Dagur - 19.09.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 19.09.1983, Blaðsíða 2
Hvort flnnst þér betra pepsi eða kók? Ingvar Jóhann Kristjánsson. Pepsi. Pað er minna gos í því. Amar Skúlason. Eiginlega er kókið betra, en ég kaupi ofstast pepsi því það er ódýrara. Sveinn Guðfínnsson. Kók er mikið betra. Pepsi er með vatnsbragði og helst ekki kaupandi. Ema Sigmundsdóttir. Pepsi, ég veit ekki af hverju, kannski af því það er ódýrara. Ámý Þórólfsdóttir. Pepsi, það er betra bragð að því og ég kaupi það heldur. - segir Þorsteinn Pétursson, framkvæmdastjóri umferðarviku á Akureyri „Ég ætla að taka það fram, að ég er ekki sérfræðingur í um- ferðarmálum, en ég hef unnið við þetta í 15 ár og það er ágætis reynsla,“ sagði Þor- steinn Pétursson, sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri umferðarviku, en hana á að halda á Akureyri 26. septem- ber til 2. október. „Ég var ráðinn til að gera dagskrá fyrir vikuna. Við reynum að fá félög og fyrirtæki sem koma nærri umferðarmálum til að taka þátt í umferðarvikunni og stuðla að því að hún verði sem vegleg- ust og best. - Áður en við byrjum á um- ferðarvikunni, hvernig gekk um- ferðin á Akureyri fyrir sig á síð- asta ári? „Á síðasta ári urðu 755 um- ferðaróhöpp og það hljóta allir að sjá að er há tala. Af þessum 755 óhöppum var í 347 skipti ekið aftan á bíla eða á kyrrstæða bíla. Af 414 árekstrum sem senda þurfti til dómstóla var í 87 skipti ekki virtur umferðarréttur og í 77 skipti var aðalbrautarréttur ekki virtur. Of hraður akstur eða gá- leysi olli 83 árekstrum. Það verð- ur svo að athuga það að á bak við hvern árekstur eru einnig aðrar orsakir en að menn hafi ekki virt umferðarreglur. Menn eru ekki með hugann við aksturinn, þeir eru að hugsa um vandamál heim- ilisins og vinnunnar og gleyma því að þeir eru að aka bifreið. Umferðin krefst þess að þú sért að hugsa um aksturinn þegar þú ert að aka. Maður getur verið hlutlaus í pólitík, en ekki í um- ferðinni, þú verður að taka þátt. Mér finnst menn of viðkvæmir ef þeim er sagt til í umferðinni. Ég get komið með athugasemdir um konuna og ættingjana og þeir taka því með jafnaðargeði. En ef ég segi að þeir séu klaufar í um- ferðinni þá bregðast þeir hinir reiðustu við.“ - Hvað verður um að vera á umferðarvikunni? „Við reynum að hafa það sem fjölbreytilegast, en eðlilega verð- ur þáttur lögreglunnar stærstur. Löggæsla verður stórlega aukin og eftirlit allt hert. Ég get nefnt sem dæmi að á síðastliðnu ári kærði lögreglan 885 ökumenn fyrir að leggja ólöglega og sektir fyrir það eitt námu 212.400 kr. Frá því í vor hafa 129 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akst- ur hér í bænum og í kringum Ak- ureyri. Sektir fyrir það hafa num- ið 224.400 kr. Við reiknum með að hver og einn hafi fengið meðalsekt. Minnsta sekt fyrir of hraðan akst- ur er 950 kr. og það fer svo stig- hækkandi eftir því sem hraðinn er meiri. En eins og ég segi, það verður ýmislegt um að vera. Við stefn- um að því að halda fjölmennasta útifund um umferðarmál sem haldinn hefur verið á íslandi. Ætlunin er að stefna öllum skóla- nemum og foreldrum þeirra á fund á íþróttavellinum. Þar