlanda en það hefur búið við áður,“ sagði Gísli Jónsson forstjóri Ferða- skrifstofu Akureyrar um beina flug Flugleiða frá Akureyri til Kaupmannahafnar í sumar. Það hefur lengi verið ofarlega á óskalista Ferðaskrifstofu Akur- eyrar að þetta beina flug gæti orðið að veruleika og vissulega hafa ýmis ljón verið í veginum. En þegar lenging flugbrautarinn- ar á Akureyri var komin til og hafði verið malbikuð sl. haust má segja að fátt hafi verið því til fyrirstöðu að gera þetta flug að veruleika. Vissulega er hér um tilraun að ræða og áframhaidið fer eftir því hvernig undirtektir þetta beina flug fær. Ef Norðlendingar og jafnvel fólk af Austurlandi notar þennan ferðamáta umfram annan er ekki ólíklegt að þessum ferð- um muni fjölga áður en langt um líður og þá gæti opnast möguleiki á flugi til annarra borga erlendis. En ef sætanýting verður léleg er allt eins liklegt að það mál verði Úr aðalsal Víkingasafnsins í Hróarskeldu. lengur og þar kemur beinn frá- dráttur á vinnutapi. Ferðaskrifstofa Akureyrar hef- ur ýmislegt á prjónunum fyrir þá sem hyggjast notfæra sér þetta beina flug. Ferðaskrifstofa Ákur- eyrar hefur samið við Hótel Westend í Helgolandsgade um gistingu fyrir mjög viðráðanlegt verð en Hótel Westend er mjög vel staðsett í hjarta borgarinnar. Þaðan er örstutt í allar helstu verslunargötur miðborgarinnar, Tivolí er örstutt frá og segja má að hótelið sé á besta stað. Farþegar í beina fluginu geta valið um það hvort þeir dvelja í eina viku eða fleiri í Kaupmanna- höfn. Þá býður Ferðaskrifstofa f Akureyrar einnig upp á hálfs- mánaðarferðir, fjölskylduferðir um Danmörk sem getið er um annarsstaðar hér á síðunni. Þá má nefna flug og bíl en sá ferðamáti færist nú óðum í auk- ana og Ferðaskrifstofa Akureyr- ar hefur gert samninga við danska aðila um afnot af sumar- húsum víðsvegar um landið á margvíslegu verði. Það er því óhætt að segja að þeir sem fljúga beint frá Ákur- eyri til Kaupmannahafnar geti valið úr ýmsum möguleikum er út er komið og er full ástæða til þess að hvetja fólk til að notfæra sér þessa nýjung sem svo lengi hefur verið barist fyrir að Norð- lendingar ættu kost á. Dómkirkjan í Hrósarskeldu er mikið mannvirki og fagurt. Þar er allt kóngafólk Danmerkur ýmist grafið undir gólfum eða í kistum víðsvegar um bygginguna. Draumaferðlr fyrir aHa Qölskylduna IVorðlendingar spara tíma, fé og fyrirliöfn — beint flug Akureyri — Kaupmannahöfn hvern fimmtudag í sumar - AKUREYRI Henning Bjamason, flugstjóri. Henning Bjarnason, flugstjóri: aðstoðarflugmaður var Gísli Þorsteinsson. Þá var enn einn maður í stjórnklefanum, Örlyg- ur Þorsteinsson úr flugumsjón Flugleiða sem var í kynnisferð. „Mér líst vel á að fljúga beint á Akureyri frá Kaupmannahöfn í sumar,“ sagði Henning Bjarna- son flugstjóri er við ræddum við hann. „Það er ekkert vandamál að lenda þar, brautin góð eftir malbikun framlengingarinnar og varla að óttast veður nema ef hann blæs hraustlega af vestan, þá getur verið strembið að eiga við þetta." Henning sagði að á fyrstu árunum sem flogið var á Boeing þotum milli íslands og annarra landa hafi verið flogið frá Reykjavík af styttri brautum en nú er á Akureyri. Það væru því engin vandamál við að fljúga þangað og þaðan og var ekki annað að heyra á „flugliðinu" en þeim litist vel á beina Akureyrarflugið í sumar. Þaö var þröng á þingi í stjórnklefa Boeing þotu Flugleiða á dögunum er blaöamenn voru á ferðalagi til Danmerkur í boði Flug- leiða og Ferðaskrifstofu Ak- ureyrar. Flugstjóri var Henning Bjarnason, við hlið hans sat Tryggvi Baldursson sem var í sinni síðustu „æfigaferð" áður en hann yrði fuilgildur flug- maður á Boeing þotu, Einar Sigurvinsson var véístjóri og Eins og kunnugt er var lokið við að malbika lengingu flugbrautarinnar á Akureyrarflugvelli sl. haust. Þessi mynd var tekin er nokkrir yfirmenn flugmála skoðuðu flugbrautina að því loknu. Lengst til hægri er Agnar Kofod Hansen þáverandi flugmálastjóri sem nú er látinn, en af öðrum mönnum á myndinni má nefna Rúnar Sigmundsson flugvallarstjóra á Akureyri og Hauk Helgason núverandi aðstoðarflugmálastjóra. „Líst vel á að fljúga befnt frá Akureyriu Fríhöfnln á Kastrup leysir „vandamálið66 Óánægjuraddir hafa heyrst vegna þess að fríhöfn mun ekki verða starfrækt á Akur- eyrarflugvelli í sumar fyrir þá sem taka þátt í beina fluginu til Danmerkur, hvorki við brottför eða heimkomu. Full ástæða er því til þess að benda fólki á að fríhöfnin í Keflavík er ekki sú eina sem til er. Á Kastrup-flugvelli er geysi- stór fríhöfn þar sem kaupa má allt milli himins og jarðar og það sem ferðamenn kaupa t.d. aðal- lega við heimkomuna til íslands, áfengi, tóbak og sælgæti er þar á sambærilegu verði. Auk þess má nefna fjölbreytilegt úrval af ostum og öðru slíku. Það er því engin ástæða fyrir fólk að hafa af þessu áhyggjur því á móti kemur að það losnar við að hristast í rútu frá Keflavík til Reykjavíkur, jafnvel eyða nótt á hóteli í Reykjavík og komast síðan til síns heima næsta dag ef „gamli“ ferðamátinn væri við- hafður. Þess í stað er gengið frá borði á Akureyri þremur stund- um eftir að lagt er upp frá Kaupamannahöfn. 6-DAGUR-6. maí 1983 6. maí 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.