Dagur


Dagur - 07.09.1983, Qupperneq 1

Dagur - 07.09.1983, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI 66.árgangur Akureyri, miðvikudagur 7. september 1983 99. tölublað Ríkissjóður skuldar sveitarfélögum á Norðurlandi milljónir króna - vegna rekstrarhagnaðar á síðasta skólaári Á fjórðungsþingi Norðlend- inga um síðustu helgi var sam- þykkt áætlun þar sem harðlega voru átalin þau vinnubrögð sem nú eru höfð í frammi varð- andi endurgreiðslur skóla- kostnaðar til sveitarfélaga, en í ágústlok námu skuldir ríkis- sjóðs við sveitarfélög á Norðurlandi milljónum króna vegna rekstrarkostnaðar síð- astliðins skólaárs. í ályktun þingsins var þess krafist að skuldir þessar verði þegar í stað greiddar og sveitar- félögunum gefin trygging fyrir reglulegum endurgreiðslum framvegis. Að öðrum kosti verði tvísýnt um skólahald í dreifbýli, þar sem ófært sé að ráða fólk til starfa, s.s. við skólaakstur, við þessar aðstæður. Tillaga að 150 báta höfn við Torfunef „Það er vilji hafnarstjórnar að skemmtibátahöfn verði hér inni á Pollinum þótt hugsan- lega séu ekki allir aðila sem um málið fjalla á sama máli um hvar eigi að staðsetja hana ná- kvæmlega,“ sagði Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri á Akureyri í samtali við Dag. „Ég vona að þessari skemmti- bátahöfn verið valinn staður við Torfunef. Annars er málið það stutt á veg komið ennþá að það er einungis búið að kynna það í hafnarstjórn en það hefur ekki farið fyrir skipulagsnefnd eða bæjaryfirvöld. Sú tillaga sem nú hefur verið lögð fram í hafnarstjórn og er unnin hjá Arkitektastofu Svans Eiríkssonar gerir ráð fyrir 150 báta höfn við Torfunefið. Reikn- að er með að byggður verði grjót- garður í suður frá Norðurgötunni suður undir Torfunefsbryggju. Dokkin myndi þá afmarkast af þessum garði og ytri Torfunefs- bryggjunni. Þá yrði fyllt upp í gömlu dokkina en viðlegupláss fyrir stærri skip þar utan á engu að síður. Þetta er sú hugmynd sem nú er uppi en hefur ekki ver- ið samþykkt enn sem komið er. Hæhó! Sá stutti var hress með sólskinið sem baðaði Akureyringa í gær, og veifaði víg- reifur í fölan ljósmyndarann. Mynd: KGA „Hættum að aka að ■ r m m ' ■ c c — ef ekki verða sjukrahusinu "irr „Ég er ákveðinn í því að hætta akstri strætisvagnanna að sjúkrahúsinu í vetur ef ekki verða gerðar úrbætur á þessu,“ sagði Stefán Baldurs- son, forstöðumaður Stræt- isvagna Akureyrar, „og ég mun standa eða falla með þess- ari ákvörðun. Breytingar á bQa- stæðinu fyrir framan sjúkra- húsið gera ókleift að aka þang- að í hálku; þurfa jafnvel að snúa við á bílastæði sjúkrabíl- anna eða bakka niður brekkuna aftur.“ „Eftir að þessar breytingar voru gerðar má segja að við höf- um lent í erfiðleikum í nær hvert skipti sem ekið er upp að sjúkra- húsinu. Svæðið þar sem við höf- um venjulega snúið hefur þrengst svo mikið að það er ógjörningur að koma því við. Við höfum lagt til að í stað þess að fara Eyrarlandsveginn verði ekið Þórunnarstræti, til vinstri að Systraseli og þaðan að vesturhlið sjúkrahússins. Það vantar smá vegarkafla til að þetta sé hægt og það hefur eitthvað vafist fyrir mönnum að ákveða hver á að greiða þá vegagerð. En það er ljóst að við óbreytt ástand verður ekki unað í vetur,“ sagði Stefán Baldursson. bls. 6-7

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.