Dagur - 19.09.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 19.09.1983, Blaðsíða 12
VATNSHOSUR - PAKKNINGAEFNI K2 — Vs—Vs—1—■1 'Á—1 /2 13/4—2—21/4 — 214—3 KORKUR OG SKINN Kanadískur ráðgjafi telur rekstur trjákvoðuverksmiðju ótryggan: Kjartan Freyr með rottueitur. Fundu rattu- eitur 1 fjor- unni „Okkur finnst að þetta eigi ekki að vera þar sem smábörn geta náð í þetta,“ sagði Kjart- an Freyr Vilhjálmsson 12 ára, sem ásamt Brynjari Aðalsteini Sigurðssyni fann poka fullan af rottueitri í fjörunni við Strand- götu. Sögðust piltarnir hafa verið að veiða er þeir fundu eitrið. Valdimar Brynjólfsson heil- brigðisfulltrúi sagði í samtali við Dag að meindýraeyðir dreifði þessu og stæði nú yfir herferð gegn þessum vágesti, rottunum. Sagði hann að ganga ætti þannig frá þessu að t.d. hundar og kettir kæmust ekki í það og alls ekki börn. Jón Björnsson meindýraeyðir sagði að hann hefði gengið vel frá eitrinu, stungið því inn í holur og látið steina yfir. Krakkar ættu ekki að komast í pokana, nema þeir væru að velta um steinum og troða höndunum ofan í holurnar. Sagði Jón að herferðin gegn rott- unum gengi ágætlega. Mikill misskilningur ■ m ■ ■ r ■ ■■■■ ■ v r m ■ r jrm CC — segir Arnljótur Sigurjónsson á Húsavfk - Ég er bara nokkuð hress með þessar niðurstöður enda eru þær alveg í samræmi við það sem við höfum alltaf vitað, að ekki þýddi að ætla sér að leggja út í þetta fyrirtæki án þess að tU kæmi aðili að fyrir- tækinu sem hefði yfir tækni- þekkingu og aðgangi að mörk- uðum að ráða. Og við höfum verið í sambandi við slík fyrir- tæki t.d. í Finnlandi sem lýst hafa yfir áhuga sínum en um það veit þessi kanadíski ráð- gjafi auðvitað ekkert. Þetta sagöi Arnljótur Sigur- jónsson á Húsavík, einn þeirra manna sem staðið hafa að baki fyrirhugaðrar trjákvoðuverk- smiðju á staðnum, í samtali við Dag, þegar niðurstöður hag- kvæmnis- og arðsemiskönnunar þeirrar sem kanadískur ráðgjafi hefur gert varðandi trjákvoðu- verksmiðjuna, voru bornar undir hann. í niðurstöðum þessum seg- ir nánast að verksmiðjan sé dauðadæmt fyrirtæki miðað við upphaflegar forsendur, sam- kvæmt heimildum Dags. - Það er mikill misskilningur og fljótfærni að ætla að stimpla trjákvoðuverskmiðjuna á Húsa- vík dauðadæmt fyrirtæki, sagði Arnljótur Sigurjónsson. - Við höfum verið í sambandi við ein tvö stór finnsk fyrirtæki í trjáiðnaði og reyndar fyrirtæki víðar og þessi finnsku fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga sínum á sam- starfi. Og þetta eru stór fyrirtæki jafnvel á finnskan mælikvarða, sagði Arnljótur Sigurjónsson. - Þessar niðurstöður koma mér á óvart, sagði Bjarni Aðalgeirs- son, bæjarstjóri á Húsavík í sam- tali við Dag nú í morgun. Að öðru leyti vildi Bjarni ekki tjá sig nánar um málið enda hafði hann ekki fengið umrædda skýrslu í hendurnar. Páll Flygering, ráðuneytisstjóri í Iðnaðarráðuneytinu varðist í morgun allra frekari frétta en sagði þó að hann teldi niðurstöðu skýrslunnar frekar neikvæða. - En ég hef ekki kynnt mér efni hennar nægilega vel til þess að úttala mig um niðurstöðurnar, sagði Páll Flygering. Bröndóttur kirkjugestur. Mynd: KGA. Oraunhæft verð á nætur- hituninni? „Ég hef sent erindi inn til bæjarstjóra þar sem ég óska eftir því að þetta mál verði tek- ið til athugunar. Að öðru Ieyti veit ég ekki hvernig það stendur,“ sagði Wilhelm Steindórsson hitaveitustjóri um fyrirætlanir Péturs Péturs- sonar, að kynda hús sitt með næturhitun. „Ég á von á því að staðan sé þannig í dag að orkuverð sé lægra til næturhitunar en hjá Hitaveit- unni. Spurningin