Dagur - 05.08.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 05.08.1983, Blaðsíða 9
STÆLT OG STOLIÐ Hann var „gangandi sprengj a Hinn 22 ára gamli Mario Oli- veira, hermaður í her Suður- Afríku, sveif á milli heims og helju á skurðarborðinu. Hann hafði orðið fyrir skoti í átökum við skæruliða á landamærunum að Angóla og nú börðust skurð- læknarnir við að halda lífinu í Mario og fjarlægja kúluna úr lík- ama hans. En þetta var engin venjuleg byssukúla. Læknarnir komust fljótlega að raun um það en eftir nokkur. hnitmiðuð handtök kom hluturinn í Ijós. Eitt andartak var dauðakyrrð í salnum en þá hrópaði yfirlækn- irinn: - Þetta er sprengja. Kastið ykkur á gólfið . . . Hinn hræðilegi sannleikur var kominn í ljós. Mario Oliveira var „gangandi sprengja“ og við minnstu hreyfingu gat hin rúm- lega 30 cm riffilsprengja úr M- 60 rifflinum sprungið í loft upp. Af hverju hún sprakk ekki þeg- ar Mario varð fyrir skotinu vissi enginn en hefði allt farið að óskum skæruliðans sem skaut úr byssunni, þá væri Mario nú í sannkallaðri kássu. Nú voru góð ráð dýr og snör en jafnframt varfærin handtök þurfti til þannig að hægt yrði að bjarga lífi Marios og þeirra sem unnu á skurðstofunni. Sam- kvæmt fyrirmælum yfirlæknisins var farið með Mario í röngent- myndatöku en aðstoðarmenn- irnir á spítalanum settir í að hlaða sandpokavirki í kringum skurðarborðið. Skurðlæknarnir ætluðu síðan að framkvæma uppskurðinn í gegn um nokkurs konar „skotraufar" á sandpoka- virkinu þannig að í versta falli myndu þeir missa handlcggina með sjúklingnum. En allt gekk að óskum. Sprengjan rann út úr líkama Mario en hjörtu allra viðstaddra hættu að slá í nokkrar sekúndur er hún skall á skurðarborðinu. En hún sprakk ekki og sprengju- sérfræðingaj lögreglunnar voru ekki seinir á sér að grípa bombuna og gera hana óvirka. Mario lifði því 'af upp- skurðinn en það var ekki laust við að hann yrði undrandi þegar honum var sögð öll sólarsagan: - Ég vissi jú að þetta hlaut að vera þó nokkuð stór kúla þar sem ég gat ekki hreyft herðarn- ar, en að þetta væri sprengja það hafði ég ekki hugmynd um, sagði Mario. Og það var kannski eins gott. Flestir hefðu líklega dáið úr hræðslu við slíka vitneskju. „Sandpokavirki“ var hlaðið um skurðarborðið Gróf niður á hamingj- una Aumingja Billi og Doris Collins. Þau bjuggu í Illinois í Bandaríkjunum og héngu á horriminni sökum fátæktar. Svo brást uppskeran sökum þurrka og Billi gróf gröf - líklega til að leita að vatni og þá álpaðist hann ofan á 75 gullpeninga sem nú hafa verið verðmetnir á hálfa fjórðu milljón króna. Það er því skammt á milli grafar og vatnsbrunns. Óláns og ham- ingju. Mario og sprengjan - enginn smá hlunkur eins og sjá má Og hér er röntgenmyndin. Engin furða að Mario gæti ekki hreyft axlirnar Sofið yfirsig Dávaldurinn Jacquy Nuguet setti nýlega heimsmet í lengsta sam- fellda dásvefni sem framkall- aður hefur verið. Sú sem svaf nefnist Adrienne Chechini og svefninn varði hvorki skemur né lengur en 12 sólarhringa. Þessi svefngalsi hljóp í Adri- enne á hóteli í Nice en ástæðan fyrir því að dávaldurinn lét hana vera svona lengi í nátt- kjchuim er sá að hún þjáðist af þungiv ndi í kjölfar dauða sonar síns og ofáti. Á meðan á svefninum stó létt- ist kerla um 10 kíló og eftir að dávaldurinn hafði grafist fyrir um vanda frúarinnar þá vakti hann hana og auðvitað fékk hún steik og franskar, sósu og salat þegar hún lauk upp augunum. Mun- aðar- leysingj- amir Hún er í senn átakanleg og ánægjuleg þessi mynd hér hægra megin á síðunni. Munað- arleysinginn David Brown gefur þarna munaðarleysingjanum „apaketti" mjólk að drekka í hinu stríðshrjáða landi Zimb- abwe. David Brown missti föður sinn í sjálfstæðisbaráttunni í Zimbabwe en litli apinn slasað- ist lífshættulega er móðir hans steig á jarðsprengju sem ekki hafði verið gerð óvirk eftir borgarastyrjöldina. Móðirin dó en litli apinn var á milli heims og helju. Hann getur nú þakkað David líf sitt en litli drengurinn tók hann að sér og hefur hjúkr- að honum og fætt hann síðan óhappið varð. Fjöl- hæf fröken Það verður vart af henni Susie Walls skafið að hún er fjölhæf og fönguleg snót. Þessi 17 ára gamla hjóla- skautadrottning frá Perth í Ástralíu þykir algjört undra- barn á skautunum og meðal þeirra lista sem hún getur leikið er snarsnúningur á einum skauta (sjá mynd) og síðan fer hún léttilega í splitt á skautun- um og ekki síst þykir henni gaman að skautalimbói og renn- ur þá gjarnan undir 60 sm slá eins og ekkert sé. Nú, svo er hún lærður dansari - hafi einhver áhuga á að læra sporin. 5. ágúst 1983 - ÖAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.