Dagur - 20.05.1983, Side 9
STÆLT OG STOLIÐ
„ Bj ómiottur46
Það hefur löngum verið vinsælt tónstundagaman um í að reisa turna tvo úr þessum „mottum" sem
að búa til hinar hæstu spilaborgir og mörgum venjulega eru notaðar undir bjórglösin á veit-
hefur þannig tekist að reisa hina glæstustu ingastöðum og víðar. Til smíðinnar notuðu
„spilaskýjakljúfa" úr gömlu Svarta-Péturs spil- þeir 21.918 mottur og á endanum varð smíðis-
unum. Olíkt hafast menn þó að í þessum efnum gripurinn líkastur svissneskum risaosti. Bindind-
og nýlega fréttum við af tveim piltum sem ismönnum til hugarhægðar skal það tekið fram
byggja sínar „skýjaborgir" úr bjórglasamottum. að piltarnir þurftu ekki að tæma 21.918 glös til
Þeir Stephane Dickler og Thierry Develder að afla efniviðar til smíðinnar.
frá Sviss tóku sig nýlega til og eyddu tveim vik-
„Sleiktu diskinn þinn og taktu þátt í að
spara milljónir.*' „Slciktu út um og bjarg-
aðu trjánum". Þannig hljóða ráðleggingar
vestur-þýska prófessorsins Zimmerman
og þó þær virðist í fljótu bragði fáránleg-
ast þá eru þær alls ekki út í hött.
Það sem Zimmerman á við er það að
hver maður i Evrópu og gjarnan víðar,
eigi að sleikja diskinn sinn hreinan að lok-
inni máltíð. Með þessu sé hægt að spara
milljónir á milljónir ofan, sem annars væri
eytt í heita vatnið sem notað er við upp-
þvottinn. Zimmerman segir jafnframt að
fólk eigi aðeins að nota einn disk, en ekki
hrúga hinum ólíklegustu réttum á fjölda
diska. Sparnaðarprófessorinn vill einnig
að fólk sleiki út um að lokinni máltíð í
stað þess að nota munnþurrkur t.d. úr
bréfi. Með þessu megi bjarga ótrúlegum
fjölda trjáa á ári hverju. En hvað verður
þá um trjákvoðuverksmiðjuna á Húsa-
vfk?
Stærsta
vind-
myllan
Þeir voru barngóðir þjófarnir sem hreins-
uðu til í íbúð einni í Berlín á dögunum.
Þeir voru þrír saman og brutust inn í íbúð
þar sem alit heimilisfólkið var sofandi. Að
sjálfsögðu hófu þeir þegar að leita að
verðmætum en þá vildi svo illa til að
kornabarn sem þarna var t vöggu fór að
gráta. Einn þjófanna hljóp þegar til og
greip barnið og vaggaði því í svefn í fang-
intt á meðan félagar hans létu greipar
sópa.
Alls rændu þeir verðmætum fyrir um
100 þúsund krónur og þegar því var lokið
lagði steluþjófurinn barngóði kornabarn-
ið aftur í vögguna og síðan höfðu þeir sig
á brott. En allt komst upp um síöir og þar
á meðal komst upp um hjartagæsku þjóf-
anna.
Það er vindur í þeim „vvestra". Þessi 60 metra háa
vindmylla sem framleidd er af Boeing-verksmiðj-
unum í samvinnu við iðnaðarráðuneytið í Banda-
rtkjunum og Geimferðastofnunina, stendur í
Washington-fylkinu og framleíðir 2500 kw-stundir
af raforku sem er nóg fyrir 2.000 meðalheimili.
Þetta er sem sagt heimsins stærsta vindmylla . . .
AKUREYRARBÆR
Skólagarðar Akureyrar
Skráning 10,11 og 12 ára barna fer fram á vinnu-
miðlunarskrifstofunni í síma 24169. Síðasti
skráningardagur er þriðjudagurinn 31. maí.
Garðyrkjustjóri.
Akureyringar -
Nágrannar
Verið velkomin í gróðurhúsið.
Blómstrandi pottablóm, margar tegundir. Einnig
grænar pottaplöntur.
Ath. gúrku- og tómatplöntur í pottum og gróður-
mold.
Opið alla daga frá kl. 9-12 og 13-18.
Garðyrkjustöðin Laugarbrekka sími 31129.
L.ETTIR y
Firmakeppni Lettis
Firmakeppni Léttis fer fram laugardaginn 21. maí
á Þórunnarstræti, sunnan elliheimilis og hefst kl.
14.00. Knapar eru beðnir að mæta í síðasta lagi
kl. 13.15. Aðgangur er ókeypis.
Komið og sjáið ótrúlegan fjölda fallegra gæðinga.
Nefndin.
Auglýsing um skattskrá 1982
Skattskrá Norðurlandsumdæmis eystra 1982
liggur frammi á skattstofu umdæmisins að Hafn-
arstræti 95, Akureyri frá 20. maí tii 3. júní nk.
Einnig liggur þar frammi skrá um sölugjald álagt
1981.
Hjá umboðsmönnum skattstjóra liggur frammi á
sama tíma skattskrá 1982 hvers sveitarfélags
ásamt skrá um álagt sölugjald 1981.
Álagningarskrá 1983 verður auglýst síðar.
Akureyri 18. maí 1983.
Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra.
Leiklistarhátíð
í Samkomuhúsinu
Leikfélag Öngulsstaðahrepps sýnir HITABYLGJU
föstudag 20. maí kl. 21.
Leikklúbburinn Saga sýnir L(SU ( UNDRALANDI
laugardaginn 21. maí kl. 15.
Leikfélag Siglufjarðar sýnir GETRAUNAGRÓÐA
laugardaginn 21. maí kl. 21.
Miðasala í leikhúsinu föstudag og laugardag frá kl. 13.
Miðapantanir í síma 24073. Miðaverð: 150 kr.
Til sölu
Mercury Zephyr station árg. 78. Sjálfskiptur með
vökvastýri. Litur: Grænn.
Bílasalan hf.
Bílstjórar Akureyri
Tjarnargerði, sumarbústaður bílstjóra verður
leigður í sumar, frá 11. júní.
Skriflegar umsóknir berist á skrifstofu BSO fyrir 1.
júní.
Stjórnin.
20. maí 1983 - DAGUR - 9