Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 7
TONLISTARSKOLINN A AKUREYRI TONLISTARSKOLINN A AKUREYRI | 9? Litið II m að efnilegir nemendur verði poppinu að bráð — spjallað við Atla Ouðlaugsson skólastjóra Tónlistarskólans Tónlistarskólinn á Akureyri er aö hefja starfsemi sína þessa dagana eins og tilheyrir haustinu. Þetta er mannmargur skóli, alls eru nemendur um fimm hundruð, og fastráðnir kennarar eru 23. „Jú, það er dálítið þröngt um okkur“, sagði Atli Guðlaugsson skólastjóri. „Nemendurnir urðu fímm hundruð í fyrra og við gátum ekki fjölgað þeim í haust. Þessa dagana erum við að koma saman stundatöflu, meðal annars, og ýta skólanum af stað“. Yngstu nemendurnir eru að- Stundum er píanó til á heimilinu eins fimm ára, þá byrja þeir í for- skóla þar sem öllu heldur er um leik að ræða, fremur en beint nám, en að sjálfsögðu er blokk- flautan aðal leikfangið. Þannig kynnast þau tónlistinni gegnum leikinn“, sagði Atli. „Fimm ára geta krakkar líka byrjað að læra á fiðlu, þær eru til í ýmsum stærð- um og þess vegna geta krakkarnir ráðið við þær þó þau séu lítil. Hvað varðar önnur hljóðfæri, þá fer það mikið eftir líkamsstærð nemendanna hvenær hægt er að taka til við þau“. - Er eitthvað hljóðfæri vin- sælla en önnur? „Það er nú erfitt að segja til um það. Þverflautan er alltaf vinsæl, það kanna að stafa af því að hún er ákaflega eðlilegt framhald af blokkflautunni sem flestir byrja á. Auk þess er hljómurinn í henni ákaflega fallegur - fyrir utan það að Manuela Wiesler hefur auglýst flautuna rækilega að undanförnu. En nú eru álíka margir að læra á þverflautu og klarinett hjá okkur, það er eins með klarinett að það virðist eðli- legt framhald af blokkflautunni. Hins vegar eru flestir að læra á píanó núna, ætli það séu ekki um 20-30 manns. Fyrir 10 árum var píanóið afgerandi vinsæl- ast, þá voru um 80% nemend- anna við píanónám". - Hvað ræður því á hvaða hljóðfæri nemendurnir fara að læra? „Þar getur margt komið til. og þá ræður það e.t.v. úrslitum. Annars getur það verið tilviljun, sé vinur eða kunningi að læra á hljóðfæri þá er oft tekið til við það sama og hann er með. Því er heldur ekki að neita að foreldrar ráða því stundum að barn fer að læra á hjóðfæri sem þeim þykir skemmtilegt. Við reynum líka að stýra því í hvaða nám nemendur fara til að halda jafnvægi milli deilda í skólanum. Það hefur komið fyrir að við höfum sent nemanda heim með annað hljóðfæri en hann hafði upphaflega ætlað að læra á, og hann komið aftur hingað með þau skilaboð frá foreldrunum að á þetta hljóðfæri gæti hann ekki lært því þeim leiddist í því hljóðið. Núna í haust var einna mest aðsókn í strengjadeildina. Ég býst við að það sé aðallega vegna strengjanámskeiðsins sem við héldum í júní, það var mikil auglýsing fyrir strengjadeildina“. - Eru einhverjar Nýjungar á döfinni? „Já, við ætlum að gera tilraun með að hafa hér jassdeild. Þar verða nokkrir gamlir jaxlar og yngri menn með. Þetta verður mest spunnið í kringum big- bandið sem var stofnað hér í fyrravetur. Það er óráðið hvort Paul Weeden kemur aftur hingað, við höfum áhuga á að fá blásara hingað næst. En það hef- ur ekkert verið ákveðið ennþá í þessum málum“. - Hvað er námið langt í þess- um skóla? „Náminu hér er skipt niður í 8 stig og það er ekki óeðlilegt að klára þau á átta árum. Þó fer yfir- leitt lengri tími í efri stigin. Sumir nemendurnir eru utan við allt kerfi og eru hér aðallega sér til skemmtunar". - Geta allir lært á hljóðfæri? „Já, það held ég að allir ættu að geta, sem hafa áhuga. Það kemur fljótlega í ljós hverjir geta náð árangri, það eru alltaf ein- hverjir í hverjum árgangi sem detta út eða skara fram úr og fylgja þess vegna ekki jafnöldr- .