Dagur - 27.06.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 27.06.1983, Blaðsíða 7
Staöan 2. DEILD: Völsungur 7 5 l 1 9:3 11 KA 6 3 2 1 13:7 8 UMFN 6 4 0 2 8:3 8 Fram 5 3 1 1 6:3 7 Víðfr 6 3 12 3:3 7 KS 7 13 3 6:7 5 Reynir 6 12 4 4:11 4 Einherjí 4 112 1:3 3 Fylkir 7 115 7:9 3 FH 5 113 3:7 3 MARKAHÆSTU MENN: Hinrík Þórhallsson, KA 4 Jón Halldórsson, UMFN 4 Hinrik Þórhallsson. 4 DEILD E: Leiftur 3 3 0 0 13:2 6 Reynir 3 2 0 1 6:2 4 Vorboðinn 4 2 0 2 10:8 4 Vaskur 3 1 0 2 4:7 2 Árroðinn 2 10 1 4:8 2 Svarfdælir 3 0 0 3 2:12 0 4 DEILD D: Hvöt 2 2 0 0 3:0 4 Skyttur 3 111 2:2 3 HSS 2 10 1 3:2 2 Glóðafeykir 3 0 1 2 0:4 1 Gjaldkerinn vann Jóhann Andersen, gjaldkeri Golfklúbbs Akureyrar, gerði sér lítið fyrir og sigraði í forkeppni hins svokallaða Olíubikars á laugardag. Jóhann lék á 68 höggum nettó, Björn Axelsson var á 69 og Héð- inn Gunnarsson á 70 höggum. Héðinn lék reyndar best allra eða á 76 höggum. Bjöm sigraði Björn Axelsson vann öruggan sigur í drengjakeppninni á Jað- arsvelli í gær. Lék Björn á 67 höggum nettó en næsti maður var sjö höggum á eftir. öm Olafsson varð í öðru sæti með 74 högg og ólafur Gylfason í því þriðja með 76 högg. ' Hola í höggi Landslíðseinvaldurinn í golfi, Kjartan L. Pálsson, blaðamaður, gerði sér lítið fyrir um helgina og fór holu í höggi á golfvellí í Lux- emborg. Þetta er í sjötta sinn sem Kjart- an vinnur þetta afrek og þeir eru ekki margir í heiminum sem ieika þetta eftir. Keppnisbann tvíburanna fellt úr gildi: „Það eina sem fyrir þeim vakl var að eyðileggja fyrir okkur‘ - Það er að vísu ánægjulegt að það sé búið að fella þetta keppnisbann úr gildi en það breytir því ekki að þessir hálf- vitar í stjórn Lyftingasam- bandsins eru búnir að eyði- leggja möguleika okkar á þátt- töku í Heimsmeistaramóti unglinga. Frestur til að til- kynna þátttöku er runninn út og því hafa KR-ingarnir í LSÍ náð þeim árangri sem þeir stefndu að. Þetta sagði Gylfi Gíslason, lyftingamaður, í samtali við Dag eftir að Héraðsdómstoll IBA felldi úr gildi keppnisbann það sem stjórn LSí setti á tvíburana Garðar og Gylfa Gíslasyni fyrir að mæta ekki til leiks á Norður- landamótinu í lyftingum. Fjallað var um þetta keppnis- bann í Héraðsdómstóli ÍBA á laugardag og þar sem enginn full- trúi stjórnar LSÍ lét svo lítið að mæta fyrir dómnum og Garðar og Gylfi kröfðust þess að bannið yrði fellt úr gildi var málið hafið og keppnisbannið því niðurfallið. Að sögn Björns Jósefs Arnvið- arssonar, lögfræðings, þá getur stjórn LSÍ fengið málið tekið fyrir að nýju gegn því að greiða þrefalt þingfestingargjald. Björn sagði að enginn fulltrúi LSÍ hefði mætt við þingfestingu málsins á laugardag og hefði því verið ákveðið að víta LSÍ fyrir meðferð þess á málinu. - Auðvitað höfðu þeir engan áhuga á að mæta. Þeir vissu að við myndum vinna málið og það eina sem fyrir þeim vakti var að eyðileggja fyrir okkur, sagði Gylfi Gíslason í samtali við Dag og Gylfi bætti því við að tveir stjórnarmanna LSl væru þegar