Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA SKRÍNUM GULLSMIÐIR l SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 18. júlí 1983 78. tölublað Kvennameirihluti! - Konur ná meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar í haust Konur verða í meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar þegar bæjarstjórnin kemur saman til fundar í haust. Fjórar konur sitja nú í bæjarstjórninni og sjö karlmenn en tveir karlanna, Freyr Ófeigsson og Helgi Guð- mundsson, taka sér leyfi í haust og koma þá konur inn í bæjarstjórnina sem varamenn. - Pað er nærri því öruggt að ég held utan til Kaupmannahafnar í haust í framhaldsnám í Iögfræði, sagði Freyr Ófeigsson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, þegar Dag- ur ræddi við hann. - Ef ekkert óvænt kemur upp á þá ætti ég að hefja nám við skólann í haust og ég hef í því skyni fengið starfsleyfi í eitt ár frá störfum mínum sem fulltrúi bæjarfógeta. Mér líst vel á að konur verði í meirihluta í bæjar- stjórninni. Þær fá að spreyta sig. sagði Freyr Ófeigsson. Helgi Guðmundsson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, fer í frí í vetur og flytur úr bænum, a.m.k. tímabundið. Ekki vildi Helgi tjá sig um ástæður þess að hann væri að flytja er Dagur hafði samband við hann. Taldi það ekkert fréttnæmt þó þekktir menn úr bæjarlífinu flyttu á brott, tímabundið eða alfarið. - Án þess að ég sé fegin að losna við þá Helga og Frey úr bæjarstjórninni, þá finnst mér þetta mjög ánægjuleg tíðindi að konur skuli nú í fyrsta sinn verða í meirihluta í bæjarstjórn Akur- eyrar, sagði Valgerður Bjarna- dóttir, forseti bæjarstjórnar, í samtali við Dag. Það hefur gerst áður á yfir- standandi kjörtímabili að konur hafa verið í meirihluta á einstaka fundum í bæjarstjórn Akureyrar. En þetta er í fyrsta skiptið sem kvennameirihluti er fyrirsjáan- legur um lengri tíma. I kvennameirihlutanum verða: Jórunn Sæmundsdóttir, frá Al- þýðuflokknum; Úlfhildur Rögn- valdsdóttir, frá Framsókn; Mar- grét Kristinsdóttir, frá Sjálfstæð- isflokknum; Sigríður Stefáns- dóttir, frá Alþýðubandalaginu; og þær Valgerður Bjarnadóttir og Sigfríður Þorsteinsdóttir, frá Kvennaframboðinu. Sem sagt; sjö - sex fyrir konurnar. ' . ■ :: ' . Hvilíkur endemis hávaöi! I»aö drundi hált í Páli Sveinssyni, nugvél Landgrædslpnnar, þeg- ar hann reundi ýfir Sauðar- króksflugvöll í „low pass“. Og þá gripu þessir ungu Sauð- krækingar fyrir eyrun. Mynd: KGA lagurmn <r Sauðárkróki Stjórnarfundur í ÚA: Togara- smíðin rædd í kvöld mm Stórlaxar úr Glerá? - sjá bls. 4 Á stjórnarfundi í Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf. í kvöld verður farið yfir þau tilboð sem bárust í smíði nýs togara fyrir Útgerðarfélagið. Endan- leg ákvörðun um það hvort einhverju þessara tilboða verði tekið eða hvort ráðist verði í það fyrirtæki að láta smíða nýjan togara verður þó ekki tekin á þessum fundi. - Við höfum verið að sam- ræma þau 20 tilboð sem bárust í smíðina og þetta er geysimikið verk, sagði Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri hjá ÚA, í samtali við Dag. - Við munum leggja þessa út- reikninga fyrir stjórnarfundinn í kvöld og þá ættu að fást skýrari línur um hvaða fyrirtæki koma til greina. Ég á ekki von á neinum ákvörðunum á fundinum en þessi samræming sem við höfum unnið að ætti að einfalda málið mikið, sagði Gísli Konráðsson. Hæsta tilboðið sem barst í tog- arasmíðina hljóðaði upp á röskar 200 milljónir króna en það lægsta var upp á 126 milljónir króna. Tvö íslensk tilboð bárust, frá Slippstöðinni og Stálvík í Garða- bæ, og mun tilboð Slippstöðvar- innar hafa verið mun lægra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.