Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 12
NYLONHÚÐAÐAR GRJÓTHLÍFAR I FRAMAN Á BÍLA. MA fær nýjan konrektor Frá og með 1. september næst- komandi tekur Jóhann Sigur- jónsson við stöðu konrektors við Menntaskólann á Akur- eyri. Tómas Ingi Olrich, sem gegnt hefur því embætti, lætur nú af því að eigin ósk. í stöðu konrektors er ráðið til fimm ára í senn. Jóhann Sigur- jónsson hefur starfað sem kennari við skólann frá árinu 1969. Tómas Ingi Olrich hefur verið konrektor í tvö tímabil, eða tíu ár, en tekur nú til við frönsku- kennslu við skólann. Kobbi herjar í Eyja- fjaroará Þeir eru heldur betur farnir að færa sig upp á skaftið selirn- ir sem hafa haldið sig við ósa Eyjafjarðarár í sumar. Nú nægir þeim ekki að hremma laxinn þar heldur eru þeir farn- ir að synda langt upp eftir ánni eftir góðgætinu. Krakkar úr Vinnuskóla Akur- eyrar voru sl. föstudag í hjólatúr með flokksstjóra sínum, -Guð- rúnu Aðalsteinsdóttur, við ána eina tvo til þrjá kílómetra fyrir ofan brýrnar og þar sáu þau sel niður af hinum svokallaða Kaup- angsbakka. Að sögn Guðrúnar og krakk- anna þá virtist selurinn vel sadd- ur og una við sitt í ánni en hvort veiðimennirnir, sem voru við veiðar ofar í ánni á sama tíma, hafa kunnað að meta framtak Kobba er annað mál. Mynd KGA „Þið fáið nú ekki meiri snjó í bili,“ sagði Knútur Knútsen, veðurfræðingur, í morgun. „Þessi norðanstrekkingur sem verið hefur hjá ykkur yfir helg- ina gengur niður í kvöld og nótt og gengur þá í hægviðri með sunnanátt. Það verður sæmilega hlýtt hjá ykkur, allt að því þurrt veður,“ sagði Knútur Knútsen, veðurfræð- ingur. Las Vegas: Beðið svars frá bæjarráði „Ég vil fá svör frá bæjarráði um það hvort ég eigi að fara út í þær aðgerðir sem ég þykist vita að grípa þurfi til ef eitt- hvað á að gera í málinu. Þar á ég við ósk um lögbann við þessari starfsemi,“ sagði Hreinn Pálsson bæjarlög- maður þegar Dagur innti hann frétta af Las Vegas. „Þetta mál hefur náttúrulega borið á góma í bæjarráði, en það hefur ekkert verið rætt þar í því skyni að leggja lögbann á starf- semina,“ sagði Helgi Guðmunds- son. „Það hefur ekkert frekar verið gert í þessu annað en að skoða hver lagaleg staða er í mál- inu.“ Hreinn Pálsson sagði að ef lög- bannskrafa næði fram að ganga, yrði bærinn hugsanlega að leggja fram tryggingu fyrir þeim bótum sem eigandinn gæti krafist ef kröfur bæjarins reyndust ekki á rökum reistar. „Og ég vil hafa heimild bæjarstjórnar til að leggja fram slíka tryggingu, ef fara verður út í harkalegar að- gerðir.“ Siglufjörður: „Okkur vantar fólk í vinnu“ „Það er skammt öfganna á - Hvað er til ráða, ætlið þið að milli, stundum er allt á fullu og auglýsa eftir fólki annars staðar síðan dettur botninn úur og allt fer í kalda kol og gæti orðið eins og ástandið er í frystiiðn- aðinum á Patreksfirði þessa stundina,“ sagði Sæmundur Árelíusson, framkvæmdastjóri Þormóðs Ramma á Siglufirði, er Dagur forvitnaðist um atvinnuástandið hjá fyrirtæk- inu. „Staðan hjá okkur núna er sú að það bráðvantar fólk til starfa við lagmetisiðjuna. Við vorum að fara í gang með lagmetisiðjuna núna og þá er vinna fyrir um 60- 70 manns. Einnig erum við með rækju- vinnslu hér sem ekki hefur verið áður og eru einir 5-6 bátar sem stunda rækjuveiðar héðan svo það er nokkuð af fólki sem okkur vantar í vinnu." - En hvað um atvinnuleysið sem herjað hefur á Siglufjörð sem aðra staði? „Það hefur verið töluvert um atvinnuleysi hér. Það fólk sem starfað hefur við lagmetið hefur verið atvinnulaust um nokkurra mánaða skeið en síðan eru sumarfrí núna og það stuðlar einnig að því að það vantar veru- lega fólk til starfa. En það má segja að það geti allir haft vinnu sem hafa áhuga á því.