Dagur - 01.07.1983, Page 8
Nýkomið:
Beitukrokar
sjálflýsandi
stærð 9.
Beitugúmmí í metratali.
Plötukrókar 6 stærðir.
Pilkar frá 7 grömmum
og upp í 1000 gr.
Handfærarúllur
með og án
stangar.
Deildarstjóri
Óskum eftir aö ráöa deildarstjóra yfir plastiöju
okkar. Starfiö er fólgið í daglegri framleiðslu-
stjórnun, útvegun og þróun verkefna, sölu- og
kynningarstarfi. Skriflegar umsóknir meö upplýs-
ingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast
sendar okkur fyrir 15. júlí nk.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra
Bugðusíðu 1, pósthólf 610, 602 Akureyri.
-t
Móöir mín og tengdamóöir,
SIGURLÍNA GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hlíð,
andaðist á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. júní. Jarð-
arförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 6. júlí kl.
1.30 e.h.
Þóra Björnsdóttir, Aðalsteinn Halldórsson.
Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur,
HELGI JAKOB KRISTJÁNSSON,
Ásbyrgi, Glerárhverfi,
sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt
28. júní verður jarðsettur að Lögmannshlíð þriðjudaginn 5.
júlí kl. 13.30.
Lilja Sigurjónsdóttir og börn,
Inga Larsen.
Innilegar þakkir til allra nær og fjær sem heiðrað hafa minn-
ingu,
MARGRÉTAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
Birkilundi 15, Akureyri
og auðsýnt okkur samúð við andlát og jarðarför hennar.
Kristín Tómasdóttir, Árni Árnason,
Ólafur Tómasson, Stefanía M. Pétursdóttir
og fjölskyldur.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför,
GUÐMUNDAR BALDVINSSONAR,
Fjólugötu 15, Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Jónína Magnúsdóttir,
Hulda Guðmundsdóttir, Arnkell B. Guðmundsson,
Svanfríður Guðmundsdóttir, Tryggvi Sæmundsson,
Skarphéðinn Guðmundsson.Kristjana Jónsdóttir
og barnabörn.
8 - PAGUR- 1.júlU983 , ,
»'• * f'VSi'WV '*•*.*': > • •'
STÆLT OG STOLIÐ
Nafn: Laurence Hagman.
Fæðingardagur: 21. september 1930.
Fæðingarstaður: Fort Worth, Texas.
Heimiii: Á strönd Malibu.
Sambýlingar: Maj konan mín, Preston sonur
minn, dóttirin Heidi býr í Los Angeles.
Þyngd: 10 kílóum þyngri en ég ætti að vera. Ég
þarf í strangan megrunarkúr og það strax.
Augu: Græn.
Hár: Steingrátt - en ég segi ekki hversu
mikið af því er mitt eigið.
Fannst þér gaman í skóla? Ég fór í 16 mismun-
andi skóla. Líklega þótti mér herskólinn
skárstur.
Fyrsta opinbera framkoma: Ég man það ekki
alveg, þegar ég var krakki stóð ég alltaf fyrir
hinum og þessum sýningum.
Uppáhaldsleikari: Þeir eru margir. Ein uppá-
haldsleikkona mín er Barbara Bell Geddes -
að fá að leika á móti henni var ein af ástæðum
þess að ég tók hlutverki f Dallas.
Dppáhaldstónlist: Bach og Scarlatti.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Dallas, auðvitað.
Uppáhaldspersóna: Maj konan mín.
Hvaða eiginleikum þurfa góðir vinar að vera
gæddir? Trúmennsku og skopskyni.
Uppáhaldsmatur: Gott salat. Ég ergrænmetis-
æta. . , -
Uppáhaldsdrykkur: Kampavín.
Aðaltómstundastarf: Að safna höttum, ég á
rúmlega tvö hundruð.
Hvað er það besta sem fyrir þig hefur komið?
Fæðing barnanna minna.
En það versta? Að gleyma textanum þegar ég
söng fyrir móður drottningarinnar.
Hvað fer í taugamar á þér? Ekki margt. En
brjálæðisleg bréf sem ég fæ frá sumu kvenfólki
fara ekki fjarri.
Hvaða ávani manna líkar þér verst? Sígarettu-
reykingar. Ég reykti 60 á dag þar til mér var
sagt að ég myndi deyja ef ég hætti ekki.
Mestu vonbrigði: Að ég skyldi vera orðinn 28
ára þegar ég og móðir mín skildum hvort ann-
að og urðum vinir.
Markmið: Að muna textann næst þegar ég
syng íyrir rnöður drottningarinnar.
„Hvalúðlegria
drápsaðferð
Hjá Raufoss skotfæraverksmiðjunum í Noregi
hefur nú verið hannaður nýr sprengiskutull til
hvalveiða og er það ætlun manna að þarna sé
komið mun „hvalúðlegra*4 (mannúðlegra)
drápstæki en áður hefur þekkst.
Þessi nýi skutull er nú notaður til reynslu á
hvalamiðunum í Barentshafi úti fyrir ströndum
Finnmerkur og telja hönnuðir og fræðingar að
full reynsla muni fást á þessari vertíð. Öll gögn
og niðurstöður verða send vísindanefnd Al-
þjóðahvaiveiðiráðsins en spurningin er bara
sú: Til hvers þar sem búið er að banna hval-
veiðar frá og með 1986.
Þess má geta að nýi skutullinn er frábrugð-
inn venjulegum sprengiskutlum að verulegu
leyti en mörg ár eru nú síðan „kaldi skutullinn“
svokallaði var bannaður.
Þá er eitt af síðustu vfgjunum fallið. Nú hafa
norskir vísindamenn nefnilega komist að þvf
að samband er á milli mikillar kaffidrykkju og
kólesterols (fitu) í blóði.
Sem kunnugt er þá veldur hátt kólesterol
aukinni hættu á æða- og hjartasjúkdómum og
samkvæmt könnun Norðmannanna sem gerð
var á vegum Háskólans í Tromsö þá er 14%
meira magn af kólesterol í blóði þeirra sem
drekka níu bolla af kaffi á dag eða meira, en í
blóði þeirra sem drekka lítið kaffi eða láta
kaffidrykkjuna vera. Líklega á það sama við
um Kóka kóla og það er því orðið fátt eftir sem
fólk má láta í sig án þess að eiga á hættu að
stytta sér leið í gröfina.
Vísindamennirnir í Tromsö benda þá á að
könnun þeirra og þær niðurstöður sem fengust
séu þó ekki algildar og kólesterolið fari auðvit-
að eftir þýi hvernig kaffið er. T.d. drekki
Bandaríkjamenn mikið af „skyndikaffi" og
koffein-fríu kaffi én þessar tegundir eru ekki
eins hættulegar og gamla góða Brasilíukaffið.
Þá sé hættan heldur ekki eins mikil í löndum
eins og t.d. Danmörku þar sem menn úði í sig
vínarbrauðum og ýmsum óhollum tertum með
kaffinu.