Dagur - 01.07.1983, Qupperneq 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON
FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON,
ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG
PORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Nauðsyn samstöðu gegn
verðbólguvandanum
Ríkisstjórnin verður að glíma við margs
konar vanda en augljóst er að efnahags-
málin skipta þar langmestu. Vandi efna-
hagslífsins er margþættur og að vísu leyti
gamalkunnugur þar sem er óheillavænleg
verðþróun sem hefur verið viðvarandi
ástand í marga áratugi. Til viðbótar koma
svo önnur vandamál sem atvinnulífið á við
að stríða m.a. vegna aflarýrnunar og ým-
iskonar samdráttar sem ævinlega fylgir í
kjölfar versnandi ástands í sjávarútvegi og
læsir sig um allt þjóðfélagið.
Ekki fer milli mála að ýmislegt í efnahags
vanda okkar er sjálfskaparvíti. Á það fyrst
og fremst við um verðbólguna sem er að
langmestu leyti heimatilbúið vandamál og
hefur magnast ár eftir ár vegna samstöðu
leysis ráðamanna og skorts á þjóðarvilja tii
þess að vinna á henni bug. Skammsýni og
ábyrgðarleysi þrýstihópa, bæði af hálfu
ýmissa atvinnurekenda og forystumanna
launafólks, hefur sí og æ komið í veg fyrir
að stjórnvaldsaðgerðir í efnahagsmálum
næðu að skila árangri. Þetta kom berlega í
ljós á árunum 1976-1978, aftur 1978 og
1979 og mjög skýrt á síðustu misserum
stjórnartímabils ríkisstjórnar Gunnars
Thoroddsen. Sá siður er landlægur að
dæma efnahagsaðgerðir fyrirfram og vekja
tortryggni almennings gegn þeim að ekki
sé minnst á virkar mótaðgerðir sem vissu-
lega eru alþekktar fyrr og síðar.
Vonandi kemur ekki til þess að hafðar
verði í frammi virkar mótaðgerðir gegn ráð-
stöfunum núverandi ríkisstjórnar því að
svo mikið er í húfi að takast megi að hemja
þá óðaverðbólgu sem geysar í landinu.
Atvinnurekendur og launþegar verða að
leggjast á eitt um að styðja ríkisstjórnina í
viðleitni hennar til þess að draga úr verð-
bólgu þ.e. kostnaðarhækkunum og dýrtíð
sem sligar jafnt atvinnurekstur sem afkomu
einstaklinga og heimila.
Það er ekkert efamál að með þjóðarsam-
stöðu er unnt að ráða niðurlögum verð-
bólgunnar með mjög skaplegum hætti á til-
teknu árabili. Skilyrði þess að það megi
takast er að Alþingi og ríkisstjórn fái traust
til að framkvæma stefnu sína þ.e. fái frið til
að stjórna meðan starfstími hennar varir.
Með þjóðarsamstöðu hafa íslendingar unn-
ið afrek í ýmsum málum má þar nefna sjálf-
stæðismál þjóðarinnar, landhelgismálið,
ýmis heilbrigðismál og margt fleira. Nú er
kominn tími til að mynda þjóðarsamstöðu
um að vinna á verðbólgunni enda ekki
seinna vænna. I.G.
VISNAÞATTUR Jón Bjarnason
„Skerða firið
með skolladans
skændiðar andskotans"
Maöur á Húsavík, er ekki lætur
nafns síns getið að svo stöddu,
sendi þættinum tvær vísur ortar
í kosningaslagnum síðasta:
Vítt um landid glatt það gcngur.
Grcppar öðlast vanga rjóða.
Einir búa ekki lengur,
ákaft konur fram sig bjóða.
Árni Gunnarsson kvaðst ætla
að berjast eins og hundur í
kosningastríðinu.
Fögur leystist fylking sundur.
Flótti brast í krata-lið
þóttÁrni „ berðist eins og hundur“
andstæðinga sína við.
Næstu vísurnar þrjár eru eftir
Benedikt Ingimarsson, á Hálsi
í Saurbæjarhreppi, og eru um
breytingar í tímans rás:
Áhugi fólks á ýmsa hlið
er umbreytingum háður.