búnir að segja af sér vegna þessa máls og því sætu aðeins þrír KR- ingar nú í stjórninni. Gylfi sagði að þeir bræðurnir miðuðu nú allar æfingar sínar við vinabæjarmót sem fram fer í Lathi í Finnlandi á þessu ári og kannski eins gott að þeir hefðu ekki komist á heimsmeistaramót- ið í Cairo í Egyptalandi. - Mótið í Lathi verður örugg- lega mikið skemmtilegra og svo verða tveir KR-ingar fararstjórar á móti í Cairo, sagði Gylfi Gísla- son. ESE Völsungar halda sínu striki — unnu Fylki 2-1 Völsungar hafa nú hreiðrað um sig á toppi 2. deildar eftir góðan sigur gegn Fylki á Húsa- víkurvelli. Leikurinn var lengi vel í járn- um en á 35. mínútu fyrri hálfleiks náðu Völsungar forystunni. Varnarmaður Fylkis var að dúlla með boltann inni í eigin vítateig er Jónas Hallgrímsson náði bolt- anum af honum og skoraði. Fylk- ismenn vildu meina að Jónas hefði brotið af sér er hann náði boltanum en dómarinn lét leikinn halda áfram þó að varnarmaður- inn þyrfti að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla. Undir lok hálf- leiksins bætti Helgi Helgason svo við marki fyrir Völsung en mark Fylkis skoraði Jón Bjarni Guð- mundsson undir lok leiksins. Fjórða mark hans í deildinni í ár. Að sögn Sverris Brynjólfs- sonar, eins leikmanna Fylkis, þá eru allar horfur á því að sumarið verði þeim erfitt. Liðið leiki ágætlega saman úti á vellinum en er upp að marki andstæðinganna komi þá gangi hvorki né reki. - Þetta er sárgrætilegt og t.d. átti Einherji aðeins eitt færi gegn okkur í Reykjavík og úr því skor- uðu þeir og unnu leikinn þó við værum miki betri, sagði Sverrir Brynjólfsson. Bjami Sveinbjörnsson reynir markskot. Mynd: KGA. Kári og Víkingur bestir Steindautt jafntefli - í leik Þórs og íslandsmeistara Víkings - á íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum - Það var dæmt af mer Is- landsmet í hnébeygju hér rétt áðan. Ég var með 232.5 kg á stönginni og fékk lyftuna gilda hjá einum dómara af þrem. Tveir KR-ingar dæmdu hana ógilda. Þetta sagði Kári Elíson, kraft- lyftingamaður úr KA, er Dagur Þær voru ekki glæsilegar aðstæð- urnar til knattspyrnuiðkunar þeg- ar lið KS og Einherja mættust á Siglufirði. Grenjandi rigning og völlurinn eitt forarsvað og leikur- hafði tal af honum í gær en þá var Ijóst að Kári hafði unnið besta afrekið og orðið stigahæstur ein- staklinga á íslandsmeistaramót- inu í kraftlyftingum í Laugar- dagshöll. Kári lyfti samtals 595 kg í sín- um þyngdarflokki og þó hann væri nokkuð frá sínu besta þá inn var því í raun barátta við náttúruöflin. Siglfirðingar voru heldur sprækari í leiknum og á 15. mín- útu náði Ólafur Agnarsson að skora eftir skyndiupphlaup Sigl- sigraði hann með yfirburðum og lyfti um 100 kg meira en næsti maður sem var Norðurlanda- meistarinn í tvíþraut, Þorkell Þórisson, úr Ármanni. Víkingur Traustason, Akur- eyri, var einn keppenda í 125 kg flokki í fjarveru Jóns Páls Sig- marssonar og Kári sagði að Vík- firðinga. Seinna markið kom svo 15. mínútum fyrir leikslok