< um sínum“. - Hvað þarf til að gera mig að snillingi ef ég tæki til við hljóð- færi? „Það sem mestu ræður eru bæði meðfæddir hæfileikar og líka dugnaðurinn. Það getur verið að tónlistarnám liggi vel fyrir nemanda sem hins vegar nennir ekki að leggja rækt við það. Þess eru líka dæmin að þeir sem eiga erfiðara með námið nái góðum árangri með því að vera virkilega duglegir. Þeir eru hins vegar fáir sem ná mjög góðum ár- angri þó þeir leggi lítið á sig. Ef til vill mætti kalla þá snillinga. Jú, það eru einn eða tveir þannig nemendur hér hjá okkur“. - Á Tónlistarskólinn í sam- keppni við „poppheiminn“ á Ak- ureyri? „Tvímælalaust hvað varðar tónleikahald. En það er lítið um að efnilegir nemendur hér verði poppinu að bráð. Þeir eru ef til vill að eiga við það, en eru hér í skólanum um leið. En svo kemur fyrir að hingað koma menn sem ætla að læra undirstöðuatriði á hljóðfæri á einni eða tveimur vik- um til að geta orðið popparar. En það er ansi erfitt að ná tökum á hljóðfærinu á svo stuttum tíma. Ég myndi segja að það þyrfti að minnsta kosti þriggja ára nám til að kynnast hljóðfærinu svo að gagn sé að. Það tekur auðvitað lengri tíma að verða góður tón- listavmaður“. - Hvernig stendur á því að klassísk tónlist virðist vera það eina sem „blívur“ í tónlistarskól- anum? „Það er alls ekki einvörðungu spiluð klassík hér í skólanum. Til að byrja með spila nemendur meira af þekktum melódíum, en þegar lengra er komið vilja nem- endurnir glíma við erfiðari klass- ísk verk. Þá eru þeir farnir að sjá hvað dægurlögin eru einföld að gerð - þeir vilja glíma við eitt- hvað flóknara. Þar að auki spil- um við jass hér, og hann hefur virkilega flókið tónakerfi“. Nú snúum við okkur að dálítið öðru máli, og ég spyr Atla um hans eigin tónlistarferil. „Ég byrjaði 9 ára á trompett í Hafnarfirði, en var ekki lengi í námi. Þrettán ára byrjaði ég að spila með Lúðrasveit Hafnar- fjarðar, en hóf reyndar ekki skipulegt tónlistarnám fyrr en ég var orðinn tvítugur, þá í Tónlist- arskóla Reykjavíkur, í blásara- kennaradeild. Þar lærðum við á öll málmblásturshljóðfæri, pí- anó og ásláttarhljóðfæri. Auk þess hljómsveitarstjórn“. - Og hvað ertu búinn að vera lengi hér? „Þetta er annar veturinn sem ég er hér skóiastjóri. Reyndar er það aðeins til bráðabirgða, þang- að til Jón Hlöðver kemur aftur. Jú, auðvitað mætti alltaf breyta og bæta í skólanum, en ég er nokkuð sáttur við þetta eins og það er“. Guðmundur Guðlaugsson er að læra á trompet. „Þetta er fímmta árið,“ segir hann. „Að vísu tók ég mér tveggja ára hlé.“ - En hvað kom til að þú byrj- aðir? „Pabbi spilar á básúnu í Lúðra- sveit Tónlistarskólans og ég var alltaf með honum á æfingum. Og ég var alltaf hrifnastur af þeim laglínum sem trompetið spilaði svo ég ákvað að læra á það. Ég fitlaði aðeins við píanó í tvö ár, en hætti því og tók til við tromp- etið aftur.“ - Er þetta skemmtilegur skóli? „Já, það er nóg að gera, hér er líf og fjör og góður mórall - skemmtilegt fólk. Það má nú deila um hversu duglegur ég er að æfa, það fer eftir því hvað ég hef mikinn tíma. Auk þess spila ég með hljómsveit skólans og hjá Leikfélaginu í My Fair Lady.“ - Áttu gott hljóðfæri? „Getzen, það er topphljóðfæri. í því er skriðdrekastál - næstum því. Bach-trompet er draumur- inn. Það er toppurinn í dag.“ - Eitthvað farinn að hugleiða framtíðina? „Ja, það er auðvitað draumur- inn að verða tónlistarkennari. Og ef maður er duglegur að æfa sig, þá er ekki að vita hvað verður.“ „Píanóið er númer eitt“ - segir Aðalheiður Eggertsdóttir sem er að læra á píanó og þverflautu „Ég er búin að vera hér frá því ég var 7 ára,“ segir Aðalheiður Eggertsdóttir sem er að læra á píanó og þverflautu að auki. „Ég byrjaði í forskóla eins og flestir, á blokkflautu. Svo fór ég fljótlega yfir á píanóið og eftir nokkur ár byrjaði ég á flautunni líka.“ - Er ekki mikill munur á þess- um hljóðfærum? „Jú, auðvitað er heilmikill munur á þeim en píanóið er núm- er eitt hjá mér. Það getur svo sem verið að það komi niður á árangr- inum að vera að læra á tvö hljóð- færi í einu, en ég bætti flautunni við fyrst og fremst vegna þess að það fylgir henni meiri fjölbreytni, samspil í hljómsveit, til dæmis. Það er lítið um að maður spili með öðrum á píanóinu.