Dagur - 05.08.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 05.08.1983, Blaðsíða 12
-----------BAUTINN - SMIÐJAN.......... Verðum með nýja rétti - aðallega fiskirétti um helgina, bæði á Bauta og Smiðju. Reynið þá ásamt frábæra salatbarnum sem algjörlega hefur slegið í gegn. Er togaramál XJtgerdarfélagsins komið í höfn: Sameiginlegt hagsmunamál Stjórn Útgerðarfélags Akur- eyringa hefur ákveðið, að ganga nú þegar til samninga við Slippstöðina um smíði á nýju togara fyrir félagið, sam- kvæmt smíðalýsingum er fylgdu nýlegu útboöi. Jakob Frímannsson, Sigurður Oli Brynjólfsson, Sverrir Leósson og Þorgerður Hauksdóttir stóðu að samþykktinni, en Kristján P. Guðmundsson sat hjá. Hann studdi hins vegar til- lögu framkvæmdastjóranna Gísla Konráðssonar og Vil- helms Þorsteinssonar, sem var afmarkaðri en sú tillaga sem samþykkt var. „Ég er ekki sáttur við þessa samþykkt stjórnarinnar, það er rétt,“ sagði Gísli Konráðsson, aðspurður í samtali við Dag eftir stjórnarfundinn. „Tillaga okkar Vilhelms fól einnig í sér samninga- umleitanir við Slippstöðina, en á öðrum forsendum en stjórnin vildi. Við vildum setja ákveðið þak á smíðaverðið, við þau mörk sem félagið telur sig geta borgað fyrir nýtt skip. Þar hefði mátt leggja japanska tilboðið til grundvallar, en það var lægsta til- boðið sem barst í smíðina á sín- um tíma. Það hefði mátt hækka það eitthvað þar sem verulegur ávinningur er í að smíða skipið hér heima. í okkar tillögu fólst að sú hækkun væri 5%. Að öðru leyti á það að vera Slippstöðvarinnar að brúa mis- muninn á þeirra tilboði og því japanska. Ef Slippstöðin hefði ekki viljað semja á þessum grundvelíi áttum við að bíða þar til innflutningsbann á nýjum skip- um rennur út,“ sagði Gísli Kon- ráðsson. „Ég vona að menn brúi það sem á milli ber í vinsemd, því þarna er um að ræða sameigin- legt hagsmunamál Slippstöðvar- innar og Útgerðarfélagsins, já og raunar bæjarbúa allra. Þess vegna taldi meirihluti stjórnar- innar óeðlilegt að annar samn- ingsaðilinn setti svo ströng skilyrði í upphafi, að fyrirsjánanlegt væri að hinn aðilinn gæti ekki uppfyllt þau,“ sagði Sigurður Óli Brynj- ólfsson, aðspurður um sjónarmið meirihluta stjórnar Útgerðarfé- lagsins. Skemmtileg uppákoma ■ Hafnarstræti. Á sólskinsbletti sat þessi náungi og söng hástöfum við eigin undirleik. Hattur- inn hans lá fyrir framan hann og þeir sem leið áttu framhjá létu tíkall og tíkall í hattinn. Og söngvarinn sagði takk. ________________________________________________________________________________________________________________Mynd: KGA Las Vegas-málid: Samnlngaleidln reynd „Það er ekki útilokað, að eigendur „Las Vegas“ loki staðnum, þannig að við höfum ekki viljað fara út í harðar að- gerðir fyrr en samningaleiðin er fullreynd,“ sagði Hreinn Veður „Það getur vel verið að þið sjáið sólina eitthvað á Akur- eyri um helgina, en sólríkasta svæðið verður að líkindum frá Egilsstöðum að Gríms- stöðum á Fjöllum, eða þar um bil,“ sagði Gunnar Hvammdal, veðurfræðingur, í samtali við Dag í morgun. Hann sagði útlit fyrir skúra- veður á Norðvesturlandi, allt til Skagafjarðar, en líklega yrði þurrt á Norð-Austur- landi og fremur hlýtt, 10-14 stiga hiti að deginum. Pálsson, bæjarlögmaður, í samtali við Dag. Málefni leiktækjasalarinns „Las Vegas“ voru til umræðu í bæjarráði Akureyrar 21. júlí sl. í bókun sinni „Krefst bæjarráð þess, að Laufey Birkisdóttir, sem rekið hefur leiktækjasalinn Las Vegas í Skipagötu 21, hætti starf- rækslu hans þegar í stað“ eins og segir orðrétt í fundargerðinni. Jafnframt fól bæjarráð lögmanni sínum að sjá til þess að starfsem- inni verði hætt „ og beita til þess lögbannsaðgerðum sé þess þörf.“ ,-,Ef að hægt er að leysa þetta mál eftir öðrum leiðum en með lögbanni, þá er það auðvitað heppilegra. Við vitum að Laufey hefur fengið vitneskju um ákvörðun bæjarráðs, þó hún hafi ekki meðtekið bréf sem henni var sent. Við höfum upplýsingar um vilja hennar til að loka staðnum, en verði það ekki gert innan skamms dugir ekki annað en fara í hörkuna,“ sagði Hreinn. Fari bæjarlögmaður fram á lögbann er það bæjarfógeta að meta hvort það nær fram að ganga. Verði hann við lögbanns- kröfunni þarf bæjarlögmaður að höfða staðfestingamál strax. Samkvæmt upplýsingum Dags má allt eins búast við að Akur- eyrarbær tapaði slíku máli og þar með þeirri tryggingarfjárhæð sem sett verður upp. Þetta mál var borið undir Helga M. Bergs, bæjarstjóra. „Mér hefur verið sagt af lög- fróðum mönnum, að þetta mál geti staðið í járnum. En við vilj- um reyna samningaleiðina og teljum að harkalegar aðgerðir nú yrðu ekki til að flýta málinu. Verði staðnum hins vegar ekki lokað innan fárra daga verður látið reyna á lögbann," sagði Helgi M. Bergs. • / Flatey Bændur úr Mývatnssveit eru byrjaðir heyskap í Fiatey á Skjálfanda. Drangurflutti hcy- vinnslutæki bændanna út í eyju í gær og að líkindum mun skip- ið sækja heyfenginn þcgar þar að keniur, að sögn Jóns Stein- dórssonar, framkvæmdastjóra Drangs. Ekki hefurveriðheyj- að f Flatey um árabil, en eins og frarn hefur komið í Degi komu tún Mývetninga illa lcik- in undan vetri. Bændur þar verða því að neyta allra ráða til að fá í hlööur sínar. „Ætli ástæðan sé ekki cinfuld- lega sú að þeir treysta ckki far- artækjum sínum í aðra þolraun á íslenskum vegum,“ sagði Jón Steindórsson, frainkvæmda- stjóri Drangs, » samtali við Það eru stjórnendur Arena sirkusins danska, sem Jón á við, en Drangur mun flytja allt hans hafurtask frá Reykjavík til Akureyrar í byrjun næstu viku. Sirkusinn kom til lands- ins með Norröna og fór iand- leiðina frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Sú ferð mun hafa vcrið „einn sirkus“ frá upphaíi til enda. Allavega treysta stjórnendur sirkusins ekki far- artækjum sínum til tleiri lang- ferða á íslenskum vegurn. Fyrsta sýning Arena á Akur- eyri vcrður á fimmtudaginn. WBBÍ&Sma Ný sending af joggingefnum:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.