Dagur - 19.09.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 19.09.1983, Blaðsíða 3
 Bíræfnir hjólaþjófar Nokkur brögð hafa verið af því að undanförnu að reiðhjól- um hefur verið stolið og það jafnvel frá útidyrum húsa. Að sögn konu nokkurrar sem orðið hefur fyrir því að tveim læstum reiðhjólum hefur verið stolið frá fjölskyldu hennar í sumar, þá er bíræfni þjófanna ótrúleg. Bæði hjólin voru sem fyrr segir læst og í skoti rétt við útidyr raðhússins sem er í Litlu- hlíð. - Við eigum eitt hjól eftir, sagði konan - en við höfum þver- skallast við að taka það inn. Ef ekki er lengur hægt að hafa eignir sínar í friði langt inni á lóð og við hús sín þá er fokið í flest skjól. Hjólin sem hér um ræðir eru Schauff-kvenreiðhjól og blátt Kalkhoff-drengjareiðhjól, bæði þriggja gíra. Þeir sem geta gefið upplýsingar um þessi hjól geta haft samband í síma 25626 eða snúið sér til lögreglunnar. Sveit Akur- eyrar vann Bæjarkeppnin í bridge milli Ak- ureyringa og Siglfirðinga var háð hér á Akureyri um helgina 10. og 11. september. Spiluðu 5 sveitir frá hvorum kaupstað, eftir Board-o-max fyrirkomulagi. Undanfarin ár hafa Akureyr- ingar sigrað með talsverðum mun, en nú var munurinn 84 stig. Akureyringar hlutu 742 stig gegn 658 stigum Siglfirðinga. Bestur árangur einstakra sveita varð þessi: 1. Sveit Stefáns Ragnarssonar, Ak. ' 175 2. Sveit Júlíusar Thorarensen, Ak. 166 3. Sveit Boga Sigurbjörnssonar, Sigl. 150 4. Sveit Harðar Steinbergssonar, Ak. 149 5. Sveit Antons Haraldssonar, Ak. 130 6. Sveit Georgs Ragnarssonar, Sigl. 129 Næsta bæjarkeppni verður á Siglufirði að ári. Krístján Hannesson kartöflubóndi glaðbeittur á svip, Mynd: KGA „Heldur léleg uppskera“ Á bænum Kaupangi í Önguls- staðahreppi stóð kartöfluupp- taka sem hæst er tíðindamenn Dags bar að garði. „Það er nú heldur léleg uppskeran í ár,“ sagði bóndinn á bænum, Krist- ján Hannesson. „Annars fer það nokkuð eftir tegundum hvernig þetta kemur út, Gull- augað er best, en Binte er ákaflega lélegt. „Við erum búin að vera hér í garðinum í 4 daga, mest heima- fólk, en svo höfum við fengið nokkra unglinga úr bænum. Garðurinn er eitthvað á milli 7 og 8 hektarar og við erum ekki hálfnuð. Við seljum kartöflurnar til KEA og eitthvað fer á Sval- barðsströndina. Ég reikna með að fljótlega verði skortur á ís- lenskum kartöflum og að flytja þurfi inn kartöflur bráðlega. Ég hef verið með kartöflur í 15 ár og þetta er með versta móti núna í haust, það var líka slæmt ’79. Það eru vorkuldarnir sem fóru með þetta,“ sagði Kristján kartöflubóndi Hannesson. Úr Mjólkursamlagi KEA. MJÓLKURSAMLAG KEA: Innlögð miólk álíka mikil og árið 1982 Svo virðist sem innlögð mjólk hjá Mjólkursamlagi KEA verði álíka mikil og árið 1982. Nokkur aukning varð þó á fyrstu mánuðum ársins eða 1,8% fram til júnfloka. Senni- lega er „mjóIkurtoppnum“ náð í ár. Var það um 10. júlí. Er það sami tími og undanfarin ár. Tíðarfar næstu vikur getur því skipt miklu um það hvað mjólkurmagnið helst lengi uppi. Á síðustu vikum hefur Mjólk- ursamlagið sett á markaðinn skyr í dósum. Er hér um að ræða „gamla, góða“ skyrið, aðeins í nýjum umbúðum. Með tíman- um, og ef þessar umbúðir reynast vel, verður prentuð nákvæm inni- haldslýsing ásamt fleiri upplýs- ingum á þessar umbúðir. Þá var og sett á markað skyr með jarð- arberjabragði. Hefur það fengið ágætar móttökur hjá neytendum. Þessar skyrumbúðir eru í tveimur stærðum^O^^o^O^^^^^^^ Þá er einnig hafin sala á nýrri tegund af jógúrt, kirsuberjajóg- úrt, en framleiðslu á jógúrt með súkkulaðibragði var hætt vegna dræmrar sölu. Alls eru nú fram- leiddar átta tegundir af jógúrt hjá Mjólkursamlagi KEA. Þá er nýlega hafin framleiðsla á sýrðum rjóma með nokkrum bragðtegundum og væntanlegar á næstu dögum ídýfur, unnar úr kotasælu, undir nafninu ostaídýf- ur. 19. september 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.