Dagur - 26.08.1983, Síða 4

Dagur - 26.08.1983, Síða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 A MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vandi húsbyggjenda Undanfarna daga hefur hópur manna um bætt kjör húsbyggjenda verið að starfi. Sl. miðviku- dag stóð þessi hópur fyrir almennum borgara- fundi í Sigtúni í Reykjavík. Á fundinn fjöl- menntu húsbyggjendur, ungt fólk sem á það sameiginlegt að vera að kikna undir þeirri fjár- hagsbyrði sem fylgir því að koma sér upp hús- næði. Þá barst fundinum fjöldi baráttuskeyta víðs vegar af landinu frá húsbyggjendum sem einnig sjá ekki fram úr þeim ógöngum sem þeir stefna nú í. Aldrei fyrr hefur ástand húsbyggjenda verið jafn háskalegt og ljóst að hundruð heimila eru í hættu verði ekki þegar í stað gripið til raun- hæfra aðgerða af hálfu stjórnvalda og ekki síður bankakerfisins. Sífellt er að koma betur í ljós sá gífurlegi mismunur á aðstöðu þess fólks sem byggði á tímum verðbólgu og óverðtryggðra lána og þeirra sem verða að standa skil á þeim verð- tryggðu lánum sem húsbyggjendur nú eiga kost á til fárra ára eða aðeins nokkurra mán- aða. Þeir sem þannig gátu áður komið undir sig fótunum með raunverulegum styrkjum frá því opinbera, verða að átta sig á þessum mismun. Þeir komu fyrstir að veisluborði fjár- magnsins þar sem boðið var m.a. upp á skyldusparnað unga fólksins, ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna og sparifé gamla fólksins. Nú sitja þeir vel saddir og biðja um ódýran gjald- eyri til að skemmta sér fyrir, á meðan öðrum er sagt að snúa sér að þeim ruðum sem eftir eru á veisluborðinu. Ekki er nema von að reiði húsbyggjenda beinist að pólitískum ráðamönnum þjóðarinn- ar og sannarlega er ekki rétt að firra þá ábyrgð. Þar eiga allir flokkar hlut að máli. En þó er rétt að minnast þess að þeir eru ekki ann- að en spegilmynd þjóðarinnar hverju sinni. Vandi húsbyggjenda nú er ein af mörgum afleiðingum óðaverðbólgunnar sem allir flokk- ar hafa barist gegn án sýnilegs árangurs enn sem komið er. Þó má fullyrða að vandi þeirra sé hættulegri þjóðfélaginu en margur annar, þar sem hann ræðst að rótum þess, heimilun- um og þar með börnunum. Þau myndu ekki sakna þess þótt dregið væri úr utanlandsferð- um, beðið væri með flugstöðvarbyggingar eða hætt við að reisa Seðlabankahús - jafnvel þótt það kosti ekki neitt, heldur sé unnið fyrir pen- inga sem til urðu þar innan dyra. En þau líða hins vegar fyrir þá óhóflegu vinnu sem foreldrarnir leggja á sig, fyrir það að vera ein alla daga, fyrir það að fjármálaáhyggj- ur lama það litla heimilislíf sem þeim er boðið upp á og jafnvel það að foreldrarnir eru skildir að skiptum. Þetta er sú mynd sem blasir við þeim ein- staklingum sem eiga að erfa þetta land. Hús- byggjendur eru ekki að biðja um neina ölm- usu, aðeins að fá tækifæri til að lifa sem annað fólk. Þeir vilja geta fengið aðstoð nú en greitt hana að fullu síðar meir. Sá hópur áhuga- manna sem hefur komið svo myndarlegri um- ræðu af stað um þessi mál á vissulega þakkir skilið. N.Á.L. 4 - DÁGíUfiÁ. 