Dagur - 19.09.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 19.09.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Áfangasigur í álmálinu Á fundi sínum í Zurich 6-7 þessa mánaðar náði samninganefnd um stóriðju og fulltrúar Alusuisse samkomulagi, áfangasigri sem færir íslendingum 10 milljónir króna á mánuði í auknar tekjur af raf- orkusölu til álversins í Straumsvík og skapar auk þess farveg fyrir alhliða samninga við Alusuisse. Mikilvægustu atriði þessa samnings eru: 1. í fyrri samningum við Alusuisse voru engin ákvæði sem tryggðu íslendingum réttinn til að endurskoða viðkomandi samninga ef aðstæður breyttust eða aðrar ástæður bæru til. í hinum ný- gerðu samningum hefur Alusuisse skriflega skuld- bundið sig til þess að endurskoða samninga sína við íslendinga. 2. Meðan á endurskoðun og samningaviðræðum stendur mun verð á rafmagni til álversins hækka um nær 50% eða úr 6.475 miU upp í 9.5 eða 10 mill eftir álverði. 3. Deilumál fyrri ára eru tekin úr alþjóðlegum gerðardómi og sett í þrjár dómnefndir sem að yfir- gnæfandi meirihluta eru skipaðar íslendingum. Auk þess að færa dómnefndirnar þannig inn í landið og tryggja að viðhorf íslenskra manna séu þar ríkjandi, skulu dómnefndirnar hafa lokið störfum innan árs, en alþjóðlegi gerðardómurinn hefði vafalaust starf- að í 2-3 ár með tilheyrandi kostnaði. 4. Hafin verði endurskoðun orkusölusamningsins með það fyrir augum að tryggja íslendingum eðlil- egar verðtryggðar tekjur af raforkusölu. 5. Skattaákvæði aðalsamningsins verði endur- skoðuð í því skyni að gera reglur um skattlagningu álversins einfaldari. 6. Að fullfrágengnum samningum mun Alu- suisse fá heimild til að selja allt að 50% hluta í álver- inu (t.d. til Norsk Hydro) sem tvímælalaust styrkir rekstrarstöðu fyrirtækisins, auk þess sem hinir tveir erlendu aðilar munu veita hvor öðrum aðhald í rekstri. 7. Teknir verða upp samningar um stækkun álv- ersins í áföngum, enda séu kjör og skilmálar um kjör rafmagns þannig að Landsvirkjun séu tryggðar fullnægjandi tekjur. Það skal ítrekað að hér er aðeins um að ræða ís- lenskan áfangasigur. Hinar raunverulegu samninga- viðræður eru framundan og er stefnt að því að ljúka þeim fyrir 1. apríl nk. og grundvöllur þeirra er sá að viðunandi orkuverð fáist. Sú samningabarátta verður án efa ströng, því alþjóðleg auðmagnsfyrir- tæki eins og Alusuisse eru engin lömb að leika sér við, þeirra tilgangur er aðeins sá að græða fé. Það sorglega við þann samning sem nú hefur ver- ið gerður er hins vegar sá að vafalaust mátti ná honum fram 1979 eða 1980. Þeir samningamenn sem fóru með málefni íslands á þeim tíma og áttu að halda fram hagsmunum landsins bera ábyrgð á því að Landsvirkjun hefur tapað 3-350 mill. kr. í raforkutekjur. Fyrir þá upphæð hefði mátt fram- kvæma ýmislegt t.d. leggja bundið slitlag á þann hluta hringvegarins sem liggur í gegn um Austurl- andskjördæmi. H. Ingib. Wmmw Taugadeildin er til húsa að Skólstíg 7. Mynd: KGA. „Það koma upp deilur á fjöl- mörgum vinnustöðum“ „Ég vil sem minnst segja um þetta mál. Það getur allt ver- ið rekið ofan í mann. Það má vel vera að ég segi eitthvað þegar 3. mánaða uppsagnar- fresturinn er útrunninn,“ sagði Brynjólfur Ingvarsson yfirlæknir taugadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en Brynjólfur hef- ur sagt starfi sínu lausu hjá sjúkrahúsinu frá ágúst með 3. mánaða fyrirvara. Ásgeir Höskuldsson, fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins sagði í samtali við Dag, að hann kannaðist ekki við neinar deilur á milli stjórnar sjúkrahússins og yfirlæknisins á taugadeildinni, eins og látið er að liggja. „Það koma upp deilur á fjölmörgum vinnustöðum af mismunandi ástæðum, en þetta er viðkvæmt mál og sé ég ekki ástæður til að fara með þær í blöðin. En við spurðumst fyrir um hvort deildin væri lokuð, sagði Ásgeir að eins og er væri deildin lokuð en stefnt væri að því að hún opnaði á mánudaginn. „Við munum veita áframhald- andi þjónustu, þ.e. að starf- rækja dag- og göngudeild. En jafnframt er unnið að því að stofna hér legudeild um leið og unnt er og aðstæður leyfa. Við munum leita að viðunandi hús- næði um leið og fjármagn fæst,“ sagði Ásgeir. Gunnar Ragnars formaður sjúkrahússtjórnar sagðist held- ur ekki kannast við neinar deil- ur í þessu sambandi. „Menn hafa sagt upp áður án þess að úr yrði gert stórmál," sagði Gunnar. „Allt frá upphafi hefur deildin búið við ákaflega lök skily.rði, m.a. mjög óhentugt húsnæði. Það var að frumkvæði deildarinnar að ákveðið var að breyta fyrirkomulagi hennar, að leggja legudeild niður en taka upp dag og göngudeild. Með því var talið að veitt yrði betri þjónusta. Spítalar í Reykjavík eru vel f stakk búnir að taka á móti bráðatilfellum. Það er ein- lægur ásetningur okkar að enduruppbyggja geðheilbrigðis- þjónustu á Akureyri og menn verða að vinna að því með já- kvæðu hugarfari, en það er skortur á fjármagni sem hægir ferðina. Það hljóta allir að sjá að þörf er fyrir slíka þjónustu hérna.“ Varðandi uppsögn Brynjólfs, sagði Gunnar að hann hefði þrýst mjög á að koma áhuga- málum sínum fram. „Það hafa löngum verið skiptar skoðanir og mismunandi viðhorf um hvernig fyrirkomulagi hentaði þessari þjónustu best. Og að því er ég kemst næst er svo um fleiri vinnustaði. Við leitum nú að nýjum manni í starfið, en á meðan höfum við óskað eftir því við yfirlækninn að hann vinni út uppsagnartímann og ég býst við að hann verði við því,“ sagði Gunnar. Brynjólfur Ingvarsson, yfirlæknir. 4 - DAGUR - 19. september 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.