Dagur - 05.08.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 05.08.1983, Blaðsíða 11
Hvað er að gerast? Sand- spyma í málar- námunum Nú er eins gott að vara sig. Eina sandspyrnu- keppni ársins á íslandi fer fram í malarnámum Ak- ureyrarbæjar á morgun og stefnt er að því að enginn fari ósandblásinn heim. Félagar úr Bílaklúbbi Akureyrar hafa unnið að því baki brotnu að undanförnu að koma mótssvæðinu í skikkan- legt horf og meðal annars hefur verið byggð sand- spyrnubraut þar efra og er vonast til að þar verði framtíðarbraut er fram líða stundir. Að sögn Kristjáns Það verða vafalaust margir sandblásnir á morgun ef marka má þessa mynd sem tekin var í keppninni í fyrra. Kristinssonar, formanns Bílaklúbbs Akureyrar þá hefjast undanrásir keppninnar kl. 10 í fyrra- málið en sjálf úrslita- keppnin hefst kl. 14. Kristján sagði að margir mjög góðir bílar yrðu í keppninni, þ.á.m. nokkr- ir að sunnan. Mikil spenna ríkti í sambandi við keppnina því í fyrra hefði náðst besti tími í Evrópu í þessari keppni er Benedikt Eyjólfsson fór brautina á 4.59 sek. en nú hefði Bragi Finn- bogason heitið því að slá þetta met. Spurningin væri sú hvort Bragi sigr- aði 4 sek. múrinn. Það verður því vafa- laust gífurleg stemmning í malarnámunum þegar jepparnir og önnur tæki grafa sig niður í sandinn og þeytast af stað. Hver sigrar? Svarið við því fæst ekki fyrr en á morgun. Baraflokkurinn í strætinu Aðstandendur Sport- hússins láta ekki deigan síga þrátt fyrir að nýlega hafi snjóað í fjöll og bjóða nú enn einu sinni upp á föstudagsuppá- komu í Hafnarstræti. Að þessu sinni verður það Baraflokkurinn sem spókar sig í strætinu og er víst að margir bíða spenntir eftir að heyra í flokknum og efnisins af nýju plötunni, sem vænt- anleg er á markað í haust eða í byrjun vetrar. Bara- flokkurinn tók þessa plötu upp í Englandi ný- verið og brá sér svo í sumarleyfi, en uppákom- an í Hafnarstræti er sér- stök að því leyti að þetta munu vera fyrstu hljóm- leikar flokksins um langt skeið. Tónleikarnir hefjast kl. 14.30 og vonandi verður veðrið bara gott. Landskeppni í skák Sl. miðvikudag kom fær- eyska landsliðið í skák til Seyðisfjarðar og teflir þar fyrri hluta landskeppninn- ar ísland - Færeyjar, í kvöld á Neskaupstað. Síðari biuti lands- keppninnar fer fram á Akureyri n.k. mánudags- kvöld í Skákheimilinu Strandgötu 19b kl. 20. Teflt verður á ellefu borðum. Síðustu tvær lands- keppnirnar við Færeying- ana 1978 og 1981 voru jafnar og spennandi og íslendingar unnu nauman sigur. í bæði skiptin hafa skákmenn frá Akureyri og Austurlandi skipað landsliðið fyrir íslands 'hönd. Svo verður einnig í þessari landskeppni. Á morgun laugardag tefla Færeyingar við skákmenn á Húsavík í vináttukeppni. Kamsala í göngugötunni Náttúrulækningafélagið á Akureyri verður með kaffisölu í Hafnarstræti í dag. Kaffisalan sem er til ágóða fyrir nýja náttúru- lækningahælið í Kjarna- skógi, hefst kl. 15 og stendur fram til kl. 17. Ekki er að efa að margir munu bregða sér í kaffi til náttúrulækningafólks- ins og ekki er verra að ýmislegt annað mun verða á seyði í göngugöt- unni. Matargerðarlist í