Dagur - 05.08.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 05.08.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÓRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Afrek við aldaskil Þann 28. júlí sl. voru liðin hundrað ár frá fæðingu Oddeyringsins Jóhannesar Jósefs- sonar (Jóhannesar á Borg). Hann var ekki aðeins afreksmaður í íþróttum sem bar hróður íslenskrar glímu og manndóms vítt um lönd heldur brennandi hugsjónamaður fyrir aðhliða framþróun lands og þjóðar. Svo vel vill til að við eigum ævisögu hans skráða af einum snjallasta rithöfundi síðari ára, Stefáni Jónssyni, er réði yfir austfirskum töfrum máls og stíls áður en hann koðnaði niður á Alþingi. Saga Jóhannesar er ekki einungis æsiskemmtileg lesning, þar sem enginn dauður punktur finnst, heldur stór- merk heimild um manndóm einstaklings er óx upp úr smæð og varð mikilmenni. Sú hlið sögu hans er snýr að líkamlegu atgervi er einstök og eftirbreytniverð ungum mönnum. Hitt er ekki síður minnis- og þakk- arvert að Jóhannes varð ásamt Þórhalli Bjarnarsyni og fleirum frumkvöðull að þeirri félagsmálahreyfingu er einna dýpst spor hefur skilið eftir sig í þjóðlífi aldar okkar: Ungmennafélögunum. Þó íslensk þjóð væri ekki burðug um síð- ustu aldamót, eftir fátækt, eymd og niður- læging, harðindi og landflótta fólks til Vesturheims, þá leyndist enn í brjóstum manna sú glóð er lífga mátti, væri rækilega í hana blásið. Og það gerðu þeir sannarlega þessir ungu menn er stofnuðu fyrsta ung- mennafélagið hér á Akureyri 6. janúar 1906, 15 saman. Hér var engin hálfvelgja í hlutun- um: Ræktun lýðs og lands, sjálfstæði íslands, hrifið undan oki Dana, skógrækt, bindindi, íþróttir, manngöfgi. Ungmennafé- lagshugsjónin fór sem eldur um hugi manna og alhliða þroski varð ótrúlega ör. Æskan reis úr öskustónni. Samhliða ungmennafélagshreyfingunni og í kjölfarið komu bindindisfélög og síðar verkalýðsfélög. Og þó vaxtarmátt drægi síðar mjög úr þessum hreyfingum öllum þá skildu þær eftir sig vegsögu í átt til stórra dáða. Skógurinn óx hægar en þar hélt vöxt- urinn þó sífellt áfram, allt til þessa dags. Og meðan hóglífið slævir hugsjónir okkar og baráttuþrek sýgur skógur landsins næringu úr íslenskri mold og verður hærri og styrkari eins og vonir frumherjanna stóðu til. En þökk sé þeim, hinum ungu ofurhug- um, er blésu að glæðum og kveiktu frelsis- bálið mikla við upphaf aldar. Við höfum lengi notið og vermst við yl frá því. Akureyri má enn í dag vera stolt af þess- um syni sínum, afreks- og hugsjónamannin- um Jóhannesi Jósefssyni. K. Eins og venjulega voru íslendingar allir á þeytingi út um allt land um verslunarmannahelgina - og allir í leit að stuði og fjöri. Eldhressir, syngjandi og trallandi. Atlavíkin vinsæl og fleiri staðir sem buðu upp á endalausa skemmtun alla helgina. Einn er sá staður á landinu (þeir eru ef til vill fleiri svipaðir til) sem þessa helgina bauð ekki upp á neitt nema það sem hann býður ætíð upp á á góðum sumardögum. Og það er óendanlegt úrval. Ef litfilma er í myndavélinni má smella þindarlaust af og árangurinn verður falleg mynd, næstum hvert sem vélinni er beint. Herðubreiðarlindir. Tíðindamaður Dags heimsótti þennan fallega stað um verslunarmannahelgina. Reyndar var dumbungur í lofti, en við vorum varla lentir þegar birti í lofti og sólin fékk aðalhlutverkið. Skammt frá flugbrautinni steig reykur til himins. Eða var það gufa frá hverasvæði? Ónei, þar var einungis um að ræða „sorpeyðingarstöð“ staðarins. Ingibjörg Kristín Steinbergsdóttir landvörður var að brenna rusl og bauð síðan upp á kaffi í Þorsteinsskála. Samstarfsmaður hennar, Hreinn Skagfjörð Pálsson var á ferðalagi þennan daginn. Það varð ekki hjá því komist að inna Ingibjörgu tíðinda. Hafa ferðamenn verið duglegir við að heimsækja Lindirnar í sumar? „Fjöldinn hefur verið svipaður og í meðalsumri. Við Hreinn komum hingað 1. júlí í ár og síðan þá eru skráðar um þúsund gistinætur í „Flugstöðin“ í Herðubreiðarlindum er óneitanlega með glæsilegri byggingum á landinu. 4 - QAGU.R - 5- ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.