26 ágúsf’t983 ' Hrólfur Árnason. Eitt af því sem fylgir neyslu- samfélagi nútímans er rusl og drasl í alls kyns mynd. Vélar og tæki úreldast og eyðileggjast og sífellt er verið að skapa þörf fyrir ný og betri tæki. En hvað á svo að gera við gamla draslið þegar búið er að kaupa nýtt tæki? Sums staðar er þetta borið út fyrir húsvegg og látið grotna niður. Á öðrum stöðum er járnaruslinu safnað saman í svokallaða ruslahauga, þar sem jarðýtur ýta mold yfir með vissu millibili. í þriðja lagi, sem er því miður ekki algengt hér á landi, gera menn sér verðmæti úr þessu og selja í brotajárn. Ég held að engum detti í hug að telja Húsvíkinga í fararbroddi í þessum málum. Peir nota ennþá „jarðýtuaðferðina" í sínum rusla- málum. Ruslahaugar bæjarins standa rétt fyrir utan bæinn. Þar hitti ég fyrir Hrólf Árnason, en hann sér til þess að bæjarbúar fylgi settum leikreglum í rusla- málum. - Hverjar eru leikreglurnar Hrólfur? „Pær eru fólgnar í því að hér á aðeins að koma rusl sem ekki er hægt að brenna. Allt brennanlegt rusl á að sjálfsögðu að fara í sorp- eyðingarstöðina." - Fylgja bæjarbúar þessum leikreglum? „Já, í flestum tilfellum má segja það. Þó kemur það alloft fyrir að hingað kemur rusl sem alls ekki á hér heima. Um daginn kom t.d. hingað allvænn timburhraukur, í honum voru bara ágætar spýtur innan um. Enginn vaktmaður var hér þegar þetta gerðist. Hins veg- ar hafa menn blessunarlega mis- munandi verðmætamat. Því nokkrum dögum seinna var hraukurinn horfinn. Einhver hef- ur komið hér og haft timbrið á brott með sér.“ - Hvernig hefur umgengnin verið á haugunum? „Ja, það verður að segjast eins 'og er, hún hefur verið slæm. Þess vegna var tekið upp það ráð að vakta svæðið. Við erum í þessu tveir eldri menn, fjóra daga vik- unnar, hvor um sig hálfan daginn í senn.“ - Hvað ert þú orðinn gamall Hrólfur? „Ég er orðinn áttræður og þetta er það eina sem ég geri nú orðið. Skila 15 tímum á viku. Já þau eru fljót að renna áfram árin skal ég segja þér. Þegar maður er orðinn gamall er þetta orðið rólegt hjá manni.“ - Ertu búinn að vinna lengi hjá bænum? „Þau eru orðin 18 eða 19 árin sem ég hef unnið þar. Fyrst þegar ég kom í bæinn var ég með smá rollubúskap og vann hálfan dag- inn á skrifstofu. Bærinn var nú ekki stór þá, liggur við að fjárhús- in hafi verið þar sem miðbærinn er nú.“ Nú er samtal okkar truflað af fólki sem á erindi á haugana. Hrólfur snarast út úr litla skúrn- um sínum og leiðbeinir fólkinu. Það er að losa sig við drasl af lóð- inni sinni. Að því loknu kemur gamli maðurinn aftur inn í skúr- inn og samtalið heldur áfram. - Hefurðu gert einhvern aftur- reka héðan? „Nei, nei, það geri ég ekki. Ég reyni að leysa vanda allra sem koma hingað.“ - Hvaðumumgengnialmennt, finnst þér hún fara versnandi? „Nei, það finnst mér ekki. Ég held það sé enginn vafi á því að bærinn er alltaf að verða fallegri með hverju árinu sem líður. Þannig held ég að það sé yfirleitt hér á landi. Ég kom t.d. til Sauð- árkróks um daginn. Ljómandi er það orðinn fallegur og snyrtilegur bær. Annars má alltaf að öllu finna, ef grannt er skoðað. Sjó- menn hafa haft orð á því að haug- arnir hérna séu ekkert augnayndi séðir frá sjó. En spurningin er bara hvar á að staðsetja svona hauga svo allir verði sáttir við þá.“ - Að lokum Hrólfur. Hvernig kanntu við þig að vinna bara 15 tíma á viku? „Maður venst því. Ég gekkst undir augnauppskurð í vetur og get þess vegna ekki unnið hvað sem er. Það er tilbreyting í því að hafa vinnu, þótt ekki sé meiri en þetta. Það gefur nefnilega lífinu gildi að hafa tilbreytingu. Það er gaman að geta unnið.“ Á raslahaugum Húsvíkinga: Einhver hefíur komid og haft tímbrið á brott...

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.