Dagur - 20.05.1983, Page 5
Kristján frá Djúpalæk
— og hafa
verið
lengi
þessi vara fæst ekki í KEA hvað
sem veldur.
Það væri fróðlegt að vita hve
mikill hluti þessarar rándýru
Alpafjallasýru liggur í umbúð-
unum. Hvað kosta allar þessar
plastdollur og allir pokarnir úr
sama efni? Geta menn ekki
komið með innkaupatösku í
búðir lengur? En verst af öllu er
að við erum ekki aðeins að eyða
hráefnum og það dýrmætum
eins og tré, og stórfé að auki,
heldur veldur þetta mikilli fyrir-
höfn að fjarlægja og óhemju
sóðaskap um allar jarðir.
Sparnaður og nýtni eru ekki
úrelt hugtök heldur krefjandi
nauðsyn enn í dag. Ég vona
bara að járnbræðslan í Straumi
fari að taka til starfa svo við get-
um gefið þeim eitthvað af öllu
því járna-, véla- og bíladrasli
sem særir augu okkar og vex
okkur brátt yfir höfuð. Endur-
nýting hráefna er tímabært
íhugunarefni, bráð nauðsyn.
Ekki eingöngu í sparnaðarskyni
heldur til að spara hráefni
handa framtíð og firra okkur
óþrifnaði.
Geggjun
Því hefur nýlega verið hreyft í
sjónvarpi að veðráttan væri orð-
in geggjuð. Það má nú kannski
segja að hún hafi alltaf verið
tæp á geðsmunum, a.m.k. hér
á lslandi. En nú virðist út yfir
taka víða um heim. Stórrigning-
ar og ofsaþurrkar skiptast á svo
heil þjóðlönd eru í voða. Haf-
straumar breyta stefnu og
stormar hvína. Mikið má vera
ef allt þetta brölt okkar mann-
anna út í geimnum truflar ekki
geðsmuni þeirra guða sem hæð-
um ráða og lægðum að viðbættu
öllu því eiturlofti sem vélar
okkar og verksmiðjur spú út í
andrúmsloftið dag og nótt.
En geggjun veðráttu veldur
áhyggjum og kemur á óvart.
Aftur á móti er öllum ljóst að
mennirnir á jörðinni eru stórbil-
aðir og hafa verið lengi.
Myndlist
Hér hafa verið sannkallaðar
listahátíðir kringum vinnuhjúa-
skildagann. Uppi í Iðnskóla
hefur Bjarni Jónsson verið með
stórsýningu en hann á engan
sinn líka á sínum vettvangi. Ég
hef sjaldan heyrt jafnmikla
ánægju í röddum gesta á sýn-
ingu og þar. Sjálfur hef ég lengi
dáð handbragð þessa lista-
manns og færi honum og frú
kærar þakkir fyrir komuna.
Þá er að nefna sýningu Mynd-
listarskólans á verkum nema
hans. Það var virkilega ánægju-
legt að verða þess vísari að hér
eru ótvíræðir listamenn í upp-
vexti og einnig að skólinn er
fyllilega vaxinn þeirri miklu
ábyrgð sem á honum hvílir.
Snilldarhandbragð, lita- og
sköpunargleði lýsti þarna af
mynd eftir mynd. Það eru svo
sem ljósir punktar i lífinu þó
vorið sé eitthvað áttavillt: Við
eigum sumar innra, fyrir
andann, sagði einn snillingur-
inn. Kannski er okkar hlutverk
ekki að draga fisk og framleiða
kjöt og mjólk handa holdinu
heldur list fyrir andann.
Jón Bjamason
kann
fjandlnn*
Eftirfarandi vísur lét Óli á
Gunnarsstöðum fylgja skatt-
framtali sínu 1980 um siglingu
þjóðarskútunnar og fjárhags-
ástandið, samkvæmt beiðni
skattstjórans á Húsavík:
Pungur sýnist Ragnars róður.
Rýkur yfir - nokkur austur.
Arfurinn varekkigóður
eftir Kratans bull og flaustur.
Flýtur allt að feigðarskerjum.
Furðu oggeighvermaðursleginn.
Þjóðin verst ei húmsins herjum,
hún er plokkuð, rúin, flegin.
Á síðastliðnum vetri óku nokkr-
ir bændur í Þistilfirði vestur til
Höfðahverfis og Svalbarðs-
strandar að skoða loðdýrabú,
hænsnabú og stór fjós. Þarna
var Óli á Gunnarsstöðum með í
för. í fjósinu á Svalbarði spurði
hann Bjarna bónda hvernig
honum gengi að útvega lið sér til
aðstoðar að hirða allan þennan
klaufpening. Það sagði bóndi
auðvelt. „Ég læt tengdasynina
vinna fyrir stelpunum“.
„Hvað tekur það mörg ár?“
spurði Óli af vaknandi áhuga.
„Segjum svona fimm,“ svar-
aði bóndi. Þetta varð Óla að
vísu á leiðinni heim:
Laban forðum lét hann vinna
Leu fyrir árin sjö.
Bjami sættirsig við minna.
Segir að dugi þrjú og tvö.
Jón Bjarnason
Herra ritstjóri.
í fimmtugasta tölublaði blaðs
þíns „Dagur“ á Akureyri, dag-
sett hinn 6. maí sl. birtist
vísnaþáttur búinn til prentunar
af Jóni skáldi og rithöfundi frá
Garðsvík, búsettum á Akureyri.