munu nemendur sjálfir halda ræður, blásarasveit frá Tónlistar- skólanum mun spila og leikfélag- ið verður með uppákomu. Einnig stendur til að halda almennan borgarafund um umferðarmál. Síðan vonumst við til að hægt verði að bjóða ökumönnum uppá upprifjunarnámskeið. Þá verðum við með námskeið um hvernig best er að undirbúa bíl- inn fyrir veturinn. Það verður kynning á vetrarhjólbörðum og hvernig best er að rakaverja vél- ina o.s.frv. Félagar úr Hjálpar- sveit skáta verða við barnaskól- ana og aðstoða börnin við að festa glitmerki og ljósabúnað á hjólin. Nú, síðan ætlum við að halda fund með öldruðum í fé- lagsheimili þeirra og ræða um- ferðarmál. Bifreiðaverkstæði bjóða uppá sérstaka þjónustu vegna ljósaskoðunar, en henni á að vera lokið 1. október. Að síð- ustu má nefna almennan borg- arafund 1. október." - Hverjar eru helstu breyting- ar í umferðarmálum á þeim 15 árum sem þú hefur starfað við þetta? „Gatnakerfið og vegirnir hafa batnað mikið. Það er mun meira um notkun bílbelta nú en áður. Mér finnst vera vaxandi skilning- ur á því að umferðin þurfi að vera mannleg. Menn eru mikið til hættir að bölva ökumanninum sem ekki fer af stað á umferðar- Ijósum um leið og græna ljósið kviknar. Það er verst hvað fólk er hart á réttinum. Það lætur jafnvel frekar keyra sig niður en að gefa réttinn og brosa. Að lokum þetta: í umferðar- vikunni er ég tilbúinn að mæta á vinnustaði og ræða umferðarmál yfir kaffibolla. Bara hringja í mig, það vita allir hvar mig er að finna.“ Þorsteinn Pétursson. „Það vita allir hvar mig er að finna“ vífum vænum....“ Vísan er eftir Örn Snorrason - en ekki Friðjón Axfjörð Steingrímur Eggertsson skrifar: Ég las í Degi 22. ágúst sl. athuga- semd frá Sigtryggi Símonarsyni um fyrrum eiganda Hlíðarenda í Kræklingahlíð, og gerir hann að umræðuefni vísur sem kveðnar voru um þáverandi eiganda kotsins, Ólaf Thorarensen bankastjóra. Sigtryggur tilfærir vísuna „Lögmannshlíðar vífum vænum...“ og segir hana vera eftir Friðjón Axfjörð. Þetta er ekki rétt eins og nú skal skýrt frá. Þáð var um sama leyti og Ólaf- ur var að huga að koti sínu, að enski herinn var að láta byggja bragga og leggja vegi í hlíðar- horninu og hafði hópa af verka- mönnum frá Akureyri í vinnu. Faðir minn, Eggert Grímsson var í einum þessara hópa, og þar var einnig Örn Snorrason túlkur og verkstjóri. Eitt kvöldið kom pabbi heim með vísu skrifaða á blað, sem hann sagði að Örn Snorrason hefði kveðið þá um daginn þegar þeir sáu Ólaf á ferð- inni að Hlíðarenda, og er vísan svona: Lögmannhlíðar vífum vænum, verður margt að bitlingi. Ók hér fríður upp að bænum, Ólafur í Tittlingi. Nú hef ég hringt í Örn Snorra- son kennara sem býr að Ljós- heimum 22 í Reykjavík og spurt hann hvort ég fari hér með rétt mál, og segir hann svo vera. Friðjón Axfjörð hef ég ekki ennþá getað náð í vegna þess að hann er látinn fyrir nokkrum árum.... -Mér finnst að Sigtrygg- ur sé einn af „postulum sannleik- ans“ og með „ögn mislagðar hendur“ eins og hann orðar í at- hugasemd sinni þegar hann segir að vísan sé eftir Friðjón Axfjörð. 2 - DAGUR - 19. september 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.