Dagur - 05.08.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 05.08.1983, Blaðsíða 3
 Þórssigur, og stefnan tekin á Evrópusætið Gott veður. Góður völlur. Góð knattspyrna. Vallargestir geta ekki óskað sér margs umfram þetta og því er vel skiljanlegt að þeir sem lögðu leið sína á Völlinn í gærkvöldi hafi haft nokkurt gaman af. Varla skemmdi það fyrir að Þórsarar sigruðu Keflvík- inga í 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu með tveimur mörkum gegn engu og sitja nú í öðru sæti deildarinnar. Sigur Þórs var í hæsta máta sanngjarn og lék liðið mjög vel. „Við höfum nú leikið fjóra leiki í Misræmið „Áhorefendur á leiknum í kvöld eru eflaust á annað þúsund, en seldir miðar eru hins vegar ekki nema 880,“ sagði Hreiðar Jónsson, vallarvörðurinn Ijúfí, í míkrafók sinn í gærkvöldi. „Ef menn líta aftur fyrir sig skilja þeir misræmið í þessu“, bætti hann við. Margir urðu til þess að snúa sér við í stúkunni og skildu þá hvernig í öllu lá. Ekki verður því ljóstrað upp hér. Ann- ars er merkilegt hve Brekkugatan er vinsæll „rúntur“ meðan leikir standa yfir á vellinum.-sk. Staðan 1. deild: Þróttur vann ÍBV í 1. deildinni í gær í Laugardalnum 3:1. Páll Ólafsson, Ársæll Kristjánsson og Sverrir Pétursson skoruðu fyrir Prótt en Tómas Pálsson gerði eina mark ÍBV. Eftir leikina tvo í gær er staðan þessi i ' 1. deildinni. ÍA 12 7 1 4 22:10 15 Þór 13 4 6 3 14:12 14 UBK 12 4 5 3 14:10 13 ÍBK 13 6 1 6 18:22 13 KR 12 3 7 2 12:14 13 ÍBV 12 4 4 4 21:16 12 Þróttur 13 4 4 5 15:22 12 Víkingur 12 2 6 4 11:13 10 ValuÁ 11 3 4 4 16:20 20 ÍBf 12 2 6 4 11:15 10 seinni umferð án þess að fá á okkur mark. Við ákváðum að selja okkur dýrt í kvöld því þessi leikur skipti öllu máli fyrir okkur - hvort við yrðum á botninum eða uppi á toppi,“ sagði Árni Stefánsson, eftir leikinn. „Nú tökum við stefnuna á Evrópu- sæti,“ sagði Árni. Það kom vel í ljós, strax í byrjun, að Þórsarar voru ákveðn- ir að „selja sig dýrt“. Keflvíking- ar voru varla með í leiknum fyrstu tuttugu mínúturnar og á þeim tíma fengu Þórsarar fjögur horn án þess þó að ná að nýta þau sem skildi. Tækifærin komu þó - eins og í undanförnum leikjum - en bolt- inn vildi ekki inn. Halldór skaut framhjá úr góðu færi eftir góðan undirbúning Jónasar. Þorsteinn Bjarnason, landsliðsmarkmaður, varð vel þrumuskot Sigurjóns utan úr teig og eftir hálftíma leik björguðu sunnanmenn eftir þunga sólkn Þórs - markið sem sagt lá í loftinu fræga og loks kom það eftir fjörutíu mínútur. Halldór plataði tvo andstæð- inga upp úr skónum við hornfán- ann - gaf síðan fyrir og þar börð- ust Helgi Bents og Þorsteinn markmaður um boltann. Endaði viðureignin með því að báðir duttu - en af harðfylgi náði Helgi einhvern veginn að koma boltan- um innfyrir línuna. Margir vildu meina að Helgi hefði brotið á Þorsteini - þ.