en þá einlék Hafþór Kolbeinsson upp allan völl og renndi boltanum framhjá markmanninum í netið. Að sögn tíðindamanns Dags ingur yrði trúlega næst stigahæsti einstaklingur mótsins. - Þetta er annars illa skipulagt mót og við erum að lyfta hérna með sótsvörtum lóðum úr brun- anum í Jakabóli, sem við köllum reyndar Sótarastaði um þessar mundir, sagði Kári Elíson.ESE þá voru liðin áþekk að styrkleika í þessum leik en Siglfirðingar nutu þess að finna leiðina í netið. - SB/ESE Það var lítil skemmtun sem hinir níu hundruð áhorfendur fengu fyrir aurana sína á Akur- eyrarvelli er Þór og íslands- meistarar Vflrings mættust þar í 1. deildarkeppninni. Allt á frostmarki þrátt fyrir 15 stiga lofthiga og sól og úrslitin voru í samræmi við það, 0-0. Það var mál manna eftir þenn- an leik að lið Víkings sé það slak- asta sem hefur leikið hér á keppnistímabilinu og eru þá 2. deildarliðin ekki undanskilin. Liðið er hvorki fugl né fiskur frá í fyrra og árangurinn er aðeins sex stig í sjö leikjum. íslands- meistararnir hafa því tapað átta stigum það sem af er fyrri um- ferðinni en þess má geta að allt keppnistímabilið í fyrra töpuðu þeir aðeins 13 stigum. Töpuðu þá tveim leikjum allt keppnis- tímabilið í 1. deild og töpin eru því orðin jafnmörg nú eftir að- eins sjö umferðir. Svo vikið sé nánar að leik Þórs og Víkings þá var hann aldrei sérlega vel leikinn eins og ein- hver sagði í útvarpsfréttunum. Oft var líkast því að um borð- tenniskeppni væri að ræða þvf boltinn var kýldur fram og aftur um völlinn og það litla samspil sem sást í leiknum kom nær undantekningarlaust frá Þórsur- um. Þeir voru einnig mun betri aðilinn í leiknum en sköpuðu sér þó aðeins eitt hættulegt mark- tækifæri, í seinni hálfleik. Þá átti Guðjón Guðmundsson þrumu- skot að marki Víkinga af um 30 metra færi en Ögmundur, mark- vörður, varði glæsilega í horn. Þrátt fyrir að Víkingar ættu frekar í vök að verjast úti á vell- inum áttu þeir þó fleiri marktæki- færi en Þórsararnir og ef meist- araheppnin hefði leikið við þá hefði leikurinn allt eins getað endað 2-0, Víkingi í vil. Fyrst komst markakóngurinn frá í fyrra, Heimir Karlsson, einn inn fyrir Þórsvörnina en Þorsteinn Ólafs- son, markvörður, gerði sér lítið fyrir og reif boltann af tánum á honum. Þetta var á 6. mínútu fyrri hálfleiks en næsta marktæki- færi kom ekki fyrr en rúmum hálftíma síðar en þá átti Ómar Torfason skalla að Þórsmarkinu af löngu færi en boltinn hafnaði ofan á markslánni. í seinni hálf- leik mátti svo Heimir Karlsson, sem aðeins hefur skorað tvö mörk á þessu keppnistímabili, bæði gegn ÍBÍ, sjá af boltanum í hendur Þorsteins er hann reyndi að leika á hann inni í vítateign- um. Bestu menn Þórsara í þessum leik voru Þorsteinn Ólafsson, þó svo hann hefði lítið að gera, Guðjón Guðmundsson, sem aldrei virðist eiga slakan leik og Jónas Róbertsson. Það vakti at- hygli að Helgi Bentsson vermdi varamannabekkinn í þessum leik, en hann kom inn á í seinni hálfleik og stóð sig