“ # Kvennafans Nú er fyrirséð að konur nái meirihluta í bæjarstjórn Ak- ureyrar í haust, eins og fram kemur á forsíðu blaðsins í dag. Freyr Ófeigsson og Helgi Guðmundsson fara í orlof en í þeirra stað koma Jórunn Sæmundsdóttir og Sigríður Stefánsdóttir. Þar með er staðan í bæjarstjórn sjö-sex - og það eru karl- mennirnir sem hafa „sexið“. Það á svo eftir að koma í Ijós hvor vegur þyngra í störfum bæjarstjórnar, kvennameiri- hlutinn eða vinstri meirihlut- inn. # Tommi hér og Tommi þar Tommaborgarar auglýsa þessa dagana myndarlegt tii- boð til viðskiptavina sinna í Reykjavík. Þar fá menn einn hamborgara frían ef þeir kaupa annan. Samkvæmt því fengi maður annan hvern hamborgara okeypis ef út í kappát væri farið. En það dug- ir ekki hér fyrir norðan því þetta tilboð gildir ekki hjá Tommaborgurum á Akureyri. Það virðist því ekki vera eitt og það sama; Tommi hér og Tommi þar. Og í framhaldi af þessu þá þótti blaðamanni S&S það kúnstug sjón á mánudaginn að sjá af- greiðslustúlkuna úr Tomma- borgurum hlaupa yfir í vagn- inn hans Pésa til að kaúpa sér pylsu í hádegismatinn. frá? „Það verður að gera það. Ann- ars er töluvert um að fólk kemur hingað, þá aðallega skólafólk sem kemur í vinnu á sumrin.“ - Er þá bjart framundan í lag- metisiðnaðinum? „Nei, ég held að það sé hvergi bjart. Það þarf alveg ótrúlega lít- ið til að ástandið verði það slæmt að ekki verði greitt út og allir gangi út. En eins og ástandið er í dag er það gott en það er skammt öfganna á milli, eips og við vitum,“ sagði Sæmundur Árelí- usson, á Siglufirði. Á Siglufirði vantar fólk í fiskvinnslu. # Hræddur við Skaqamenn Verðskuldaður sigur Þórsara á Skagamönnum hefur að vonum vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að leíkið var á Akranesi þar sem Skagamenn hafa leikið mjög vel að undanförnu. Eitt atvik varðandi þennan leik á þó vafalaust eftir að verða Þórs- urunum lengi minnisstætt en það átti sér stað eftir leikinn. Nói Björnsson, fyrirliði Þórs, ætlaði að þakka Óla Ólsen, dómara, fyrir leikinn, líkt og venja er, en Óli var hins vegar ekki á því að taka í hendina á Nóa. Fór Óli undan í flæmingi og mun hafa látið þau orð falla að Nói þyrfti ekki að þakka sér fyrir neitt. Ekki kunnu Þórsarar neina skýr- ingu á þessu fyrr en þeir komu inn í búningsherbergin en þar var Óii hinn alúðleg- astí. Þá rann upp Ijós fyrir Þórsurunum. Óli hafði ein- faldlega ekki þorað að taka í hendina á Nóa vegna þess að hann hélt að þá myndu áhorf- endur taka það sem svo að hann hefði átt einhvern þátt í Þórssigrinum. Má segja að þetta hafi verið hálf lítilmann- legt af Óla Ólsen því ef eitt- hvað var þá var hann hallur undir Skagamenn allan leik- inn og t.a.m. komust Skaga- menn upp með gróf brot á Helga Bentssyni hvað eftir annað - Hins vegar voru fjórir Þórsarar bókaðir í leiknum, sumir fyrir hin smávægileg- ustu brot.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.