á m. Þorsteinn sjálfur og fékk hann að skoða gula spjaldið hjá Baldri dómara Scheving fyrir kjaftbrúk. Ekki skal dæmt um þeta hér, mark var dæmt og því verður ekki breytt. Keflvíkingar hafa sennilega bergt á vítamínbættu tei í hálf- leik. Þeir komu í það minnsta frískir til síðari hálfleiksins, en frískleiki þeirra fjaraði reyndar fljótlega út. Þór náði yfirhönd- inni að nýju og skoraði sitt annað mark á 65. mín. Nói sendi upp að endamörkum, Bjarni tók þar við honum, renndi út í teiginn þar sem Sigurjón Rannversson sendi fallegt skot í bláhornið; Þor- steinn áti enga möguleika á að verja. 2:0 og sigurinn í höfn - og minnstu munaði að hann yrði stærri. Halldór átti gott skot í þverslá á síðustu mínútunni. Keflvíkingar fengu ekki nema eitt virkilega gott færi: Ragnar Margeirsson klúðraði þá algjöru dauðafæri. Hann skaut yfir eftir að hafa fengið boltann einn fyrii innan vörnina; margir vildu meina að hann væri rangstæður en svo var ekki. Þórsarar léku mjög vel sem fyrr sagði. Halldór og Bjarni frískir framrni en Helgi er oft seinn að losa sig við boltann. Vörnin lék vel og sérstaklega var Jónas Ör- uggur. Hann hefur skilað bak- varðarstöðunni með bravör!! Miðjumennirnir unnu vel; og ekki virtist liðinu muna um að Guðjón væri ekki með. Hann á við meiðsli að stríða. Baldur dómari var ekki í stuði. -ska. Helgi Bentsson skorar hér fyrra mark Þórsara í gærkvöldi af miklu harðfylgi. Á efstu myndinni liggja hann og Þor- steinn og á þeirri næstu hefur Helga tekist að koma boltanum inn fyrir línuna þrátt fyrir nálægð Gísla Eyjólfssonar. Helgi og Nói fagna innilega á neðstu myndinni - en reiðin kraumar líklega í Þorsteini. Stuttu síðar tók hann á rás og skammaði dómarann. Sá svartklæddi svaraði með því að reka gula spjaldið að andliti landsliðsmarkvarðarins. Myndir: KGA. Um helgina: Sigurvin Gunnarsson, sérfræðingur í sjávarréttum, verður yfirmatreiðslumaður næstu daga. Á matseðli heigarinnar í Smiðju verður m.a.: Flskipottur nordurslns eða sumarsalat með rækjum og kjúkllngakjötl. §§§ Innbakaðir sjávarréttlr i smjördegi eða karrykryddaður hörpuskelfiskur með hrísgrjónum Komið og prófið einhvern af nýju réttunum okkar. Pantið borð í síma 21818 eða 26818. Bautinn - Smiðjan eða grísasnelðar frá Milanó eða kryddlegnar lambahnetusteikur og köld ávaxtasúpa eða Isbikar dubonnet. Fimmtudagur: Diskótek kl. 9-1 Föstudagur - Laugardagur: Fjölbreyttur veislumatseðill. Edward og Grímur sjá um lauflétta dinnertónlist. Sumartískan frá Amaro ásamt glæsilegum gleraugum frá Gleraugnaþjónustunni Skipagötu 7. Stórhljómsveit Ingimars Eydal leikur til kl. 03. (0) Manasalur Opinn alla daga Nýr og fjölbreyttur sérréttamatseðill A’LA CART Sunnudagur: „Úllen dúllen“ revíuflokkurinn. 2ja tíma skemmtiatriði frá kl. 21 til 23. Hljómsveit Ingimars Eydal skemmtir ásamt Björgvini Halldórssyni og félögum. Miðasala og borðapantanir hjá yfírþjoni kl. 14 sunnudaginn 7. ágúst. Vegna mikillar ánægju og eftirspurnar frá gestum okkar ætla matreiðslumenn hússins að bjóða upp á hið glæsilega sinnepssteikta heiðarlamb ásamt ferskum desert á aöeins kr. 390. Miðaverð fyrir matargesti kr. 250. Miðaverð fyrir aðra en matargesti kr. 300. Réttur dagsins frá aðeins kr. 140. kemur út þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 5. ágúst 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.