þokkalega. Hjá Víking var Stefán Hall- dórsson bestur á meðan hans naut við en hann þurfti að yfir- gefa völlinn vegna meiðsla í hálf- leik. Aðrir voru eins og skugginn af sjálfum sér og það var helst að Ögmundur, markvörður, léki vel, þó hann hefði lítið að gera eins og kollegi hans í Þórsmark- inu. ESE Barátta við náttúruöflin Þriðja- og fjórða deild 16 mörk í fjórum leikjum Góður sigur Þróttar Þróttur - HSÞ-b: 3:2 - Við áttum allan fyrri hálfleik- inn í þessum leik en tókst þó að- eins að skora einu sinni, sagði Guðmundur Ingvason, Þróttari, eftir leikinn en það var einmitt Guðmundur sem skoraði fyrsta markið fyrir Þrótt á Neskaup- staðarvelli. Hinrik Árni Bóasson jafnaði fyrir HSÞ-b í upphafi síðari halfleiksins en á sömu mínútu kom Páll Freysteinsson heima- mönnum yfír. Guðmundur Ingvason skoraði þriðja markið fyrir HSÞ og Hinrik Arni minnkaði muninn fyrir gestina undir lokin. - Við hefðum átt að geta skorað sjö til átta mörk ef við hefðum nýtt færin, sagði Guð- mundur og bætti því við að leik- menn myndu pússa skotskóna fyrir næsta leik en á morgun mætir Þróttur Austra. Gústaf með þrennu Valur - Sindri: 3:2 Gústaf Ómarsson átti svo sann- arlega góðan leik fyrir Val í þessum leik. Skoraði þrjú mörk og hefur því alls skorað fjögur mörk í ár. Valsarar voru mun betri aðil- inn í þessum leik en Homfirð- ingar börðust þó vel. Þórarinn Birgisson skoraði annað marka Sindra en ekki hafðist uppi á hinum markaskoraranum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Enn ein frestun Leik Magna, frá Grenivík, og Tindastóls, frá Sauðárkrók, sem vera átti á laugardag á Grenivíkurvelli var frestað vegna aurbleytu á vellinum. Er blaðamaður Dags ræddi við Kristleif Meldal, formann Magna, fyrir nokkru var völlur- inn eins og andapollur á að líta og Kristleifur sagði að nokkrar endur sætu á vellinum til að undirstrika það. Nú tveim vik- um síðar er völlurinn enn of blautur til að leika á en vonir standa til að það verði hægt innan skamms. Öruggt hjá Leiftri Svarfdælir - Leiftur: 0:4 Leiftur, frá Ólafsfirði, vann ör- uggan sigur á liði Svarfdæla í þessum leik þó liðið léki hálf slaklega, eins og Jóhann Helga- son, formaður knattspyrnu- deildar Leifturs, orðaði það. Staðan í hálfleik var 1:0 og skoraði Hafsteinn Jakobsson markið. 1 seinni hálfleik bætti Hafsteinn öðru marki við og Halldór Guðmundsson (v) og Róbert Gunnarsson skoruðu hin mörkin tvö. Stefán Jakobs- son misnotaði vítaspymu í fyrri hálfleik. Vorboðinn vann Vorboðinn - Reynir: 2:0 Leikmenn Vorboðans unnu kærkominn sigur í þessum leik sem fram fór á Laugalandsvelli. Sigmðu 2:0 og voru bæði mörk- in skoruð í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Tómas Karlsson úr víti og síðan skoraði Páll Þór Óm- arsson skömmu síðar. Vorboðinn átti öllu meira í leiknum en Reynisliðið virkaði þungt og átti aldrei möguleika á sigri. ESE Skytturnar - Glóðafeykir 0-0 Skytturnar og Glóðafeykir gerðu jafntefli í góðum leik á Siglu- fjarðarvelli í