Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 12
mam Akureyri, föstudagur 30. september 1983 Opið á Bauta a\\a daga til 22.00. Smiðjan opin aiia daga bæði í hádeginu og á kvöldin. tiftaniál á Siglufirði Mikið hitamái er nú í gangi á Siglufírði. Hefur Sverrir Sveinsson yfírmaður hitaveit- unnar og rafveitunnar þar ver- ið sakaður um misferli í starfí, en málið snýst um yfírvinnu- greiðslur til hans. Sverrir hefur fengið greidda tvo yfirvinnureikninga upp á 25.000 krónur vegna yfirstjórnar hitaveitunnar og 92.870 krónur vegna fækkunar í starfi útivistar- manna hjá rafveitunni. Málið hefur mikið verið til um- ræðu í Veitunefnd á Siglufirði og einnig hefur bæjarráð og bæjar- stjórn fjallað um málið sem enn er óafgreitt. Hannes Baldvinsson formaður Veitunefndar sem skrifaði upp á umrædda reikninga á sínum tíma hefur viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða af sinni hálfu að undirrita stærri reikninginn. Hefur Hannes lagt til að 25.000 króna reikningurinn verði óbreyttur en 92.870 króna reikn- ingurinn verði skorinn niður um helming og 46.435 kr. dregnar af veitustjóranum með mánaðarleg- um afborgunum til áramóta. í bæjarráði hafa margar tillög- ur verið lagðar fram um af- greiðslu málsins. Einnig var þar bókað eftir Axel Axelssyni: „Ég undirritaður var tilbúinn að leysa þetta mál á þann sanngjarnasta hátt sem mögulegt var, veitu- stjóra í hag, eins og tillaga mín bar með sér, þrátt fyrir þá skoð- un mína að hér sé um hreint mis- ferli í starfi að ræða....“ Bæjarstjórn Siglufjarðar tók þetta mál fyrir á fundi nýlega og var afgreiðslu þess frestað. Samvinnuferðir með stórsamning í Hollandi Frá Gísla Sigurgeirssyni í Am- sterdam; Eysteinn Helgason, forstjóri Samvinnuferða hefur undirritað hér í Amsterdam nýjan samning við Sporthuis centrum eigendur sumarhúsanna í Eemhof og Kem- pervennen sem eru íslendingum að góðu kunn. Samningur Samvirinuferða og Sporthuis centrum hljóðar upp á 15 milljónir króna og tryggir Samvinnuferðum 80 sumarhús í Hollandi á næsta ári en það er rúmlega helmings aukning frá í ár. Alls geta því 400 íslendingar dvalist samtímis í sumarhúsunum og 3600 í heild á árinu sem er veruleg aukning frá árinu í ár. Sala á farmiðum í' þessar sumarhúsaferðir hefst í októ- ber og verða ferðirnar á sama verði og gilti frá 1. júlí í sumar. Um 400 bleikjur veiddust á Leirugardmum Akureyringar eru fyrir löngu hættir aö veita því athygli þó einhverjir séu aö veiða á stöng „Það verða í sjálfu sér ekki miklar breytingar á veðrinu fyrir norðan,“ sagði Knútur Knudsen veðurfræðingur í morgun. „Þið fáið hæga austanátt og það verður þurrt í innsveitum. Hins vegar verður dálítill strekkingur og smá él á miðum og annesjum.“ inni á hinum svokallaða Leiru- garði en þetta athæfí hefur hins vegar vakið verðskuldaða athygli ferðamanna og annarra sem leið sína hafa lagt til bæjarins. En hvernig skyldu aflabrögðin vera? Samkvæmt upplýsingum Jó- hannesar Kristjánssonar, for- stjóra hins kunna stangveiði- manns þá er áætlað að 300-400 bleikjur hafi veiðst við Leiru- garðinn og á Pollinum f sumar. Slagar þessi veiði hátt upp í það sem veiðst hefur í mörgum bleikjuám hér norðanlands í sumar og sagðist Jóhannes vita til þess að margir hefðu veitt mjög vel á Leirugarðinum. - Ég hef sjálfur séð þarna menn með mjög væna fiska allt upp í fimm til sex punda bleikjur, sagði Jóhannes og þessi orð hans vekja menn til umhugsunar um hvort ekki sé hægt að gera eitt- hvað til þess að bæta aðstöðuna á Leirugarðinum og víðar við Pollinn og lífga þannig upp á bæjarbraginn. Á þriðjudag fór fram kennsla í því að slökkva olíueld á Akureyrarflugvelli og er myndin hér að ofan tekin við það tækifæri. Mynd: gk-. Slökkvi- lids- menn a æfingu Undanfarna daga hefur staðið yfir á Akureyri námskeið á vegum Brunamálastofnunar ríkisins, og er námskeiðið haldið fyrir starfandi slökkvi- liðsmenn víðs vegar af landinu. Námskeiðinu er skipt niður í marga þætti og er meðal annars farið yfir uppbyggingu slökkvi- liða, skipulagningu æfinga, reykköfun, vinnu með hand- slökkvitæki, elda í skipum og húsum, notkun froðu við slökkvi- störf, eldvarnareftirlit, viðhald og rekstur tækja og olíuelda. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru 7 talsins auk þess sem Slökkvilið Akureyrar sér um ýmsa þætti þess. Námskeiðinu lýkur á morgun og gangast slökkviliðs- mennirnir 18 sem þátt tóku í því undir próf. Töboði Kvists tekið Leyfi hefur verið veitt til að hefja byggingu á 8 verka- mannaíbúðum á Dalvík, og verða þær í fjölbýlishúsi við Karlsrauðatorg. Á fundi Framkvæmdanefndar verkamannabústaða á Dalvík nýlega voru opnuð tilboð sem bárust í fyrSta áfanga verksins, og voru þau frá Tréverki h.f. og Kvisti h.f. Um er að ræða jarð- vinnu, burðarvirki og lagnir. Kostnaðaráætlun fyrir þennan hluta verksins var 839 þúsund 881 króna, og tilboðin tvö sem bárust voru mjög nærri þeirri upphæð. Tilboð Tréverks var upp á kr. 843.187 en tilboð Kvists kr. 841.539 og var ákveðið að taka því tilboði. Stjórn verkamannabústaða hefur lagt til að bótnplötu verði lokið fyrir næstu áramót og verði tveim þriggja herbergja íbúðum skilað fullfrágengnum í desember á næsta ári, þremur íbúðum í júní 1985 og seinustu þremur íbúðunum í nóvember á því ári. Hönnuður hússins er Haukur Haraldsson á Akureyri og verður hann jafnframt eftirlitsmaður með byggingunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.