Nú sitja allir við sjónvarpið
svipað og messur áður.
Og þá er það kvenfólkið:
Tálbeitur og tfskufár
tíminn bar til eyjar.
Hafa breyst i hundrað ár
hugmyndir um meyjar.
Áður þurfti ást að tjá
ungfrúnum af sálarmætti.
Nú byrja þeir neðan frá.
Þær nást ekki með öðrum hætti.
Héðinn fertugur nefnist næsta
vísa. Höfundur ekki nafn-
greindur:
Draumur hjartans ennþá er
æskubjartur, fagur.
Nóttin svarta á flótta fer,
fríður skartar dagur.
Næstu vísurnar þrjár eru eftir
Sigtrygg Símonarson. Nefnir
hann þá fyrstu Staðreynd:
Stundum er í straumi lífs
stefjaþrunginn kliður.
Öls við nautn og ástir vífs
örvast blóðsins niður.
Verkfall. (Að nauðsynjalausu):
Dansar um sviðið djöflafans,
drýgir bið til sæluranns.
Skerða frið, með skolladans
skæruliðar andskotans.
Ort er alþingiskosningar stóðu
fyrir dyrum:
Enn eru bentir bogar
og beitt er hvössum skeytum.
Andrúmsloftið logar
af- lognum fyrirheitum.
Iðunn Ágústsdóttir orti,
kannski fyrir sömu kosningar:
Nú er fjör á ferðum
í frónskum stjórnargerðum.
Brátt munu allir alla
„elsku vin“ sinn kalla.
Og enn orti Iðunn:
Pólitík er pesti lík.
Pólitík í dag er slík:
Eins og rifin úrgangsflfk.
Til afsláttar, sem gömul tík.
Iðunn yrkir einnig margar fal-
legar vísur. Hér er ein um kær-
leiksböndin:
Höndin mín og höndin þín
helgust styrkja böndin.
Undrabirta ofan skín
á andans rósalöndin.
Þættinum lýkur með vísu eftir
Guðna Þorsteinsson:
Efei vantar vit né þor
verður fátt að meinum.
Þá er alltaf indælt vor
innst í hjartans leynum.
A SJONSKIFU Kristján frá Djúpalæk
Viðbrögð
Ég fékk myndarlegt svar frá
Valdimar Gunnarssyni vegna
hugleiðinga minna um endur-
nýtingu hráefna, þ.á.m. um-
búða utan um mjólkurvörur.
Um þetta mál mætti vissulega
rita meira en ég Iæt því lokið að
sinni. Hins vegar vil ég and-
mæla því að farið sé lítilsvirð-
andi orðum um lauftré, þau tal-
in „annars flokks". Ég tel þau
trjáa fegurst og fegurð vera
dýrmætari en notagildi. Pá
hreinsa þau loftið fyrir okkur og
endurnýja. Enn hafa þau afger-
andi áhrif á veðráttu þar sem
þau fá að dafna. Aldrei skal því
trúað að sóun verðmæta sé
nokkrum manni óviðkomandi
ellegar þau óþrif sem fylgja nú-
tímaumbúðum. Endurnýting,
sparsemi og hóflegur íburður
getur vart talist úrelt þing.
Þá fékk ég ágætt símtal vegna
skrifanna um ofvöxt orða.
Áhugamaður um málið vildi
bæta þar ýmsu við. Hann kvaðst
t.d. ofurþreyttur á stagli stjó/n-
málamanna um að „skoða“. Allt
átti að skoða, þetta og þetta
væri „í skoðun“. Næg orð væru
þarna til skipta; athuga, rann-
saka, hugleiða o.s.frv. Þá þótti
honum orðið „þróun“ misnotað
þegar það væri notað neikvætt;
þróun niður á við. Þar ættu að
koma önnur orð - þróun þýddi
vöxt og viðgang, því væru til
andstæðuorðin vanþróun og öf-
ugþróun. Pá leiddist honum
mjög orðið „pössun“, sagði að
barnagæsla væri aldrei kölluð
annað en að „passa“. Hann
sagðist kvíða mjög orðinu
„pössuvöllur" í kjölfarið. Það
gæti orðið óskemmtilegt hjá
hljóðvilltum manni! Að síðustu
undraðist hann auglýsingar
ferðaprangara um að „fara í
sólina“, taldi að þar myndi ein-
um of heitt að dvelja; aftur á
móti nægði sér sólskin. Öllu
þessu er ég hjartanlega sam-
mála.