Þar er meðal annars vísa eftir
Steingrím Baldvinsson frá Nesi
í Aðaldal. Þessi vtsa er ekki rétt
f þættinum og illa úr lagi færð og
virðist svo sem Jón skáld leiti
ekki mikilla upplýsinga um það
er hann lætur frá sér fara í
þessum efnum.
Þessi vísa sem hér um ræðir er
í þættinum á þcssa leið:
..Styttist skeið híns skamma dags.
skuggará leiðum flakka.
Vindur greiðir fanna fax.
fram af heiðar makka ".
Vísuna lærði ég af vörum
Steingríms sjálfs fvrir mörgum
árum, eins og margar at hans
ágætu. bæði alvöru og gaman
vfsum, því við vorum nijög
nánir vinit' um áratuga skeið. Ég
hrökk því við er ég sá vísuna t
blaöinu og fann strax að hún var
ekki rétt. En til frekara öryggis
fletti ég upp f Ijóðabók Stein-
gríms, „Heiðmyrkur" heitir
bókin og þar er vísan birt, eftir
handriti höfundar og er svona:
..Hafið er skeið hins skamma
dags,
skuggar leiðir flakka.
Vindargreiða fanna fax,
fram afheiðar makka “.
Það er ekki vandvirkni þegar
birta skal vísur eða sagnir
annarra, hvort heldur er í
bókum eða blöðum, að leita sér
ekki meiri og betri heimilda um
hvað er rétt, cn Jón hefur gert f
þctta sinn ok ég vcit um
fleiri dærni í bókum hans.
Þessa umræddu vísu sagðist
Steingrímur hafa gert snemma
morguns í skammdegi, - ekki
oröið fullbjart er hann leit út og
gáði til veðurs eins og menn
yfirleitt gera. Sá hann þá
skafrenning fram af brúnum
Hvammsheiðar og niður í
brekkur heiðarinnar, austan
Laxár. Þá varð kveikjan til að,
vísunni:
„Hafið er skcið hins skamma
dags.o.s.frv."
En ekki eins og Jón segir:
..Styttist skeið hins skamnm dags,
skuggará leiðum flakka".
Mér finnst það ckki fyrirgeían-
iegt hroðvírkni að birta eftir
aðra hvort heldur eru vísur eða
frásagnir án þess aö afla sér
upplýsinga um það hvað rétt er
þegar þess er ckki lengra að
leita en t.d. í þessu tilviki. En
Jón Bjarnason heldur víst að
hann viti allt og honum sé allt
leyfilegt.
En það vil ég segja honum að
lokum að það er ekki heiglum
hent aö breýta - til bóta - Wsum
Steingríms Baldvinssonar frá
Ncsi í Aðaldal.
Egill Jónasson
Bjöm Sigurðsson, Baldursbrekku 7, símar 41534 & 41666. Sérleyfisferðir. Hóplerðir. Sælaferðir Vöruflutningar
Húsavík - Akureyri - Húsavík
Breytt áætlun um hvítasunnu.
Sunnudagur 22. maí (hvítasunnudagur): Eng-
in ferð.
Mánudagur 23. maí (annar hvítasunnudagur):
Frá Húsavík ki. 11.00, frá Akureyri kl. 23.30.
Þriðjudagur 24. maí: Frá Húsavík kl. 8.00 og
frá Akureyri kl. 16.00.
Síðan venjuleg vetraráætlun til 15. júní.
Sérleyfishafi.
Reiðskóli
fyrir böm og unglinga
verður rekinn að Aðalbóli, Aðaldal í sumar.
8 daga námskeið. Heimavist fyrir þátttakendur.
Fyrsta námskeið byrjar 5.-12. júní.
Upplýsingar gefur Höskuldur Þráinsson, Aðalbóli,
Aðaldal sími 96-43529.
Fyrirtæki á Akureyri
vantar góðan og reglusaman mann við afgreiðslustörf á
lager. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf leggist inn
á afgreiðslu Dags merkt: „Trúnaður'1.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
óskar eftir að ráða læknaritara á Bæklunardeild
sjúkrahússins. Um heils dags starf er að ræða.
Góð íslenskukunnátta og vélritunarkunnátta
nauðsynleg.
Upplýsingar veitir læknafulltrúi Bæklunardeildar,
Kolbrún Magnúsdóttir (sími 96-25064).
Umsóknum sé skilað til fulltrúa framkvæmda-
stjóra eigi síðar en 10. júní nk.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Staða yfirlæknis á Svæfinga- og Gjörgæsludeild
FSA er laus til umsóknar.
Umsóknir er greini námsferil og fyrri störf sendist
framkvæmdastjóra FSA, sem gefur nánari upp-
lýsingar.
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1983.
Fjörðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Vélstjóra vantar
á Særúnu EA 251 Litla-Árskógssandi.
Upplýsingar í síma 63146.
AKUREYRARBÆR
Fóstrur - Fóstrur
Forstöðumann vantar á dagheimilið Pálmholt Ak-
ureyri frá 1. ágúst 1983. Umsóknarfrestur til 15.
júní.
Allar nánari upplýsingar veittar á Félagsmála-
stofnun alla virka daga frá kl. 10-15 sími 96-
25880.
Dagvistarfulltrúi.
20. maí 1983 - DAGUR - 5