Dagur - 05.08.1983, Síða 5

Dagur - 05.08.1983, Síða 5
t# * HERÐUBREIÐARLINDIR Vinkonurnar Hcrðubreið og Ingibjörg Kristín landvörður. Og eru góðar saman, ekki satt? tjöldum og í skálanum. Og ætli hafi - Og er þetta gaman? ekki verið um 400 manns á svæðinu í „Mjög svo, annars væri maður nótt.“ ekki að þessu.“ - Að meirihluta til útlendingar? „Já, útlendingar eru í miklum meirihluta. íslendingar hafa þó verið fleiri í sumar en voru í fyrra. Flest af þessu fólki kemur í hópum, Guðmundur Jónasson og Úlfar Jacobsen eru með skipulagðar hópferðir hingað og héðan er svo yfirleitt farið upp í Öskju.“ - Hefur ekki verið gott veður á ykkur? „Jú, það hefur verið ákaflega gott hingað til, varla komið dropi úr lofti og hitinn yfirleitt um tuttugu gráður. Þannig að út af því þarf ekki að kvarta. - Og hafa landverðirnir alltaf nóg að gera? „Það er alltaf eitthvað sem gera þarf. Við þurfum að sjá til þess að fylgt sé settum reglum á svæðinu og það hafa ekki verið nein vandræði með það í sumar. Síðan þarf að brenna rusl, þrífa salernin, dæla vatni og ýmislegt annað.“ - Án þess ég ætli út í neina heimspeki, hefur það einhver áhrif á mann að vinna í óbyggðum? „Já, ég er ekki frá því. Tíminn líður alveg óskaplega fljótt hérna. Þetta er róandi, það getur varla heitið að ég hafi skipt skapi í allt fyrrasumar.“ Herðubreiðarlindir eru staður sem þarf að skoða í ró og næði og margt er að sjá. En skýjabakkinn norðan Herðubreiðar var orðinn ískyggilega svartur og því rétt að koma sér í loftið áður en við yrðum kaffærðir í rigningu. Svo að við þökkuðum kærlega fyrir kaffið og kleinurnar, veifuðum í kveðjuskyni og Pían bar okkur heim á leið. Þeir sem heimsækja Lindirnar eru á öllum aldri og margt er að skoða og skilgreina. 5. ágúst 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.