gærkvöld. Liðin ágæt marktækifæri en hvorugu tókst að skora. „Veit ekki hvað er að hjá okkur“ - Ég er alls ekki ánægður með þetta. Það er eins og við getum ekki skorað mörk og á meðan svo er þá er ekki von á góðu. Þetta sagði Stefán Halldórs- son, miðvörðurinn sterki í Vík- ingsliðinu, í samtali við Dag eftir leik Víkings og Þórs á Akureyr- arvelli. - Nú eruð þið með svotil sama mannskap og í fyrra? - Já, við getum ekki kennt því um að við höfum misst marga menn. Ég veit ekki hvað er að hjá okkur en það er eitthvað meira en lítið. - Hvað finnst þér um stöðuna í deildinni? - Það er allt í hnút og ómögu- legt að segja til um hvernig þetta fer. Lið eins og Þór sem allir reiknuðu með í botnbaráttu er t.d. nú við toppinn og við sem erum með einu stigi minna erum við botninn. En þess ber að geta að það er mikið eftir og fá stig skilja efstu og neðstu félög. Að sögn Stefáns þá eiga ís- landsmeistarar Víkinga næsta leik gegn Val og þá yrði allt lagt í sölumar. Þann leik yrði Víkingur að vinna, sagði Stefán Halldórs- son. ESE I. deild Staðan 1. DEILD: ÍBV 8 4 2 2 15:7 10 KR 8 2 5 1 9:10 9 UBK 7 3 2 2 6:4 8 Valur 8 3 2 3 13:15 8 ÍBÍ 8 2 4 2 8:10 8 ÍA 7 3 13 8:5 7 Þór 8 15 2 8:9 7 Víkingur 7 14 2 5:7 6 Þróttur 7 2 2 3 8:12 6 ÍBK 6 2 1 3 8:9 5 MARKAHÆSTU MENN: Ingi Björn Albertsson, Val Hlynur Stefánsson, ÍBV Kárí Þorleifsson, ÍBV Enn einn heimasigur ÍBV - ÍA: 2:0 Eyjamennirnir eru illviðráðan- legir á heimavelli, það fengu Skagamenn að reyna er lið ÍBV og IA mættust í Vestmannaeyj- um. ÍBV sigraði 2:1 og skoruðu Hlynur Stefánsson og Sigurjón Kristinsson mörk Eyjamanna en Sigþór Ómarsson skoraði fyrir ÍA. Þetta var fjórði heimasigur ÍBV í deildinni og hafa þeir að- eins tapað einu sigi á heimavelli fram að þessu. Liðið hefur hins vegar aðeins hlotið eitt stig á útivelli en það var einmitt í jafnteflisleiknum gegn Þór. Kefívíkingar skoruðu bæði ÍBK - KR: 1:1 KR-ingar eru iðnir við jafnteflin og þeir uppskáru enn eit jafn- teflið er þeir mættu Keflvíking- um á heimavelli þeirra síðar- nefndu. Fyrsta markið var sjálfsmark Keflvíkinga og allt stefndi í síg- ur hjá KR en undir lok leiksins jafnaði Sigurður Björgvinsson fyrir ÍBK. Keflvíkingar skoruðu því bæði mörk leiksins en þeir fengu aðeins annað stigið. Enn eitt hjá Inga Birni Vaiur - ÍBÍ 1:1 Ingi Björn Albertsson er iðinn við kolann og skorar nú í hverj- um leik. I gærkvöldi skoraði hann mark Vals gegn ísafirði og hefur nú skorað sex mörk í 1. deild. Valsmenn léku mjög vel í fyrri hálfleik gegn ÍBÍ og á 10. mínútu skallaði Ingi Björn knöttinn f netið. í síðari hálfleik gáfu Vals- menn eftir með þeim afleiðingum að ísfirðingar sóttu í sig veðrið og undir lok leiksins tókst Kristni Kristjánssyni að koma knettinum í netið eftir langt innkast Jóns Oddssonar, . 2. deild: Víðir - Reynir Víðismenn unnu góðan sigur á nágrönnum sínum úr Sandgerði með einu marki gegn einu. 6 4 4 6 - DAGUR - 27. júní 1983 27. júní 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.