“ - Þannig að þú hefur nóg að gera? „Já, eiginlega of mikið. Ég er hérna í skólanum alla daga, hvort sem ég er að æfa mig eða gera eitthvað annað. Svo er ég að spila hjá Leikfélaginu í My Fair Lady, það er ofboðslega gaman og góð æfing þar að auki. Og það eru ekki margir sem geta státað af því að hafa tekið þátt í svona sýn- ingu, eins ungir og ég er.“ - Nú ertu búin að vera í þess- um skóla í tíu ár, ertu ekkert orð- in leið? „Nei. Þetta þroskar mann að svo mörgu leyti. Þegar krakkar eru til dæmis að tala um sinfóníu- garg þá er það bara af því að þau þekkja ekki tónlist og vita ekki hvað þau eru að tala um. En það er ekki hægt að miða allt við árafjölda. Þetta fer mest eftir því hvað maður er duglegur að æfa sig. Ef maður ætlar að ná langt þarf helst að sitja við æfingar „Það passar ekki að vera poppaii og píanókennari“ — Atli Örvarsson 13 ára kornettleikari s „Eg hef alla vega áhugann“ Kristín Gunnlaugsdóttir er að fást við þverflautuna „Ég dreif mig á gamals aldri,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir sem er tvítug og að læra á þverflautu, nú að byrja á fjórða ári. „Ég var búin að vera að læra á orgel, gítar, fiðlu og blokkflautu, byrjaði á þessu sex ára og þetta varð hálfkák með öll hljóðfærin og ég fann mig hvergi. En lét þetta svo blunda með mér í nokkur ár áður en ég dreif mig af stað með flautuna - og hvort sem ég held lengi áfram að læra, eða ekki þá mun ég alltaf búa að þessum árum.“ - Hvað er það sem flautan hefur fram yfir önnur hljóðfæri? „Ég varð ákaflega hrifin af því að geta einbeitt mér að einni rödd, auk þess finnst mér flautan hljóma ákaflega fallega. En þetta er, eins og sagt er, 5% hæfileikar og 95% æfing. Það er æfingin og áhuginn sem gildir.“ - Og þú hefur áhuga og ert dugleg að æfa þig? „Ja, ég hef allavega áhugann. Og ef maður vill ná árangri þá þýðir ekkert annað en að æfa sig.“ daginn út og daginn inn, en ég held að það gæti ég aldrei gert. Ég er ekki þannig.“ Aðalheiður fer í Menntaskól- ann nú í haust, í annan bekk á tónlistarbraut. „Það er of snemmt að fara að ræða framtíð- ina,“ segir hún. „Ég lýk 7. stigi í tónlistarskólanum í haust og ætla að klára þennan skóla. Svo er að sjá hvernig gengur í Menntaskól- anum.“ „Það var eins og gengur og gerist - mamma sendi mig,“ sagði Atli Örvarsson 13 ára kornetleikari um tildrög þess að hann fór í tónlistarskólann. „Ég byrjaði í forskóla 6 eða 7 ára og var eitt ár með blokkflaut- una, fór síðan að spila á kornet. Það er hljóðfæri skylt trompet, svolítið minna og menn byrja oft á því áður en þeir taka til við trompetið. Áhuginn hefur nú verið svolítið skrykkjóttur, eitt árið leiðist manni kannski, en það næsta er virkilega gaman. Sérstaklega til að byrja með, þá eru svo mörg vandamál sem þarf að yfirstíga." - Hefur þér tekist að yfirstíga þau vandamál? „Já, ætli við verðum ekki að segja það. Þetta var svolítið leið- inlegt meðan maður var að spila einföld barnalög og þess háttar. Nú er ég farinn að spila flóknari klassísk verk.“ - Þér hefur ekki dottið í hug að gerast poppisti? „Ég hef nú aðeins komið ná- lægt popptónlist. Líklega þarf ég að fara að gera upp á milli hennar og kornettsins. Éf ég held áfram með kornettið enda ég sjálfsagt sem tónlistarkennari, þeir gera það flestir. Nú ef maður verður poppari þá væri svo sem hægt að kenna líka, til dæmis á píanó, en mér finnst það ekki passa saman. Einhvern veginn ekki. Annars veit ég ekki hvernig þetta verður í framtíðinni, það verður bara að koma í ljós.“ Myndir og textí: KGA „Það má defla um hvort ég sé duglegur að æfa“ — Guðmundur Guðlaugsson er aö læra á trompet 6 - DAGUR - 30. september 1983 30. september 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.