Smiðjunni og á Bautanum Um helgina og næstu daga þar á eftir verður gestum Smiðjunnar og Bautans boðið að kynn- ast matargerðarlist Sig- urvins Gunnarssonar, matreiðslumeistara, en Sigurvin hefur um langt skeið sérhæft sig í sjávar- réttum. Það verða fyrst og fremst gestir Smiðjunnar sem fá að njóta hæfileika Sigurvins sem m.a. starf- aði lengi á íslenska veit- ingastaðnum Cockpit-Inn í Luxemborg, en nýir réttir verða einnig á matseðlinum á Bautan- um, bæði sjávarréttir og kjötréttir. Stórleikur á Húsavíkíkvöld I kvöld fer fram á Húsa- vík einn mikilvægasti leikur annarrar deildar þegar KA fer austur á Húsavík til að leika þar við Völsung. Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir bæði liðin og getur ráðið úrslitum um hvort félög- in eigi möguleika á að komast í fyrstu deild. Blaðið hafði samband við forsvarsmenn úr báðum liðum og bað þá að geta sér til um úrslit leiksins. Gísli Már Ólafsson sem er í stjórn Knattspyrnu- deildar KA hafði þetta að segja: „Það verður mjög erfitt að spila þarna fyrir austan því þeir eru fastir fyrir og erfiðir heim að sækja Völsungarnir og þrátt fyrir að þeim hafi ekki gengið sem skildi undan- farið þá er þetta eitt af toppliðum deildarinnar. En við ætlunr að vinna þennan leik. Okkar liði hefur farið fram að undanförnu svo það má búast við góðum leik á Húsavík í kvöld,“ sagði Gísli Már. Helgi Helgason er þjálfari og leikmaður með Völsungi: „Þessi leikur leggst ágætlega í okkur, það má segja að þetta sé úrslita- leikur fyrir okkur, þrátt fyrir að við tökum hann eins og hvern annan deildarleik. En við erum ákveðnir í að vinna hann. Það er góður hugur í okk- ur eftir sigurinn yfir Fram svo það má búast við góð- um og fjörugum leik í kvöld," Þess má geta að efnt verður til hópferðar til Húsavíkur og er ekki að efa að marga KA-menn og aðra góða knatt- spyrnuáhugamenn fýsir að sjá þennan mikilvæga leik. * Utsala * Sumarútsala á barnafatnaði hefst mánudaginn 8. ágúst í Sunnuhlíð. > Mikill afslattur. < Steypustyrktarjárn Höfum til sölu á hagstæðu verði nokkurt magn af steypustyrktarjárni 8-10-12-16 mm. Fjalar hf. Húsavík, sími 41346. Reiðskóli Léttis og Æskulýðsráðs Síðustu námskeið sumarsins hefjast mánudag- inn 8. águst. Námskeiðin eru opin börnum og unglingum 8 ára og eldri og verða ki. 9.00, 13.00 og 15.30. Þátttökugjald er 750 krónur. Innritun og upplýsingar á skrifstofu Æskulýðsráðs Akureyrar, sími 22722. Hestamannafélagið Léttir Æskulýðsráð Akureyrar. AKUREYRARBÆR Félagsstarf aldraðra Farið verður til Siglufjarðár með viðkomu á Dalvík og Ólafsfirði miðvikudaginn 10. ágúst næst- komandi. Brottför frá Alþýðuhúsinu kl. 9.30 - heimkoma væntanleg um kl. 19.00. Þátttökugjald er kr. 250 og er þá máltíð innifalin. Þátttaka tilkynnist á Félagsmálastofnun sími 25880 fyrir þriðjudaginn 9. ágúst. Smáauglýsinga- móttaka frá kl. 9-17 alla virka daga. * .... 1 * Útsölumarkaður Opnum á mánudag kl. 1 útsölumarkað í Skipagötu 5. Úlpur, vattjakkar, herrafrakkar (stór nr.), kuldastígvél, peysur, buxuro.fl. Hlægilega lágt verð. Opið 1-6. 5. ágúst 1983 - DAGUR - 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.