Dagur - 01.07.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 01.07.1983, Blaðsíða 9
Yeiðileyfi í Hofsá tíl sölu - Það er enn til töluvert af veiðileyfunt og þá aðallega á tímanum frá 10.-20. júlí, sagði Bragi Vagnsson, bóndi á Bustarfelli, í samtali við Veiði- Dag í gær. Að sögn Braga er enn ekkert byrjað að veiða í ánni én áin verður trúlega opnuð í kring um 10. júlí. - Við höfum verið að seinka þessu undanfarin ár eftir því sem dregið hefur úr veiðinni og ég á ekki von á því að veiði byrji að ráði fyrr en um miðjan mánuð- inn. Bragi sagði að um 150 laxar hefðu komið úr ánni í fyrra og svipað magn hefði veiðst árið áður. Þegar best lét í kringum 1978 komu yfir 1300 laxar úr ánni en síðan hefur dregið jafnt og þétt úr veiðinni. - Kanntu einhverjar skýringar á þessari minnkun á veiðinni? - Ég er alveg viss um að þarna er um marga samverkandi þætti að ræða. Menn nefna kaldan sjó og veiðar Færeyinga og ég er sammála því að þetta hefur haft mikil áhrif. Það er þó líklega kólnandi veðrátta og kaldari sjór sem hefur mest áhrif af þessu tvennu, sagði Bragi Vagnsson, bóndi á Bustarfelli, en hann hef- ur jafnframt sölu veiðileyfa með hendi. Ódýrustu dagarnir kosta 1.200 krónur en dýrasti tíminn 2.000 krónur dagurinn. Veiðisögur og staðreyndir Þeir sem luma á veiðisögum og staðreyndum varðandi lax- og sil- ungsveiði hér Norðanlands eru beðnir að láta í sér heyra. Sér- staklega eru veiðiverðir, ráðs- konur, veiðimenn og stjórnar- menn veiðifélaga beðnir um að hafa Veiði-Dag í huga því að með samstilltu átaki ætti að vera hægt að hafa ágætis veiðiþátt í blaðinu öllum veiðiáhugamönn- um til gagns og ánægju. Myndir eru vel þegnar. Hafið samband við Eirík St. Eiríksson í síma 24222. Með bestu kveðjum, Veiði-Dagur. Baraflokkurinn kominn heim: „Leitum nú að nýju æfinga- húsnæði“ — segir Asgeir Jónsson, söngvari flokksins Liðsmenn BarafloHksiiis eru nú komnir heim eftir vel- heppnaðar hljómplötuupptök- ur í Bretlandi. Að sögn Ásgeirs Jónssonar söngvara Baraflokksins þá tóku þeir upp 11 lög í Bray-stúdíóun- um sem eru skammt vestan við London en þess má geta að á þessum stað voru margar af hin- um hrottalegu Hammer-hroll- vekjumyndum gerðar á sínum tíma. - Það er ekkert búið að ákveða hvenær platan kemur út né hve mörg lög verða á henni, sagði Ásgeir og gat þess jafn- framt að nú myndi Baraflokkur- inn byrja á að leita sér að æfing- arhúsnæði því gamla æfingarhús- ið, Rauða húsið hefði verið fjar- lægt á meðan þeir dvöldu erlend- is. Þess má geta að Jónatan Garð- arsson hjá Steinum hf. sem gefa plötuna út, sagði í samtali við Dag að hann hefði fengið þær fréttir frá Bretlandi á meðan Baraflokkurinn dvaldi þar að menn hefðu sýnt flokknum mikinn áhuga. Þeir sem heyrt hefðu lögin sem fara á nýju plöt- una hefðu aðeins getað jafnað þeim við eina aðra hljómsveit, nefnilega hina heimsþekktu Talking Heads og þar væri svo sannarlega ekki leiðum að líkjast. Það er því greinilegt að tónlist- aráhugamenn mega fara að hlakka til að heyra árangurinn en plata Baraflokksins kemur í fyrsta lagi út einhvern tíma í haust. Sumartilboð Allar skyrtur og blússur á 20% afslætti næstu viku 4.-9. júlí. Bæði dömu- og herraskyrtur. Pá minnum við á herramokkasíurnar auk annarra gerða afherraskóm. Hafnarstræti 88, sími 22150. • •• Mjólkursamlag KEA 000 Akureyri Simi 96-21400 Nýtt - Nýtt Nú er komin ný tegund af jógúrt með kirsuberjum. ÚTSÝNARGETRAUN VINNINGUR: Tveggja vikna ferð fyrir einn til Costa Del Sol 14. júlí nk. Sérstakt tilboðsverð verður í boði fyrir alla þátttak- endur getraunarinnar í sömu ferð: 2 vikur kr. 12.800. - 3. vikur kr. 17.500. Gisting á Timor Sol eða La Nog- alera. Barnaafsláttur frá kr. 1.700. Úrlausnum skal skilað á skrifstofu Útsýnar, Hafnarstræti 98, Akureyri, í síðasta lagi 6. júlí nk. Dregið verður úr réttum lausnum 7. júlí. Rétt Rangt 1. Útsýn er í göngugötunni. __________ _______ 2. Útsýn selur alla innanlandsfarseðla. • ___ _______ 3. Útsýn er með söluumboð fyrir Flugleiðir, Flug- félag Norðurlands, Arnarflug, SAS, BA o.fl. __ ____ 4. Útsýn er með einkaumboð fyrir Tjæreborg á ís- landi. ____________ ____ 5. Útsýn er með einkaumboð fyrir American Ex- press á íslandi. ____________ ____ 6. Útsýn skipuleggur og selur hópferðir jafnt sem einstaklingsferðir um allan heim. _ ____ 7. Útsýn pantar bílaleigubíla, hótel, ferjur, járn- brautarfarseðla, hópferðabíla. 8. Útsýn leigir út sumarhús í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Þýskalandi og víðar. 9. Nýjasti ákvörðunarstaður Útsýnar í sólarflugi er Algarve, Portúgal. 10. Aðrir ákvörðunarstaðir Útsýnar í sólarflugi eru Costa Del Sol, Mallorca, Lignano. _________ _______ Naf n:...........................— --------------- Heimili:______________________________ Símanúmer: 1. júlí 1983-DAGUR-9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.