Dagur - 27.06.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 27.06.1983, Blaðsíða 5
Sumaráætlun Flugleiða Sumaráætlun Flugleiða hefur nú tekið gildi að fullu. í milli- landafluginu eru þvi hafnar beinar ferðir til Parísar á hverjum laugardegi og til Frankfurt á fimmtudögum og sunnudögum. Sömuleiðis verður flogið til Narssarssauaq á Grænlandi tvisvar í viku, á miðvikudögum og sunnudög- um. Flugleiðir fljúga níu sinnum í viku milii Keflavíkur og Kaup- mannahafnar, fimm sinnum til Oslóar, fjórar ferðir eru til Stokkhólms og tvær til Gauta- borgar. Til Færeyja eru tvær ferðir í viku og þrisvar í viku er flogið frá Reykjavík til Kulusuk á Grænlandi. Til London er flog- ið fimm sinnum í viku og þrisvar til Glasgow. Nú eru fjórtán ferðir í viku til Luxemburgar. Vestur um haf eru 16 ferðir vikulega, átta til New York, sex til Chicago og tvær til BaltimoreAVashington. í innanlandsflugi Flugleiða eru nú liðlega 90 brottfarir á viku frá Reykjavík. Mestir eru flutning- arnir á flugleiðinni Reykjavík - Akureyri - Reykjavík, en á þeirri leið eru farnar upp í fimm ferðir á dag flesta daga vikunnar. Bautinn opnar nýtt „glerhús“ „Þeir eiga ekki að kasta stein- um sem búa í glerhúsi“ segir máltækið. Það gera þeir senni- lega ekki eigendur veitinga- staðarins Bautans á Akureyri, því þeir hafa opnað hálfgert glerhús við Bautann og bjóða þar upp á sæti fyrir 24 matar- gesti allan daginn. Glerhús þetta er við gangstétt- ina Hafnarstrætismegin við Baut- ann og er innangengt í það úr aðalsal Bautans. í húsinu eru blóm og fleiri skemmtilegar skreytingar og mjög huggulegt að sitja þar úti og njóta góðrar mál- tíðar þegar veður er gott og svo ekki sé nú talað um þegar sólin er í góðu skapi. Reiknað er með að hafa þetta hús opið yfir sumarmánuðina og fram á haustið eftir því sem veður leyfir. Eins og fyrr sagði er innangengt í þetta hús úr aðalsal Bautans og þar er nú að koma upp heljarmikill salat- og brauð- bar sem verður opinn fyrir gesti frá kl. 11 á morgnana til kl. 23 á kvöldin. Deka - Batik fatalitir sem má setja í þvotta- vél. Yfir 30 litir. Sendum í póstkröfu. A-B búðin Kaupangi sími 25020. Opið 9-12 og 1-6 laugardaga kl. 10-12 TILBÚNAR^ STRAX .. LJDSMYNDASTOfA PÁLS ÆSHAN ;sr Æskítmí Æskunnar erkomið! HAFNARSTRÆTI 96 SIMI96-24423 AKUREYRI Takið eftir Hinir margeftirspurðu^SS Jogging-gallar eru komnir. Stærðir frá 4-12. Höfum úrval af dömukjólum, pilsum, blússum, bolum, peysum og buxum. Nærfatnaður á unga og aldna og barnafatnaður úrvali. Siguthar CiSmwuLmiarhf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Útvegsmenn Norðurlandi! Útvegsmannafélag Noröurlands boöar til fundar miðvikudaginn 29. júní nk. aö Hótei KEA kl. 15.00. Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, og formaður LÍÚ, Kristján Ragnarsson, koma á fundinn. Stjórnin. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að ráða — og nú er Ómar Ragnarsson i opnuviðtali. Meðal annars efnis: • Hvað um útilegu? • „Stefni að fslandsmetinu" — rætt við Kristján Harðarson • Þróun svifdrekaflugs • Galtalækjarskógur Frískt blað, forvitnitegt og spennandi. Áskrifendasími 17336 p sérfræðing á Röntgendeild sjúkrahússins (131/3 eyktir). Upplýsingar um stööuna veitir Siguröur Ólason yfirlæknir, Röntgendeild, sími 96-22100. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra eigi síöar en 1. september 1983. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. 27., jún( 19Q3 - PA.GUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.