Kuldi
Um miðja áttundu viku sumars
gerði vetrartíð og varð ósæl ævi
bænda, fé enn á gjöf, hey á
þrotum, gróður enginn - og það
sem voðalegast var: að ær sem
búið var að sleppa króknuðu
ásamt lömbum sínum.
Pá vaknar sú spurning hvort
vetrarrúningur sé ekki sprottinn
af landfræðilegri áttavillu. Ær
áttu það til að krókna í áfellum
hér áður þó ekki væri rúið fyrr
én í júlíbyrjun. Við megum
aldrei gleyma hnattstöðu ís-
lands og sögu liðinna alda. Þrátt
fyrir allar framfarir í húsakosti
og fóðrun er veðráttan söm við
sig og ekkert kemur í stað
vorsins, bregðist það. En við
ættum að vita að það hefur gerst
og mun gerast. Borgarbúar
þurfa svo sem ekki að kvarta
né barma sér en maður þreytist
þegar ekki er nema snittuhlé í
sinfóníu Norðra konungs og
lóðin okkar ber hvítan lit í stað-
inn fyrir grænan f júnímánuði.
Veiði
Nýlega bárust okkur þær fréttir
að Færeyingar drægju handóð-
an þorsk heima hjá sér. Þar
með fékkst nokkur skýring á
aflaleysi hér: Vegna kólnandi
sjávar leitar átan suður í haf,
þorskurinn eltir. Eins er trúlega
með laxinn frá norðurhluta
landsins. Þetta eru raunar góðar
fréttir með þorskinn. Hann er
þá vonandi ekki ofveiðinni of-
urseldur, blessaður.
Bleikjan er aftur á móti ekki
mótfallin svalanum. Henni mun
hafa fækkað hér á hlýju árunum
en er nú að ná sér aftur. Hér í
Eyjafirði var góð bleikjuveiði
sl. sumar. Hún gekk snemma og
fór á fremstu slóðir vegna vaxt-
ar og aurs í ánum, t.d. veiddi
einn snillingurinn 140-50 bleikj-
ur á 4. svæði í Eyjafjarðará á
vikutíma. Seint í ágúst kom
kraftganga af fallegum fiski og
veiddist m.a. á 3. svæði.
Úr Hörgá sýndu endurheimt
veiðikort rúmlega 1.200 bleikj-
ur sem skiptust svipað á svæði.
Það er mjög gott. Þó heimtist
ekki nema helmingur veiðikort-
anna og má því tala veiddra
fiska hafa verið mikið hærri. En
hér var lítið um lax.
Það er mjög nauðsynlegt að
veiðimenn útfylli veiðikort og
skili þeim (þeir fá enda greitt
fyrir það) svo að hægt sé að sjá
búskap ánna.
í vor hefur verið reytingsafli
í Eyjafjarðará og mikið um
bleikju hér við ósana og í Poll-
inum. Þess má geta að breyting-
ar hafa verið gerðar á veiði-
svæðum Hörgár og Öxnadalsár.
4. og 5. svæðum hefur verið
skipt í tvennt: 4a (frá Steðja að
ármótum), 4b (frá ármótum að
Básfossi), 5a (frá ármótum,
Öxnadalsá að Jónasarlundi) og
5b (frá Jónasarlundi og allt að
Bakkaseli). Á hverju þessara
svæða eru tvær stengur. Þetta er
gert svo að fleiri komist að enda
voru þessi svæði of löng til að
vera nytjuð á einum veiðidegi.
Þá verður leyft að veiða í Ás-
láksstaðakíl með 1. svæði en
þar fæst oft smábleikja síðari
hluta sumars.
En snjórinn í bakgrunni ánna
er líklegur til að geta angrað
veiðimenn nema hlákan komi
og hreinsi snarlega til. Og um
miðjan júní kom hún blessuð.
4-DAGUR-1. júlí 1983