Dagur - 01.07.1983, Side 5
Uniliverfi og mlnjar á Akureyri III
Seinni grein
Grjótið á Grleráreyrum
Traustir skulu hornsteinar
Ef heppnin er með okkur á gönguferð
okkar um Gleráreyrar, getum við rekist
þar á steinvölur úr mjög grófkornóttu
bergi þar sem skiptast á gráhvítir, svartir
og gulgrænir krystallar, sem oft eru
nokkrir mm að þvermáli og því vel sýni-
legir berum augum. (Best er að brjóta
molana sundur til að sjá betur krystals-
gerðina). Þetta er fremur sjaldgæf berg-
tegund er kallast gabbró og hefur enn
ekki hlotið fast nafn á íslensku. Mest er af
henni í Austur-Skaftafellssýslu, en þar
eru Hornin þ.e. Hvalneshorn og Vestra-
Horn sitt hvoru megin við Lónsbyggðina,
að mestu leyti byggð úr henni. Munu
flestir kannast við þessi sérkennilega
hornóttu fjöll a.m.k. af myndum. Virðist
nærtækt að kenna bergtegundina við
Hornin og kalla hana horngrýti, (það er
sumsstaðar notað sem eins konar blóts-
yrði og væri því e.t.v. betra að kalla þetta
hornberg).
Horngrýti er strokuberg eins og basalt
og líparít, (þ.e. orðið til við storknun á
hraunkviku, en andstætt þeim síðar-
nefndu hefur gabbró (kvikan) storknað
djúpt niðri í jörðunni (a.m.k. nokkra
kílómetra). Það hefur gerst hægt og ró-
lega svo að krystallarnir hafa haft góðan
tíma til að vaxa. Eins og þegar var getið
er gabbróbergið samsett af a.m.k. þremur
krystaltegundum, sem hver hefur sinn lit
og önnur sérkenni. Eru það hinir svo-
nefndu frumsteinar (frumeindir) bergsins,
en allt storkuberg er samsett úr slíkum
frumsteinum, þótt vanalega séu þeir lítt
eða ekki sýnilegir berum augum.
Frumsteinar horngrýtis eru nefndir pyr-
oxen eða ágít (svart, glansandi með sam-
hliða rákum), ólivín (glergljándi,
gulgrænt) og feldspat, (nánar tiltekið
plagioklas) (gráhvítt, oft með plötóttri
gerð og skelplötugljáa, myndar óreglu-
lega krystalla). Auk þess eru oft finnan-
legar smáagnir af seguljárni í berginu, er
litast ryðbrúnar við veðrun þess. Sam-
setning bergsins af þessum fjórum frum-
steinum getur þó verið allmismunandi.
Horngrýti er allvel fallið til ýmiss konar
steinsmíði, sem og aðrar djúpbergsteg-
undir (granít, gneis o.fl.). Hérlendis er
það helst notað í legsteina og lítillega til
framleiðslu á plötum á gólf eða borð. (t.d.
í stigagangi safnhússins á Húsavík).
Að sjálfsögðu berst horngrýtið með
ánni ofan af Glerárdal, en ekki er vitað
nákvæmlega hvaðan það kemur því að
ekki eru þar heil fjöll úr þessari bergteg-
und. Þó segja sumir að það sé í Þríklökk-
um, norðan undir Kerlingu. Það hefur
einnig fundist við Geirildargarða í Öxna-
dal og við Kanagil í Garðsárdal.
Krummi á líka sitt berg
Enn má finna á Gleráreyrum mola af
sérkennilegu bergi sem er nánast millistig
milii basalts og gabbrós að grófleika. Hið
veðraða yfirborð þess er oftast rauðleitt
(mórautt) með svörtum dílum, en í brot-
sári er það mjög dökkt og virðist ein-
göngu samsett úr olivíni og pyroxeni (ætti
samkvæmt því að vera pyroxenít eða ank-
aramít). Mjög svipað berg er í göngum er
skáskera Súlnahrygginn og mynda þar
smátinda, Stóra- og Litla-Krumma, (er
sjást vel þegar kemur inn um Kristnes).