er hins vegar sú, hvort þetta sé raunhæft verð sem Rafveita Akureyrar er með á næturhituninni. Ef svo er ekki, og ég er ekki sannfærður um að svo sé, þá er það óeðlilegt, að bjaga þau viðhorf sem hér hafa ríkt að hús á Akureyri skuli tengjast hitaveitu til frambúðar,“ sagði Wilhelm. Hann sagði að ef það sýndi sig að eðlilegt og hagkvæmt væri að breyta reglum Hitaveitunnar, þyrfti það að gerast samræmt, en ekki væri rétt að annar aðili, til dæmis Rafveitan tæki ákvarðanir í þessu sambandi. „Ég skal ekki um það segja hvort umsókn um undanþágu yrði neitað í þessu tilviki. Hins vegar er það ljóst að það er geng- ið út frá því að þessi gata verði að fullu hitaveituhituð og lagðar lagnir með tilliti til þess. Og af okkar hálfu stendur ekki annað til en að lögð verði hitaveita í öll hús.“ Enginn fundur Nokkuð er um liðið síðan for- ráðamenn Slippstöðvarinnar á Akureyri og Útgerðarfélags Akureyringa h.f. funduðu síð- ast um samningamál fyrirtækj- anna varðandi smíði á nýjum togara fyrir Ú.A. Tveir fundir hafa verið haldnir og að sögn Gunnars hefur tíminn frá því síðari fundurinn var hald- inn verið notaður af þeim Slipp- stöðvarmönnum til þess að kanna ýmis mál og láta kanna fyrir sig ýmislegt fyrir næsta fund. „Ég reikna frekar með því að það fari að styttast í næsta fund,“ sagði Gunnar. Veður Samkvæmt þeim upplýsingum sem við fengum á Veðurstof- unni í morgun eru ekki mildar breytingar fyrirsjáanlegar á veðrinu á Norðurlandi næstu daga. Reiknað er með áframhald- andi norðanátt í dag og á morgun, en á miðvikudag eða fimmtudag gæti hann gengið meira í austrið og jafnvel hlýn- að eitthvað. Hitastig næstu daga verður 4-5 stig að nótt- unni og 7-8 stig á daginn ef allt fer að óskum. - Haustið er komið. # Hraðakstur í nágrenni skóla Nú í skólabyrjun hafa margir foreldrar komið að máli við Dag og lýst yfir áhyggjum sínum vegna umferðar og hraðaksturs i nágrenni skól- anna. Og þessar áhyggjur foreldranna eru vissulega ekki að ástæðulausu. Vitað er að bæði á Þing- vallastræti, á Hliðarbraut og Glerárgötu er oft ekið langt yfir löglegum hraða. En hvað er til ráða? Lögreglan er að vísu reglulega með hraða- mælingar en betur má ef duga skal. Umferðarnefnd verður að láta þetta mál til sin taka enda verðugt verkefni fyrir svokallaða umferðar- viku. Ekkl er hér mælt með að teknir verði upp geysiháir umferðarþröskuldar líklr þeim sem brotið hafa niður bíla og vélskóflur fyrir sunnan, en lágir þröskuldar og þrengingar ættu að koma til greina. # llla merktar gangbrautir Það er annað mál sem lýtur að umferð i nágrenni skóla. Gangbrautirnar. Á ferð Dags með lögreglumanni um bæ- inn á dögunum kom í Ijós að gangbrautir eru ekki merktar nema rétt þar sem gang- brautin er. Á flestum stöðum tíðkast að setja niður skilti ca. 50- 100 metra frá gang- braut til að minna á að gangbraut sé framundan. þessu virðast sklpulagsstjór- ar hafa gleymt a.m.k. við sumar gangbrautir hér i bæn- um og það er kominn tfmi til að ráða bót á þessu. # Handstýrð umferðarljós Eitt enn um skólabörn og umferð. Handstýrð umferð- arljós eru ekki nema á þrem stöðum i bænum. Á Þing- vallastræti, Hörgárbraut og við nýju gatnamótln á Strand- götu og Glerárgötu. Þessum umferðarljósum mætti fjölga að mun hér í bænum. Hér skulu aðeins nefndfr staðir eins og gangbrautin við Ráðhúsið á Glerárgötu, gangbrautfn þar sem Þórunn- arstræti kemur að Glerár- götu, og á Hlíðarbraut milli Síðu- og HKðarhverfis. Fleiri staði mætti að sjálfsögðu nefna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.