Hef ég því kallað þessa bergtegund
6. mynd. Kanadísk hikkóría.
Krummaberg eftir þeim. Krummabergið
er falleg bergtegund og mætti eflaust nota
það til ýmiss konar úrvinnslu svipað og
gabbró.
Hið venjulega grjótslag
Haft er eftir presti einum á Austurlandi,
að þar í fjöllum mætti fullyrða að væru öll
venjuleg grjótslög (= grjóttegundir), en
hvernig þær skipuðu sér niður eða röðuðu
sér innbyrðis vissi hann ekki, enda sýndist
það líka litlu varða.
Það venjulega íslenska grjótslag er
nefnt basalt á fræðimáli, en algengt er að
kalla það blágrýti eða grágrýti, eftir litar-
fari þess. Orðið blágrýti virðist vera fornt,
því að það merkir raunar svart eða dökk-
leitt grjót en ekki blátt grjót en orðið blár
virðist fyrrum hafa verið notað í merking-
unni svartur, sbr. blámaður o.fl. í fræði-
ritum 19. aldar er það oft nefnt trap (=
tröppuberg), sem mun vera dregið af
hinni stöllóttu lögun blágrýtisfjalla.
Basalt hefur sömu frumsteinagerð og
gabbró og oftast mjög svipaða efnasam-
setningu en er fínkornótt enda hefur það
storknað á yfirborðinu. Kalla jarðfræð-
ingar þessar tvær bergtegundir basískar
(þ.e. lútkenndar), því að þær innihalda
lágt hlutfall af kísiisýru eða kvartsi (Si02).
andstætt líparíti og graníti, sem hafa hátt
kvartshlutfall (um og yfir 65%). (Þetta
finnst þó ekki á bragðinu).
Blágrýtið er afar breytilegt að útliti og
gerð, eins og greinilega sést ef bornir eru
saman þeir dökku fínkornóttu steinar sem
eru hvarvetna á Eyrunum. Því er oft skipt
í tvo flokka eftir innihaldi þess af frum-
steininum olivíni, þ.e. í olivínbasalt og
þóleít-basalt (þóleít), en raunar eru
flokkarnir miklu fleiri og renna meira eða
minna saman svo erfitt er um greiningu á
þeim, nema með nákvæmum smásjár-
rannsóknum eða efnagreiningum. Sjálf-
sagt er þó að safna mismunandi gerðum af
blágrýtinu og getur hver sem er búið sér
til sína eigin flokkaskipun til viðmiðunar
og eigin nafngiftir, sbr. bergtegund-
skrána.
*
Ymsir steinar og
bergtegundir
Rauðgrýti eða málsteinn (Steinninn sem
hægt er að mála með).
A Gleráreyrum er nokkuð um steina úr
dimmrauðu, fínkornóttu efni, sem eru
svo linir að hægt er að skafa þá upp og
tálga þá til og mættu því í rauninni kallast
tálgusteinar ef það heiti væri ekki vana-
legra um aðra bergtegund sem ekki er hér
á landi. Ýmsir eldri lesendur munu e.t.v
kannast við sérstaka notkun þessa rauð-
grýtis, þ.e. að krakkar söfnuðu molum af
þvi og notuðu til að mála aðra steina
(blágrýti) rauða. Var þá steinninn sem
mála átti, bleyttur (oftast eigin munn-
vatni) og málsteinninum núið við hann
eins og krít. Á sama hátt mátti skrifa og
teikna með málsteininum á slétta fleti á
steinum eða klettum og munu ýmsir nám-
fúsir unglingar hafa notað sér þann mögu-
4. mynd. Höfuðlíkan úr djúpbergi (graníti
eða gabbrói).
leika, fyrir daga pappírsflóðsins. Vana-
lega má finna fleiri litargerðir af málstein-
um á sömu slóðum, t.d. græna og brúna
og þannig fá heilmikla fjölbreytni í þessa
frumstæðu steinamyndlist.
Jarðfræðingar flokka málsteininn sem
sandstein eða leirstein og telja hann vera
ummyndað hraungjall, vikur, ösku
o.s.frv., jafnvel ætla sumir að hann sé um-
myndaður jarðvegur (mold). Þessi rauða-
lög finnast víða á milli berglaganna í bas-
altfjöllum og eru stundum svo áberandi
að hlíðarnar verða rauðleitar til að sjá.
Efnasamsetning rauðgrýtis er svipuð og
hjá basalti, en rauði liturinn stafar af um-
myndun seguljárns í jároxýð blandað
vatni (FeO(OH)),sem er sama efni og
mýrarauði.
Sé liturinn brúnn eða grænn stafar það
af íblöndun annarra málmefna.
Yiðarsteinn og
surtarbrandur
Viðarsteinn er upprunalega tré sem hefur
mettast svo af kísilsýru (kvartsi) að það er
orðið hart eins og steinn, enda sjálft tré-
efnið vanalega eytt fyrir löngu, enda þótt
vígindi trésins og árhringir haldi sér oft
mjög vel og jafnvel frumugerðin í viðnum
svo hægt er að greina hann til tegundar.
Viðarsteinninn er vanalega ljós eða grá-
hvítur á ytra borði en dökkur hið innra.
Fyrir kemur að viðarsteinsbrot finnast
á Gleráreyrum og munu þau vera komin
úr Lambáröxl við Kerlingu í botni Glerár-
dals, en þar finnast slíkir bútar af sverum
trjábolum sem margir Akureyringar hafa
sótt í stofur sinar. Tré þessi uxu fyrir
milljónum ára þegar hér var eins konar
hitabeltisloftslag. Mest var að því er virð-
ist af hikkoríu (Carya), sem nú vex aðeins
villt í Bandaríkjunum og Kína.
Surtarbrandur þ.e. kolað tré finnst
einnig í fjöllunum við Gierárdalinn (t.d. í
Hlíðarskál) og mögulegt er að brot af
honum berist einstaka sinnum niður á
Eyrarnar. Hann er að sjálfsögðu dökkur
á litinn og fremur linur svo auðvelt er að
tálga hann.
Útsölu-
markaðurinn
í Skipagötu 5 verður opinn
frá 1-6 alla næstu viku.
Fullt af fínum
fatnaði á serlega
hagstæðu verði.
Erum alltaf að
bæta við fötum.
1 .... ...... ............. i
Djúpævintýrí
Sjóstangaveiði Ísafirði/Hesteyri 8.-9. júlí.
Ef þátttaka fæst efnum viö til ferðar vestur. Til-
kynnið þátttöku til Útsýnar fyrir hádegi mánudag-
inn 4. julí.
SJÓAK/ÚTSÝN
Sigtinganámskeið
Innritun á næsta námskeið, sem verður fyrir börn 8-
12 ára, verður í félagsheimili Nökkva Hafnarstræti 22
(gamla Tunnuverksmiðjan) nk. laugardag 2. júlí kl. 13-
14. Nánari upplýsingarveitirGuðmundurGuðmundsson
sími 25622. Nökkvi
f Nú er veiðivöru9
úrvalið orðið
að vonlaust er að
telja það upp
Sjón er sögu
Viljum samt vekja athygli á
okkar frábæra vöðluverði
sem er aðeins kr. 1.600.
Sendum í póstkröfu
Gjörið svo vel
og lítið inn.
m
Eyfjörð
Hjalteyrargötu 4, simi 25222
Opið laugardaga 10-12-
1. júit .1983 — DAGlJR -n S